Dagur - 24.05.1945, Blaðsíða 8

Dagur - 24.05.1945, Blaðsíða 8
I AGUR Catalina báturinn byrjaður farþegaflutninga Getur flutt 25 menn og mikinn farangur Glæsilegasta farartæki í íslenzkri eign. 8 Úr bæ og byggð I. O. O. F. 1275258Í/2 KIRKJAN.. Messað á Akureyri næstk. sunnudag kl. 5 e. h. Kantötukór Akureyrar. Æfing í Kirkjukapellunni föstudaginn 25. þ. m. kl. 9 e. h. Aðalfundur á sama stað, föstudaginn 1. júní kl. 9 e. h. — Fé- lagar! Munið að mæta. Tilkynning. Kgl. Norsk Vicekonsu- lat á Akureyri hefir borizt eftirtaldar gjafir til Noregssöfnunar: Freygerður Steinsdóttir kr. 50.00. — Kvenfélagið „Baldursbrá kr. 300.00. — Kvenfé- lagskonur í „Baldursbrá“ kr. 120.00. — Lauritz Christiansen og frú, Krossanesi kr. 200.00. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína: Guðrún Stefánsdóttir, Vallholti, Glerárþorpi og Eyþór Bolla- son, Stórhamri, Eyjafirði. — Magðalena Stefánsdóttir, Vallholti, Glerárþorpi og Sigurður Baldvinsson, Hjalteyri. Stúkan Ísafold-Fjallkonan heldur fund næstk. þriðjudag á venjulegum stað og tíma. — Skýrslur embættis- manna. — Vígsla embættismanna. — Erindi. — Upplestur o. fl. Leiðréttiné. í síðasta tbl. var rang- hermt um giftingu úr Möðruvallakl,- prestakalli. Var sagt Finnbogi Snorra- son, átti að vera Finnlauéur Snorra- eon. Dansskemmtun heldur kvenfélagið „Voröld“, að Þverá, laugardaginn 26. þ. m., kl. 10 e. h. Veitingar á staðnum. Lystiéarðurinn. Talsvert hefir bor- ið á því, að börn, sem ekki eru í fylgd foreldra eða vandamanna, hafi skemmt nýgræðing í lystigarðinum síðan hann var opnaður á annan í hvítasunnu. Bömin eru með ærsli í garðinum og hlaupa þá yfir blómabeð og skemma veikan trjágróður. Hér er nauðsynlegt að gera breytingu á. Þess verður að krefjast, að bæjarbúar gæti þess vandlega, að óvita börn séu ekki eftirlitslaus í garðinum og jafnframt er naúðsynlegt að brýna fyrir eldri börnum að virða fegurð og gróður garðsins. Rétt væri og að athuga hvort ekki væri nauðsynlegt að auka garðgæzluna og væri eðlilegast að bæjarsjóður bæri aukaútgjöld af því. Gestkomandi er í bænum frú Rann- veig Schmidt, vestur-íslenzki rithöf- undurínn góðkunni. Af sjónarhóli Norðlendings. Framhald af 5. síðu an sú viðleitni þeirra mætir full- um fjandskap þeirra, er þessa stundina hafa sölsað undir sig stjórn ríkisins, verða landsmenn að mynda skjaldborg um máhsfni sín, svo trausta, að enginn flugu- maður eða tréhestur komist þar inn fyrir hringinn. í næstu kosn- ingum verður að senda útsend- ara Reykjavíkurvaldsins í heima- haga sína, en efla til kjörs styrka fulltrúa byggðanna sjálfra. Þá eru skapaðir möguleikar til áframhalds á þeirri ,,nýsköpun“, sem samvinnumenn um byggðir landsins starfa nú að. Norðlendingur. TAPAST HEFIR af bíl poki með yfirsæng, skó- taui og fleiru, á leið frá Holtag. 7 að Gagnfræðaskóla Akureyrar. Skilist gegn fundarlaunum í Gagnfræðaskólann. Veski nýjasta gerð. RYELS B-DEILD_____ Sumaríbúð, ekki alllangt frá bænum, til leigu frá 1. júní n.k. Uppl. á afgr. Hinn nýi Catalina-flugbátur Flugfélags íslands lagði upp í fyrstu ferðina með farþega sl. þriðjudag. Var flogið með 21 far- þega frá Reykjavík til Reyðar- fjarðar og í heimleiðinni var komið við hér á Akureyri og far- ið héðan til Reykjavíkur um kl. 11 e. h. — Framkvæmdastjórá Flugfélagsins, Örn O. Johnson, flugmaður, er stýrði bátnum, bauð blaðamönnum hér að fljúga með til Reykjavíkur og kynnast af eigin reynd hinu nýja flugskipi. Var boðið þakksam- lega þegið. Báturinn reyndist ágætlega í þessari fyrstu ferð og rómuðu farþegar allir hin ágætu þægindi, sem farþegum eru boðin. Ferðin frá Akureyri til Reykja- víkur tók 1 klst. og 15 mínútur. Veður var kyrrt alla leiðina og báturinn svo stöðugur á fluginu, að þægilegt varð að ganga um hið rúmgóða farþegarúm, spjalla við áhöfn og farþega og skoða út- búnað bátsins. Farþegarýminu er skipt í þrjú hólf og eru í þeinr stoppaðir stól- ar, mjög þægilegir og rúmgóðir, fyrir 21 