Dagur - 04.11.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 04.11.1985, Blaðsíða 1
Akureyri: 22 milljónir í videómyndir á ári Heimild til 68. árgangur Akureyri, mánudagur 4. nóvember 1985 134. tolublað verkfallsboðunar Á fundi sem haldinn var í gær með fiskverkunarfólki og samninganefnd Einingar var samþykkt að samninganefnd og baknefnd í bónussamninga- viðræðunum veitti trúnaðar- ráði heimild til að boða til verkfalls fiskverkunarfólks, ef til aðgerða þyrfti að grípa. „Pað ríkti mikill einhugur á fundinum og þetta var samþykkt með öllum greiddum atkvæð- um,“ sagði Björn Snæbjörnsson sem sæti á í samninganefndinni. Kröfur Einingar til handa fisk- verkunarfólki eru þær að greitt verði um 40 króna fast álag, sem tekið yrði af bónusgrunninum og fært yfir á fasta álagsgreiðslu sem greidd yrði til allra. Þetta gerir það að verkum að þeir sem lægst- an bónus hafa nú fá mesta hækkun. „Þetta er gert til að jafna bilið á milli þeirra sem mestan bónus hafa og þeirra sem minnst hafa. En eins og þetta er í dag, er bilið mjög mikið,“ sagði Björn. -mþþ Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðurlandi eystra, sem haldið var á Hótel KEA. Ingvar Gíslason í ræöustól en önnur frá vinstri á myndinni er Valgeröur Sverrisdóttir, sein var kosin formaður sambandsins og hlaut ennfremur flest atkvæöi í miðstjórnarkjöri. Mynd: KGA. Kynningardagur grunnskólanna: Foreldrar mættu mjög vel Á laugardaginn var haldinn kynningardagur í flestum grunnskólum landsins í þeim tilgangi að kynna foreldrum aðbúnað í skólunum svo og starf kennara og nemenda. Foreldrar fjölmenntu í skólana og að sögn þeirra skólastjóra sem Dagur hafði samband við var jafnt og gott streymi foreldra í skólana frá klukkan 8 um morg- uninn og fram eftir degi. Ekki er fjarri lagi að ætla að um 70% foreldra skólabarna á Norðurlandi hafi komið í heim- sókn í skólana á laugardaginn. Foreldrar yngri barna mættu yfir- leitt betur en foreldrar nemenda í unglingadeildum. Foreldrarnir gengu um og skoðuðu húsakynnin og flestir tylltu sér inn í kennslustofu ein- hverja stund og fylgdust með því sem fram fór og aðstoðuðu jafn- vel börn sín við námið. Allir voru mjög ánægðir með þessa nýbreytni í skólastarfinu og með hliðsjón af því hvernig til tókst er ekki óeðlilegt áð ætla að dagur sem þessi verði endurtek- inn að ári. Ekki spillir það heldur fyrir, að kennarar höfðu á orði að börnin hefðu verið óvenju þæg og róleg! BB. Stjórn verkamannabústaöa á Akureyri: 15 íbúðir í smíðum 14 í undirbúningi Stjórn verkamannabústaða á Akureyri mun væntanlega efna til útboðs vegna nýrra byggingarframkvæmda í kring- um næstu áramót. Um er að ræða byggingu 14 nýrra íbúða. Þegar er búið að bjóða út jarð- vegsskipti vegna þessara fram- kvæmda. Framkvæmdir standa nú yfir við smíði 15 fbúða á vegum verkamannabústaða. Áætlað er að þeim framkvæmdum ljúki snemma árs 1987. Samtals er stjórn verka- mannabústaða því með 29 íbúðir í takinu, ýmist í smíðum eða vel á undirbúningsstigi og er það mikilvæg lyftistöng fyrir bygging- ariðnaðinn hér á Akureyri. Hákon Hákonarson, formaður stjórnar verkamannabústaða, sagði að auk þessara fram- kvæmda kæmi til greina að kaupa eitthvað af notuðu húsnæði á al- mennum markaði. „Pað er nauðsynlegt að benda á það sem er jákvætt í málefnum byggingariðnaðarins á Akureyri, því mörgum hættir til að einblína á dökku hliðarnar," sagði Hákon Hákonarson. BB. I óformlegri könnun sem gerð f könnuninni kemur fram að hefur verið kemur í ljós að menn taki allt upp í 20 videó- videónotkun á Akureyri er myndir á leigu yfir vikuna. Alls mjög mikil. Könnunin fór fram munu Akureyringar leigja vikuna 14.