Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 Á toppnum Topplag íslenska listans aöra vikuna í röð er lagið Seifesteem með bandarísku rokkhljómsveit- inni Offspring. Offspring er ein vinsælasta rokksveit Bandaríkj- anna og lagið Selfesteem er af breiðskífu sveitarinnar, Smash, sem setið hefur heilar 47 vikur á bandaríska breiðskifuiistanum. Nýtt Hæsta nýja lagið kemur geysi- sterkt inn á íslenska listann, kemst alia leið í 11. sætið á sinni fyrstu viku. Lagið er flutt af hljómsveitinni Shut up and Dance og heitir Save It ‘Til Mom- ing After. Með sama hraða upp listann verður það að teljast lík- legt til að ná toppsætinu á næstu vikum. Hástökkið Hástökk vikunnar á kanadíski rokkarinn Bryan Adams með kvikmyndalagið sitt, Have You ever Really Loved a Woman. Það lag hefur undanfamar vikur ver- ið í efstu sætum breska vinsælda- listans. Svo sérkennilega vili tO að hann átti einnig hástökk síð- ustu viku er lag hans stökk úr 36. sæti í það 16. en það fer nú upp í 4. sætið Ný steinrós Við sögðum frá því í síðusti viku að Reni, trommuleikari The Stone Roses, væri hættur í hljóm- sveitinni. Eftirmaður hans hefur þegar haflð störf bak við settið og er þar á ferðinni gamaU kunningi steinrósanna, Robbie Maddix að nafhi, sem hefur starfað sem stúd- íótrommari og meðal annars unnið með Terence Trent D’Arby, Ruby Turner og The Rebel MC. Listfengur trommari Tico Torres, trommuleikara Bon Jovi, er margt til lista lagt. Hann er ekki bara lipur með kjuð- ana bak við trommusettiö heldur leika málarapenslarnir líka í höndunum á honum. Hingað til hefur hann mest málað fyr ir sj álf- an sig en ætlar nú að opinbera list sína fyrir almenningi með því að opna einkasýningu í Ambassa- dor Galleries í New York. Clayton kominn í stúku Adam Clayton, bassaleikari U2, hefur látið þau boð út ganga að hann sé búinn að leggja flösk- una endanlega á hilluna. Honum hefúr þótt gott að fá sér í staup- inu eins og mörgum popparanum en hann viðurkennir nú að sukk- iö hafi verið komið langt út yfir öll velsæmismörk. Dropinn sem fyllti staupið hjá honum var sú bitra staðreynd að kærastan 1 f I 3 _ J i 'l ■'WC ]Æ. f '2 U 1 li 1 w w J'i'i IW 7 ■ V iiiii i j 1 J i y % 116 VI MIJNA 6.5. '95 - 12.5. j 95 Ss SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKURÁ LISTANUM 1 roi »P 4f 1 1 1 10 4 SELF ESTEEM -2. VtKANR. 1— OFFSPRING G> 5 6 4 THE BOMB (THESE SOUNDS FALL IN TO MY HEAD) BUCKETHEADS 3 3 2 5 1. YOU. WE JET BLACK JOE ••• HÁSTÖKK VIKUNNAR... 1 o> 16 36 3 Ihave YOU EVER really loved a woman BRYAN ADAMS <3 7 9 5 TURN ON, TUNE IN, COP OUT FREAK POWER 3 10 24 4 DON'T GIVE ME YOUR LOVE ALEX PARTY 7 6 4 7 OVER MY SHOULDER MIKE & THE MECHANICS 8 2 1 8 BELIEVE ELTON JOHN 9 5 5 6 BACK FOR GOOD TAKETHAT (Í0> —13— 21 5 LOOK WHALLOVE.HAS. DONE . .PATTY SMYTH . 1 ' NÝTTÁ USTA •• 1 3 1 SAVE IT 'TIL MOURNING AFTER SHUT UP AND DANCE 12 4 3 6 HAKUNA MATATA JIMMY CLIFF 3 15 19 3 FOR WHAT IT'S WORTH HEIÐRÚN ANNA 14 9 7 6 STRANGE CURRENCIES REM 15 11 14 5 WAKEUP BOO BOO RADLEYS 16 12 18 4 WHITER SHADE OF PALE ANNIE LENNOX 3 28 - 2 PLEASE ELTON JOHN 18 14 8 6 JULIA SAYS WET WET WET 3 24 34 3 GIMME LITTLE SIGN DANIELLE BRISEBOIS 20 21 27 4 VULNERABLE ROXETTE 21 17 12 4 D'YER MAK'ER SHERYL CROW m NÝTT 1 LICK IT 20 FINGERS 3 30 32 3 TRIBUTE IN BLOOM 3 34 - 2 CAN'T STOP MY HEART FROM LOVING YOU AARON NEVILLE 25 