Dagur - 19.04.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 19.04.1988, Blaðsíða 1
Sauðárkrókur: Vatnsskortur yfiwofandi í Hlíðarhverfi „Við vonum svo sannarlega að það hláni á næstu dögum, því við erum alveg á ystu nöf með kalda vatnið í Hlíðarhveríi,“ sagði Páll Pálsson veitustjóri á Sauðárkróki. í gær var þeim tilmælum beint til íbúa þar, að þeir spöruðu vatnið vegna yfir- vofandi vatnsskorts. Að sögn Páls hefur vatnið frá Molduxaveitunni minnkað mjög mikið núna síðustu 10 dagana og hefur það aldrei verið jafnlítið sfðan virkjað var árið 1980. Auk Hlíðarhverfis fær sjúkrahúsið vatn frá veitunni. Sagði Páll að útlitið væri ekki gott, en þó ætti þetta að bjargast ef fólk sparar við sig vatnið eins og frekast er kostur. í sumar verður ráðin frekari bót á neysluvatnsöflun til bæjar- ins þegar ráðist verður í virkjun í landi Gils í Staðarhreppi, liðlega 5 kílómetra frá bænum. Með því ætti neysluvatnsmálum Sauðár- króks að vera borgið um næstu framtíð. -þá Alþingi: Bjórinn samþykktur í neðri deild - tillaga um þjóðaratkvæði felld 19:18 Bjórfrumvarpið margfræga var samþykkt í neðri deild í gær með 23 atkvæðum gegn 17. Allar breytingartillögur, utan ein, við frumvarpið, þar á meðal tillaga um þjóðarat- kvæði, voru felldar. Nú fer málið til efri deildar og má búast við hörðum umræðum um bjórinn þar. Ragnar Arnalds (G), einn af stuðningsmönnum frumvarpsins var þokkalega ánægður með þessa niðurstöðu: „Það hefur alltaf verið skoðun mín að fáran- legt sé að taka út eina tegund af áfengi og banna hana. Því fagna ég þessari niðurstöðu. Hins vegar finnst mér rétt að í slíku deilu- máli fái þjóðin að segja sitt álit, en það var því miður fellt.“ Steingrímur J. Sigfússon (G), sem greiddi atkvæði á móti frum- varpinu, var ekki eins ánægður: „Ég skil vel þann vilja að leyfa bjórinn en ég er ekki sáttur við þessa málsmeðferð. Allar hliðar- ráðstafanir til að reyna að draga úr áhrifum þessa aukna áfengis- magns í umferð voru felldar. Greinilegt er að bjórsinnar liafa stillt sína strengi og ætla sér að keyra frumvarpið í gegn án nokk- Verslunarfólk: Árangurslaus sáttafundur Fundur ríkissáttasemjara með verslunarmönnum og viðsemj- endum þeirra í gær var árang- urslaus og ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti fundur verður haldinn. Allsherjarverkfall verslunar- fólks skellur á næstkomandi föstudag hafi samningar ekki tek- ist og raunar má segja að verk- fallið hafi áhrif strax á morgun því frídagur er á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta. í ljósi þess- ara tíðinda má búast við að ys og þys verði í verslunum í dag og á morgun. SS urra varnarráðstafana. Þeim sem vildu fara einhvern milliveg hefur verið stillt upp við vegg og því má búast við hörðum umræðum í efri deild um þetta mál.“ Tillagan um þjóðaratkvæði var felld með einungis einu atkvæði 19:18. Eina breytingartillagan sem samþykkt var fjallar um aukna fræðslu um áfengi og áhrif þess. Bjórfrumvarpið fer nú til efri deildar og þar fara fram þrjár umræður um málið. Síðast þegar bjórfrumvarp kom til kasta Alþingis stoppaði það einmitt í efri deild á deilum um þjóðarat- kvæði. Það er því líklegt að bjór- andstæðingar reyna svipaða málsmeðferð til að hindra að frumvarpið verði að lögum. AP Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Steindór Gunnarsson hreinsar snjó af þaki Hamborgar. Mynd: tlv Fiskmarkaður Norðurlands: Stærsta uppboöið frá upphafi - 50 tonn boðin upp í síðustu viku „vegna brælu“ Þótt starfsemi Fiskmarkaöar Noröurlands hafi nær alveg legið niðri síðustu vikurnar þá rættist heldur úr í síðustu viku þegar seld voru um 50 tonn af þorski úr tveimur togurum. Á fimmtudaginn voru seld tæp 30 