Þjóðviljinn - 14.03.1947, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.03.1947, Blaðsíða 1
Nú r&rðmr barizt á Aíþingl nm a F, R, Ejnas: Olgeksson gagnsýndi við nmræðnmar á Ilþiagi í gær frumv. ríkisstjomarismar ui fjárhagsráð Frumvarp rikisstjómariimar tll laga um fjár- mnflntningsverzluii ©g verðiagseftirlit var Sil 1. nmræðn í neðri deild í gær, ®g hafói Stefán Jéh. Stefánsson framsögu fyrir því. Esnar Olgdrssoa talaði af hálfn Sósialistaflokks ins. Sýndi hann fram á að með þessn frv. væri ei ekki yrðu gerðar á þvs stórhreytmgar stefnt að því að siöðva raunvernlega nýsköpunina ©g að @11 þau fallegu erðuðu ákvæði frv. sem miðuðu fil hóta myndu í framkvæmdinni verða lítils virði meðan fjárhagsráði væri ekki fengið vald fil að ráða lán- veitingastefnu bankanna. Frumvarp þetta gerir ráð fyr- ir að ríkisstjórnin skipi 4 manna fjárhagsráð til að „sam- ræma framkvæmdir einstakl- inga cg almannavaldsins, MFB- AN liinar miklu framkvæmdir í íslenzku atvinnulífi standa yf- ir“ (leturbr. Þjóðviljans). Fjár- hagsráð skal „starfrækja" inn- flutnings- og gjaldeyrisdeild er hafi svipað verkefni og við- skiptaráð hefur nú. í ræðu sinni fórust Einari Olgeirssyni orð á þessa leið: Með þessu frumvarpi er stefnt að stöðvun nýsköpunarinnar Stærsta mál þjóðarinnar er nýsköpun atvinnuveganna, og allir flokkar munu hafa lofað þjóðinni því að framhald ný- sköpunarinnar skyldi verða með ekki minni hraða eftir kosn ingar en var fyrir þær. Með þessu frv. er að því stefnt að nýsköpunin verði stöðvuð. ' Það form að stofna fjárhags- ráð er gott út af fyrir sig. Það sem úr sker um það hvort þetta nær tilgangi sínum er sú stefna sem fjárhagsráði er fengin. Það sem á skortir í þessu frv. er í fyrsta lagi það að áfram- hald nýsköpunarinnar sé ákveð- ið. í öðru lagi að bætt verði úr þeim göilum er áður reyndust á nýsköpuninni. Verði ekki fjárhagsráði feng- in sú stefna að framkvæma ný- sköpunina og það vald sem það þarf til þess, er það einskis virði. Með nýsköpuninni var stefnt að því, að skapa grundvöll að efnahagslegu sjálfstæði þjóðar- innar. Það sem nýbyggingarráð þurfti til að framkvæma nýsköp unina eins og þörf var á var: 1. Meira fé af þjóðartekjun- um til nýrra fyrirtækja. 2. Meira vald fyrir stjórn ný- sköpunarinnar yfir innflutningn um. 3. Meira vald fyrir fjárfest- unni, þ. e. meira vald yfir bönkunum. 4. Þjóðfélagslegar aðgerðir til að knýja fjármagnið út.úr verzl uninni og í framleiðsluna, í stað Iloskvaúfvai:pió sm ?æðu Tmmaas: Scint í gærkvöld gerði fyrirlesari í Moskvajátvarp- inu ræðu Trumans að umræðuefni. Kvað hann stefnu* þá, sem þar kom fram, stofna friði og samkomulagi þjóða á miiii í hættu. Bandaríkin styddu afturtiáldsstjórn til váldá og vildu undiroka Orikkiand. Þessi framkoma væri bein ógnun við freisi og sjálfstæði Grikklands. Fyrirlesarinn kvað afieiðingarnar af stefnu Tru- mans vera aukna liúgun af háifu grísku stjórnarinnar. Síðústu daga hefðu yfir 600 manns verið liandteknir og dregnir í fangabúðir. þess að á undanförnum árum! hefur verzlunin sogað til sín l fjármagnið frá framleiðslunni, Fjárhagsráð er spor í rétta átt, hvað formið snertir, en í ræðu liæstv. forsætisráðh. kom fram skilningsleysi hans á þörfum ný'sköpunarinnar. ÁkvæSið um 15% þýðir