Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 15. NOVEMBER 2001
23
Kjörísbikar kvenna í körfu:
Fráb
Hafi Jessica Gaspar einhvern tím-
ann sannað ágæti sitt hér á landi þá
var þaö i fyrri leik Grindavikur og
ÍS í Kjörísbikar kvenna í gær sem
Grindavík vann með tíu stiga mun,
70-60. Gaspar átti frábæran leik, var
allt i öllu úti um allan völl og auk
þess að skora 37 stig, mörg hver af
miklu harðfylgi, þá tók hún 17 frá-
köst, stal 12 boltum, sendi 7
stoðsendingar og fiskaði níu villur á
Stúdinur í skemmtilegum leik.
Leikurinn var í járnum allan
fyrri hálfleik og jafnt var í hléi,
34-34. ÍS náði reyndar sex stiga
forustu í upphafi annars leikhluta,
22-28, en Jesscia skoraði níu
síðustu stig Grindavíkur í
hálfleiknum og jafnaði leikinn.
Grindavíkurstúlkur lögðu grunnin
að sigrinum með því að skora átta
fyrstu stigin í seinni hálfleik og
leiddu mest með 19 stigum, 69-50,
þegar þrjár minútur voru eftir.
tvar Ásgrímsson, þjálfari ÍS, tók
þá leikhlé og ÍS náði að klóra í
bakkann og minnka muninn í tíu
stig fyrir seinni leikinn í Kennara-
háskólanum eftir rúma viku. Síð-
asta karfan gæti orðið mikilvæg en
Alda Leif Jónsdóttir, besti leikmað-
ur ÍS i leiknum, stal þá sínum ní-
unda bolta í leiknum og minnkaði
muninn í tíu stig.
Unndór Sigurðsson stýrði þarna
Grindavikurliðinu til sjötta sigurs-
ins í röð i vetur og liðið er enn
ósigrað. „Jéssica er hér til að bakka
ungu stelpurnar upp og hún átti frá-
bæran leik. Ég er sáttur við leikinn
og það að ná nitján stiga forskoti.
Þá var ég að leggja áherslu á það við
stelpurnar að þetta væri bara fyrri
halfleikur en þær misstu aðeins ein-
beitinguna i lokin, en tiu.stiga sigur
er mjög fínt veganésti í seinni leik-
inn. Nú sest maður niður og skoðar
þennan leik og undirbýr stelpurnar
fyrir að mæta þeim aftur í deildinni
því það er sá leikur sem við hugsum
um núna," sagði Unndór í leikslok í
gær.
Stig Grindavikur: Jessica Gaspar 37
(17 fráköst, 7 í sókn, 12 stolnir, 7 stoðs.,
hitti 3 af 5 þriggja stiga skotum), Sigríð-
ur Anna Ólafsdóttir 14, Ólöf Helga Páls-
dóttir 10, Sólveig Gunnlaugsdóttir 6,
Jovana Stefánsdóttir 3.
Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 24 (9
stolnir, 8 fráköst, 3 varin), Lovísa Guð-
mundsdóttir 13 (8 fráköst), Hafdís Helga-
dóttir 12 (10 fráköst, 3 varin skot), Stella
Rún Kristjánsdóttir 5, Cecilia Larsson 4,
Þórunn Bjarnadóttir 2.        -ÓÓJ
KR-konur unnu 22 stiga sigur í Hveragerði
KR-stúlkur unnu sinn fimmta
leik í röð í Kjörísbikarkeppni
kvenna þegar þær sigruöu Hamar i
Hveragerði með 22 stiga mun,
45-67, í fyrri leik liðanna í átta liða
úrslitum. KR vann fyrstu keppnina
í fyrra með því að vinna alla 4 leiki
sína þá.
KR skoraði sex fyrstu stigin í
leiknum gegn Hamri í gær, KR
leiddi 23-8 eftir fyrsta leikhluta og
komst mest í 8-31 eftir 13 minútna
leik. Keith Vassell, þjálfari KR, not-
aði þá tækifærið til að skóla ungu
stelpurnar og forskotið hélst í
kringum 20 stigin út leikinn.