farþega. Hávaði frá vél- unum er ekki meiri en það, að menn geta spjallað við nágranna sína um alla heirna og geyrna, án þess að brýna raustina. Útsýni er ágætt úr gluggum báðum megin. Breytingar þær, sem gerðar hafa verið á innréttingu vélar- innar, hafa verið unnar hér á landi og hefir Gunnar Jónsson í Reykjavík, og fyrirtæki hans, Stálhúsgögn, haft framkvæmdir á hendi að mestu leyti. Virðist verkið sérlega vel af hendi leyst. í viðtali, sem fréttaritarar áttu við Örn O. Johnson, framkv.stj. Flugfélagsins, á leiðinni suður, sagði hann, að báturinn mundi fyrst um sinn verða notaður til flugs með ströndum fram, eftir því sem þörf krefði og aðstæður leyfðu. Flugfélagið hefði mik- inn áhuga á_ millilandaflugi og mundi sjálfsagt hefjast handa í þeim efnum þegar aðstæður yæru til þess, en ekki mætti gera ráð fyrir, að það yrði fljótlega. Framkvæmdastjórinn og formað- ur Flugfélagsins, Bergur Gísla- son, sýndu fréttamönnum allar liinar rnörgú vistarverur bátsins, — flugmannaklefa, loftskeyta- og vélamannaklefa, snyrtiher- bergi, sem ennþá er ekki full- gert, og loks póst- og farangurs- geynulu og klefa aftur í skotti vélarinnar, þar sem koma má fyrir svefndýnum fyrir a. m. k. 3 farþega eða bátsmenn. Þá fengu fréttamenn að sjá hin ýmsu ör- yggistæki bátsins og útbúnað. Það er óhætt að fullyrða, að út- búnaður Cataiinabátsins sé með þeim ágætum, að hann beri af þeim flugtækjunv sem almenn- ingur hér á landi hefir átt kost á að kynnast. Flugið verður leikur einn fyrir farþegann, hann finn- ur naumast að hann er í loftinu og getur unað sér við að horfa á fallegt landslag eða spjalla við samferðamenn, í mjúkum stól í snotru hérbergi. Mikill múnur er nú orðið að ferðast, þegar vel viðrar, miðað við það sem áður var. Blaða- mennirnir, sem fóru héðan til Reykjavíkur kl. 11 e. h. á þriðju- dagskvöldið voru komnir hingað j til bæjarins aftur kl. 2 e. h. á miðvikudag. Verður e. t. v. greint nánar frá ferðinni allri síðar. Tvö lítil herbergi til leigu hjá Þorsteini Davíðssyni. Til sölu Hefi til sölu nokkur hundr- uð stk. r-steina og skilrúms- steina. BJARNI ÞORBERGSSON, Hríseyjargötu 14. Fimmtud. 24. maí 1945 Bólusefning Frumbólusetning barna á aldrinum 2—8 ára og end- urbólusetning barna á aldr- inum 12—14 ára, fer fram í Barnask. Akureyrar föstu- daginn 25. maí kl. 2 e. h. — Börn, sem hafa verið frum- bólusett áður með fullum árangri þurfa ekki að mæta til frumbólusetningar aft- ur, og það sama er að segja um börn, er hafa verið end- urbólusett með fullum ár- angri. H éraðslæknir inn. Cil sölu eitt dragnótaspil, 2 dragnæt- ur ásamt 360 föðmum af köðlum. Allt í ágætu slandii. Upplýsingar í síma 196, Ak- ureyri. Nýkomið: Amerískar Manchettskyrtur Sportskyrtur í miklu úrvali Herrajakkar Herranærföt í mörgum litum Herraflibbar (hvítir) Ennfremur Sælgæti í miklu úrvali Ásbyrgi h.f. Útibú Sölut. v. Hamarstíg Garðstólar og Garðslöngur Vaxdúkur mislitur, rósóttur Verzl. Eyjaf jörður h.f. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNS ÓLAFSSONAR, Gróðrarstöðinnii, Akureyri. Börn og tengdabörn. Stofnfundur fyrir Utgerðarfélag í Akureyrarbæ verður haldinn í Samkomuhúsi bæjarins laugar- | daginn 26. þ. m. kl. 8.30 e. h. Skorað er á alla, sem skrifað hafa sig fyrir hlutafé og aðra, sem gerast vilja hluthafar, að mæta á fundinum. Dagskrá: 1. Lagður fram stofnsamningur til samþykktar. | 2. Lagt fram frumvarp að lögum fyrir félagið I til samþykktar. 3. Kosin bráðabirgðastjórn. F. h. framkvæmdaráðsins, Helgi Pálsson. I Til sölu: Nýlegur olíutanki fyrir báta. Tekur um 18 föt. Stativ undir bátadekk. Ýmislegt annað til- heyrandi skipum, Síldarbræðslustöðin Dagverðareyri h.f. Tilbúinn aburður. ÞEIR, SEM HAFA PANTAÐ tilbúinn áburð hjá oss, eru góðfúslega beðnir að vitja hans fyrir 1. júní næstkomandi. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Boldang Breidd 140 cm. — Verð kr. 10.15. BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.