Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1999, Blaðsíða 10
V V = Nothæft gean leiðindum Gargandi snilld! ★ = Notist í neyð Ekki missa af þessu. Tímasóun Góð afþreying. ^SC= Skaðlegt Okkar róancD Yfirumsjón með skoöanakönnun: Halldóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaösdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó Handrit, heimildaröflun og yfirumsjón meö framleiöslu: ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson Útsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll Ólafsson • Kynnir 1 útvarpi: Ivar Guðmundsson Georg Holm (bassi), Kjartan Sveinsson (hljómborð) og Jón Þór Birgisson (gítar/söngur) eru Sig- urrós. Trommarinn Ágúst Ævar Gunnarsson er hættur þó hann spili með á útgáfutónleikunum 12. júní í Óperunni. Hljómsveitin er mætt í kafíi og Fókus-viðtal. „Það er bara þetta klassíska," segir Jónsi aðspurður um fyrstu skref Sigurrósar. „Hljómsveitin var stofnuð í Stúdíó Fellahelli ‘94. Við sömdum lagið „Fljúgðu", sem fór á Smekkleysu-safnplötu. Það var bara skyndiákvörðun, þannig séð.“ Höföuöi þá þekkst áöur? „Já, en ekki í langan tíma,“ seg- ir Georg. „Ég og Gústi höfðum þekkst síðan við vorum sex ára, en við allir enduðum bara upp í stúd- íói og það var ákveðið um kvöldið að stofna band.“ „Við ákváðum að stofna band sem myndi ráða yfir heiminum næstu tíu árin og selja milljón ein- tök af plötum og slá Bítlunum út.“ Hér talar Kjartan, einnig þekktur sem Gríntan. Heimsyfirráð Lagið kom út og heimsyfírráða- hjólin fóru að snúast. Mjög hægt. Næst heyrðist í bandinu 1997 þegar platan Von kom út. Jónsi: „Við tókum hana upp og svo fór Goggi út í kvikmyndanám. Við höfðum ekki samband við hvor annan í eitt ár. Svo hittumst við og gerðum eitthvað og svo aftur í pásu. Það tók þrjú ár að gera plöt- una með miklum pásum.“ í fyrra kom svo rímix-platan Vonbrigði og Sigurrós komst á vinsældalistana. „Við gerðum partísmell. Við ætl- uðum að skáka Bubba og gera þijár plötur á einu ári. Nýja platan átti að koma út fyrir síðustu jól, en hún var bara ekki tilbúin." Hvenœr er plata tilbúin? „Þegar allir eru sáttir, þegar tón- listamönnunum finnst hún virka og allt smellur saman," samþykkja strákamir. Og nýja platan virkar? Georg: „Hún er allavega eins góð og tími og peningar leyfa. Hún hefði náttúrlega getað orðið enn betri. Já, já, hún er fín.“ Hasshausar Nýja platan heitir Ágætis byrj- un. Hvernig plata er þetta? „Rokkplata bara og öll lögin eru likleg til vinsælda." „Já, árið 2010 eða eitthvað," tek- ur Jónsi við af Kjartani, „þegar út- varpsfólk er orðið aðeins þroskaðra. Lögin eru of löng fyrir hinn vanalega útvarpsmann. Stysta lagið er fimm mínútur." Georg leggur orð í belg: „Við hugsum um fólk sem situr heima hjá sér og nýtur tónlistarinnar, ekki útvarpshlustendur beint.“ Nú er tónlistin gasalega róleg. segir Kjarri. „Ég var mjög sár. Maður hefur prófað þetta en maður er enginn dagreykingamaður." * „Sjitt, þetta kemur ekki vel út,“ segir Jónsi. Hrokagikkir Hvað með stöðu ykkar í íslenska popplandslaginu? Hvar standið þið? Jónsi: „Bara á hæsta punkti. Við skimum yfir þetta, en ætli við séum ekki á eyðieyju með gott út- sýni í allar áttir.