í hálfleik stóð 18-38 og KR-liðið
leiddi með 19 stigum eftir þriðja
leikhlutann, 32-51.
Stig Hamars: Marja Krijanovskja 14,
Ragnheiður Magnúsdóttir 7 (7 fráköst),
Álfhildur Þorsteinsdóttir 7 (4 stolnir),
Ragna Hjartardóttir 5, Fríða Kristins-
dóttir 5, Eygerður Tómasdóttir 3 (8 frá-
köst), Bára Jónsdóttir 2, Rakel Grettis-
dóttir 2.
Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 15 (9 frá-
köst), Helga Þórvaldsdóttir 13, Georgia
Kristiansen 10, Gréta María Grétarsdótt-
ir 9 (5 fráköst, 5 stolnir, 4 stoðsending-
ar), Hafdís Gunnarsdóttir 6, Kristín
Arna Sigurðardóttir 5, Eva María Grét-
arsdóttir 5, Lilja Oddsdóttir 2 (10 frá-
köst), Eva Emilsdóttir 2.
-ÓÓJ
Jessica Gaspar, bandaríski leikmaöur
Gríndavíkur í kvennakörfunni, átti frá-
bæran leik gegn ÍS í gær. Gaspar skor-
aöi 37 stig í leiknum, en myndin er tákn-
ræn því þrjár Stúdínur, Hafdís Helga-
dóttir, Jófríöur Halldórsdóttir og Lovísa
Gufimundsdóttir, umkringja hana en án
þess þó afi ná afi stöfiva hana.
DV-mynd Guömundur
Valsstúlkur áttu aldrei
möguleika í Eyjum
Það var strax á brattann að sækja
hjá Valsstúlkum sem sóttu ÍBV heim
í átta-liða úrslitum í gær. Eyjastúlk-
ur byrjuðu leikinn af miklum krafti á
meðan ekkert gekk upp hjá gestun-
um og heimaliðið tryggði sér nánast
sigurinn á fyrsta stundarfjórðungi
leiksins. ÍBV sigraði með tólf mörk-
um og var sigurinn síst of stór.
Breytt liö ÍBV
Lið ÍBV hefur tekið nokkrum
breytingum að undanfórnu, liðið hef-
ur fengið til liðs við sig sterkan er-
lendan leikmann en á móti hefur
Andrea Atladóttir dottið út vegna
meiðsla. Það virðist hins vegar ekki
koma að sök og liðið virðist sterkara
sem aldrei fyrr. ÍBV komst í 6-0 áð-
ur en Hafrún Kristjánsdóttir skoraði
fyrsta mark gestanna á áttundu mín-
útu. Ekki skánaði ástandið fyrir Val
þegar fyrirliði liðsins, Eivör Pála
Blöndal, þurfti að yfirgefa völlinn
vegna meiðsla. Valsstúlkum gekk af-
ar illa að komast fram hjá varnar-
múr ÍBV, það var helst þegar Hafrún
fékk boltann inni á línunni að þær
fengu opið færi. Eyjastúlkur slökuðu
hins vegar nokkuð á í seinni hluta
fyrri hálfleiks en héldu samt sem áð-
ur sex marka forystu og staðan í hálf-
leik var 13-7 fyrir ÍBV. HafiValsliðið
átt veika von um sigur í leiknum þá
voru leikmenn ÍBV ekki lengi að
slökkva þann vonarneista. ÍBV skor-
aði fimm mörk gegn einu á fyrstu
fimm mínútunum og tryggði sér end-
anlega sæti í undanúrslitum keppn-
innar. Mestur varð munurinn þrett-
án mörk en um miðjan seinni hálf-
leik fóru varamennirnir að spreyta
sig en munurinn hélst nánast sá
sami út leikirm og lokatölur urðu því
28-16.
