Dagur - 06.10.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 06.10.1965, Blaðsíða 1
; Allar þrær fullar fyrir ausfan Síðustu viku öfluðust 247 þús. mál og tunnur Nýja sjúkrahúsbyggingin að neðan og félagsheimilið að ofan. (Ljósmynd: E. D.) KAUPSTAÐURINN VIÐ SKJÁLFANDA SAMKVÆMT upplýsingum frá Fiskifélagi íslands var heilder- síldaraflinn s.l. laugardagskvöld orðinn 2.347.000 mál og tunnur. Á sama tíma í fyrra nam heild- ar aflinn 2.523.758 málum og t'unnum. Ágæt veiði hefur verið, það sem af er þessari viku og hefur meðalafli verið 1000 mál og tunnur á skip hvern sólarhring miðað við þann fjölda skipa, sem á miðunum hafa verið liverju sinni. Ailar þrær verksmiðjanna austanlands, norður að Vopna- firði, eru nú fullar og skipin farin að sigla til Raufarhafnar með aflann. Síldarflutningaskipin fengu FRAMSÓKNARVIST HIN vinsælu spilakvöld Fram- sóknarfélaganna hefjast að Hót- el KEA n. k. laugardagskvöld. Ef að vanda lætur, verður mik- il aðsókn, og því öruggara að íryg&ja sér miða sem fyrst. — öll fullfermi fyrir helgi og eru í höfnum að losa. Samkvæma síldveiðiskýrslu- Fiskifélags íslands frá 30. sept- ember í fyrra, var aflahæsta skipið þá Jörundur III. með 36.324 mál og tunnur. Ekki gat biaðið fengið upp hvað afla- hæstu skipin eru komin hátt nú, en það mun vera orðið eitt- hvað hærra en þá. Aflinn síðasta sólarhring vor 54.700 mál og tunnur. Þessi síld veiddist 50—70 sjómílur suð- austur af Gerpi. Undanfarna daga hefur veður verið gott á síldarmiðunum, — en nokkur þoka, sem olli erfiðleikum við veiðarnar. Um 90 mílur út af Austfjörð- um eru rússnesk síldarskip að veiðum. Síldin, sem veiðist á daginn, er smærri en sú síld, sem veið- ist eftir að dimmt er orðið. Saltað er á öllum Austfjarða- höfnum, eftir því sem vinnuafl hrekkur til, og nálgast nú sölt- unin heildarsöltunina í fyrra. □ HÚSAVÍKURKAUPSTAÐUR vex árlega og býr sig undir meiri fólksfjölgun. Um mörg unaanfarin ár hefur Skjálfanda flói verið gjöíull og fast sóttur til fiskveiðanna, svo að segja allt árið. Trillur og litlir þilfars- bátar voru drýsgtir við þessar veiðar, en nú e. t. v. þilfarsbát- ar af 20 tomia stærðinni eða þar í kring. Þar er einnig við- skiftamiðstöð mikils héraðs — með eizta kaupfélag landsins í fararbroddi. kost sinn og bæta aðstöðuna til að vinna útflutningsvörur úr aflanum. Hinn jafni og góði afli á Skjálfandaflóa gefur möguleika til fullkomnari fisk- iðju en víðast annars staðar á landinu. Er það sennilega haft í huga m.a. með þessari ný- byggingu. Bátafloti sá, sem leggur Fiskiðjusamlagi Húsa- yíkur til svo mikið af góðu hrá- efni allt árið og skapar svö mörgum atvinnu, er ekki mjög fyriríerðarmikill. Stærri íiski- skip, sem oftast eru í fréttum nefnd, leggja afla sinn að mestu upp á öðrum stöðum. Til gamans má geta þess, að á grunnsævi Skjálfandaflóa afl- aðist fyrir fáum árum fjórði hluti allra grásleppuhrogna á heimsmarkaðinum. Þessi vara hækkar sennilega meira í verði en flest önnur sjóvarvara,- frá því hún er sett í tunnur — og þar til hún er valin af hin- um vandlátu, sem veizlumatur (Framhald á blaðsíðu 2). Byggja