“ Hvað er mesta hóliö sem þiö hafið fengiö? Georg: „Það besta sem ég man eftir var eftir eina tónleikana. Það var manneskja sem fannst við svo æðislegir að hún þurfti að fara að æla. Hún fór inn á klósett og ældi þar allt út.“ Kjartan: „Það er gaman að geta haft áhrif á fólk. En við höfum fengið svo mikið af jákvæðri gagn- rýni að við förum örugglega bráð- um að verða algjörir hrokagikkir og snobbarar. Þess vegna segi ég að almennileg gagnrýni sé besta hólið. Að fólk segi hvað megi betur fara.“ Þaö hefur veriö sagt aö þiö séuð besta bandiö síöan Trúbrot var og hét. Eruöi aö kikna undan álagi og vœntingum? Georg: „Nei, af því að við gerum í rauninni engar væntingar til sjálfra okkar og því er ekkert álag. Við höldum bara okkar striki." Wu-Chronicles Allt á einu bretti Seint fyllist sálin prestanna var sagt í eina tíð og svipað má segja um Wu-tang clan en þeir heiðurspiltar fá aldrei nóg af því að græða peninga eins og sönnum svörtum mönnum sæmir. Þess vegna senda þeir frá sér hvert meistaraverkið á fætur öðru handa okkur, aðdáendum sínum. Það fer liklega að verða stórmál fyrir fé- lagana bara að skipuleggja útgáfu- tíma allra sólóskífanna því þær eru svo margar að maður hefur varla við. En nóg af kjaftæði í bili. Wu-ta!ng sendi frá sér þessa skífu fyrir nokkru og hefur henni bara verið tekið nokk- uð vel. Það var einungis tímaspurs- mál hvenær svona safnplata myndi koma út. Það sem er svona eilitið sér- stakt samt við þennan disk er að flest lögin eru samin/flutt af Wu-tang- meðlimum og svo einhveijum öðrum súperrappstjömum sem of langt mál er að telja upp hér. Einnig ber að nefna að góður slatti af lögunum hef- ur ekki komið út á diskum með Wu- tang klan heldur með hinum gæjun- um sem rappa með þeim. Á diskinum eru aðeins tvö ný lög, annað með Cappadonna og hitt með Wu-syndicates, þannig að það er nú Þetta eru nú einu sinni Wu-tang og það er ekki hægt að neita því að þeir eru skaddagóðir. svolítið verið að plokka pen... eða þannig. En það eru hins vegar margir sem eiga ekki þessi lög og þá er tilvalið að fá þau öll á einu bretti. Þetta eru nú einu sinni Wu-tang og það er ekki hægt að neita þvi að þeir em skadda- góðir. Þannig að þeir örfáu á lifi sem eiga ekki alveg allt með Wu tang kaupa þetta shiznit. Vietnam!! Guðmundur H. Guðmundsson Ágætis byrjun heitir þriðja plata Sigur- rósar, svars Tví- höfða-kynslóðarinnar við Þursaflokknum. Þetta er engin venju- leg hljómsveit því eftir tónleika þurfa áhorfendur að ælá. Sjáifir vonast þeir eftir jákvæðri gagn- rýni og segjast ekki eiga von á að verða vinsælir fyrr en árið 2010, í fyrsta lagi. Eruöi á róandi? Reykiði hass upp á hvern dag? Nú fýkur í Sigurrós og þeir tala hver upp í annan: „Nei, það eru kjaftasögur. Það hefur skapast ein- hver voða umræða að við séum hasshausar af því við spilum svo rólega og góða tónlist. Við erum bara svo kúl á því.“ „Okkar róandi lyf er tónlistin," segir Georg, kúl á því. Jónsi: „Þetta hasskjaftæði kemur frá óþekktum samkeppnisaðila í poppbransanum sem hefur eitt- hvað á móti okkur.“ „Þetta er helvítis skítamórall," NR. 325 vikuna 27.5-3.6. 