Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 280. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ikarkafli
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
Prins eða pappírstígur?
DV gluggar í bókina sem var skrifuð í óleyfi um umdeildasta mann Islands
í nýútkominni bók Guðna Jó-
hannessonar sagnfræðings um Kára
Stefánsson og íslenska erfðagrein-
ingu kemur margt fróðlegt fram um
umdeildasta mann íslands sem gæti
orðið landsins rikasti maður ef
draumar hans um skráningu ÍE á
amerískum hlutafjármarkaði ná að
rætast.
Sennilega er Kári Stefánsson
skýrastur í vitund þjóðarinnar þeg-
ar skrifað var undir risasamning ís-
lenskrar erfðagreiningar við sviss-
neska lyfjarisann Hoffmann-
LaRoche. Athöfnin fór fram í
Perlunni mánudaginn 2. febrúar
1998. Kári mundaði pennann fyrir
hönd tE en Jonathan Knowles fyrir
Hoffmann-LaRoche. Milli þeirra sat
Davíð Oddsson forsætisráðherra. í
baksýn stóð brosmildur hópur
starfsfólks íslenskrar erfðagreining-
ar og blossar fréttaljósmyndaranna
skullu á þeim eins og stjörnuhrap.
¦ Það sem Davíð lagði til málanna fyr-
ir utan það að vera nokkurs konar
siðameistari þessarar hátíðlegu at-
hafnar, var aö hann lofaði að ríkis-
stjórn íslands myndi gera allt sem í
hennar valdi stæði til þess að hjálpa
íslenskri erfðagreiningu og
Hoffman-LaRoche að ná markmið-
um sinum.
Kári og Davíð plötoðo
þegoaoa
Þeir Davíð og Kári voru saman i
Menntaskólanum í Reykjavik seint
á sjöunda áratugnum og mynduðust
talsverð tengsl milli þeirra. Kári
var þá í fylkingarbrjósti þeirra stúd-
enta sem þóttu hvað róttækastir og
það má segja að hann og Davíð hafi
blekkt þegna sína þegar Davíð bauð
sig fram til embættis inspector
scholae, forseta Framtíðarinnar fyr-
ir hönd „kommaklíkunnar". Þeirri
kliku stýrði Kári og var framboðinu
var stefnt gegn ættarveldi „yfirstétt-
arinnar" i Framtíðinni en mótfram-
bjóðandí var Þorvaldur Gylfason
Gíslasonar og mátti hann lúta í gras
gegn Kára og Davíð. Kári hefur síð-
ar lýst eftirleiknum svo að Davíð
hafi varpað sauðargærunni líkt og
Castró  og  ekki  reynst  vera  sá
Kári Stefánsson, stofnandi ís
lenskrar erf&agreiningar, er einn
umdeildasti maöur sinnar sam-
tíöar. Nú er komin út bók um
hann og fyrirtækíö sem er rituö
óþökk hans.
vinstri róttæklingur sem hann
lést vera í kosningabaráttu.
Kári lék keisarann
Leiðir þeirra félaga skárust
einnig í víðfrægri sýningu
Herranætur veturinn 1968-69 þar
sem Davíð lék Bubba kóng í
samnefndu leikriti. Þetta hefur
oft verið rifjað upp þegar menn
hafa viljað draga líkingu milli
konungshlutverks Davíðs i
menntaskóla og leiðtogahlut-
verks hans í lifinu. Það vita
færri að Kári Stefánsson lék
einnig í Bubba kóngi og fór þar
með hlutverk Rússakeisara sem
að lokum svipti Bubba kóng
veldissprotanum. Kári fékk þann
dóm fyrir túlkun sína á einvald-
inum að hann væri „afkáralegur
en ofurhlýlegur."
Þannig er greinilega margt
líkt með þeim félögum Davíð og
Kára og þegar þeir sátu i Kringl-
unni hlýtur þeim að hafa verið
hugsað til þeirra gömlu góðu
daga þegar þeir deildu og drottn-
uðu i Menntaskólanum í Reykja-
vík.
Bækur í leyfisleysi
um báða
Það er enn eitt sem Kári og Dav-
íð eiga sameiginlegt og eru einu ís-
lendingarnir sem geta hreykt sér af
þvi. Um þá báða hefur verið skrifuð
bók eða ævisaga án þeirrar sam-
vinnu eða samþykkis. Davíð varð
talsvert á undan þegar Eiríkur
Jónsson blaðamaður reit ævisögu
hans í leyfisleysi árið 1989. Sú bók
sem hér er vitnað til um Kára eftir
Guðna Jóhannesson sagnfræðing er
10 árum seinna á ferðinni.
í bókinni Kári í jötunmóð er gerð
dálítil tilraun til að komast undir
skrápinn á persónunni Kára Stef-
ánssyni og vitnað til ýmissa skólafé-
laga hans. Af því má ráða að Kári
hafi veríð strlðinn svo jaðrar við ill-
kvittni og uppivóðslusamur í skóla,
frekur
og
Hálfgerð idjót
í læknadeild
Kári situr á milli Daví&s Oddssonar forsætisrá&herra og fulltrúa svissneska lyfja-
fyrirtækisins Hoffman-La Roche þegar samstarfssamningur ÍE og Hoffman var
undirrita&ur í Perlunni. Kári og Davíö bröllu&u margt saman f MR.
fylginn sér og hrokafullur. Hann
þótti og þykir skemmtilegur sögu-
maður, „hæfilega lyginn, kann að
fylla í eyðurnar", gæddur talsverðri
sköpunargáfu sem hefur birst í ljóð-
um, lausavísum og drögum að
skáldsögu.
