Dagur - 29.04.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 29.04.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 29. apríl 1980 31. tölublað ! sfðustu viku var dregið um aukaverðlaun vegna sjöundu myndagátunnar. Það var Emil Sigurðsson, verslunarstjóri í Amaro, sem sá um að draga nafn hins heppna, en verðlaunin voru vöruúttekt í Amaro að verðmæti 20.000,-. Aukaverðlaunin hlaut Gerður ísberg, Vogsholti 4, Reykjavik. f næstu viku britist 10. og sfðasta myndagátan og f blaðinu þann 22. maí verður greint frá auka verðlaunum vegna þeirrar gátu og jafnframt hver hlýtur hin glæsilegu ferða- verðlaun. Niðurtalning verðbólgu eða leiftursókn Myndagátan — sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarfiokksins á aðalfundi miðstjórnar Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins var haldinn í Reykjavík dagana 25.-27. apríl. Steingrímur Hermannsson var endurkjörinn formaður flokksins og Halldór Ásgrímsson var kjörinn varaformaður. Tómas Árnason var endurkjörinn ritari og Guðmundur G. Þórarinsson gjaldkeri. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir var kjörin vararitari og Haukur Ingibergsson varagjaldkeri. í upphafi yfirlitsræðu sinnar rakti Steingrímur Hermannsson aðdraganda stjórnarmyndunarinn- ar og reifaði efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar. Gat hann þess meðal annars, að niðurtalningarleiðin myndi ekki standast fullkomlega á næstunni, en eftir sem áður væri markmiðið það, að ná verðbólg- unni niður í svipað horf og hún væri í nágrannalöndunum á árinu 1982. Hann gat þess, að stjórnar- samstarfið virtist lofa góðu og allir legðu sig fram um að leysa þau ágreiningsmál, sem óhjákvæmilega kæmu upp í samstarfi þriggja aðila. Steingrímur sagði að sér virtist vel horfa í atvinnumálum almennt, þó að við ýmsa tímabundna erfið- leika væri að etja, m.a. í fram- leiðslumálum landbúnaðarins og vegna rekstrarerfiðleika í iðnaði, sem enn ætti í vandræðum. Hann sagði að framtíðin væri björt í sjávarútvegi, en áfram yrði að tak- marka veiðar, meðan hrygningar- stofn þorsksins væri að stækka, svo og til að koma í veg fyrir miklar aflasveiflur milli ára. Sagðist hann ætla að skoða nýjar leiðir í þessum efnum, einkum með það í huga að tengja betur veiðar og vinnslu. Þá ræddi Steingrímur um orku- mál, en um þau var gerð sérstök ályktun á fundinum. Hann sagði meðal annars, að líklega þyrfti að bíða í a.m.k. tvö ár, þar til Krafla færi að framleiða með fullum af- köstum. Steingrímur ræddi einnig um samgöngumál og sagði, að aukin áhersla yrði lögð á bundið slitlag á næstu árum. Um efnahagsmál sagði Stein- grímur, að menn yrðu að gera sér ljóst, að ef ekki næðist samstaða um niðurtalningarleiðina gegn verðbólgunni og árangur næðist ekki, þá væri eins víst að leiftur- sóknin yrði næst á dagskrá og í kjölfar hennar yrði gífurleg röskun, bæði atvinnuleysi og byggðarösk- un. I opnu aukablaðs, sem fylgir Degi í dag, birtist stjórnmálaálykt- un, sem samþykkt var á miðstjórn- arfundinum. Þar er einnig birt ítarleg ályktun fundarins um orku- mál. Þetta er blárefur — einn af mörgum sem nú eru geymdir f búri í refabúinu að Lómatjörn f Grýtubakkahreppi. Bláref- urinn er fallegt dýr og feldur hans eftir sóttur af glæsikon- um, en það er ekki á færi hvers og eins að kaupa kápu úr bláref. Gert er ráð fyrir að fyrsta blárefslæðan að Lóma- tjöm gjóti um 20. maí. Það er vissulega atburður sem markar tímamót — flest bendir til að hér sé um arðvænlega búgrein að ræða. Mynd:áþ FÍSKELDI í ATHUGUN Fiskeldi hefur verið mikið í um- ræðu hér á landi undanfarið eins og kunnugt er, og má telja lík- Iegt að þar sé um framtíðarat- vinnuveg fyrir okkur að ræða. í ljósi þessa hefur þótt eðlilegt að samvinnuhreyfingin kannaði það, hvort hún, og þá hvernig, geti tekið þátt í undirbúningi og uppbyggingu á slfkri starfsemi. Af þeim sökum hefur fram- kvæmdastjórn Sambandsins nú falið tveimur mönnum að kanna þetta mál. Eru það þeir Magnús G. Friðgeirsson sölustjóri hjá Sjávar- afurðadeild og Axel Gíslason frkv.