Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 258. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						p pi E T T J\ S IC O T I HE>
HJ^Æm     «hv     *¦¦¦¦
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27Ó22
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989.
Jón Baldvin Hannibalsson:
Gleðitíðindi
frá Berlín
„Hlutirnir eru farnir aö gerast svo
hratt í Miö- og Austur-Evrópu aö ég
er hættur að verða hissa. Ég álpaðist
til að segja í samtah við sendiherra
í gær að ekki kæmi mér á óvart þó
að Berlínarmúrinn myndi falla á
morgun og sameining Þýskalands
yrði að veruleika hinn daginn," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra um atburðina í Austur-
Þýskalandi.
„Þetta eru auðvitað gleðitíðindi.
Það rifjast upp fyrir mér persónulega
að ég var á ferð í Austur-Berlín sem
stúdent um það leyti sem múrinn var
reistur og var á seinni skipunum að
koma mértyesrur fyrir. Berlínarmúr-
inn var hið stóra tákn um lok seinni
heimsstyrjaldarinnar, um nýlendu-
veldi Sovétríkjanna í Austur-Evr-
ópu. Að þetta tákn skuli vera fallið
staðfestir að þetta nýlenduveldi er
að hrynja innan frá. Það eru mikil
gleðitíðindi fyrir hundruð milljóna
Austur-Evrópubúa," sagði Jón Bald-
vin.                    -gse
Húsnæðislán:
w Steingrímur
vill hækka
vextina
„Ég tel að sá vaxtamunur sem nú
er sé allt of mikill og kostnaðarsamur
fyrir ríkissjóð. Ég hefði frekar kosið
að okkur hefði tekist að lækka raun-
vextina meira og draga þannig úr
vaxtamuninum en ég sé ekki að það
verði önnur leið, vegna stöðu sjóðs-
ins, heldur en að hækka útlánsvexti
eitthvað," sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra þegar
hann var spurður um afstöðu hans
til hækkunar á vöxtum húsnæðis-
,"*»¦ srjórnarlána. Hart er nú ,lagt að
stjórnvöldum úr öllum áttum að
hækka útlánsvexti, sem eru núna
3,5%. Á ríkisstjórnarfundi í morgun
var þetta til umræðu en forsætisráð-
herra átti ekki von á að það tækist
að komast að niðurstöðu strax.
- Kemur meira en 1% hækkun til
greina?
„Það kemur ekki til greina á þessu
stigi, nei."
- En yrði þá hugsanleg 1% hækk-
un til skemmri tíma?
„Það er æði mikið af skuldabréfum
núna með heimild til að hækka vexti
og mér finnst nú að það þurfi að at-
huga það hvort ekki sé rétt að hafa
hækkunina minni en láta hana ná til
—™^llra slíkra lána," sagði forsætisráð-
herra.                 -SMJ
LOKI
Já, allt má nú
misskilja!
Sovétmenn hafha sfldarsölusammngi:
Of mikið magn
á of háu verði
- drögin gerðu ráö
Sovéski sjávarútvegsráðherrann
híifnaði ) gær samningi sem tals-
menn Sildarútvegsnefhdar höfðu
gert við innkatipastofnun Sovryb-
flot um að Sovétmenn keyptu 150
þúsund tunnur af verkaðri söd fyr-
ir sama verð í dollurum og var í
fyrra, Sjávarútvegsráðherrann
sagði einfaldlega að þetta væri of
mikið magn fyrir of mikið verð.
Þeir Gunnar Flóvenz, forstjóri
Sfldarútvegsnefhdar, og Einar
Benediktsson, aðstoðarmaður
hans, hafa veriðí tvær víkur $ Sov-
étríkjunum í samningaþófi við þar-
lenda, Fyrir nokkrum dögum voru
fyrir 150 þúsund tunnum á sama verði og i fyrra
Sovétmenn tilMnir til aö kaupa 120
til 130 þúsund tunnur af síld. í
fyrradag íókst svo að koma magn-
inu upp i 1S0 þúsund tunnur. Það
þótti sjávarútvegsráðherranum of
mikjð. Það er þó sama magn og
selt var héðan til Sovétríkjanna í
-fyrra.
Krístmann Jónsson, formaður
SMarútvegsnefhdar, sagði í morg-
un að mehn hefðu ekki gefist upp,
þrátt fyrir þetta mótíæti. Fulltrúar
Sovrybflot værii jafnvonsviknir og
íslensku samningamennirnir. Þeir
hefðu viljað þetta magn og þyrftu
á þvi að halda.