Jú, endilega læknir
Kári Stefánsson yarð stúdent vor-
ið 1970 og hefur ítrekað sagt söguna
af því að hugur hans hafi alls ekki
staðið til þess að læra læknisfræði.
Skráning hans í læknadeild varð
með þeim hætti að hann sat með
Stefáni Karlssyni, vini sínum, að
sumbli og entist samdrykkja þeirra
fram undir morgun. Stefán sagði
Kára að hann færi í bítið upp í Há-
skóla til að skrá sig í læknadeild.
- Kemur þú ekki með?
- Jú, endilega, svaraði Kári og ör-
lóg hans voru ráðin.
Kári klári berst við
læknadeildina
stinn þegar Kári vildi fá undanþágu
til þess að taka próf hjá Margréti
þótt hann hefði ekki lokið tilskyld-
um verklegum áfanga. Deilur þess-
ar fóru um borð félags læknanema
og alla leið til Háskólaráðs. Að lok-
um fékk Kári vilja sínum framgengt
og tók sérpróf á Þorláksmessu en
Margrét vék sér undan því að prófa
hann sjálf. Þetta mun hafa verið í
eina skiptið á 40 ára ferli Margrétar
sem hún lenti í slíkum kröggum
með nemanda.
Aftur lék Kári sama leikinn í lok
námsins þegar hann mætti ekki í
verklegan áfanga en vildi fá að taka
próf engu að síður. Hann dúxaði
með því að fá 8,5 en fékk í kaupbæti
talsverðar óvinsældir skólafélaga
sínna sem mislíkaðí sérstaða hans
og sérviska. Þarna staðfesti Kári
hve harður námsmaður hann er
enda gæddur „storkandi gáfum"
eins og Jóhann Axelsson, læknir
hefur sagt. Gáfur draga fram hroka
í fari sumra enda var Kári stundum
auknefndur „klári" í sérstökum tón
í menntaskóla.
Kári hefur síðar sagt að læri-
meistarar hans í læknadeild hafi
verið vonlausir í besta falli „hálf-
gerð idjót". Svo virðist sem þarna
hafi Kári sýnt sínar verstu hliðar og
lagt á þessum námsárum grunninn
að andstöðu læknastéttarinnar við
síðari tima áformum hans um
gagnagrunn og framfarir. Margir
þeirra sem fara mest gegn íslenskri
erfðagreiningu voru samtíða höfuð-
paurnum í skóla og hafa engu
gleymt.
Síðustu og mikilvægustu undan-
þáguna fékk Kári síðan eftir loka-
próf þegar hann fékk að sleppa við
héraðsþjónustuna sem hefur verið
og er ómissandi þáttur í menntun
ungra lækna á íslandi þótt það sé
fremur óvinsælt. Þessa undanþágu
veitti landlæknir 1977 til þess að
Kári kæmist i tæka tið til náms í
Bandaríkjunum en gegn loforði um
að Kári lyki héraðsþjónustu þegar
að loknu sérnámi. Þessir svardagar
voru undirritaðir í votta viðurvist
og það eina sem Kári á eftir er að
standa við loforðið.
Þangað leitar Kári sem
hann er kvaldastur...
Kári átti glæstan feril við nám og
störf í Bandaríkjunum bæði í Chicago
og Harvard. Hann lærði, kenndi,
stjórnaði rannsóknum og ritaði í virt
tímarit eins og Nature, Science og
Lancet svo nokkur séu nefnd. Þrátt
fyrir alla velgengnina sótti heimþrá á
hann og aðra fjölskyldumeðlimi og
hann leitaði stöðugt eftir því að kom-
ast í eitthvert það starf hér heima sem
hann gæti sætt sig við og nýtt hæft-
leika sína. Hann hefur sjálfur lýst
þessu svo:
„...við pössum langbest inn í um-
hverfi þessa kalda, harða og blauta
kletts sem heitir Island - þrátt fyrir að
hér vírðist fólk ekkí gera neitt annað
sér til skemmtunar en að kasta skit
hvert í annað."
Stríðið heldur áfram
Tilraunir Kára til þess að komast
heim áður en hann kom til þess að
stofna Islenska erfðagreiningu ein-
kennast af tveimur tilraunum sem
hvorug varð til þess að afla honum
mikilla vinsælda meðal starfs-
bræðra sinna.
Fyrra tilvikið var þegar Kári
vildi 1983 fá sérfræðileyfi á íslandi í
taugalækningum með taugameina-
fræði sem undirgrein. Læknadeild
HÍ kom í veg fyrir að hann fengi
leyfi fyrir taugameinafræðinni. Það
tók Kára eitt og hálft ár með sam-
felldum bréfaskriftum og brigslum
og verndun fúskara og hefnigirni að
fá leyfið loksins i gegn. í þessu máli
endurspeglaðist sú keppnisharka
sem gerir allt sem Kári tekur sér
fyrir hendur að baráttu upp á líf og
dauða. Þetta er maður sem hrindir
taflborði í gólfið ef hann er með
glataða stöðu frekar en að tefla til
enda.
Siðara tilvikið var þegar Kári var
árið 1993 ráðinn sem forstöðumaður
Tilraunastöðvar HÍ á Keldum en
Kári var kominn til Harvard þeg-
ar þetta gerðist og sá böggull
fylgdi skammrifi að hann vildi
halda starfi sínu við Harvard
áfram jafnframt því að  reisa
I  Keldur úr rústum. Svo virtist
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88