Þjóðviljinn - 09.06.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.06.1945, Blaðsíða 1
LJINN 10. árgangur. Laugfardagur 9. júní 1945. 126. tölublað. Æ. F. R. Farið verður til vinnu i Rauðhólaskálanum frá Skóla- vörðustíg 19 kl. 3 í dag og kl. 9 í fyrramálið. Félagar, fjölmennið og hafið með ykkur smíðaáhöld eftir því sem þið getið. Framkvæmdaráðið, Samningur um Tri- este málið undirrit- aður í dag Tilkynnt var í London í gær- kvöld að í dag yrði undirritað- ur í Belgrad samningur milli Breta og Júgoslava um Trieste- málið. Samningur þessi mun fjalla um öll þau atriði. sem undan- farið hafa valdið deilum milli Júgoslava og Breta. Myndar sósíalistinn Nenni stjórn á Italíu Bonomi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt af sér, en gegnir stjómarstörfum þar til ný stjóm hefur verið mynduð. Ekki er talið ólíklegt að Nenni, formanni Sósíalista- flokksins, verði falin stjórnar- myndun, og er‘ það stutt af Kommúnistaflokknum, að þvi er segir í brezkri útvarpsfregn Norðurhluti Rínar- héraða hernáms- svæði Breta Norðuríiluti Rínarhéraða, þar með talið Ruhr, verður á her- námssvæði Breta, og mun Bandaríkjaherinn fluttur það- an innan skamms. Hernámssvæði Frakka hefur ekki verið algerlega ákveðið en kröfunni um að Köln yrði undir þeirra stjórn, hefur ekki verið samþykkt. ■MHBin Nýja þjóðabandalagið á að heita Samkomulag' héfur nú náðst á San Franciscoráð- stefnunni um ágreiningsmál, sem staðið hefur þóf um nokkum tíma. Gromiko, formaður sovétsendinefndarinnar, til- kynnti, að sovétstjómin muni ekki láta samkomulagið stranda á því, að fram gangi tillaga hennar um gang mála í öryggisráðinu. Stettinius, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur í ræðu fagnað því að samkomulag skuli hafa náðst milli stórveldanna fimm, Bretlands, Bandaríkjanna, Sovét- ríkjanna, Kína og Frakklands um þetta atriði. Ákveðið hefur verið að nafn þess bandalags þjóð- anna, sem stofna á í San Francisco, verði Sameinuðu þjöðirnar. Samkomulag það, sem orðið er um afgreiðslu mála í örygg- ^sráðinu er um þessi þrjú at- riði, samkvæmt fregnum brezka útvarpsins Engmn meðlima öryggisráðs ins getur hindrað að mál se borið upp í ráðinu og rætt þar. Um friðsamlegar ráðstafanir til lausnar deilumálum haía hinir föstu meðlimir ráðsins neit unarvald, en þó því aðeins, að sá þeirra sem vill beita neitun- arvaldinu, sé ekki aðili í mál- inu. tttfWjltf í M M1913 Síldarútvegsnefnd hefur einróma samþykkt að fara þess á leit að hún verði löggilt sem einkaútflytjandi á síld á þessu ári, en samkvæmt heimild í lögrunum um síldarútvegsnefnd hefur atvinnumálaráðherra heimild til slíkrar löggildingar. Nú hefur atvinnumálaráðherra veitt nefndinni þessa löggild- ingu. Stefánsson, Siglufirði, verið ráð- inn framkvæmdastjóri. Hann er gamall starfsmaður nefndar- innar og var síðastliðið ár starfp maður samlags síldarframleið- enda sem önnuðust þá 70—80% af síldarútflutningnum. í síldarútvegsnefnd eru Sig- urður Kristjánsson, Siglufirði, (formaður), Björn Kristjánsson, Kópaskeri og Áki Jakobsson, kosnir af Alþingi; Jóhann Jósefs son, tilnefndur af útgerðarmönn- um og Kristján Eyfjörð, til- nefndur af Alþýðusambandi ís- lands. Þegar slík löggilding er veitt, 1 þarf nefndin að hafa tvo fram- kvæmdastjóra, og hefur Jón Þýzk lögregla að starfi í Berlín Lögregluréttur Berlínar hefur nú tekið til starfa samkvœmt lögum þýzka lýðveldisins, sem í gildi voru áður en nazistar komust til valda. Þýzkir lögreglumenn hafa víða í Berlín tekið við lögreglu- eftirliti. «rg þjóðirnar Um ráðstafanir sem fela í sér valdbeitingu verða öll stór- veldin fimm að