Dagur - 29.10.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 29.10.1991, Blaðsíða 1
LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránutelagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Samstarfsörðugleikar starfsmanna og deildarstjóra RÚVAK: Bjami Sigtrvggsson hættur Bjarni Sigtryggsson, deildar- stjóri Ríkisútvarpsins á Akur- eyri, hefur látið af því starfi og mun hverfa til annarra starfa hjá Ríkisútvarpinu í Efstaleiti í Reykjavík. Þetta var niður- staða fundar Bjarna og Heimis Steinssonar, útvarpsstjóra, í Reykjavík í gær. Kristján Sig- urjónsson, dagskrárgerðar- maður við RÚVAK, sem hef- ur verið staðgengill Bjarna, mun gegna starfi deildarstjóra til bráðabirgða, eða þangað til staðan verður auglýst. A síðustu dögum hafa komið upp á yfirborðið samstarfsörðug- leikar Bjarna Sigtryggssonar og starfsmanna RÚVAK og í raun má segja að um hafi verið að ræða trúnaðarbrest. Það sem fyllti mælinn voru tilfærslur starfsmanna innanhúss, sem þeir voru alls ekki sáttir við. Ferðamálakönnun kynnt í gær: Mikið kvartað yfír verði á mat og drykk í gær boðaði samgönguráð- herra til blaðamannafundar til að kynna niðurstöður fyrsta hluta ferðamálakönnunar um erlenda ferðamenn á íslandi sumarið 1991. Könnunin er í fjórum hlutum og er unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla íslands fyrir Vest-Norden ferðamálanefnd Norðurlanda- ráðs í samráði við ýmsa aðila er tengjast ferðaþjónustu. í könnuninni eru ítarlegar upp- lýsingar um fjölda ferðamanna, þjóðerni, aldur, kyn, stétt, tekjur, tilgang ferðar og tilhög- un. Nákvæmar lýsingar á niður- stöðunum verða að bíða betri tíma en lítum aðeins á reynslu ferðamanna af íslandsdvöl. í ljós kemur að 71% allra aðspurðra segja verð á mat og drykk of hátt, 36% kvarta yfir verði á gistingu, 35% segja verð á minjagripum og gjafavarningi of hátt og 32% segja bílaleigubíla of dýra. Ef aðeins eru skoðuð svör þeirra sem tóku afstöðu og höfðu reynslu af viðkomandi þjónustu þá sögðu 83% verð á bílaleigubíl- um of hátt, 77% nefndu mat og drykk, 48% minjagripi, 47% gist- ingu og 45% skemmtanir. Þegar fólk var beðið að nefna eitthvað neikvætt nefndu flestir verðlagið en veðurfar og gisti- aðstaða komu næst. Af jákvæð- um atriðum nefndu flestir nátt- úruna og landið (58%) og fólkið í landinu (31%). Náttúran kom jafnframt mest á óvart. SS Meðal annars vildi Bjarni færa starfsmann í hlutastarfi í auglýs- ingum og innheimtu alfarið yfir í auglýsingar. Þessu vildi starfs- maðurinn ekki una og hætti störfum. Þessi viðkomandi starfsmaður mætti aftur í gær í vinnu fyrir orð Heimis Steinssonar, útvarps- stjóra. Elva Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkisútvarps- ins, átti um helgina fund með Bjarna Sigtryggssyni og starfs- mönnum RÚVAK þar sem hún reyndi að finna lausn á málinu. Það tókst ekki og í gærmorgun voru sjö af ellefu starfsmönnum RÚVAK tilbúnir með uppsagn- arbréf. Að beiðni útvarpsstjóra voru þau ekki lögð fram. Það var síðan síðdegis í gær að ákveðið var á fundi Bjarna og Heimis að sá fyrrnefndi segði starfi sínu við RUVAK lausu. Bjarni Sigtryggsson tók við starfi deildarstjóra RÚVAK þann 1. júní sl. af Ernu Indriða- dóttur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Bjarna Sigtryggsson í gær. óþh Börn að leik við Barnaskóla Húsavíkur. Mynd: IM Nauðungaruppboð á jörð og eignum í Sveinbjarnargerði sl. föstudag: Ætluiim að halda þessum rekstrí áfram - segir Anny Larsdóttir sem keypti jörð og stærstan hluta fasteigna Anny Larsdóttir, kona Jónasar Halldórssonar fyrrum eiganda alifuglabúsins Fjöreggs í Svein- bjarnargerði, átti hæsta boð í stærstan hluta fasteigna þrota- bús alifuglabúsins á nauðung- aruppboði síðastliðinn föstu- dag. Mjólkurfélag Reykjavík- ur átti hæsta boð í alifuglaslát- urhús sem boðið var upp sér- staklega. Anny Larsdóttir seg- ir að ætlunin sé að halda rekstri alifuglabús í Svein- bjarnargerði áfram og fram- undan séu því samningar um bústofn og lausamuni, sem enn eru í eigu þrotabúsins, sem og samningar við Mjólkurfélag 16. þingi