Þjóðviljinn - 22.11.1942, Blaðsíða 1
—r.T
7. árgangur. Sunnudagur 22. nóv. 1942. 176. tölublað.
Maður verður fyrir
bíl og bíður bana
Um kl. 8.30 í fyrrakvöld varð
Hans P. Jensen, verkstjóri hjá
Höjgaard & Schultz fyrir bif-
reið og beið bana af.
Slys þetta vildi þannig til, að
fólksflutningabifreiðin R. 2468
var á leið suður Aðalstræti og
Þriðja þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins
— var sett í Kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu kl. 4 í
gær, og sitja það 40 fulltrúar sósíalistafélaga um land allt.
Eftir að kjörbréf fulltrúa höfðu verið athuguð og samþykkt,
fór fram kosning á starfsmönnum þingsins og fastanefndum,
og var Gunnar Jóhannsson frá Siglufirði kosinn forseti þingsins.
Á kvöldfundi er hófst kl. 8 í gærkvöld, flutti Brynjólfur
Bjarnason alþingismaður skýrslu miðstjórnarinnar og ræddi
ýtarlega stjórnmálaástandið. Urðu miklar umræður um málið,
og ályktun er miðstjórnin og þingflokkurinn höfðu lagt fram.
Einar Olgeirsson setti þingið,
skipaðir voru í kjörbréfanefnd
þeir Geir Ásmundsson, Guð-
brandur Guðmundsson og Þór-
oddur Guðmundsson. Mættir
eru 40 fulltrúar víðsvegar að af
landinu. Síðan las Einar 01-
geirsson eftirfarandi dagskrá
þingsins er var samþykkt í einu
hljóði:
1. Rannsókn kjörbréfa.
2. Kosning starfsmanna þings-
ins og nefnda.
3. Skýrsla miðstjórnar, stjórn-
málaviðhorfið og verkefni
flokksins.
4. Flokksstarfið.
5. Verklýðsmál.
6. Málefni bænda og fiski-
manna.
7. Samvinnumál.
8. Kosning flokksstjórnar og
varamanna ásamt endurskoð-
endum og varamönnum.
9. Ákvörðun staðar fyrir næsta
flokksþing.
Þegar kjörbréfanefnd hafði
lokið störfum hófst kosning
starfsmanna og fastra nefnda
Forseti var kosinn Gunnar Jó-
hannsson, 1. varaforseti Stein-
þór Guðmundsson, 2. varaforseti
ísleifur Högnason.
Ritarar voru kosnir Dýrleif'
Árnadóttir og Hlöðver Sigurðs-
son, vararitari: Gunnar Bene-
diktsson og Ársæll Sigurðsson.
í stjórnmálanefnd voru kosn-
ir: Brynjólfur Bjarnason, Einar
Olegirsson, Lúðvík Jósefsson,
Sigfús Sigurhjartarson og Þór-
oddur Guðmundsson.
í verklýðsmálanefnd voru
kosnir: Eggert Þorbjarnarson,
Gunnar Jóhannsson og Jón
Rafnsson.
í fræðslunefnd voru kosnir:
Einar Olgeirsson, Petrína Ja-
kobsson og Steingrímur Aðal-
steinsson.
í skipulagsnefnd voru kosnir:
Ársæll Sigurðsson, Steinþór
Guðmundsson og Vilhjálmur
Sveinsson.
I búnaðarmálanefnd voru
kosnir: Gunnar Benediktsson,
Framh. á 4. síðu.
OistamanBaHiRoið 1942
verður sett í dag klukkan 1,301 hátíðasal Háskólans
Setning Listamannaþingsins fer fram í hátíðasal háskólans
í dag kl. 13.30. Formaður framkvæmdanefndar, Páll ísólfsson,
setur þingið, ríkisstjóri flytur ávarp og Sigurður Nordal, pró-
fessor flytur ræðu um listir.
Athöfninni verður útvarpað.
í Oddfellowhúsinu, uppi, er
málverkasýning þingsins opin
frá kl. 14.30—18.
í Gamla Bíó hefjast hátíða-
tónleikar kl. 14.30. Þar verður
leikin íslenzk tónlist undir
stjórn dr. Victors Urbant-
schitsch. Leikin verða lög eftir
Jón Leifs, Árna Björnsson, Þór-
arinn Jónsson, Hallgrím Helga-
son, Markús Kristjónsson, Karl
O. Runólfsson og Pál ísólfs-
son. Einsöngvarar verða frú
Guðrún Ágústsdóttir og Pétur
Á. Jónsson.