verða sammála. Gert. er ráð fyrir að störf San Franciscoráðstefnunnar gangi greiðiega úr þessu. og mun henni geta orðið lokið á tiu dögum. Þegar rætt var um nafn hins nýja þjóðabandalags, mælti fulltrúi Úkraínu með nafninu Sameinuðu þjóðirnar Talrti hann það verðugan heiður og þakklæti við minningu Roose- velts Bandaríkjaforseta, að nefna öryggisstofnunina þesm nafni, sem hann hefði fyrstnr notað um bandalag friðsamra þjóða gegn fasismanum. Samkomolagsumleit- mir um niðurfell- ingu á leigu fær- eysku skipanna Helmingur færeysku skipanna sem ríkisstjórnin tók á leigu, hafa nú fallið út úr leigunni, en 29 eru eftir. Hefur verið leitað eftir sam- komulagi við Lögþing Færey- inga um niðurfellingu á leigu- samningum þeirra, er þeim mál- um enn óráðið til lykta. ikil sprengiiig í Sovétríkin telja all- ar þjóðir heims eiga rétt til fulls sjálf- stæðis í Moskvaútvarpið hefur verið flutt yfirlýsing varðandi afstöðu Sovétríkjanna til deilumálanna varðandi Sýrland og Libanon. Segýr í yfirlýsingunni að af- staða Sovétríkjanna til þessa máls miðist að sjálfsögðu við það grundyallaratriði í utanrík- ismálastefnu Sovétríkjanna, að allar þjóðir, og þá einnig Sýr- lendingar og Libanonsbúar, eigi rétt til fulls sjálfstæðis. Sovét- ríkin telji að þennan rétt eigi þjóðirnar sem byggi nýlendur hvar sem er í heiminum. 700 þýzkum kafbát- um tortímt Churchill og Trumann for- seti gáfu í gær sameiginlega til- kynningu um baráttuna við þýzku kafbátana. Alls hefði 700 þýzkum kaf bátum verið tortímt og þó horí- urnar hefðu orðið tvísýnar árin 1941 og 1942. hefðu Banda- ' mönnum tekizt að vinna algjör- an sigur í baráttunni um At- lanZhafið. Landskeppnin íslenzka úrvals- liðið vann með 4:0 Landskeppni „fór fram í gœr milli úrvalsliðs úr flug- og sjó- hernum brezka hér og úrvalsliðs úr knattspyrnufélögunum ' í Reykjavík;. Lauk keppninni með sigri ís- lenzka úrvalsliðsins 4:0. 1 mark var sett í fyrri hálf- leik en 3 í seinni hálfleik. Albert Guðm.son í Val setti 3 mörkin en Sæmundur Gíslason í Fram 1. Leikurinn var mjög fjörlegur og skemmtilegur. Knattspyrnudómarinn Victor Rae, var sérstáklega góður. Ahorfendur voru mjög marg- ir. Þjóðviljinn mun á morgun birta frásögn Frímanns Helga- sonar af leiknum. Um 30 danskir fiski- bátar að veiðum fyr- ir sunnan land Um þrjátíu danskir fiskibátar stunda v.eiðar fyrir sunnan land, gerðir út frá Bretlandi, en taka olíu og vistir í Vestmannaeyjum, að því er fregn frá Eyjum herm- ir. Áhafnir bátanna kvarta yfir því áð fá ekki útvarpað veður- fregnum á dönsku frá Reykja- vík, og mun til athugunar að hefja á ný útvarp veðurfregna á erlendum málum. Stórkostleg sprenging varð í birgðaskemnnu í Esbjerg í gœr, þar sem 5000 þýzkar jarðsprengj ur voru geymdar. Átta menn fórust og 85 særð- ust. Samningum um síldveiðikjörin vísað til t sáttasemjara Einkennileg vinnubrögð áður en deila er risin Þjóðviljinn skýrði frá því fyrir nokkrum dögum, að umræður væru hafnar milli Alþýðusambands íslands og Landssambands íslenzkra útvegsmanna um heildarsamn- inga um kaup og kjör sjómanna á komandi síldarvertíð. Á viðræðufundi samninganefnda fyrmefndra aðila s. 1. miðvikudag var það upplýst að samkomulag hafi orð- ið milli fulltrúa sjómannasamtaka við Faxaflóa og full- trúa Landssambands ísl. útvegsmanna, að vísa málinu til sáttasemjara. Virðist vera hér um allemkennileg- vinnubrögð að ræða. Þjóðviljinn birtir á morgun viðtal við Jón Rafnsson, íramkvæmdastjóra Alþýðusambandsins þar sem hann skýrir! ýtarlega frá þessu máli. . wwwwwv v wv ww«rw»--*w-rv,w«--.-ww»-,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.