Þjóðviljinn - 10.05.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.05.1944, Blaðsíða 8
Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum,' sími 5030. Næturakstur: Aðalstöðin, sími 1383. Nœturvörður er í Iðunnar Apóteki. Ljósatími ökutœkja er frá kl. 9.45 að kvöldi til kl. 3.05 að niorgni. Útvarpið i dag: 20.25 Útvarpssagan: „Bör Börsson11 eftir Johan Falkberget, XIX. — Sögulok (Helgi Hjörvar). 21.00 Hljómlpötur: Norsk lög. 21.10 Erindi: Um slysatryggingar (Haraldur Guðmundsson al- þingismaður). 21.35 Hljómplötur: fslenzkir ein- söngvarar og kórar. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík heldur skemmtifund að Skólavörðu- stíg 19, í kvöld kL 9. Ræðu flytur Aðalbjörn Pétursson, en Óskar Þórðarson frá Haga les upp, síðan verður dansað fram eftir nóttu. Húsinu verður lokað kl. 10.30. Fé- lagar mega taka með sér gesti. Vegavinnudeilan Framh. af 5. síðu. astliðið ár: samningar eða viður kenndur kauptaxti þess verka- lýðsfélags innan sömu sýslu, sem næst er þeim stað sem vinnan er framkvæmd á verði látnir gilda. Alþýðusambandið lagði til, að þar sem meiri hluti verkamanna á vinnustað óskar þess, sé þeim heimilt að ljúka | 48 stunda vinnuviku á 6 dögum. | Vegamálastjóri vildi fá að láta j vinna 10 stundir á dag á 3—4 fjallvegum. Alþýðusambandið tjáði sig reiðubúið til þess að ræða málið. Samkomulag virt- ist framundan Þá bregður ríkisstjórnin við á síðustu stundu og hleypur frá samningagrundvellinum sem gilti í fyrra og heimtar nýja kaupsvæðaskiptingu sem hefði í för með sér kauplækkun fyrir verkamenn, og virtist þar með segja verklýðssamtökunum stríð á hendur. Gegn þessu tiltæki ríkisstjórn arinnar höfðu verklýðssamtökin ekkert annað svar en leggja niður vinnu. Ríkisstjórnin hefur málsókn gegn verkamönnum fyrir slíka ósvífni þeirra að hneigja sig ekki í auðmýkt og þakka það kaup og þau kjör sem henni þóknast mildilegast að fyrirskipa þeim. Og Vísir, þetta dauðtrygga mál- gagn atvinnurekenda og stríðs- gróðamanna, heimtar „uppreisnar- mennina“ dæmda, sem ætla- að stofna „öryggi“ þjóðarinnar í voða með því að beygja sig ekki fyrir kauplækkunarkröfum ríkisstjórn- arinnar! Vísir hefur gert sér tíð- rætt um blindni undanfarið — og jafnframt sannað daglega sína eig- in blindni. Með æsingaskrifum sínum gegn verkamönnum hefur Vísir þó unn- ið nokkurt gagn. Þetta málgagn harðdrægustu atvinnurekendanna hefur sannfært verkamenn enn betur um það, sem þeir reyndar vissu áður, að kauplækkunarkröf- ur ríkisstjórnarinnar voru upphaf Hinar milcilvirku brezku sprengjujlugvélar, Avro-Lancaster, hafa nú verið búnar jjórum Bristol Ilercides-hreyflum, yjir 1650 hestöfl, er gera þeim jœrt að liejja sig til flugs með þyngri sprengjum. TMxnaA H0 <QD A fæiur (Rveille With Beverly) Bráðfjörug amerísk músík- mynd ANN MILLER. Hljómsveitir: Bob Crosbys, Freddie Slacks, Duke Elling- ions og Count Basies. FRAK SINATRA, MILLS-BRÆÐUR. Sýnd kl. 5, 7 og 9. KAUPIÐ ÞJðDVILJANN _____ wm m HEFNÐIN BÍÐUR BÖÐULSINS. („Hangmen also Die“) Stórmynd samin og gerð af FRITZ LANG. Aðalhlutverk: BIAN DONLEVY. ANNA LEE. WALTER BRENNAN. Sýnd