Þjóðviljinn - 10.05.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.05.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. maí 1944» Atvinnuleysið hefur aldrei horfið af Norðurlandi Aukinn útvegur og nýr iðnaður þarf að rísa upp til þess að vinna bug á atvinnuleysi vetrarmánaðanna ViBtal við Gunnar Jóhannsscn forntann Þróttar Siglufirði Gunnar Jóhannsson, formaður verlcamannafélagsins Próttur á Siglufirði dvaldi hér í bœnum nokkra daga um daginn. Þúsundir verkamanna og sjómanna, hvaðanœfa af landinu, þekkja Gunnar Jóhannsson og starf hans í verlcalýðshreyjin-gunn, og þarf því ekki frekari kynningar við. VERÐUR RAUÐKA ENDUR- BYGGÐ? Flestir lesendur Þjóðviljans munu kannast við Rauðkumálið svonefnda, þegar Siglfirðingum var synjað um leyfi til þess að endur- byggja síldarverksmiðjuna Rauðku. Þegar ég spyr Gunnar um erindi hans til Suðurlands kemst ég að því, að það er í sambandi við þessa síldarverksmiðju, en hið eina svar sem ég fæ hjá honum, við öllum spurningum um þetta mál er: — Erindi mitt hingað er í sam- bandi við endurbyggingu síldar- verksmiðjunnar Rauðku, en ég get eiginlega ekkert sagt um árangur- inn að svo komnu. Þetta svar Gunnars segir ekki mikið, en lesendurnir verða að sætta sig við sömu örlög og ég: bíða þolinmóðir (eða óþolinmóðir) þangað til Gunnar Ieysir frá skjóð- unni. SKEIÐFOSSVIRKJUNIN ER ÁHUGAMÁL ALLLRA SIGL- FIRÐINGA OG ÞARF AÐ KOMAST í FRAMKVÆMD SEM FYRST Eins og kunnugt er hefur verið unnið að nýrri rafvirkjun fyrir Siglufjöi;ð: Skeiðfossvirkjuninni, sem margir munu kannast við und ir nafninu Fljótaárvirkjun, og þeg- ar minnzt er á hana kemur í ljós að Gunnar hefur ekki gengið í-al- gert þagnarbindindi. — Það er mjög nauðsynlegt að hún komist í íramkvæmd sem fyrst, svarar hann. Miklar vonir eru tengdár við þessa virkjun í framkvæmdalífi bæjarins. — Hvenær verður virkjuninni lokið? Var vinnu haldið áfram við hana í vetur? — Nokkrir menn unnu við hana í vetur og vonum við ef sæmilega miðar áfram, að lokið verði verk- inu fyrir næstu áramót. Virkjunin virðist hafa mætt and úð nokkurs hluta valdhafanna. En allir Siglfirðingar eru einhuga um málið. Bærinn er í hættu vegna rafmagnsleysis, sem útilokar að nokkur iðnaður að vetrarlagi geti risið þar upp. HVE LENGI Á SIGLUFJÖRÐ- UR AÐ VERA UTAN VIÐ VEGAKERFI LANDSINS? — Hvenær verður bílfært til Siglufjarðar? —' Það hefur staðið yfir í fjölda- mörg ár, að leggja bílveg þangað, en enn er Siglufjörður, bær sem hefur 3000 íbúa, útilokaður frá öll- um samgöngum á landi. Enn er ekki bílfært Siglufjarðarmegin að skarðinu og svipað er hinumegin. Síðan Siglufjörður varð sérstakt kjördæmi hefur verið veitt miklu meira fé til vegarlagningarinnar en áður var gert, en það einkennilega skeði, að síðastliðið sumar var ekk- ert unnið í skarðinu og því borið við að ekki væri hægt að fá menn í vinnu, en miklar líkur til þess að hægt hefði verið að fá menn til verksins. Aftur á móti unnu nokkrir menn við sprengingar í skarðinu s. 1. vet- ur. Það mun vera óákveðið hve mikið verður unnið við skarðið í sumar, þótt fé, sem veitt hefur ver- ið til vegarins, nemi 450 þús. kr. AUKIN ÚTGERÐ OG NÝR IÐNAÐUR ÞARF AÐ RÍSA UPP TILÞESS AÐ ÚTRÝMA ATVINNULEYSINU YFIR VETRARMÁNUÐINA — Hvað er að frétta af atvinnu- málunum? — Á-Norðurlandi yfirleitt er al- mennt atvinnuleysi yfir veturinn, 4—6 mánuði, og er slíkt algerlega óviðunandi. Norðurland hefur mjög farið varhluta af hinum svokallaða „á- standsgróða“ seinustu ára, og at- vinnuleysi hefur aldrei horfið á Norðurlandi. Norðlendingar fara svo hundr- uðum skiptir í atvinnuleit til Suð- urlands á vetrum, en mjög eru slíkar ferðir