Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1989, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1989. DV Ásmundur Stefánsson Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefur verið kosinn formaður bank- aráðs íslandsbankans hf. Ásmund- ur fæddist 21. mars 1945 í Rvík og lauk hagfræöiprófi í Kaupmanna- hafnarháskóla 1972. Hann var hag- fræðilegur ráðgjafi hjá Hagvangi júlí 1972-janúar 1974 og hagfræðihg- ur hjá ASÍ febrúar 1974-ágúst 1978. Ásmundur var lektor í viðskipta- deild HÍ september 1978-ágúst 1979 og framkvæmdastjóri ASÍ septemb- er, 1979-1988. Hann var stundakenn- ari í MH1972-1975 og HÍ1975-1978. Ásmundur hefur verið forseti ASÍ frá nóvember 1980, varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Rvík frá 1987 og sat á Alþingi í hálfan mánuð haustið 1987. Asmundur kvæntist 15. júní 1965, Guðrúnu, Guðmunds- dóttir, f. 13. febrúar 1945, viðskipta- fræðingi. Foreldrar Guðrúnar eru Guðmundur Jónsson, verkamaður í Rvík, og kona hans, Þuríður Ingi- hjörg Stefánsdóttir saumakona. Böm Ásmundar og Guðrúnar eru Gyða, f. 1. nóvember 1971, og Stefán, f. 20. febrúar 1973. Systkini Ásmund- ar eru Þór, f. 29. október 1949, kenn- ari í Fjölbrautaskólanum í Keflavík, kvæntur Huldu Ólafsdóttur fóstru, eiga þau tvö börn, Unnar Óla og Odd Inga, og Ása, f. 15. janúar 1959, fóstra -í Kaupmannahöfn, gift Jens Kvist Christensen, nema í tæknifræði. Foreldrar Ásmundar eru Stefán Oddur Magnússon, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Hreyfils, og kona hans, Áslaug Ásmundsdóttir. Föð- ursystkini Ásmundar eru Einar, bif- reiðastjóri á Hreyfli, Agnes, gift Snorra Jónssyni, fyrrv. fram- kvæmdastjóra ASI, Þóra, gift Ing- vari Björnssyni, verkamanni hjá Miðverki. Stefán er sonur Guðjóns Magnúsar bifreiðastjóri í Rvík, Jónssonar, b. í Arnarfelli í Þing- vallasveit, Ólafssonar, b. í Lónakoti í Hraunum, Sigurðssonar, en hann vakti fyrstur athygh á því að koma á almannatryggingum á íslandi i bækhngi 1888. Móðir Guðjóns var Agnes Gísladóttir, b. Klausturhóla- koti í Grímsnesi, Ólafssonar, b. í Traustholti í Flóa, Jónssonar, b. í Hólmaseli í Gnúpveijahreppi, Ól- afssonar. Móðir Stefáns var Þórunn Einarsdóttir í Óskoti í Mosfellssveit, Einarssonar, og konu hans, Þóru Pálsdóttur. Móðursystkini Ásmundar eru Margrét, gift Garðari Viborg, skrif- stofumanni hjá Verðlagsstofnun, Hahdóra Ingveldur, gift Ólafi Áma- syni, ljósmyndara á Akranesi, Jón Óskar, rithöfundur í Rvík, kvæntur Kristínu Jónsdóttur, og Gísli, for- stjóri í Rvík, kvæntur Olöfu Hjálm- arsdóttur. Áslaug er dóttir Ásmund- ar rafvirkjameistara á Akranesi, Jónssonar, b. í Hákoti á Akranesi, Ásmundssonar, b. í Miðvogi á Akra- nesi, Jónssonar. Móðir Ásmundar í Miðvogi var Guðrún Ásmundsdótt- ir, b. í Elínarhöfða á Akranesi, Jörg- enssonar, b. í Elínarhöfða, Hansson- ar Klingenberg, b. á Krossi á Akra- nesi, ættfóður Klingenbergsættar- innar. Móðir Jörgens var Steinunn Ásmundsdóttir, systir Sigurðar í Ásgarði, langafa Jóns