kl. 6,30 og 9. Bönnuð bömum yngri en 16 ára. Sýning kl. 5. APAMAÐURINN („Dr. Renaults Secret“). JOHN SHEPPHRD LYNNE ROBERTS. BönnuS bömum yngri en 16 ára. Tónlistarfélagið og Leikfélag Reykjavlkur. Pétur Gautur Leikstjóri: fró GERD GRIEG. Sýning í kvöld kl. 8. UPPSELT. Fjórða g»ín$ S. L B. S Framh. af 5. síðu. Þingið leggur til, að 10 íbúð- arhús verði byggð í sumar og hafizt verði handa um fram- kvæmdir eins fljótt og auðið er. Þingið samþykkti allýtarlega ályktun varðandi vinnuheimilið og rekstur þess, frá skipulags- nefnd. Helztu atriði voru þessi: 1. Nafn stofnunarinnar verði vinnuheimili S. í. B. • S. 2. Stofnunin verði sjálfseigna stofnun rekin af S. í. B. S. 3. Stjórn heimilisins verði skipuð 5 mönnum, 3 kosnum af miðstjórn S. í. B. S., og 2 af félagi vistmanna á heimilinu. 4. Komið verði strax upp vinnustofum fyrir: trésmíði, sauma- og málmsmíði. Jafn- framt verði hafin ræktun trjáa, blóma og nytjajurta í landi heimilisins. (Til skýringar við þennan lið skal þess getið, að gert er ráð fyrir, að hægt verði að koma á fót vinnustofum í hermannaskálum þeim er fyrir eru á landi heimilisins). Þá samþykkti þingið starfs- skrá miðstjórnar fyrir næstu 2 ár. Helztu atriði hennar eru eft- irfarandi: „Unnið skal að því af alefli að komið verði upp vinnuheim- ili berklasjúklinga að Reykjum í Mosfellssveit og skulu bygg- ingarframkvæmdir hefjast í næsta mánuði, eða svo fljótt sem fært þykir. Þingið ætlast til að byggð verði 10 smáhýsi í sumar“. „Miðstjórnin skal, ef fært þykjr, ráða erindreka er fari eina ferð kringum landið. Skal hann heimsækja öll félög sam að árás atvinnurekendavaldsins gegn lífskjörum vinnandi stétta í landinu, og þess vegna flykkja verkamenn sér nú enn betur sam- an gegn fjandsamlegum árásum þess. bandsins og stofna ný félög þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Unnið skal að því að við og við verði flutt í útvarpið á veg- um sambandsins, fræðsluerindi um berklaveiki og berklavamir. Unnið skal, að öðru leyti eftir því sem tími vinnst til, að al- hliða hagsmunamálum berkla- sjúklinga bæði innan hælanna og utan þeirra“. Þá samþykkti þingið eftirfar- andi þakkarávarp til Alþingis og þjóðarinnar í heild: „Fjórða þing S. í. B. S. vott- ar Alþingi og einstökum Al- þingismönnum alúðarþakkir fyrir setningu laga um, að gjaf ir til vinnuheimilis S. í. B. S. skulu dregnar frá. skattskyld- um tekjum gefanda og telur, að þessi tilslökun stuðli mjög að árangri fjársöfnunarinnar og framgangi málsins. Jafnframt flytur það alúðar þakkir sínar öllum þeim, sem látið hafa af hendi rakna fjárupphæðir, stór ar og smáar, í vinnuheimilis- sjóðinn. Lætur þingið í ljós þá von sína, að góðvinir þessa mikla velferðamáls berklasjúklinga og þjóðarinnar allrar láti það njóta áfraroh''1^ mdi stuðnings og fjáxíramlag í vinnuheimil- issjóðinn unz sigur er fenginn“. Stjórn sambandsins og vara- stjóm sambandsins voru báðar endurkosnar til næstu tveggja ára, en þær skipa: STÚLKUR vantar í mötuneyti stúdenta frá 14. þ. m. Upplýsingar í herbergi nr. 45 Nýja stúdenta garðinum milli kl. 5 og 7 í dag. Aðalstjóm: