Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 19.03.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, fímmtudagur 19. mars 1987 54. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Leiðindaveður og sam- gönguerfiðleikar Leiðindaveður var víðast hvar á Norðurlandi í gær, allhvöss norðanátt, éljagangur og skafrenningur. Stundum sást varla á milli húsa og sums stað- ar féll skólahald niður sam- kvæmt fregnum úr Þingeyjar- sýslu. Þá lágu flugsamgöngur niðri, a.m.k. fram eftir degi. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að færð hefði lítið spillst á þjóðvegum þar eð þeir voru snjóléttir. Ólafsfjarðarmúli tepptist þó fljótt en var ruddur í gær. Þá var ekki fólksbílafært um Víkurskarð. Ekkert var flogið fram eftir degi en reyna átti seinni partinn, bæði hjá Flugleiðum og Flug- félagi Norðurlands. Nokkrum tíðindum þótti sæta að fella þurfti niður flug sakir vetrarríkis en janúar og febrúar voru óvenju hagstæðir flugsamgöngum. Veðurstofan gaf þau svör að norðanáttin myndi líklega ganga niður eftir hádegi í dag og næsta sólarhring yrði vindur hægur á meðan smálægð skýtur sér suður fyrir land. Hins vegar er búist við ákveðinni norðaustanátt á laug- ardag og sunnudag. Frost í kring- um,8stig. SS Istess: Gallaður mótor Fóðurverksmiðjan ístess hefur nú verið keyrð af fullum krafti um nokkurt skeið og hafa birgðirnar hlaðist upp. Einar Sveinn Ólafsson verksmiðju- stjóri sagði að þeir þyrftu jafn- vel að leita að lagerhúsnæði ef fram héldi sem horfði. Hins vegar eru fulltrúar frá verk- smiðjunni í Noregi og voru Fiskmiðlun Norðurlands: Fjögur til- boð í fyrsta aflann Síðastliðið mánudagskvöld var tekin afstaða til þeirra tilboða sem bárust í fyrsta útboð Fisk- miðlunar Norðurlands hf. Boðinn var út ársafli dragnót- arbáts frá Ólafsfirði og bárust fjögur tilboð í hann. áður í Færeyjum í sambandi við markaðsmál og bjóst Einar við að línur færu að skýrast. Frekar brösuglega gekk að koma ístess af stað og ekki er alveg séð fyrir endann á því ennþá. Nú er komið í ljós að stærsti mótorinn er gallaður og er beðið eftir varahlutum sem eiga að koma með flugi. Þar er að sögn Einars um fyrirferðarmik- inn hlut að ræða en viðgerð á ekki að vera neinum vandkvæð- um bundin. Ekki hefur þurft að stöðva framleiðslu vegna þessa galla. „Þetta lafir,“ sagði Einar Sveinn. Hann sagði að öðru leyti hefði allt gengið að óskum undanfarið og framleiðslan lofaði góðu. SS Frábært, sögðu börnin, nú er kominn snjór. Mynd: RÞB Skoðanakönnun á útbreiðslu dagblaðanna á Norðurlandi: Ótvíræð foiysla Dags - Yfir 60% sjá blaðið daglega í Norðurlandi eystra og 82,8% daglega eða nokkrum sinnum í viku, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans Tilboðin voru opnuð síðastlið- inn föstudag að viðstöddum selj- anda aflans. Eftir að tilboðin höfðu verið skoðuð og haft hafði verið samband við þá aðila sem buðu, var ákveðið var að ganga til samninga við Fiskverkun Jóhannesar Helga hf. á Dalvík. Hilmar Daníelsson fram- kvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands sagði í samtali við Dag að hann