Dagur - 08.03.1945, Blaðsíða 8

Dagur - 08.03.1945, Blaðsíða 8
8 B AGUR Fimmtudaginn 8, marz 1945 rr - -,x ; ÚR BÆ OG BYGGÐ □ RÚN:. 59453147 = Frl:. I. O. O. F. 1263981/2 AKUREYRARKIRJA. Mess- að næstk. sunnudag kl. 5 e. h. Áheit á Akureyrarkirkju. — Kr. 100.00 frá N. N„ kr. 50.00 frá S. G. Reykjavík. — Þakkir. A. R. Barnastúkan SamúS heldur fund næstk. sunudag kl. 10 árdegis. — Venjuleg fundarstörf. Ymis skemmti- atriði. Félagar fjölmennið. Frá Bridéeíélaéi Akureyrar. Urslit í fyrstu umferð í meistaraflokki síð- astl. sunnudag urðu þau, að sveit Jóns Steingrimssonar vann sveit Jóns G. Sólnes, sveit Stefáns Arnasonar vann sveit Jóhanns Snorrasonar, sveit Þórðar Sveinssonar vann sveit Tóm- asar Steingrímssonar. I kvöld keppa sveit Jóns Stein- grímssonar við sveit Tómasar Stein- grímssonar, sveit Stefáns Arnasonar við sveint Jóns G. Sólnes, sveit Þórð- ar Sveinssonar við sveit Jóhanns Snorrasonar. Spilað er á ^unnudögum og fimmtu- dögum é Hótel K. E. A. Noreéssöfnunin. Þakksamlega mót- tekið frá Baldvin Sigurðssyni, Skóg- um, kr. IOlO.OO. — Akureyradeild Norræna félagsins. Frá barnaskól.anum. Skólabörnin þakka bæjarbúum fyrir ágæta aðsókn að ársskemmtun barnaskólans, sömu- leiðis þakka þau kærlega fyrir alla þá hjálpfýsi og margvíslegu greiðasemi, er þau nutu í sambandi við skemmt- anirnar og undirbúning þeirra. Arsskemmtun skólabarnanna fór fram um sl. helgi. Börnin sáu algjör- lega um skemmtunina undir leiðsögn kennara sinna. Fórst það allt prýði- lega úr hendi. Framkoma barnanna var djarfmannleg, hispurslaus og þó kurteis. Til skemmtunar var söngur, hljóðfæraleikur, leikþættir, leikir o. m. fl. Húsfyllir var í öll fjögur skipt- in, sem börnin sýndu opinberlega og viðtökijr ágætar. Agóðinn rennur í ferðasjóð skólabarna. Árshátíð íþróttafél. Þór. verður laugardaginn 10. marz að 'Hótel K. E. A. Vefnaðarnámsskeið Heimilisiðnað- arfélags Norðurlands er í Brekkugötu 3 kl. 2—6 og 8—11. Sími 488. Húsmæðraskólafél. Akureyrar heldur aðalfund á Hótel Akureyri í kvöld (fimmtudag) kl. 20.30 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf og auk þess kosning 2 fulltrúa í skólanefnd Húsmæðra- skólans. Kantötukór Akureyrar heldur hljómleika næstk. sunnudag kl. 2 e. h. í Nýja-Bíó. Viðfangsefni eru innlend og erlend, gömul og ný. Söngstjóri er Björgvin Guðmundsson, tónskáld, en einsönggarar: Björg Baldvinsdóttir, Ingibjörg Olafsdóttir og Helga Jóns- dóttir. Bæjarbúar! Styðjið menning- arstarfsemi kórsins! Sækið hljómleik- ana! I. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 hefir ársskemmtun sína í Skjaldborg þriðjudaginn 13. marz næstk. kl. 8.30 e. h. Kaffidrykkja. Minnst 40 ára af- mælis stúkunnar. — Tvísöngur. — Upplestur. — Dans. — Þess er vænst að félagar f jölmenni og tilkynni æ. t. þátttöku fyrir laugardagskvöld. Að- göngumiðar verða afhentir í Skjald- borg á sunnudag kl. 4—5 e. h. Dánardægur. Sl. mánudag lézt að heimili sínu, Staðartungu, Friðbjörn Björnsson bóndi þar, 71 árs að aldri. Friðbjörn var dugandi bóndi og hér- aðskunnur hagyrðingur. ELDSVOÐI. (Framhald af 1. síðu). Brénndist liún auk þess talsvert ;i