Dagur - 25.01.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 25.01.1995, Blaðsíða 1
Skandia Lifandi samkeppni W - lœgri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 12222 Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna: Viljum samning um viðskipti til framtíðar - yfirgnæfandi líkur á að kaup á hlutabréfum í Slippstöðinni ráðist af niðurstöðu ÚA-málsins Jón Ingvarsson, stjórnarfor- maður SH, segir alveg Ijóst að hugmyndir Sölumiðstöðvarinnar um ný atvinnutækifæri á Akur- eyri séu bundnar því að SH hafi trygg viðskipti við ÚA til fram- tíðar. „Eins og um þetta mál hefur verið fjallað er að mínu mati ekki óeðlilegt að bæjarstjóm Akureyrar fari þess á leit við stjóm félagsins að hún geri samning við Sölumið- stöðina. Þetta hlýtur aó vera samningur milli Útgerðarfélagsins og SH. Við viljum að þetta atriði verði tryggt, að menn séu ekkert að velkjast í vafa. Þetta samstarf hefur gengió vel í 30 ár og það hefur eins og margoft hefur komið fram verið mat forráðamanna Út- gerðarfélagsins að söluhagsmun- um félagsins væri best komið hjá Sölumiðstöðinni,“ sagði Jón. Útspil Sölumiðstöðvarinnar í bréfi hennar til bæjaryfirvalda varöandi kaup nokkurra aðila, þar á meðal Jökla hf. - dótturfyrirtæk- is SH, á meirihluta hlutabréfa í Slippstöðinni, hefur vakið mikla athygli. Spurningin er sú af hverju Sölumiðstöðin sér sér hag í því að fara inn í rekstur Slippstöðvarinn- ar? „Við höfum leitað allra leiða með hvaða hætti við getum stuðl- að aó eflingu atvinnulífs á Akur- eyri. Slippstöóin hefur gengið í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu og á undanfömum mán- uöum hefur ýmislegt jákvætt verið að gerast í rekstri þessa félags. En viö vitum að rekstur Slippstöðvar- innar hefur ekki verið tryggður, þama hefur Landsbankinn átt öll bréfin. Við sáum þarna tækifæri til að stuðla aó því aó Slippstöðin gæti verið arðbært fyrirtæki og því trúum við,“ sagði Jón. - Gengur það ekki eftir að þessir aðilar, Jöklar hf, DNG og Málning hf kaupi meirihluta hlutabréfa í Slippstöðinni? „I fyrsta lagi viljum vió sjá hvernig þessu máli reiðir af og Handverks- og tómstundamið- stöðin Punkturinn á Akur- eyri er eins árs í dag, 25. janúar. Af því tilefni tekur „afmælisbarn- ið“ á móti gestum frá kl. 10-21 í dag. síðan hlýtur það aö vera mikils- verð forsenda fyrir þessum kaup- um að það náist hagkvæmir samn- ingar við bæjaryfirvöld á Akur- Forsvarsmenn Punktsins hvetja alla bæjarbúar og nærsveitamenn til að nota tækifærið og kynna sér starfsemi Punktsins, sem er til húsa á Gleráreyrum þar sem Sambands- verksmiðjumar voru áður. Hand- eyrar um notkun á þessari flot- kví.“ - Skil ég það rétt að efákveðið verður að flytja viðskipti ÚA frá ársídag verks- og tómstundamiðstöðin er öllum opin alla virka daga frá klukkan 10-17 og á mánudögum er einnig opið klukkan 19- 22. Nánar verður fjallað um Punktinn í næsta helgarblaði Dags. KLJ Sölumiðstöðinni yfir til íslenskra sjávarafurða, þá muni Slippstöðv- ardœmið ganga til baka? „A þessari stundu vil ég ekki slá einu eða öðm föstu um það. Hins vegar gefur það augaleið að þetta hangir allt meira eða minna saman. Það segir sig sjálft,“ sagði Jón Ingvarsson. óþh Fjalar hf. á Húsavík: Borg hf. leigir reksturinn Starfsemi er hafin á ný í hús- næði Fjalars hf. á Húsavík en samkvæmt heimildum Dags tók Borg hf. reksturinn á leigu um helgina en það fyrirtæki er einnig í eigu Gunnars B. Salom- onssonar, framkvæmdastjóra Fjalars. Þessi tvö fyrirtæki voru einmitt sameinuð fyrir tæpum þremur árum síðan. Meirihluti starfsmanna Fjalars hcfur verið ráðinn hjá Borg hf. og hóf störf sl. mánudag. Hins vegar eru málefni Fjalars hf. enn óleyst og fyrirtækió skuldar m.a. lífeyr- issjóðsgjöld starfsmanna og laun fyrir desembermánuð. Afram er lcitað leiða til lausnar á erfiðleik- um Fjalars en á þessari stundu er framtíð fyrirtækisins óviss. Dagur náði sambandi við Gunnar B. Salomonsson, fram- kvæmdastjóra Fjalars í gær. Hann hafði ekkert um málió að segja á þessari stundu en sagði að boðað yrði til blaðamannafundar í vik- unni. KK [ Punktinum eru bæði vcfstólar og vcfgrindur til myndvcfnaðar til reiðu, þcssar konur voru að hefjast handa við vcfnaðinn þegar Ijósmyndara Dags bar að garði í Punktinum í gær. Mynd: Robyn Akureyri: Punkturinn er eins Margfeldisáhrifin meiri okkar megin segir Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri íslenskra sjávarafurða hf. Nú þegar Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hefur lagt sín spil á borðið hljóta menn að bera hennar útspil saman við tilboð íslenskra sjávarafurða. Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri ÍS, segir ljóst að þeirra tilboð um að flytja IS í heilu lagi til Akur- eyrar standi. Þar sé alveg ljóst hvað verið sé að tala um. Að hans mati eru svokölluð marg- feldisáhrif, þ.e. ýmiskonar óbein jákvæð áhrif á atvinnulíf á svæðinu, mun meiri samfara flutingi ÍS en hluta af starfsemi SH. Einnig sé ljóst að í lok þess- arar viku þurfí stjórn ÍS að taka ákvörðun um framtíðar stað- setningu höfuðstöðvanna. „Eg held að það hljóti að vera öllum ljóst aó hefði ÍS ekki boðist, af fúsum og frjálsum vilja, til þess aö fara noróur til Akureyrar með sínar höfuðstöðvar, þá væru lík- lega engin tilboð á borðinu í dag. Það er kannski mergurinn málsins. Við vildum kanna hvort áhugi væri fyrir því að ÍS kæmi norður og tæki að sér viðskipti fyrir ÚA. Eg held að okkar boð sé ákaflega hreint og beint, einfaldlega að IS flytji norður og starfi þar í fram- tíðinni. Þar er öllum ljóst hvaó verið er að tala um, sagði Bene- dikt.“ - Sýnist þér að SH sé að bjóða betur en þið? „Það er kannski ekki mitt að meta það. En ef við rifjum þetta upp, þá bjóðumst við til að koma norður með okkar höfuðstöðvar. Hjá okkur starfa 66 manns og við munum væntanlega auka umsvifin og þar með fjölga fólki ef við- skipti við ÚA bætast við. Eins hefur oft ekki verið talið með aó í þróunarsetrinu hjá okkur vinna 10 manns, sem er fyrir utan þessa tölu. Inn í þetta kemur líka vöru- söfnun og dreifing. Akureyri sem miðstöð flutninga er því ein af af- leiðingunum af flutningi okkar norður og hluti af þessum marg- feldisáhrifum sem við erum að tala um.“ - I sambandi við þesssi svo- kölluðu margfeldisáhrif. Hvaða störf gœti verið um að rœða sem myndu skapast vegna flutnings höfuðstöðva ÍS? „Með fullri virðingu fyrir SH, þá held ég aö það sé alveg ljóst að mun fleiri myndu eiga erindi við höfuóstöðvar ÍS en útibú frá SH. Margfeldisáhrifin þess vegna eru því að mínu mati mun meiri okkar megin. Kannski er rétt aó hafa það í huga að okkar viðskipti við framleiðendur á Noröur- og Norð- austurlandi eru mjög mikil. Það svæði myndi því allt tengjast sam- an. Varðandi umbúðaframleiðslu, þá kaupum við okkar þjónustu í þeim efnum af öðrum, en eflaust myndu þeir sem okkur þjóna vilja styðja vel við bakið á okkur. Eg get ekki orðað það öðruvísi en al- mennt.“ - Hvað með tengingu við Há- skólann á Akureyri? „Það er alveg augljóst að sam- vinna vió Háskólann yrði mikil og er raunar þegar í gangi. Hún myndi hins vegar aukast mikió, því þannig gerist þetta þegar menn eru komnir í sama bæinn.“ - Nú hefur SH boðist til að styrkja aðrar atvinnugreinar á Akureyri, m.a. beita sér fyrir kaupum á meirihluta í Slippstöð- inni-Odda. Hefur IS eitthvað slíkt íhuga? „Það hefur ekki verið upp á okkar boröi að kaupa Slippinn. Við höfum stundum verið gagn- rýndir fyrir að leggja fjármuni í framleiðslufyrirtækin okkar, en höfum gert það samt. Sumir gera það síóur og leggja þá sína pen- inga í slippa.“ - Hvað getið þið beðið lengi með ákvarðanatöku varðandi fiutning höfuðstöðvanna? „Vió eigum að vera búnir að rýma húsnæðió hér 1. ágúst og höfum því sex mánuði. í lok þess- arar viku munum við taka okkar ákvarðanir, verði aðrir ekki búnir að því fyrir okkur. Sérstaklega starfsfólksins vegna þá getum við ekki látió hlutina danka. Við verð- um að sýna fulla ábyrgð í því. - Er einhver önnur staðsetning á höfuðstöðvum fyrirtœkisins upp á borðinu? „Þaö er áhugi fyrir því hjá mörgum að fyrirtækió verði áfram syðra. Viö erum að fara yfir svæð- iö, Reykjavík-Kópavogur-Hafnar- fjörður og könnum hvar best væri að setja fyrirtækið niður,“ sagði Benedikt að lokum. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.