væri nokkuð ánægð- ur með þetta þó svo að hann hefði viljað fá fleiri tilboð. Nú er í athugun hjá Hilmari útboð á afla annars dragnótarbáts. Á framhaldsstofnfundi hluta- félags um fyrirtækið, sem haldinn var síðastliðinn sunnudag, kom fram mikill áhugi á að athuga út- flutning á unnum afurðum, til að mynda afla frystiskipa. Á fundin- um var einnig komið á fót sjö manna nefnd sem ætlað er að vinna að samþykktum og öðrum undirbúningi fyrir stofnfund sem haldinn verður um páskaleytið. í nefndinni eiga sæti tveir aðilar frá Dalvík auk Hilmars, en einnig menn frá Skagaströnd, Ólafs- firði, Húsavík og Þórshöfn. ET Dagur hefur alveg ótvíræða forystu hvað varðar útbrciðslu dagblaða á Norðurlandi, sam- kvæmt niðurstöðum könnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Islands gerði fyrir blaðið. Þegar litið er á Norður- land í heild þá kemur í Ijós að 50,7% Norðlendinga sjá Dag daglega. í Norðurlandskjör- dæmi eystra er þetta hlutfall ennþá hærra, eða 60,5% sem sjá blaðið daglega. Könnun þessi náði til 650 manns í báðum kjördæmum og á aldrinum 18-75 ára. Svörun var 77,5%, en 81% nettó, þ.e. þegar frá upphaflegu úrtaki hafa verið dregnir þeir sem eru nýlega látnir, dvelja erlendis eða af öðr- um svipuðum orsökum gátu ekki svarað. Um dagblöðin var spurt: „Ég les nöfn dagblaðanna í staf- rófsröð og langar til að spyrja þig hvort þú sjáir hvert dagblað dag- lega, nokkrum sinnum í viku eða sjaldnar?“ Eins og áður sagði var forysta Dags í Norðurlandi eystra mjög afgerandi, þar sem 60,5% sáu blaðið daglega, 22,3% nokkrum sinnum í viku og 17,2% sjaldnar. Morgunblaðið kom næst það sáu daglega 39,9%, 22,3% nokkrum sinnum og 37,8% sjaldnar. DV sáu 33,2% daglega, 30,6% nokkrum sinnum í viku og 36,2% sjaldnar. Tímann sáu 12,9% daglega, 13,4% nokkrum sinnum í viku og 73,3% sjaldnar. 8,2% sáu Þjóðviljann daglega, 8,2% nokkrum sinnum og 83,2% sjaldnar. Alþýðublaðið rak svo lestina en það sáu aðeins 2,6% daglega, 1,7% nokkrum sinnum og 95,2% sjaldnar. Þegar litið er til Norðurlands f heild og niðurstöður úr báðum kjördæmum vegnar kemur í ljós að Dag sjá 50,7% daglega, 38,4% Moggann, 33,2% DV, 13,6% Tímann, 7,7% Þjóðvilj- ann og 2,4% Alþýðublaðið. Dag sjá 74,5% daglega eða nokkrum sinnum í viku á Norðurlandi öllu, en 82,8% á Norðurlandi eystra. Þó að útbreiðsla Dags hafi far- ið stöðugt vaxandi á Norðurlandi vestra eftir að skrifstofur voru opnaðar á Blönduósi og Sauðár- króki, hafa Morgunblaðið og DV þó forskot. Moggann sjá 34,8% daglega, 21,1% nokkrum sinnum og 43,7% sjaldnar, DV sjá 33,3% daglega, 24,8% nokkrum sinnum og 41,9% sjaldnar, Dag- ur kemur svo þar á eftir en hann sjá 27,1 % daglega, 30,9% nokkr- um sinnum í viku og 41,3% sjaldnar. Tímann sjá 15,2% dag- lega, 15,2% nokkrum sinnum og 68,1% sjaldnar. 6,7% sjá Þjóð- viljann daglega, 11,9% nokkrum sinnum og 79,6% sjaldnar og 1,9% sjá Alþýðublaðið daglega, 1,9% nokkrum sinnum og 93,7% sjaldnar í Norðurlandi vestra. NORÐURLAND EYSTRA Hlutfall íbúa 18-75 ára sem sjá dagblöðin á hverjum degi. 70

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.