höndum og var flutt í sjúkra-, hús. — Jón hafði svefnherbergi á risliæð og brann það með öllu innbúi, en húsmunum af 2. þæð varð bjargað.hjá þeim báðum, Jóni og Jónasi, en alít var stór- skemmt af vatni, reyk og hita. Innbú þeirra var lágt vátryggt. Á 1. hæð bjó Kavl Friðrik$son, SJUKRAHUSSMALIÐ. (Framhald af 1. síðu). valinn, væri til þess fram borinn af Framsóknarmönnum, að drepa málinu á dreif og tefja fyr- ir framgangi þess, Hafði þó Stef. Árnason tekið franr, að hann mundi að sjálfsögðu fylgja því, að skjótar framkvæmdir hefðust, þótt harjn hreyfði þessunr ágreiningi. Hatursmálflutning- ur kommúnista er livergi svara verður, en broslegt er að heyra þennan bæjarfulltrúa bera Framsóknarmönnum • á brýn sviksemi við spítalamálið. Framsóknarmenn hafa fylgt því í hvívetna; fjórðungsspítala- hugmyndin var fyrst rædd opin- berlega hér í blaðinu og blaðið hefir síð'an alla tíð rætt málið og hvatt til framkvæmda, hve- nær sem tækifæri hefir gefist. Hins vegar hefir engin tilraun verið gerð til Jress af Framsókn- armanna hálfu, að gera málið pólitískt. I5að hefir átt óskipt fylgi allra bæjarmanna og fjölda fólks um byggðir landsins, án til- lits til flokkaskiptingar. Það er eðlilegt, að ágreiningur sé-uppi um það, hvort rétt hafi verið að velja spítalanum stað í brekkunni, þar sem nú hefir verið ákveðið að setja hann. Landrými er þar lítið og að ýmsu leyti óhentugt. Hins vegar völ á nógu landrými víða annars staðar. Þetta virðist ærin ástæða til þess, að íhuga aðra staði, og engan veginn óeðlilegt, að þetta sjónarmið kæmi fram í spítala- nefnd. Þessi málflutningur kommúnista er svo lítilmannleg- ur og ofstækisfullur að furðu gegnir. En hvers má ekki vænta af manni, sem heldur því fram í bæjarstjórn, að fyrirstaða ríkis- stjórnarinnar í hafnarmálinu á Oddeyri, sé Jrví að kenna, að Framsóknarmenn hafi fengið samgöngumálaráðherra til þess að neita samjrykki á gerð garðs- ins! UPPHLUTIJR með tilheyrandi, ásamt ýmsu fleiru til sölu. Uppl. á AFGR. RYKSUGA TIL SÖLU. Upplýs. hjá Har. Þorvarðar- syni, járn- og glerv.d. KEA. bílstjóri, og fjölskylda hans; ennfremur tvær starfsstúlkur KEA. Björguðust innanstokks- munir af þeirri hæð, en skemmd- ir af vatni og reyk. Ekkert af þeirn var vátryggt. Á neðstu hæð var til húsa véla- og varahlutadeild KEA og rakarastofa Jóns Edvards Jóns- sonar. Urðu Jiar skemmdir nokkrar, mestmegnis af vöfdum vatns. Sva sem sjá má af þessu urðu margar fjölskyldur fyrir ti'lfinn- anlegu tjóni í bruna þessurn og eru nú húsnæðislausar. Væri það eitt nægileg raun, þótt ekki bættist við eignatjón. Eldurinn mun hafa orsakast af eldspýtu, sem kveikt var á í nánd við bréfarusl undir dívan í herbergi Vigdísar Markúsdótt- ur. Brenndist hún við tilraun til að slökkva hann í upphafi, en fékk-ekki aðgert. NÝJA BÍÓ sýnir í kvöld kl. 9: Fær í flestan sjó Föstudaginn kl. 9: Landamæraskærur Laugardaginn kl. 6: Flakkarar í gæfuleit Laugardaginn kl. 9: Sjö blómarósir Sunnudag kl. 5: Flakkarar í gæfuleit Sunnudag kl. 9: Sjö blómarósir ZIG-ZAG-saumavél óskast til kauþs. Gott verð í boði. Upplýsingar í KALJPANGI Sími 33. JÖRÐIN Birningsstaðir í Hálshreppi, S.