erfiðleikum bundnar og óvíst um afkomu. Verklýðsfélögin hafa telcið þetta mál til meðferðar og komizt að þeirri niðurstöðu að ekkert hálf- lcák dugi. Eina björgin i þessu máli er auhinn útvegur og nýr iðnaður í sambandi við hann, VERKLÝÐSHREYFINGIN Á SIGLUFIRÐI ER ÞEKKT UM ALLT LAND FYRIR EININGU OG STYRKLEIKA Talið berst að verklýðshreyfing- unni á Siglufirði. — í verklýðshreyfingunni á Siglufirði eru samtals tæp 900 manns. Fullkomin eining er ríkj- andi og verklýðshreyfingin mjög sterk, svarar Gunnar. — Ilvað er að frétta af Þrótti? — Verkamannafélagið Þróttur hefur framlengt samninga sína til áramóta með smávægilegum breyt ingum, sem mega teljast til bóta. . Innan Þróttar eru starfandi margar deildir; bílstjóradeild, sjó- mannadeild, lestunardeild, mótor- vélstjóradeild og netabætinga- mannadeild. Hver deild hefur sinn sérstaka taxta og sérstaka stjórn, en allar Gunnar Jóhannsson. hafa þær sameiginlegt trúnaðar- mannaráð. Félagið hefur opna skrifstofu allt árið. Árstillag félagsmanna er 50 krónur. Stofnaður hefur verið styrktar- og hjálparsjóður innan beggja verk lýðsfélaganna. — Þið hafið alltaf staðið með þeim fremstu hvað kaup snertir? — Já, kaup verkamanna á Siglu firði hefur alltaf verið með því hæsta á landinu og samtök í allri kaupgjaldsbaráttu mjög góð og ein huga. — Að endingu, segir Gunnar, langar mig til þess að láta í Ijósi ánægju yfir 1. maí. Kröfugangan og útifundurinn voru einstaklega góð og sýna greinilega að alþýðan er vöknuð til meðvituudar um hlutverk sitt. J. B. Bréf frá verkamanni á Raufarhöfn Herra ritstjóri! Mig langar að biðja yður um rúm í heiðruðu blaði yðar fyrir nokkrar línur um atvinnuástand- ið hér í þorpinu. Eins og mörgum mun kpnnugt býggist afkoma einstaklinga hér, svo að segja eingöngu á atvinnu þeirri er Síldarverksmiðjur ríkisins veita. Nú hefur það verið þannig að undanförnu að þegar liezt hef- ur látið, hefur þessi atvinna stað- ið í 3—4 mánuði og það beztu mán uði ársins. Þeir sem þekkja dýrtíð- ina í þessu landi geta auðveldlega séð að það er ómögulegt fyrir fjölskyldumanninn að lifa á 6000 kr. tekjum, en það voru meðal- tekjur verkamanna hér síðastlið- ið ár. Eg las með athygli deilur þær er urðu millum síldarverksmiðj- anna og sjómanna í fyrrasumar út af afköstum verksmiðjanna og þá fannst mér það veigamesti þáttur- inn í vörn verksmiðjanna, að þær hefðu ekki haft vönum verkamönn um á að skipa og veit að það var rétt. En er það þá ekki þess virði fyrir land og þjóð, að afköst verk- Bamalesstofur Það var athyglisverð grein, sem birtist í síðustu skólamálasíðu Þjóðviljans, um barnalesstofur. Barnalesstofur þurfa vissulega að vera í öllum barnaskólum bæjar- ins, og raunar miklu víðar, meðan þeir eru enn eins fáir og nú er. Rétt er að minna á það í þessu sambandi, að bæjarfulltrúar sósíal- ista hafa lagt til, hvað eftir ann- að, að slíkum lesstofum yrði kom- ið upp í sambandi við skólana. Bær barnanna Bær, sem ekki er bær barnanna, er ekki bær fram-tíðarinnar; bær, sem ekki veitir börnum góð upp- eldisskilyrði, getur ekki vænzt að eiga glæsilega framtíð fyrir hönd- um. Ýmislcgt hefur verið gert hér á síðari árum til að þoka þessum málum í rétta átt. Barnavinafé- lagið Sumargjöf hefur haft forust- una, en geisi mikið er ógert enn. Leikvellir, leikskólar, og dagheim- ili fyrir börn þurfa að verða mik- ið fleiri en nú er, barnaskólarnir fleiri og smærri, og hver skóli má ekki ná yfir eins langt aldurskeið og nú tíðkast, og lesstofur, ásamt ýmiskonar öðrum vinnustöðvum, þurfa að vera í sambandi við þess- ar miðstöðvar uppeldismálanna. Samkvæmt áætlun Ilér ber að sama brunni, sem oftar, þegar rætt er um framfara- mál bæjarins, að erfitt er um fram- kvæmdir nema^ unnið sé sam- kvæmt áætlun. 