forseta og Tómasar Fjölnismanns, langafa Helga yfirlæknis, fóður Ragnhildar alþingismanns. Móðir Ásmundar rafvirkja var Hahdóra Sigurðar- dóttir, b. á Karlsbrekku í Þverár- hhð, Sigurössonar, b. í Sanddals- tungu í Norðurárdal, bróður Val- gerðar, langömmu Halldórs á Kjal- vararstöðum, langafa Svavars Gestssonar, fyrrv. formanns Al- þýðubandalagsins. Sigurður var sonur Jóns, dbrm. í Deildartungu, Þorvaldssonar, ættfóður Deildart- unguættarinnar. Móðir Sigurðar á Karlsbrekku var Guðríður Torfa- dóttir, b. á Hreðavatni, Jónssonar, og konu hans, Halldóru Jónsdóttur, umboðsmanns í Gvendareyjum, Kethssonar. Móðir Jóns var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla land- fógeta. Móðir Halldóru var Ástríður Elíasdóttir, b. á Háreksstöðum, Magnússonar, og konu hans, Þor- bjargar Þórðardóttur, prests í Hvammi í Norðurárdal, Þorsteins- sonar. Móðir Þórðar var Margrét Pálmadóttir, systir Þorleifs, langafa Fólk í fréttum Ásmundur Stefánsson. Pálma, langafa Önnu, móður Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Móðir Áslaugar var Sigurlaug Einarsdóttir, b. í Hliði á Akranesi, Gíslasonar. Móðir Einars var Guð- björg Oddsdóttir, b. í Engey, bróður Ólafar, langömmu Guðrúnar, móð- ur Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra og Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Oddurvar sonur Snorra, b. í Engey, Sigurðssonar, og konu hans, Guðrúnar Oddsdóttur. Móðir Guðbjargar var Elín Gísla- dóttir, b. á Morastöðum í Kjós, Þor- steinssonar, ogkonu hans, Kolfmnu Snorradóttur, systur Odds. Afmæli Guðmundur Marinó Guðlaugsson Guðmundur Marinó Guðlaugsson, verkfræðingur hjá Akureyrarbæ, Beykilundi 12 á Akureyri, er fimm- tugurídag. Guðmundur er fæddur að Kúf- stöðum í Svartárdal í Austur-Húna- vatnssýslu en flutti ungur að aldri með foreldrum sínum að Mjóadal í Laxárdal í sömu sýslu og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1960 og eftir fyrrihlutanám í by gg- ingaverkfræði við Háskóla íslands árið 1963 fór hann til Kaupmanna- hafnar til framhaldsnáms og lauk þaðan M.S. prófi í byggingaverk- fræði í janúar árið 1966. Foreldrar Guðmundar voru Guð- laugur Guðmundsson Pétursson, fæddur 15. desember 1913, dáinn 11. maí 1987 og Soffia Ólafsdóttir, fædd 29. ágúst 1917, dáin 30. ágúst 1985. Þau slitu samvistir árið 1953. Seinni kona Guðlaugs er Magnea Kristín Þorvarðardóttir og eignuð- ust þau einn son, Þorvarð, sölu- og markaðsstjóra Flugleiða í Bretlandi, fæddan 20. maí 1956. Kona hans er Guðrún Gísladóttir og eiga þau tvær dætur, Magneu Katríu og Unni Mar- íu. Eiginkona Guðmundar er María Sigríður Sigurbjörnsdóttir meina- tæknir, fædd 4. febrúar 1940. Hún er dóttir Sigurbjarnar Þorvaldsson- ar, bifreiðastjóra á Akureyri, sem látinn er fyrir allmörgum árum, og Steinunnar Jónsdóttur, eftirlifandi eiginkonu hans. Börn Guðmundar Marinós og Maríu erufjögur: Soffía Björk, B.S. efnafræöingur, fædd 24. desember 1962. Eiginmaður hennar er Snorri Þór Sigurðsson, B.S. efnafræðingur. Þau