Þess má geta að á hveiju hausti
hafa íslehdingar þurft að standa í
löngum og erfiðum samningum við
Sovétmenn í södarsölunni. Sann-
leikurinn er sá að þeir geta fengið
söd annars staðar á lægra verði en
við bjóðum, Kanadamenn hafa ár
eftir ár verið tubúrár til að seija
Spvétmönnum síld á mun lægra
verði en við þurfum að fá fyrir
hana.
Þeir Gunnar Flóvenz og Einar
Benediktsson verða áfram í
Moskvu til að reyna að ná samn-
ingum.
-S.dór
Misþyrmdi
hvolpi
Ungur maður var handtekinn í gær
eftir að hafa misþyrmt scháfer-hvolpi
í húsi við Laugaveg. Grunur lék á
að maðurinn hefði neytt fíkniefna.
Hvolpurinn var illa útleikinn og talið
að hann væri fótbrotinn. Var hann
fluttur á Dýraspítalann. Maðurinn
var í fangageymslum lögreglunnar í
nótt og var síðan yfirheyrður í morg-
un.                   -ÓTT
íslendingar
í undanúrslit
Skáksveit Taflfélags Reykjavíkur
er nú komin í undanúrsht Evrópu-
keppni skákfélaga en sveitin vann
ungversku sveitina NTK glæsilega í
8-liða úrshtum. í seinni umferð í gær
gerði Jóhann jafntefli við Portisch.
Jón L. vann Zsuzsa Polgar. Margeir
vann Judit Polgar, Helgi og Barbero
gerðu jafntefli, Hannes Hlífar vann
Forintos og Karl vann Zsofiu Polgar.
TR vann fyrri umferðina einnig.
-SMJ
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
Ráðherrar meti
hagsmunaárekstra
„Ég hef sett það skilyrði að ef
stjórnarstarfið er launað eigi menn
að fara úr stjórn en ef það er ólaunað
þá komi þetta almenna ákvæði sem
felst í því að menn verði að meta það
hvort um hagsmunaárekstur er að
ræða," sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra um setu
ráðherra í stjórnarstörfum. Það hef-
ur komið í ljós að Steingrímur situr
sjálfur í stjórn Prentsmiðjunnar
Eddu og þar að auki sagðist hann
eiga sæti í Þingvallanefnd. Bæði
störfin eru ólaunuð og ætlar forsæt-
isráðherra að sitja þar áfram.
„Menn verða að meta það hverju
sinni hvort um hagsmunaárekstra
getur verið að ræða og ég leyfi mér
að fullyrða að gagnvart þessu htla
fyrirtæki, sem Framsóknarflokkur-
inn stofnaði fyrir 50 árum, hefur
aldrei verið um minnstu hags-
munaárekstra að ræða. Enda er þetta
nú bara til að halda tengslum þarna."
- En hefði þá verið nóg fyrir Júlíus
Sólnes að þiggja ekki laun og sitja
áfram í stjórn Stálvíkur?
„Þú mátt nú ekki rangfæra þetta.
Skipasmíðastöðvarnar eru allar inni
á borði ríkisstjórnarinnar og það er
töluvert annað mál. Þær eru til um-
ræðu á Alþingi og mjög hklegt að
einhvers konar aðstoð þurfi að koma
til,"sagðiforsætisráðherra.   -SMJ
Jón Baldvin:
Ekki í stjórnum
Töluvert mikill eldur kviknaði í nýrri amerískri bifreið við Bústaðaveg í
gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði eldur í farangursgeymslu
bílsins sem er af gerðinni Dodge Aspen. Upptök eldsins voru talin í attur-
Ijósstæði. Afturhluti bílsins skemmdist töluvert mikið.     -ÓTT/DV-mynd: S
„Ég er í stjórn Djúpmannafélags-
ins en ég er hræddur um að sú upp-
hefð mín sé gleymd," sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra,
aðspurður hvort hann gegndi stjórn-
ar- eöa trúnaðarstórfum í félögum
eða fyrirtækjum jafnhliða setu í rík-
isstjórn. Jón sagði þetta þá eihu
stjórn sem hann sæti í.
„Djúpmannafélagið hefur þá hug-
sjón að veita verðlaun fyrir fegursta
býliðviðDjúp."            -gse
Veðriö á morgun:
Bjartá
sunnanverðu
landinu
Á morgun verður fremur hæg
norðanátt á landinu, él á annesj-
um norðan- og austanlands, en
bjart veður um sunnanvert
landið. Hitinn verður undir frost-
marki á Norður- og Austurlandi
en 1-3 stiga hiti á Suður- og Vest-
urlandi. A hálendinu getur fros-
tið farið í allt aö 10 stig.
UmAmsterdam
Til allra átta
ARNARFLUG
KLM
Lágmúla 7, Austurstræti 22
® 84477 & 623060
0lBlLASrð
ÞR0STUR
68-50-60
VANIR MENN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40