Pólverjar dráttarbraut fyrir Ákurey ra rkau pstað? Yerið að athuga 13 tilboð um þessa framkvæmd YFIR stendur athugun á tilboð- um þeim, sem borizt hafa frá crlendum aðilum um smíði dráítarbrautar á Akureyri, fyr- ir allt að 500 tonna skip. Vitamálaskrifstofan gerði út- boðslýsingar þessa mannvirkis og voru svo fi'amkomin tilboð opnuð hjá Innkaupastofnuninni Útibú Iðnaðarbanka ! á Akureyri FYRIR nokkru keypti Iðnað 1 arbankinn neðstu hæð Sjálf- I stæðishússins á Akureyri og | hyggst setja þar upp útibú. i Útibúið verður í austur- I hluta hæðarinnar, þar sem j verið hefur byggingavöru- i verzlun. Þar er nú unnið að | innréttingum fyrir væntan- | lega peningastofnun. Ráðgert i var, að Iðnaðarbankaútibúið i tæki til starfa 1. nóvember i n. k. en sennilega dregst það i eitthvað. Útibússtjóri verður i Sigurður Ringsted aðalgjald- = keri í Landsbankaútibúinu i hér. Hann hcfur 19 ára starf i í banka að baki. Starfsfólk j hins nýja útibús verður fyrst | um sinn karl og kona, auk j útibússtjórans. □ i UM þessar mundir standa yfir mestu heyflutningar, sem um getur hér á landi. Vegna kal- skemmda á Austurlandi varð þar uppskerubrestur. Þriggja manna nefnd, skipuo Gísla Kristjánssyni, Pétri Gunnars- syni og Kristjáni Karlssyni, kynnti sár ástandið og stóð síð- og voru þau 13 að tölu. Mun vitamálastjóri hafa ætlað að koma til Akureyrar í gær, til að kynna sér aðstæður. Samkvæmt fregnum hafa Pól- verjar sent allgirnileg tilboð, ekki aðeins samkvæmt útboðs- lýsingu, heldur líka samkvæmt sinni reynslu af gerð s’íkra mannvirkja. Hér á landi er þörf fleiri dráttarbrauta og munu hin ýmsu tilbið, sem nú liggja fyrir, væntanlega verða athug- uð með hliðsjón af þeirri þörf. Við Húsavíkurhöín er ný bygging. verbúðir fyrir 12 báta, mjög myndarleg á að líta. Og þar voru sjómenn að beita línu, er frétta mann bar að garði á laugardaginn. En því er svo farið við Húsavíkurhöfn, ao þar sýnast sumar eldri byggingar mega hverfa um leið og nýjum þörfum er mætt af 'raunsæi. Skammt frá verbúðunum er stór íjögurra hæða steinbygg- ing, grá að lit. Þar er Fiskiðju- samlag Húsavíkur að auka húsa Hinar nýju verbúðir á Húsavík. (Ljósmynd: E. D.) Mesfu heyflufningar á íslandi an fyrir heykaupum til þess að koma í veg fyrir verulegan nið- urskurð vegna fóðurskorts eystra. Bændur á Austurlandi ósk- uðu að kaupa 34 þús. hesta af heyi. Við athugun kom i ljós, að Sunnlendingar voru aflögu- færir. Gísli Kristjánsson rit- stjóri tjáði blaðinu í gær, að vonir stæðu til, að þetta hey- magn fengist, hey væru bæði mikil og góð á Suður- og Suð- vesturlandi, að vísu eitthvað ódrýgri en fyrirferð þeirra segði til um. Framboð á heyi væri nú komið yfir 30 þúsund hesta. Bændur á Austurlandi greiða 150 krónur fyrir heyhestinn, kominn á bryggju fyrir austan og sunnlenzkir bændur fá sama verð gx-eitt. Bjai-gráðasjóður hleypur undir bagga með mis- muninn, en hann stendur fjár- munalega bak við hin miklu heykaup. Fjórar heybindings- vélar eru í stöðugri notkun og hafa verið undanfamar vikur. (Framhald á blaðsíðu 5).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.