VMSÍ lokið: Ekki nóg að verkalýðshreyf- ingin standi ein við samninga Reykjavíkur um alifuglaslátur- húsið. Anny Larsdóttir og íslands- banki buðu til skiptis í jörð og fasteignir í Sveinbjarnargerði en íslandsbanki hætti boðum þegar Anny bauð 65,1 milljón króna. Stofnlánadeild landbúnaðarins átti fyrsta boð í alifuglasláturhús- ið en Mjólkurfélag Reykjavíkur bauð 16,1 milljón. Þessir aðilar þurfa að greiða fjórðung tilboðs- upphæðarinnar innan 14 daga frá uppboði og afganginn innan tveggja mánaða frá þeim degi. Kaupfélag Eyfirðinga hefur búið í Sveinbjarnargerði á leigu til mánaðamóta en eins og áður segir heyrði lausafé og bústofn ekki undir uppboðið á föstudag. Arnar Sigfússon, bústjóri þrota- bús Fjöreggs, segir það verða að skýrast í vikunni hvort leiga KEA verði framlengd eða að stofninn verði seldur. Arnar segir fullkomna óvissu um framhaldið á þessu stigi og að þeir aðilar sem keyptu fasteignirnar í Sveinbjarn- argerði hafi ekki rætt við hann um kaup á bústofninum. Anny Larsdóttir sagðist ánægð með lyktir uppboðsins á föstu- dag. Hún segist enga trú hafa á öðru en samningar takist varð- andi bústofn þannig að rekstur- inn geti haldið áfram. Aðspurð segir Anny að til álita komi að stofna hlutafélag um rekstur ali- fuglabús í Sveinbjarnargerði en slíkar hugmyndir séu skammt á veg komnar. JÓH skilyrði sett fyrir nýrri þjóðarsátt Akureyri: Árekstur við gangbraut - fólk slapp með skrekkinn „Kjara- og atvinnumál voru stærstu mál þingsins og auðvit- að bæði jafn mikilvæg en skiljanlega var meira rætt um kjaramálin vegna þess að samningar eru framundan. Þingið var mjög virkt, miklar umræður, góð samstaða og jöfnunarandi,“ sagði Björn Snæbjömsson, varaformaður Verkalýðsfélagsins Einingar, um 16. þing Verkamannasam- bands íslands. Björn sagði að góð samstaða hefði verið um kjaramálaályktun þingsins. Þar er getið um góðan árangur af þjóðarsáttarsamning- um og sagt að verkalýðshreyfing- in hafi fyllilega staðið við sinn hluta samningsins, en það sama verði ekki sagt um alla þá er að honum stóðu. „Þingið lýsir þeirri skoðun sinni að núverandi ástand í vaxta- málum sé óviðunandi, vextir of háir og óeðlilega langt bil á milli innláns- og útlánsvaxta. Þessu verður að breyta því vaxtabyrðin er ofviða bæði almenningi og atvinnufyrirtækjum í landinu. Verðhækkanir á vöru og þjón- ustu hafa farið vaxandi, ekki síst hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir í ályktuninni. 16. þing VMSÍ er tilbúið að standa að nýjum þjóðarsáttar- samningum ef þeir feía í sér auk- inn kaupmátt launa verkafólks og sérstakar kjarabætur til þeirra sem lökust hafa kjörin, verulega hækkun skattleysismarka, fulla nýtingu persónuafsláttar og fleiri skattþrep. Einnig skattlagningu fjármagnstekna og afnám skatta- ívilnana vegna hlutabréfakaupa, tekjutengingu barna- og húsnæð- isbóta, átak verði gert í byggingu félagslegs húsnæðis og virðis- aukaskattur af nauðsynjum felld- ur niður. „Þingið telur að ná verði enn víðtækari samstöðu í þjóðfélag- inu um gerð næstu kjarasamn- inga, þannig að auk aðila vinnu- markaðarins beri ríkið, sveitar- félögin, Stéttarsamband bænda og bankarnir þar fulla ábyrgð," segir í lok kjaramálaályktunar- innar. SS Litiu mátti muna að illa færi í hörðum árekstri á Akureyri sl. laugardagskvöld. BíU lenti af krafti aftan á öðrum sem var kyrrstæður við gangbraut og hentist fremri bfllinn áfram rétt eftir að fólk hafði gengið yfir gangbrautina. Óhappið varð við gangbraut á Hörgárbraut. Ökumaður hafði stöðvað bifreið sína til að hleypa gangandi vegfarendum yfir göt- una en þá kom önnur bifreið á töluverðri ferð og skall aftan á kyrrstæða bílnum sem kastaðist áfram yfir gangbrautina og að hálfu leyti upp á umferðareyju. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni hafði fólk nýlega gengið yfir gangbrautina þegar áreksturinn varð og mátti það teljast heppið. Engin meiðsl urðu á fólki í árekstrinum en báðir bílarnir skemmdust mikið, sá fremri jafn- vel talinn ónýtur. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.