Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Side 4
32 tónlist Topplag Fjóröu vikuna i röð situr Em- iliana Torrini í efsta sætinu með lagið Lay Down úr leikritinu Sto- ne Free. Hún heldur áfram að stríða henni Tracy Chapman sem er enn og aftur í öðru sæti með lagið sitt Give me One Rea- son. Hástökkið Bob Heitinn Marley heldur áfram að syngja sig inn í hug og hjörtu fólks löngu eftir andlát sitt. Tónlistin lifir greinilega oft listamanninn og það sannast með laginu What Goes around, Comes around sem er hástökk vikunnar. Hæsta nýja lagið Cypress Hill á nú tvö lög á ís- lenska listanum. Annað þeirra er hið góðkunna lag Illusions. Hitt lagið er Boom Biddy Bye Bye sem þeir í Cypress Hill taka með hinni geysivinsælu hljóm- sveit Fugees. Tónlist þessara hljómsveita hefur nú til þessa talist eiga fátt sameiginlegt fyr- ir utan það að vera rapp af bestu gerö. Rokkararnir vara við dópi Eftir hörmulegan dauödaga Jonathans Melvoins, tónleika- hljómborðsleikara Smashing Pumpkins, fyrir nokkru af völd- um heróínneyslu, hafa ýmsir málsmetandi rokkarar tjáð sig opinberlega um hinar skelfilegu afleiðingar sem eiturlyfjaneysla getur haft í fór með sér. Einn þeirra er Phil Anselmo, liðsmað- ur rokksveitarinnar Pantera, en honum var bjargað úr dauðadái fyrir nokkrum vikum eftir að hafa sprautað í sig of stórum skammti af heróíni. Sömu sögu er að segja um David Gahan, prímusmótor Depeche Mode, en hann var þrívegis lifgaður við í maí síðastliðnum eftir ofneyslu eiturlyfja. Báðir þessir menn hafa í viðtölum hvatt ungt fólk til að fylgja ekki þeirra fordæmi heldur láta eiturlyf lönd og leið eins og þeir segjast nú sjálfir ætla að reyna. FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 T*>'\7' íboði á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00 ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM TOPP 40 O 1 1 5 •••4. VIKA NR. 1... LAY DOWN EMILÍANA TORRINI (ÚR STONE FREE) Q) 3 5 5 GIVE ME ONE REASON TRACY CHAPMAN CQ 5 6 4 OPNAÐU AUGUN ÞÍN KOLRASSA KRÓKRÍÐANDI 4 2 2 5 NO WOMAN NO CRY FUGEES 5 4 3 4 BORN SLIPPY UNDERWORLD (TRAINSPOTTING) CD 9 12 3 WHERE IT'S AT BECK Q) 14 17 3 MINT CAR CURE 8 6 7 3 ONLY HAPPY WHEN IT RAINS GARBAGE CD 19 22 3 ... HÁSTÖKK VIKUNNAR... WHAT GOES AROUND COMES AROUND BOB MARLEY GS) 11 15 3 FREE TO DECIDE CRANBERRIES 11 7 4 11 TONIGHT TONIGHT SMASHING PUMPKINS 12 8 9 9 SOMEBODY TO LOVE JIM CARREY (§>■ 1 ... NÝTTÁ USTA... BOOM BIDDY BYE BYE CYPRESS HILL & FUGEES NÝTT 14 17 27 3 CANDY MAN EMILÍANA TORRINI 15 23 _ 2 GOLDFINGER ASH tTD 16 13 11 THEME FROM MlSSION: IMPOSSIBLE ADAM CLAYTON & LARRY MULLEN m 13 2 BLURRED PIANOMAN 18 15 11 10 CHARITY SKUNK ANANSIE QD 20 _ 2 A DESIGN FOR LIFE MANIC STREET PREACHERS (20 21 - 2 CHANGE THE WORLD ERIC CLAPTON ( THE PHENOMENON) 21 18 18 6 THAT GIRL MAXI PRIEST 8i SHAGGY 22 •10 8 9- UNTIL IT SLEEPS METALLICA 23 12 10 6 ILLUSIONS CYPRESS HILL (24) 1 IN TOO DEEP BELINDA CARLISLE 25 27 28 3 ROCK WITH YOU OUINCY JONES EU NÝTT 1 SUMARNÓTT GREIFARNIR 27 24 24 5 TAKE A RIDE ROB'NRAZ (28 30 23 6 DON'T STOP MOVIN' LIVIN'JOY (2D NÝTT 1 MISSING YOU TINA TURNER 30 31 31 7 MYSTERIOUS GIRL PETE ANDRE 31 22 16 5 LIGHT MY FIRE MIKE FLOWERS POPS (32) NÝTT 1 SPINNING THE WHEEL GEORGE MICHAEL 33 28 14 7 ÞAÐ ERU ÁLFAR INNl' ÞÉR SSSÓL (34. 