1 skipulagi bæjar- ins þarf að ætla uppeldismiðstöðv- um fyrir æskuna pláss, og það þarf að reisa þær að opinberri tilhlut- un, hitt getur aldrei leitt til hinn- ar. heppilegustu lausnar, að bær- inn eða áhugafélög neyðist til að kaupa gömul hús, sem ekki hafa verið reist til slíkra nota, og sér- stök tilviljun er það ef þau fást á æskilegum stað. Allt ber hér að einum og sama 'brunni. Bæ þarf að byggja samkvæmt áætlun ef vel á til að takast. Stökur eftir Jósep S. Húnfjörð Mér hafa borizt nokkrar stökur eftir hinn jijóðkunna kvæðamann, Jósep S. Húnfjörð, ortar í tilefni af útvarpsræðu Jóns Rafnssonar 1. maí. Nefnir hann þær Brjálaður heimur Vopnin breiðu brýna menn, birtist neyðar glíma Kain deyðir Abel enn — allra leiða tíma. Dugar lítið drottins náð, djöflá nýtist gróði. Brennur Víti um lög og láð, lífið spýtir blóði. Valdahroki illu ann, auðs í mokar höllu — þyrsti hokinn þurfamann þá er lokað öllu. Okurshallir líkn ei ljá Iýðs þótt falli mergðin. Baukar allir opnast þá ef að kalla sverðin. smiðjanna þurfi ekki að bíða hnekki fyrir það eitt, að hafa ekki vana verkamenn, að verksmiðju- stjórn og framkvæmdastjóri reyni að búa þannig í haginn fyrir verka mönnum að þeir hafi það langan atvinnutíma, að þeir þurfi ekki að Framh. á 8. síðu. Ég vil láta langsýn nöfn leysa úr gátu þungri. — Ýmsir státa auðs við söfn, aðrir gráta af hungri. Margur hér við dauðans dyr dvelur á skeri vona, augað sér og andinn spyr á það að vera svona? Greinir frétta sígilt svar sókn í pretti og rifting. Fals í rétti framburðar feill í stéttaskipting. Og Ioks þessi snjalla vísa beint til Jóns Rafnssonar: Jón á vakið þrek til þors — þrátt með blaki goldið — gróður akur æsku og vors anda bak við holdið. „Heyrið morgunsöng ... “ Þegar hvasst er veður heyra þeir, er fara til vinnu árla morg; uns, eða eru á ferli af öðrum ástæðum, einkennilegan sam- söng ólíkustu radda, sem láta illa í eyrum að morgni dags, meðan bærinn er tiltölulega ró~ legur og umferðin hverfandi lítil. En það, sem veldur hávaðan- um eru ýmist þakrennur sem eru illa festar og slást til með ótrúlegum hávaða, hurðir, sem láta til sín heyra af sömu á- stæðu, brotnir gluggar eða hlið grindur, sem hanga á annarri löminni. Allt þetta angrar hirðu saman vegfaranda og reynir á skapsmuni hans, enda er hér um að ræða hræðilegan drasl- arahátt og kæruleysi. Það er erfitt að geta sér til um innræti þeirra manna, sem láta slíkt afskiptalaust þegar það snertir húsin, sem þeir búa í, eða nálægasta umhverfi þeirra. Annaðhvort er hér um vanþroska eða skeytingarleysi að ræða. Hið opinbera rekur að vísu: mjög misheppnaða hreinlætis- pólitík, hér í Reykjavík, en ekki bætir það úr, að ótrúlegur fjöldi einstaklinga er gjörsam- Slega sneiddur þeirri hvöt, sem miðar að aukinni fegrun. Ef hver og einn án tillits til gerða annarra setti sér það mark að halda ákveðnum bletti kring- um húsið hreinum og að prýða hann og bæta, yrði ekki langt að bíða gjörbreytingar á ytra útliti bæjarins. Það er ekki nóg að gróður- setja fagrar jurtir í garðinn sinn, ef girðingin umhverfis hann ber óræk merki niður- níðslu og vanhirðu. Og á meðan að hreinlætismálum bæjarins er ekki betur á veg komið en svo, að öskutunnurnar fá að standa tímum saman óhreifðar, með rotnandi matarleifum, sem fylla loftið megnum daun, þá mun sízt af veita að alþýðan sýni viðleitni og vilja til að brjóta í bága við þessa „tízku.“ Kannski mætti það þá verða yfirvöldum bæjarins áminning og bending í rétta átt. Ó. Þ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.