eiga einn son, Einar Loga, fæddan 9. júní 1989, en Soffía Björk á einnig eldri son, Rúnar Má, fæddan 3. apríl 1980. Þau búa í Seattle þar sem Snorri stundar framhaldsnám í úfrænni efnafræði. Steinunn Margrét, nemi í arki- tektúr í Helsinki í Finnlandi, fædd 6. maí 1964. Ásdís Elva, nemi í byggingar- tæknifræði við Tækniskóla íslands, fædd 5. desember 1965. Þorvaldur Pétur, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri í vor, fæddur 25. september 1969. Guðmundur á fimm alsystkini. Þaueru: Ólafur Gunnar, bifvélavirki hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, fæddur 27. janúar 1941. Hann er ókvæntur og barnlaus. Pétur Hafsteinn, bóndi á Brand- stöðum í Blöndudal í Austur-Húna- vatnssýslu, fæddur 21. desember 1941. Hann á þrjú börn, Val Karl, Soffíu Margréti og Guðrúnu Karo- hnu. Guðmundur Marinó Guðlaugsson. Ásólfur Geir, gæslumaður í rækjuverksmiðjunni á Árskógs- sandi, fæddur 6. febrúar 1943. Eigin- kona hans er Erla Tryggvadóttir og eiga þau fjögur börn, Tryggva Rúnar, Guðlaug Axel, Soffíu Valdísi ogÁstuHhdi. Margrét, dagmóðir í Reykjavík, fædd 6. apríl 1946. Hún á þrjú börn, Soffíu Gnnu, Steinar Birgi og Ólöfu Birnu. Sambýhsmaður Margrétar er Guðmundur Aðalsteinsson. Sigrún, húsmóðir í Reykjavík, fædd 17. júh 1948. Eiginmaður henn- ar er Gunnar Kristjánsson og eiga þau þijú börn, Kristján, Ólaf og Aðalheiði. Kári Elías Karlsson Kári Elías Karlsson, fyrrverandi yfirbréfberi, Helgamagrastræti 46 á Akureyri, er sjötugur í dag. Kári er fæddur á Rauðá í Bárðar- dal en flutti fimm ára gamah með foreldrum sínum til Akureyrar og ólst þar upp. Hann var við nám í Iðnskólanum á Akureyri í þrjú ár og sótti einnig námskeið í Póst- og símaskólanum. Hann hóf starfsferh sinn sem sendill hjá Prentverki Odds Björns- sonar á Ákureyri og var þar í hálft þriðja ár. Eftir það réðst hann til Gefjunar á Akureyri og vann þar við ýmis störf í 37 ár. Árið 1972 hóf hann störf hjá pósthúsinu á Akur-. eyriogvannþarsem bréfberi og yfirbréfberiíl5ár. Kári er sonur Karls Valdimars Sigfússonar, rokkasmiðs á Akur- eyri, og Vigfúsu Vigfúsdóttur hús- móður. Foreldrar Karls voru Sigfús Þórarinsson, bóndi á Bjarnarfehi í Suður-Þingeyjarsýslu, og Guðrún Sigurlaug Guðnadóttir. Foreldrar Vigfúsu voru Vigfús Hjartarson, vinnumaður á Svalbarði, og Kristín Jónsdóttir. Kári kvæntist 14. mars 1942 Öldu Rannveigu Þorsteinsdóttur frá Ak- ureyri. Hún fæddist 22. október 1923, dóttir Rannveigar Jónsdóttur og Þorsteins Halldórssonar, sjómanns áAkureyri. Kári og Alda áttu fjögur börn en eitt þeirra lést í æsku. Þau eru: Vignir, múrari á Akureyri, fædd- ur 16. júlí árið 1942. Kona hans er Sóley Hansen tækniteiknari og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Þorveig Bryndís, húsmóðir á Ak- ureyri, fædd 18. nóvember. Maður hennar er Hreinn Tómasson bruna- vörður og eiga þau tvo syni. Hreinn Brynjar, fæddur 12. maí 1951, dáinn 29. júlí 1952. Sigríður Kristín, húsmóðir í Bol- ungarvík, fædd 21. júlí 1956. Maður hennar er Sveinn Bernódusson járnsmiöur og eiga þau tvö börn. Kári átti fimm systkini en tveir bræður hans eru látnir. Systkinin eru: Gunnar Kristinn, húsvörður við Menntaskólann á Akureyri, fæddur Kári Elías Karlsson. 