19 11 6 LUCY'S EYES PAPERMOON 26 18 16 5 HIGH AND DRY RADIOHEAD 3 38 - 2 NÚNA BJÖRGVIN HALLDÓRSSON 28 23 25 5 HERE AND NOW DELAMITRI 29 29 40 3 CHAINS TINA ARENA 30 25 28 3 THE FIRST. THE LAST ETERNITY SNAP 3 NÝTT 1 NOT OVER YET GRACE 32 20 13 8 1 CAN'T BE WITH YOU CRANBERRIES 33 22 20 4 EVERYTIME YOU TOUCH ME MOBY 34 33 AL 4 ALL COME TOGETHER DIESEL 3 NÝTT 1 ARMYOF ME BJÖRK 36 26 15 11 WHEN 1 COME AROUND GREEN DAY 37 32 38 4 HYPNOTISED SIMPLE MINDS m NÝTT 1 SECRET GARDEN BRUCE SPRINGSTEEN 39 39 - 2 BABY BABY ' CORONA 40 27 17 7 GETREADY THE PROCLAIMERS Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmd af markaðsdeild DV i hverri viku. Fjöldisvarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára aföllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi í DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 16.00 sama dag. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátti vali “World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiösla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóharyi Garðar ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel ólafsson hans, fyrirsætan Naomi Camp- beH, yfirgaf hann vegna drykkj- unnar. E Street Band-ið endurreist? Miklar sögusagnir eru á kreiki um að Bruce Springsteen ætli að endurreisa gamla E Street Band- ið sitt og halda í víking rnn heim- inn nú í sumar. Allflestir myndu fagna þessum tíðindum nema ef vera skyldi gamli Bítlatrommar- inn Ringo Starr. Hann er nefni- lega að undirbúa tónleikaferð með nýja All Starr Band-inu sínu en meðal fyrirhugaðra liðs- manna þar eru þeir Nils Lofgren og Clarence Clemons sem voru einmitt fastráðnir í E Street Band-inu á sínum tíma. Plötufréttir Danska rokktröllið Kim Larsen, sem selt hefur vel á aðra milljón plötur gegnum tíðina, er nú að ganga frá fyrstu Best Of plötu sinni og kominn tími til myndu margir segja. Platan á að heita, Guld og gmne skover“ eða gull og grænir skógar og kemur út 15 maí . . . Hin gamalkunna blúsrokksveit The Fabulous Thunderbirds er að vakna til lífs á ný eftir fimm ára dvala. Þeir Kim Wilson og Jimmy Vaughan hafa tekið upp samstarf á ný og stefna að því að gefa út nýja Fabu- lous Thunderbirdsplötu í júlí... Sledge reyn- ir aftur Gamla brýnið Percy Sledge, sem sló í gegn á sínum tíma 1964 með lagið When a Man Loves a Woman, ætlar enn að reyna að bæta um betur. Nafn hans hefur alla tíð verið rígbundið við þetta eina lag og allt annað sem hann gerði, eftir það naut hann aldrei sannmælis. Hann gafst því upp um miðjan áttunda áratuginn og hætti öllu tónlistarbrölti, enda nóg að bíta og brenna af þessu eina lagi. Nú þegar hann er að nálgast sextugt er hann orðinn leiður á þófinu og ætlar að reyna einu sinni enn og má búast við nýrri plötu frá honum innan skamms. Fann Bítlana á háaloftinu Peter nokkur Hodgson, verka- maður í Liverpool, datt heldur betur í lukkupottinn um daginn þegar hann fann gamlar segul- bandsspólur afa síns í rusli uppi á háalofti. Á einni spólunni voru nefiiilega upptökur með tónlist ungra Liverpool-drengja sem höfðu fengið segulbandið lánað árið 1959. Þeir urðu síðar frægir sem The Beatles og hefur Paul McCartney staðfest að upptök- umar séu ekta. Hodgeson hefúr ekki ákveðið hvað hann ætlar að gera við upptökurnar en víst er að þær eru milljónavirði. -SþS-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.