Dagný Skúladóttir átti góða spretti
með ÍBV og hún sagði eftir leikinn að
hún hefði átt von á jafhari leik.
Gengum frá þeim í byrjun
„Við gengum eiginlega frá þeim í
byrjun, komumst i 6-0 og þá var
þetta bara búið enda förum við ekki
að tapa svoleiðis forystu á heima-
velli. Það kom mér mjög á óvart
hversu slakar Valsstelpur voru. Ég
átti von á jófnum og spennandi leik
en við byrjuðum mjög vel í leiknum
og brutum þær bara niður. Við ætl-
um okkur alla leið í þessari keppni
en við eigum mikið inni enda vorum
við að fá nýjasta leikmanninn á
mánudaginn þannig að við erum að
spila okkur saman núna."
Eivör Blöndal, fyrirliði Vals, var
að vonum svekkt með að vera dottin
út úr bikarnum. „Ég var aldrei í vafa
um að við ættum möguleika í leikn-
um en við vorum að gera okkur þetta
miklu erfiðara en við hefðum getað.
Sóknarleikurinn var lélegur og varn-
arleikurinn og markvarslan i molum
þannig að þetta yar bara alls ekki
okkar dagur. Þetta er alls ekki mun-
urinn á liðunum enda vorum við að
gera allt of mikið af mistökum sjálfar
en við gerum á eðlilegum degi. Við
eigum hins vegar nóg inni og þó að
við séum úr leik í bikarnum þá ætl-
um við okkur að gera vel í íslands-
mótinu."                  -jgi
MörklBV: Theodora Visockaite 9/1,
Ana Pérez 8, Dagný Skúladóttir 4, Ingi-
björg Jónsdóttir 4, Aníta Eyþórsdóttir 1,
Isabei Ortis 1, Milana Mileuvic 1. Varin
skot: Vigdís Sigurðardóttir 13, íris Sigurð-
ardóttir 4/1.
Mörk Vals: HrafnhUdur Skúladóttir
5/2, Hafrún Kristjánsdóttir 3, Drifa Skúla-
dóttir 3, Árný Björg ísberg 3, María Mad-
sen 1, Elfa Björk Hreggviðsdóttir 1. Varin
skot: Sóley Halldórsdóttir 2, Berglind
Hansdóttir 2/1.
NBA-DEILDIN
Boston-Indiana.........101-93
Pierce 31, Walker 24 (18 frák., 9
stoðs.), Johnson 22 - Rose 24, Forster
17, Miller 15.
Philadelphia-Charlotte . . . 100-86
Iverson 33, Harpring 21, Coleman 10,
Claxton 10 - Mashburn 21, Davis 20,
Wesley 10, Maglioire 10.
Washington-Milwaukee . . 98-107
Jordan 31 (hitti úr 12 af 24 skotum og
7 af 8 vítum), Hamilton 15, Jones 13 -
Cassell 27, Allen 22 (9 stoðs.), Robin-
son 13.
Cleveland-Dallas  .......94-107
Jones 20, Murray 17, Doleak 17, Mill-
er 7 (16 stoðs.) - Nowitzki 28, Finley
22, Bradley 15.
Atlanta-Utah  ..........111-79
Golver 19, Abdur-Rahim 19, Kukoc 13
- Marshall 14, Ostertag 9, Crotty 9,
Kirilenko 9.
Phoenix-Orlando ........92-93
Marbury 25, Marion 20, Hardaway 12,
Rogers 12 (10 frák.) - McGrady 24,
Ewing 22 (15 frák.), HUl 14.
Chicago-LA Clippers .... 102-106
Miller 19 (16 frák.), Mercer 17, Fizer
14 - Brand 20 (7 frák.), Richardson 19,
Mclnnis 16 (9 stoös.).
Toronto-Golden State.....89-82
Carter 24, Davis 18, Clark 14 -
Dampier 22 (14 frák.), Jamison 19,
Hughes 9.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28