Andrés Straumland, forseti. Maríus Helgason, varaforseti. Árni Einarsson. ritari. Ólafur Björnsson, gjaldkeri. Oddur Ólafsson, Sæmundur i Einarsson og Eiríkur Alberts- son. Varastjóm: Ásberg Jóhannesson. Jónas Þorbergsson, Jón Rafnsson og Kristinn Stefánsson. Baráttan við kafbátana í apríl Roosevelt og Churchill hafa gef- ið út hina mánaðarlegu yfirlýsingu sína um baráttu við kafbátana. Þeir segja árangur a'prílmánað- ar mjög góðan. Ennþá einu sinni ber svo ein- kennilega til, að Bandamenn hafa sökkt fleiri kafbátum fyrir Þjóð- verjum en þau skip, sem þýzku kafbátarnir hafa sökkt fyrir Bandamönnum. Enn einn nýr ís- lenzkur flugmaður Enn cinn útskrifaður, íslenzkur jlugmaður er nýkominn heim frá Ameriku. Er það Smári Karlsson, ungur Reykvíkingur. Hann hefur dvalið vestra í tvö ár. Fyrra árið stundaði hann flug- Airlines, eins stærsta flugfélagsins í Kanada og vann hjá því félagi nám í flugskóla Konna Jóhanns- j sonar í Kanada, eu þegar hann hafði lokið flugmannsprófi réðist hann í þjónustu Canadian Pasific síðara árið. Flaug hann tveggja hreyfla farþegaflugvéla er flutti 11 farþega, auk pósts, milli borganna Norman Wells í Norðvestur- Kanada og Edmonton í Alberta- færri flugvélar og flugvelli. íslendingar hafa nú eignazt nokkurn hóp flugmanna — en fylki. Þssi stærð farþegaflugvéla er algengust á þeim slóðum. MorQöld Þjóðverja í Danmörku Framhald af 1 siðu gizkað mun fjöldinn Vera 4—5 hundruð á hálfum mánuði. Flóttamenn frá Danmörku herma, að Þjóðverjar hafi nú inn- leitt allar þær píningaraðferðir, sem Danir áður þekktu aðeins af afspum frá öðrum hernumdum löndum. Fangarnir eru fjötraðir og barðir með gúmmíkylfum. Danska frelsisráðið hefur safn- að og safnar enn öllum vitnisburð- um um misþyrmingar Þjóðverja og reynir eftir því sem hægt er að útvega vottorð lækna. Vitnisburð- irnir byggjast á upplýsingum sam- fanga, sem hafa sloppið. Á sinum tíma munu verða fullkomnar upp- lýsingar fyrir hendi um pynding- ar Þjóðverja og auk þess nöfn hinna seku Þjóðverja. Með handtöku Gestapo-njósn- arans Anger Due í síðastliðinni viku tókst dönsku lögreglunni að finna feril heils morðingjafélags, undir stjórn Þjóðverja. Leyniblöð í Danmörku segja, að stofnun þessi sé af Þjóðverjum köllum „Abteil- ung 3“ og hafi aðsetur í Dagmar- hus. Hún er undir stjórn tveggja dæmdra Gestapomanna, Hamm- eken og Hennig. Auk þess er fyrr- verandi gjaldkeri nazistablaðsins „Fædrelandet“, Sidney Thomsen, í þjónustu morðingjafélagsins „Ab- teilung 3“. Um páskana var Thom- sen rekinn úr danska nazista- flokknum ásamt Bryld-bræðrum, vegna þess að siðfcrði þeirra var svo slæmt, að iafnvel nazista- flokkurinn taldi það koma óorði á hreyfinguna. Skömmu eftir brottreksturinn gerðu Þjóðverjar Thomsen að y": manni morða- stofnunarinnar, sc’ er svo alræmd, einnig meðal Þiéðverja, að all- margir þýzkir T ’uembættis- menn í Danmörku gera allt, sem þeir geta, til að komast hjá að hafa beint samband við hana. Stofnunin stjórnar glæpafélögum nazista, fyrst og fremst Schalburg- korps, og skipuleggur morð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.