Dagur - 08.09.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 08.09.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, fimmtudagur 8. september 1988 169. tölublað UuMja liiiilW Margir ökumenn trassa ljósin Skammdegið er bak við næsta horn og senn líður að því að allir bifreiðaeigendur eiga að hafa Ijósin í lagi. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri, eru nokkur brögð að því að bifreiðar séu með vanstillt ljós og að ökumenn trassi ljósastillingu. Þann 1. október nk. ber öllum að hafa útvegað sér nýja ljósa- stillingu, en það eru bifreiðaverk- stæði sem framkvæma hana. VG Verðlagseftirlitið á Akureyri: Liðsauki væntanlegur fljótlega Starfsmenn Verðlagseftirlitsins á Akureyri standa í ströngu þessa daga eins og starfsfélagar þeirra annars staðar á landinu. Mikið er hringt á skrifstofu Verðlagseftirlitsins með fyrir- spurnir og ábendingar vegna verðstöðvunar ríkisstjórnar- innar. Hjá Verðlagseftirlitinu á Akureyri eru starfsmenn í einni og hálfri stöðu, en til stendur að tímabundinn liðs- auki berist þeim frá Reykjavík á næstunni. Níels Halldórsson verðlagseft- irlitsmaður á Akureyri sagði í samtali við blaðið, að því miður ættu ekki allar ábendingar sem berast skrifstofunni við rök að styðjast. „Sumir taka mið af því sem keypt var snemma á árinu, en við miðum við verð frá 15. ágúst sl. Allt sem hækkað hefur eftir það er athugað og við þiggj- um með þökkum allar ábending- ar. Ég vil reyndar hvetja fólk til þess að hringja og láta okkur vita ef það telur að verð hækki ólög- lega.“ Um miðjan mánuð verður skorin niður vinna hjá um 80 starfsmönnum Skinnaiðnaðar SÍS á Akureyri. Mynd:KK Akureyri: Frestun gjaldskrár- hækkana Ákveðið hefur verið að fresta hækkunum á gjaldskrá Sund- laugar Akureyrar og gjaldskrá félagsmálaráðs vegna verð- stöðvunarinnar sem gildir út septembermánuð. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á síðasta fundi að fresta hækkun á ofangreindum töxtum. Dagvistargjöld á dagvistarstofn- unum áttu að hækka um 20% 1. september en ekkert verður af þeirri hækkun í bili. Gjaldskrá Sundlaugar Akur- eyrar var einnig lækkuð í kjölfar verðstöðvunarinnar, en gjald- skráin hafði nýlega verið hækkuð. Fólk getur því farið í sund á „gamla“ verðinu, og gert góð kaup í sundmiðum, að sögn sundlaugarstjóra. EHB Akureyri: Gott heilsufar Samkvæmt skýrslu Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri í ágúst, virðast Akureyringar og nærsveitamenn hafa verið við tiltölulega góða heilsu í mán- uðinum. Ekki er um nein óvenjuleg frávik að ræða á skýrslunni, en sem dæmi má nefna, að 2 voru með flensu, 148 kvef og háls- bólgu, 7 hlaupabólu, 66 maga- kveisu og 11 með kláðamaur. Upplýsingar þessar ber að taka með fyrirvara um að læknar hafa misjafnt mat á hvort og hvenær skrá skuli sjúkdóma. VG Skinnaiðnaður Sambandsins: Vinna skorin niður hjá hluta starfsfólksins - um 80 manns vinna aðeins þrjá daga í viku fram að mánaðamótum Verðstöðvunin nær til hvers konar vöru og þjónustu. Sérstak- lega er til tekið, að þegar nýjar vörur koma f verslanir frá heild- sölum eða framleiðendum, er bannað að selja þær á hærra verði en því verði sem síðast var á sömu vörutegundum áður en verðstöðvunin gekk í gildi. Þá bendir Verðlagsstofnun á það að gefnu tilefni, að verðstöðvunin gildir fyrir hvers konar gjöld fyrir skóla og námskeið. Bannað er að hækka slík gjöld frá því verði sem síðast var í gildi vegna sams konar námskeiða og skólahalds. Gildir þetta um alla dagskóla og námskeið t.d. dans- og heilsu- ræktarnámskeið, námsflokka o.fl. á meðan verðstöðvun er í gildi. Öldungadeildir framhalds- skóla eru undanþegnar þessu og eru þær einu sem leyfi hafa til þess að hækka gjöld sín. VG Vegna mikils samdráttar í sölu mokkaskinna í upphafi ársins, hefur þurft að draga úr vinnu hjá hluta starfsfólks Skinna- iðnaðar Sambandsins á Akur- eyri. Frá miðjum þessum mán- uði mun starfsfólk í þurrvinnslu- sal fyrirtækisins, um 80 manns, aðeins vinna þrjá daga í viku. Þannig fyrirkomulag verður í gildi fram að næstu mánaða- mótum en þá verður Ijóst hvort framhald verður á. Alls vinna um 220 manns hjá fyrirtækinu, sem hefur undanfar- in ár unnið bæði mokkaskinn og leður en þó mun meira af mokka- skinni. Eftirspum eftir leðri hef- ur hins vegar aukist og mun fyrir- tækið halda úti fúllri vinnu hjá því fólki sem starfar að þeirri vinnslu. „Við lítum á þetia sem tíma- bundið ástand en þetta hefur gerst áður hjá fyrirtækinu. Þessi samdráttur í sölu mokkaskinna til Evrópu, hefur bitnað á okkur eins og öðrum framleiðendum þessarar vöru í heiminum. Við höfum hingað til getað komist hjá því að draga saman í vinnslu, á meðan verksmiðjur erlendis hafa þurft að draga verulega sam- an og jafnvel loka,“ sagði Bjarni Jónasson forstöðumaður Skinna- iðnaðar SÍS í samtali við blaðið. „Við teljum ekki fært að halda úti fullri vinnslu á meðan við höf- um ekki trygga sölu á þeirri vöru sem við emm að framleiða. Birgðasöfnun er það dýr og það er sameiginlegt vandamál hjá fyrirtækjum í útflutningsiðnað- inum almennt. Við ætlum því einungis að framleiða vöru sem við getum selt strax og þess vegna höfum við farið út í það að draga saman í vinnslu á mokkaskinn- um.“ Bjarni sagði að sá hluti starfs- fólks sem þetta mál varðaði, hefði sýnt þessu mikinn skilning og samþykkt að vinna aðeins þrjá daga í viku út þennan mánuð. „Þetta þýðir tekjuskerðingu hjá þessu fólki en það gerir sér fulla grein fyrir því hvemig málin standa og hefur áhyggjur eins og aðrir. Við vitum vonandi meira um það hvað gerist á þessum mörkuðum um mánaðamótin og þá verður tekin ákvörðun um það hvort framhald verður á þessu. Það ríkir mikil óvissa í sölumálum en ástæðan fyrir því að salan hef- ur dregist saman er bæði sú að veturinn í Evrópu hefur verið mildur undanfarin þrjú ár og einnig spilar tískan eitthvað inn í líka. Þá hefur verð á refa- skinnum fallið verulega og því lítill munur á refapelsum og mokkafatnaði og það á sinn þátt í þessum samdrætti," sagði Bjarni. Hjá Skinnaiðnaðinum er unnið á tveimur vöktum og vann dag- vaktin 9 tíma á dag en kvöldvakt- in 8 tíma. Fyrir skömmu var dag- vaktin stytt um eina klst. og því eru unnir 8 tímar á báðum vöktum. -KK Sjá blaösíðu 2.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.