-Þ. fæst ef vel semst til kaups og ábúðar í næstu fat'- dögum, semja ber við undir- ritaðan eiganda jarðarinnar. Símstöð: Skógar. Birningsstöðum 3/3 ’45. JÓN FERDINANDSSON MIGVANTAR góða stúlku og ungling til að gæta barna. Frú HINRIKSEN, Gtánufélagsg. 33. Sjúkrahús Akureyrar. STARFSSTÚLKUR vanta í eldhúsið 14. maí næstk. — Ilátt kaup. GUNNAR JÓNSSON H U S I Ð Munkaþverárstræti 30. er til sölu. Upplýsingar á sama stað frá kl. 8 e. h. til 10 e. h. MEÐ m.s. -ESJU- fáum við: Hestafóðurblöndu, Kúafóðurblöndu, Þeir, sem eiga loíað fóður- mjöl eru beðnir að taka það, sem allra fyrst. — Verzl. Eyjafjörður h.f. Lúðrasveit Akureyrar heldur árshá- tíð sína með dansleik að Hótel KEA laugardaginn 17. marz. Styrktarmenn og velunnarar lúðrasveitarinnar geta skrifað sig á lista á gullsmíðavinnu- stofu Sigtryggs Helgasonar, Skipa- götu 8. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðarför \ moður okkar, Þuríðar Sigurðardóttur, er andaðist að heimili sínu, Þingvallastræti 12, 27. febrúar, er ákveðin föstudaginn 9 þ. m. — Hefst með bæn á heimili hinnar látnu kl. 1 e. h. Börn hinnar látnu. FRIÐBJÖRN BJÖRNSSON, sem andaðist laugardaginn 3. þ. m., verður jarðsettur, föstu- daginn 16 marz, að Bægisá. — Utförin hefst með húskveðju frá heimili hans, Staðartungu, kl. 11 fyrir hádegi. Vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför DAVÍÐS SIGURÐSSONAR TRÉSMÍÐAMEISTARA Sérstaklega þökkum við þá miklu virðingu, er Iðnaðar- mannafélag Akureyrar og Sóknarnefnd Akureyrarkirkju sýndu minningu hins látna. Þórdís Stefánsdóttir, Sigríður Davíðsdóttir, Zophonias Arnason, Guðrún Sigurðardóttir, Davíð Þór Zophoniasson. :H><H><H><H><H5<HB^<H><H><H><H><t<t<H!H5<t<HS<H><HSH><t<H><HÍ<HS<HCl<l<t,<HS<H><(‘<H( FYRIRTÆKI TIL SÖLU A IÐNFYRIRTÆKI í fullri starfrækslu er til sölu nú þegar. Upplýsingar gefur Jón G. Sólnes, Landsbankanum. Sími 255. W<HÍ<H«HKH><HS<HKHKHKH><HKHKH3<H«HKHJ<HKHWH«HKHKHÍ<BS<H><H><«H3 BÓKAMARKAÐUR! Mánudaginn 12. marz n.k., hefst mikil útsala á fjölda mörg- um nýjum og gömlum bókum. Útsölunni lýkur 17. marz. Ýmiss konar lræknr verða til sölu, svo sem: ljóðabækur, rímur, skáltl- sögur, ævisögur, þjóðsagnir, fræðibækur, riddarasögur, barnabækur o. s. frv. Enn fremur enskar og amerískar bækúr og blöð. — Meðal bóka á markaðinum verða: Andvökur (St. G. St.) Álfaslóðir, Indriði miðill, í verum, l’jóðsögur Sigfúsar Sigfússonar, Nátttröllið glottir, Og Sólin rcnnur upp, Odysseifur, Þuríður formaður, Sögur Maxim Gorki, Ulfablóð, Winston Churchilí, Þættir af Suðumcsjum, Casanova, Flugmál íslands, Álfar kvöldsins, V'msar bækur e. H. K. Laxness, Annáll 19. aldar o. m. m. fl. Örfá eintök til af sunnim bcztu bókunum. — Geysimikið úrval nótnabóka fyrir hálfvirði. Afsláttur 10-50% Langbezta tækifæri ársins til að eignast góðar bækur fyrir lítið verð. Komið strax á mánudag, ef þér viljið ekki missa af beztu bókunum. BÆKURNAR verða ,til sýnis í gluggum verzlunarinnar um helgina. Bókaverzlunin E D D A Akureyri. VATT á 80 aura melrinn Brauns Yerzlun Páll Sigurgeirsson l.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.