5. júlí 1923. Hann er látinn. Skarphéðinn, kjötiðnaðarmaður á Akureyri, fæddur 17. ágúst 1925. Hann er látinn. Höskuldur Goði, íþróttakennari og skólastjóri, fæddur 7. september 1933. Hann var um skeið skólastjóri Héraðsskólans á Reykjum í Hrúta- firði og síðan skólastjóri Laugagerð- isskóla á Snæfellsnesi. Ásdís, íþróttakennari á Akureyri, fædd 6.júní 1935. Þráinn, leikari á Akureyri, fæddur 24. maí 1939. Afmælisbamið verður heima á afmæhsdaginn og tekur á móti gest- um á milli kl. 16.00 og 19.00. Til hamingju með afmælið 18. ágúst 85 ára Birkilundi 8, Akureyri. Árni Sigurjónsson, Guðmundur Thorlarius, Nýlendugötu 20, Reykjavík. Leifshúsi, Svalbarðsströnd. Karl Bergsson, Víðivöhum 25, Selfossi. Trausti Marinósson, Hólagötu 2, Vestmannaeyjum. Hjalti Björnsson, 80 ára Ingibjörg Jónsdóttir, Strandgötu 45, Eskifirði. ueiioauuni akiaiicSjl Árni Jóhannesson, Fífustöðum, Ketildölum. Valborg Guðmundsdóttir, Bergstaöastræti 46, Reykjavík. Heiðar Steinþór Valdimarsson, Sörlaskjóli 50, Reykjavik. 70 ára Karl Ágúst Bjarnason, Smyrlabjörgum 2,Borgarhafnarhr. Hann tekur á móti gestum á heimih sínu frá kl. 18.00. 40 ára |%A JL 60 ara Hulda Pétursdóttir, Guðrún Albertsdóttir, Víghólastíg 17, Kópavogi. Ragnar Guðmundsson, Hraunbæ 52, Reykjavik. Margrét Albertsdóttir, Austurbyggð 5, Akureyri. Ingólfur Reimarsson, Innri-Kleif, Breiðdalshreppi. Oddný Jónsdóttir, Smárabiíð 8A, Akureyri. Álflieimum 46, Reykjavík. Brynjar Sigtryggsson, Sólbrekku 18, Húsavík. Anna K. Marteinsdóttir, Hávallagötu 51, Reykjavík. Jón Hartmann, Blátúni 6, Bessastaðahreppi. Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Krókaseh, Skagahreppi. Rósamunda A. Helgadóttir, Laufási 4, Garðabæ. Hlíf Kristófersdóttir, 50 ára Hraunbæ 34, Reykjavík. Ingibjörg Ingólfsdóttir, Hálsum, Skorradalsbreppi. Finnur Sigurgeirsson, Fjólugötu 11, Vestmannaeyjum. Jón Ægir Guðmundsson, Dalseh 17, Reykjavík. Svana Jónsdóttir, Heiðarbraut 60, Akranesi. Hólmfríður Guðmundsdóttir Hólmfíður Guðmundsdóttir, fyrr- verandi iðnverkakona á Akureyri, eráttræðídag. Hólmfríður fæddist að Litlu- Tungu í Miðfirði, Vestur-Húna- vatnssýslu, og ólst þar upp, dóttir hjónanna Kristveigar Sigvaldadótt- ur og Guðmundar Guðmundssonar, búenda þar. Hólmfríður var þriðja í röðinni af fimm börnum hjónanna í Litlu-Tungu. Hólmfríður dvaldi á æskustöðv- unum fram til ársins 1933 en flutti þá til Akureyrar og hefur búið þar síðan. Á Akureyri vann hún lengi í ullarverksmiðjunni Gefjunni. Hólmfríður var einn af stofnend- um Hvítasunnusafnaðarins á Akur- eyri árið 1936 og hefur verið í honum síðan. Hún hefur unnið mikið fyrir Hólmfriður Guðmundsdóttir. söfnuðinn og ferðast víða um Norð- urland og dreift trúarritum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.