Kl. 20.25 hefst útvarpsdagskrá
þingsins á Andante fyrir strok-
kvartett eftir Emil Thoroddsen.
Þórarinn Guðmundson, Þórir
Jónsson, Indriði Bogason og Þór
hallur Árnason leika.
Framh. á 4. síðu.
Gunnar Jóhannsson.
Brynjólfur Bjarnason.
kveðst bifreiðastjórinn hafa ek-
ið mjög hægt. Þegar hann kom
á móts við húsið nr. 9 við Aðal-
stræti, þar sem fólk er vant að
bíða eftir strætisvagni, sá hann
þar vera hóp af fólki. Þegar
hann kom þar á móts við sem
fólkið stóð, fór einn úr hópnum
út á götuna, lenti vinstramegin
á bifreiðinni og féll þá og lenti
á gangstéttarbrúninni og beið
hann bana af fallinu. Bifreiðar-
stjórinn stöðvaði þegar bifreið-
ina. Maður þessi var Hans P.
Jensen, verkstjóri hjá Höjgaard
& Schultz.
Tílgáfur um /Dunkírk~broffflufníng" fíl Trípolí
„Eftir ósigra fasistaherjanna á landi í Afríku og ósigra j Miðjarðarhafið
japanska flotans við Salomonseyjar hefur myndazt sama vanda-
málið fyrir friðrofaríkin í Evrópu og Austurlöndum“, segir
enska blaðið Daily Express í ritstjórnargrein í gær.
„Annaðhvort verða fasistarnir halda áfram á sömu braut,
en það þýðir hættu á áframhaldandi hrakförum, — eða reyna
að komast undan með her sinn, en það getur einnig þýtt
stórtjón. Það er ekki einungis að þeir eigi á hættu að missa
stóran her og mikið af hergögnum, heldur þýðir undanhaldið
og hrakfarirnar tilfinnanlegan álitshnekki lijá heimaþjóðinni
og bandalagsríkjunum.
Þessvegna má búast við að
Þjóðverjar geri harðvítuga til-
raun til varnar í Afríku, og
sömuleiðis má gera ráð fyrir að
japanski flotinn geri enn árásar-
atrennur, þrátt fyrir mikið
skipatjón.
Brezka flotanum væri þægð í
ef Hitler ræki ítalska flotann
til Afríku, í því skyni að bjarga
þýzka Afríkuhernum. Á austur-
vígstöðvunum er hugsanlegt fyr
ir þýzka herinn að verjast í hin-
um rambyggilegu virkjalínum,
sem þar hefur verið komið upp,
enda þótt hann verði neyddur
til að hörfa. Því er ekki eins far-
ið í Afríku. Hægt undanhald
norður ‘ yfir Miðjarðarhafið er
óhugsandii
Hér er um vandamál að ræða,
sem sjálfur yfirhershöfðinginn,
Hitler, verður að leysa úr. Ein
hugsanleg leið er sú sem Alex-
ander hershöfðingi hefur
minnzt á: Nokkuð af her Romm-
els tekur sér varnarstöðu við E1
Agheila, en meginherinn reynir
„Dunkirk-brottflutning“ frá Tri
poli. Slíkur brottflutningur yrði
þó ólíkt erfiðari aðgerð fyrir fas
istaherina en brottflutningur
brezka hersins frá Dunkirk. Sjó-
leiðin er tíu sinnum lengri, og
fasistaherstjórnin á ekki völ á
þeim smáskipa- og bátaflota sem
smalað var saman eftir endi-
langri Englandsströnd 1940.
Hún getur heldur ekki lagt til
þá flugvélavernd á leiðinni yfir
eins og Bretar
gátu heima fyrir.
Frá Bizerta í Túnis væri sjó-
leiðin mun styttri, en Banda-
manna herinn er að gera ráð-
stafanir til að hindra undanhald
Líbíuhersinsins um Túnis.“
Hallgrímur Björnsson
hefur lokið prófi I
efnaverkfræði í
Þrándheimi
Hallgrímur Björnsson, sonur
Björns Jónssonar, bónda að
Tjarnargarðshorni í Svarfaðar-
dal hefur lokið prófi í pfnaverk-
fræði við verkfræðingaháskól-
ann í Þrándheimi. Tók hann
mjög gott prótf.
Hallgrímur Björnsson tók
stúdentspróf við Menntaskól-
ann á Akureyri 1937.
Frétt þessi barst frá fulltrúa
íslands í Stokkhólmi og var
bréfið dagsett í ágúst s.l. Hall-
grímur mun því sennilega hafa
tekið prófið s.l, vor.