37 _ 2 HÚÐFLÚRAÐAR KONUR REGGAE ON ICE & HELGI SKÚLASON 35 25 20 6 WE'RE IN THIS TOGETHER SIMPLY RED 36 NÝTT 1 DAY WE CAUGHT THE RAIN OCEAN COLOUR SCENE 37 26 19 7 LÚÐVÍK STEFÁN HILMARS & MILLARNIR 38 29 35 3 ÆSANDI FÖGUR SIXTIES 39 33 30 5 DINNER WITH DELORES PRINCE 40 35 38 3 HEY GOD BON JOVI Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmd af markaðsdeild DVihverri viku. Fjöldi svarenda erábilinu 300 til400, á aldrinum 14 tii 35 ára aföllu landinu. Jafnframter tekið mið afspilun þeirra á íslenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist a hverjum laugardegi í DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. 989 GOTT UTVARP! Yfirumsjón meö skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla:,Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og fvar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backrr og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson Vinna og ráðningar Breska hljómsveitin Elastica hefur loksins ráðið til sín nýjan bassaleikara en sveitin hefur nánast verið bassaleikaralaus i eitt ár. Og fyrst sveitin var í mannaráðningum á annað borð var fastri, stöðu hljómborðsleik- ara bætt við í leiðinni. Nýi bass- leikari Elasticu er tvítug stúlka, Sheila Chipperfield að nafni, en hún hefur aldrei leikið með hljómsveit áður. Hljómborðs- leikarinn er hins vegar Dave nokkur Bush en hann var áður liðsmaður hinnar kunnu rokksveitar The Fall. Trommari Menswear rekinn Matt Everett, trommuleikari bresku poppsveitarinnar Mens- wear, var rekinn úr hljómsveit- inni eftir heiftarlegt rifrildi við aðra liðsmenn sveitarinnar á dögunum. Að sögn talsmanna sveitarinnar snerist rifrildið um tónlistarstefnu og persónulegan ágreining og lauk því með ákvörðun meirihluta hljóm- sveitarmanna um að leysa Ever- ett tafarlaust frá störfum. Warren G í steininn í síðustu viku sögðum við frá því að rapparinn Nate Dogg, sem starfað hefur með kollega sínum, Warren G, hefði verið handtek- inn vegna gruns um aðild að vopnuðu ráni. Sú frétt var enn glóðvolg þegar tíðindi bárust að vestan um að Warren G hefði verið handtekinn eftir ólæti fyr- ir utan næturklúbb í Los Angel- es. Ekki bætti úr skák að lögregl- an fann hlaðna skammbyssu í bifreið rapparans. Dýr myndi Hafliði allur Henry Neumann, fyrrum um- boðsmaður bandarísku stór- sveitarinnar Hootie and the Blowfish, hefur höfðað mál á hendur hljómsveitinni fyrir samningsrof og ógreidda þókn- un. Það eru ekki beint smáaur- ar sem Neumann fer fram á í skaðabætur en samtals nema kröfur hans um 150 milljónum dala eða um einum milljarði ís- lenskra króna. Talsmenn Hootie and the Blowfish segjast munu berjast með kjafti og klóm gegn kröfum Neumanns. -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.