- stj. Skipadeildar. Eiga þeir að safna upplýsingum þar að lútandi og leggja tillögur fyrir framkvæmda- stjóm. Hafa þeir nú snúið sér til allra sambandskaupfélaga og allra fiskvinnslustöðva á vegum sam- vinnuhreyfingarinnar og leitað eft- ir upplýsingum um áhuga þessara aðila og annað það er málið varðar. í sambandi við þetta mál er m.a. bent á það að við skoðun á norsk- um fréttum um fiskeldi kemur í ljós að Norðmenn hafa fengið svipað markaðsverðmæti fyrir 6.800 lestir af laxi og silungi og fslendingar fengu fyrir allt loðnumjöl sem þeir framleiddu á árinu 1979. Það voru um 161.250 lestir, sem framleiddar voru úr um það bil einni milljón lesta af loðnu. Það fer því ekki á milli mála að hér getur orðið um verulega vermætasköpun að ræða: Aukablað Blaðinu í dag fylgir 8 síðna aukablað, þar sem meðal annars er að finna ályktanir aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins, 1. maí ávarp verkalýðsfélaga á Ak- ureyri, viðtal Erlings Davíðs- sonar, fyrrv. ritstjóra, við Jón Bjamason frá Garðsvík, auk fleira efnis. Dagur kemur næst út þriðjudaginn 6. maí. Áhrif auglýsinga Dags Það er ekki ofsögum sagt af áhrifamætti smáauglýsinga Dags. í síðasta tölublaði, þriðjudaginn 22. apríl, var aug- lýst eftir grábröndóttum ketti, sem hafði verið týndur frá fimmtudeginum áður. Síðast hafði sést til hans í Ránargötu, en heimilisfesti hans er í Norð- urgötunni. Dagur var ekki fyrr kominn út áðumefndar þriðjudag, en hávært mjálm heyrðist fyrir utan skrifstof- ur blaðsins. Kattarvæl er heldur óvenjulegt í nágrenni Dags, þar sem algengara er að heyra töffar- ana þenja bílvélar, til að heilla væntanlega kaupendur notaðra bíla, sem seldir eru á bílasölu í Brandur á rítstjóm Dags. Mynd: á.þ. nágrenninu. Blaðamanni var því litið út um glugga, og viti menn, sá bröndótti stóð úti fyrir og krafðist inngöngu með það sama. Eftir að hafa kynnt sér blaðaútgáfu fór Brandur síðan til heimkynna sinna í Norðurgötunni, þar sem honum var vel fagnað og gefið nýsoðinn silungur í tilefni dagsins. Stungið var upp á því við eigendur, að kötturinn yrði hér eftir kallaður Dagbrandur. Var það tekið til at- hugunar. Dettur mönnum helst í hug að sá bröndótti hafi litið í smáauglýsing- ar Dags og séð auglýst éftir sér - eða hvað heldur þú lesandi góður? 'í Ungffrú Akureyri Svanfríður Birgisdóttir, 18 ára nemi við Menntaskólann á Akureyri, var kjörin ungfrú Akureyri i Sjálfstæðishúsinu á föstudaginn. Svanfríður verður því meðal 12 keppenda um titilinn Ungfrú Island. Björg Gísladóttir, ung- frú Akureyri 1979, krýndi arf- taka sinn, en Björg fer til Lundúna á þessu ári og tekur þátt í Miss Wold-keppninni. Opið hús í Gróðrarstöðinni Fyrirhugað er að hafa opið hús i Gróðrarstöðinni einu sinni í vjku í vor. Verður það á fimmtudags- kvöldum frá klukkan 8.30 til 10. Fyrsta opna húsið verður n.k. fimmtudagskvöld (1. maí) og það síðasta 12. júní. Gestir geta m.a. litið í garðyrkjubækur, skoðað plöntulista frá gróðrarstöðvum og fleira. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir allt áhugafólk um garðyrkju að hittast og ræða áhugamál sitt Baggabönd Bændur athugið. Vistfólkið í Skjaldarvík óskar eftir að fá baggabönd ef menn eiga hægt með að láta þau af hendi. Úr baggaböndunum eru búin til spyrðubönd. Móttaka er í bögglageymslu KEA. Ljósmynda sýning Ljósmyndasýning Svavars A. Jónssonar, Amar Inga og Ingólfs Klausen stendur nú yfir í stúdíói Amars Inga að Klettagerði 6. 40 myndir eru á sýningunni og eru allar til sölu. Hún er opin kl. 16-18 og 20-22 nema hvað opn- unartíminn er frá kl. 15-18 um helgina. Sýningunni lýkur á sunnudag. Deild AA- samtakanna á Dalvík Nýlega var stofnuð deild AA- samtakanna á Dalvik. Fyrst um sinn verða fundir haldnir í Jónínubúð, húsnæði Slysavarn- arfélagsins, á hverjum sunnudegi milliklukkan 10 og 12. Amtsbókasafnið í sumar verður reynd sú breyting á þjónustu Amtsbókasafnsins að safnið verður opið til kl. 9 e.h. á miðvikudögum. Er þetta gert vegna þeirra sem erfitt eiga með að sækja safnið á venjulegum opnunartíma, sem er frá kl. 1-7 síðdegis. Safnið verður lokað á laugar- dögum, eins og venja er á sumrin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.