1999 Selma er síður en svo laniaus þó hún syngi um lánleysi. Verður lagið hennar í fyrsta sæti í næstu viku líka? SætiVikur LAG FLYTJANDI 20/5 13/5 1 6 ALLOUTOFLUCK ..................SELMA (EUROVISION) 2 6 CANNED HEAT ........................JAMIROQUAI 3 10 PROMISES........................THE CRANBERRIES 4 2 SECRETLY.........................SKUNK ANANSIE 5 16 LADYSHAVE.............................GUS GUS 6 6 IT’S NOT RIGHT BUT IT’S OK .....WHITNEY HOUSTON 7 3 THINKING OF YOU ...................LENNY KRAVITZ 8 11 WHY DON’T YOU GET A JOB...............OFFSPRING 9 6 NEW....................................NO DOUBT 10 4 RIGHT HERE RIGHT NOW .FATBOY SLIMLIVIN’LA VIDA LOCA 11 4 RICKY MARTIN 12 8 EINN MEÐ ÞÉR........................SKlTAMÓRALL 13 7 EVERY YOU, EVERY ME.....................PLACEBO 14 3 GENG í HRINGI...........................SÓLDÖGG 15 10 STRONG..........................ROBBIE WILLIAMS 16 10 MY NAME IS...............................EMINEM 17 14 TENDER.....................................BLUR 18 9 IN OUR LIFETIME ..........................TEXAS 19 6 NEÐANJARÐAR .....................200.000 NAGLBÍTAR 19 20 3 9PM (TILL COME).............................ATB 21 4 LOOKATME ........................GERIHALLIWELL 22 6 ELECTRICITY...............................SUEDE 23 4 I WANTIT THAT WAY...............BACKSTREET BOYS 24 3 CLOUD NUMBER NINE...................BRYAN ADAMS 25 4 FLAT BEAT...................................MR OIZO 26 3 TABOO ...................GLAMMA KIDD & SHOLA AMA 27 5 HVERJUM KEMUR ÞAÐ VIÐ ..................STUÐMENN 28 1 KISS ME.................SIXPENCE NONE THE RICHER 29 8 REALLIFE ..............................BON JOVI 30 2 ONEANDONE ........................EDYTA GORNIAK 31 13 YOU STOLE THE SUN FROM ME .MANIC STREET PREACHERS 32 2 REDALERT ........................BASEMENT JAXX 33 2 BOOM BOOM BOOM BOOM...................VENGABOYS 34 1 PERFECT LIFE...............................ALDA 35 3 BLUE MONDAY................................ORGY 36 2 SOMETIMES........................BRITNEY SPEARS 37 1 TREAT HER LIKE A LADY ...............CELINE DION 38 7 IFYOUBELIVE ..............................SASHA 39 7 THANK ABBA FOR THE MUSIC..........VARIOUS ARTISTS 40 1 YOUNEEDEDME ............................BOYZONE Alda í skugga Selmu í númer 34. Syngur þó hefí lag um hið fullkomna líf. The Cranberries lofa öll fögru í númer þrjú. 1 1 2 3 4 5 7 - 5 2 3 4 9 11 10 10 8 8 6 7 14 30 11 8 16 19 25 28 13 15 15 13 12 12 20 24 19 14 31 35 29 33 17 16 18 18 27 38 23 25 35 40 21 21 | N Ý T T | 24 26 40 - 22 9 34 - 38 - ItMllll 28 23 37 - IMlllll 26 20 30 22 Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 •••••••••• Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er í 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu. Einnig getur fólk hringt í síma 550 0044 og tekiö þátt í vali listans. íslenski listinn er frumfluttur á fimmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og birtur á hverjum föstudegi í DV. Listinn er jafnframt endurfiuttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöövarinnar. Islenski listinn tekur þátt í vali „World Chart“ sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er í tónlistai blaðinu Music & Media sem er rekið af bandaríska tónlistarblaðinu Billboard. 10 f Ó k U S 28. maí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.