tonn og er það mesta magn sem selt hefur verið á einum degi frá því markaöurinn tók til starfa. Uppboðin fóru fram á miðviku- dag og fimmtudag og kornu ekki til af góðu. Á miðvikudag voru boðin upp 20 tonn úr togaranum Þorsteini sem fyrr í vikunni kom til hafnar eftir hrakningar í hafís. Á fimrntudaginn var svo um að ræða 30 tonn af þorski úr togaranum Súlnafelli frá Þórs- höfn en til Akureyrar kom skipið vegna veðurs og vegna þess að það þurfti að fara í slipp. Fyrir fiskinn úr Þorsteini fékkst þokkalegt verð og gott verð fyrir afla Súlnafells eða tæp- ar 43 krónur að meðaltali. „Ég er ánægður með þetta verð. Þarna sér maður greinilega þann mun sem er á því verði sem tíðkast víðast hvar og því sem fæst á mörkuðunum," sagði Grétar Friðriksson útgerðarstjóri Súlna- fells í samtali við Dag. ET Deilur um skömmtun á heitu vatni til Bjarkar í Ongulsstaðahreppi: Verður málinu enn á ný vísað til dómstóla? Útlit er fyrir að 9 ára ganialt dcilumál vegna borana Hita- veitu Akureyrar í landi Bjarkar í Öngulsstaðahreppi fari á ný fyrir dómstóla en nú þegar hefur málið farið fyrir héraðsdóm og þaðan fyrir Hæstarétt. Deila þessi snýst um skömmtun á heitu vatni til jarðarinnar Bjarkar en fyr- ir stuttu var tekið fyrir í stjórn veitustofnana Akureyrarbæj- ar bréf frá lögmanni fyrrver- andi eiganda Bjarkar þar sem farið er fram á skaðabætur. Stjórn veitustofnana féllst ekki á þau sjónarmið sem fram komu í bréfinu og hug- leiðir Þorkell St. Ellertsson, fyrrverandi eigandi Bjarkar, að sækja málið á ný fyrir dómstólum. Þorkell St. Ellertsson keypti jörðina Björk árið 1976 og hugðist hefja þar garðávaxta- rækt og nýta til þess volgt vatn í lindum í landi jarðarinnar. Stuttu síðar óskaði Hitaveita Akureyrar eftir að fá að bora á landamerkjum Bjarkar og Ytri- Tjarna og gerður var samningur um borunina þar sem sagði að ef heitt vatn fyndist þá skyldi hitaveitan leggja heitavatns- leiðslu heim að Björk og sam- kvæmt samningnum átti Björk að fá vatnsmagn sem svaraði til 0,5 sekúndulítra af 90 gráðu heitu vatni. Þorkell Ellertsson segir að aldrei hafi jörðin fengið svo mikið vatn né svo heitt, þrátt fyrir samninginn. Um þetta atriði risu fljótt deilur og málið fór fyrir héraðs- dóm á Akureyri. Þar féll dómur þannig að Hitaveita Akureyrar hafi staðið við sínar skuldbind- ingar samkvæmt samningi. Forsendur dómsins voru þær að þar sem holurnar sem boraðar voru á þessu svæði séu ekki all- ar í landi Bjarkar þá sé það vatnsmagn sem veitt er til jarð- arinnar í samræmi við það sem fáist úr landi hennar. Þessum dómi áfrýjaði Þorkell til Hæsta- réttar og óskaði jafnframt eftir mati sérfræðinga á þessum for- sendum. Dómur Hæstaréttar féll þannig að þrátt fyrir að ekki séu allar borholurnar í landi Bjarkar þá komi heita vatnið úr vatnsæðum í landi jarðarinnar. Samkvæmt þessu hafi ekki verið staðið við samning. Þorkell Ellertsson segir í samtali við Dag að hann telji Hitaveitu Akureyrar hafa selt heitt vatn á fullu verði til neyt- enda, vatn sem með réttu hafi verið eign Bjarkar. Krafa hans sé því sú að Hitaveitan greiði skaðabætur vegna þess vatns sem Björk hafi aldrei fengið á þessu 9 ára tímabili. „Þetta mál tók mig 8 ár í dómskerfinu. Ég reikna með að ef það sem kemur fram í bókun stjórnar veitustofnana er af- staða þeirra gagnvart kröfu minni þá verði látið á það reyna fyrir dómstólum hvort eðlilegt sé að Hitaveita Akureyrar geti haldið eftir meirihluta af því vatni sem átti að fara til Bjarkar. Hæstiréttur hefur dæmt samning um þetta atriði gildan og samkvæmt honum hefði Hitaveitan átt frá upphafi að afhenda mun meira vatn til Bjarkar," segir Þorkell Ellerts- son. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.