-21. október sl. Leit- 149.084 myndir á ári. Það kostar að var til 6 aðila sem starf- rúmar 22 milljónir á ári. Nánar er rækja videóleigur hér í sagl frá þessu á bls. 9. bænum. Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra: Kvennabylting á kjördæmisþingi Konur settu mjög mikinn svip á kjördæmisþing framsökn- armanna í Norðurlandi eystra, sem haldið var á Akureyri um helgina. Þær voru þriðjungur þingfulltrúa og hafa ekki áður verið svo margar, og þær tóku virkan þátt í störfum þingsins. Enn meiri athygli vöktu þó úr- slit kosninga í kjördæmisstjórn og miðstjórn Framsóknar- flokksins. Af sjö aðalmönnum í kjörstjórn eru nú fímm konur og af 8 aðalfulltrúum í mið- stjórn voru helmingaskipti milli kynjanna. Undantekning- alaust voru konur í efstu sæt- um við kosningar. Konur mega því vel við hlutskipti sitt una, enda hafa þær unnið ötullega að því að komast til meiri áhrifa. Mikill hugur var í þingfulltrú- um og meginatriði þingsins var endurnýjuð og virkari barátta fýrir hagsmunum landsbyggðar- fólks. í umræðum um stjórnar- samstarfið bar nokkuð á því að fulltrúum þætti sem frjálshyggjan hefði sett um of svip á samstarfið síðustu misserin. Ingvar Gíslason taldi að langt samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn gæti haft óheilla- vænleg áhrif fyrir Framsóknar- flokkinn og sagði að hugsjónaleg- ar endurhæfingar þyrfti við. Stef- án Valgeirsson lýsti áhyggjum sínum með minnkandi fram- kvæmdir á landsbyggðinni og sagði að snúast yrði gegn pen- ingahyggjunni. T.d. hefði vaxta- frelsið gert þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari. í ræðu Guð- mundar Bjarnasonar kom fram að erfitt hefði verið að fá Sjálf- stæðisflokkinn tií að taka á vanda húsbyggjenda. Almennt töldu menn þó að stjórnarsamstarfið myndi haldast út kjörtímabilið, enda væru mörg aðkallandi vandamál sem þyrfti að leysa. í ræðu sem Steingrímur Her- mannsson flutti á þinginu sagði hann, að nú væri meiri þörf fyrir flokk sem stýrt gæti þjóðinni út úr vanda, með skynsemina að leiðarljósi, en nokkru sinni fyrr. Umbótasinnaður félagshyggju- flokkur, sem Framsóknarflokk- urinn væri, ætti meira erindi í dag en oft áður, og hafna bæri öfgum frjálshyggju og ríkissósíalisma. í stjórnmálaályktun þingsins var lýst stuðningi við áframhald- andi heildarstjórnun fiskveiða, en undanskilja línu- og hand- færaveiðar, háskólakennslu á Akureyri og þar segir að það hafi verið mistök að gefa vexti frjálsa haustið 1984. Þá segir að erfið staða sjávarútvegs og landbúnað- ar hafi leitt til vaxandi misvægis á milli landsbyggðar og höfuð- borgarsvæðis. „I landinu býr ein þjóð og Framsóknarflokkurinn telur réttláta skiptingu verðmæta í þjóðfélaginu grunnforsendu einingar hennar. Ríkisstjórninni ber að leiðrétta áorðið misvægi nú þegar.“ Sjá bls. 3 og 11. HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.