stöðvun Frv. gerir ráð fyrir að 15 % af útflutninginum verði varið til nýsköpunarinnar. Þetta þýð- ir að nýsköpun atvinnuveganna i getur ekki haldið áfram með sama hraða og áður. Þegar fyrst var ákveðið að leggja 15% af útflutningnum til hliðar voru 300 millj. kr. inn- stæður fyrir hendi. Þó var ný- byggingarráði ljóst að þetta var aiitof lítið. í júní s. ]. lagði j nýbyggingarráð til að 100 millj. j kr. væru lagðar á nýbyggingar- reikning, auk 15%. Nýbygging- arráð hefur gert áætlun um ís- lenzkan sjávarútveg til næstu 5 ára. Þessi áætlun liggur lijá hæstv. ríkisstjórn. 25% af útflutningnum er það .minnsta, ef halda á áfram ný- sköpuiiiiini af sama krafti og hingað til. Á að halda áfram í samræmi við vilja þjóðarinnar? Hvað vill þjóðin leggja á sig til að lialda áfram uppbyggingu atvinnuveganna á næstu árum? Það sem til nýsköpunar fer verður að takast af því sem þjóðin vihnur sér inn á hvevju ári. Þjóðin hefur þegar sýnt ó- tvírætt að hún vill mikið á sig leggja til að halda áfram upp- byggingu atvinnuvcgar.na. — Á að halda áfram í samræmi við vilja þjóðarlnnar? Ákvæðio um 15% til nýsköp- unar þýðir stöðvun. Ekki aðeins nýsköpun heldur eimiig sjálf- stæðismá! Ákvörðunin um það hverju skuli varið til nýsköpunar at- vihriuveganna er eklci aoeins á- kvæði um nýsköpun, það er um leið fijálístæðismá! þjóðarinn- ar. Mörg verkefni bíða. Þjóðin vill og þarf að byggja upp at- vinnulíf sitt á skömmum tíma. Verði það ekki gert koma áreið anlega fram till. mn að talca ián erlendis. Hvað þýðir það? Færi ríkið afturspn á þá braut að taka lán erlendis, yrði það meira og minna háð eriendum þjóoum. Uþpbygging atvinnuvega þjóðarinnar á sem skemmsíum tíma er um leið sjálfstæðisinál hennar. Þjóðin má ekki verða efnalega háð öðrum Nú er svo lcomið aS cumir að ilar, einstaklingar, eía bæjar- félög, sem vilja kaupa togara eða önnur skip eiga um það tvennt ao velja að flýja land eða taka lán erlendis vegiia þess að bankarnir neita að lána þeim. Eg tel rétt að þeim sé leyft að taka lán erlendis. ííitt efnir til fimm daga skemmti- 1 ferðalag um páskana austur , undir Eyjafjöil. Þátttaka tilkynnist skrifstofunni (Þórs götu 1, opin kl. 6—7) sein fyrst. Þar erii gefnar nánari i’pplýsingar um ferðina. Ferðanefndin. j er stórhættulegt að ríkið taki stór lán erlendis. Það verour að segja þjóðinni það strax að hún megi ekki veroa öðrum þjóðum efnahags- lega háð. Þjóðin hefur falið okkur forustu mála sinna, við verðum. að þora að taka þá for- ustu samkvæmt vilja og þörf- um þjóðarinnar. Hindrunarráðstafan- ir þssa frumvarps Eg bjóst í þessu frv. við heildarskipuiagningu á rekstri þjóðarbúskaparins. Þetta er ekki gert, þótt hæstv. forsætis- ráðh. vildi svo vera láta. Það er staðreynd að atvinnubylting er að fara fram hér á landi. Hæstv. forsætisráðh. ógna þessar framkvæmdir. Ilvað þýð ir ákvæðið um samræmingu „meöan hinar ipiklu framkv. í íslenzku atvinnuiífi standa yf- ir?“ Það þýðir að liafa hcmil á nýbyggingunni. Framh. á 2. síðu. í gær um kl. 4 vildi það hryggilega slys til að í jórir meim í'órust þegar Grummanflugbátúr frá Loftleið- um steyptisÉ í sjóinn er hann var að hefja sig til flugs í Búðardal. Fjórir menn björguðust af flugbátmim. Þeir sem fórust voru lílísabet Guðmundsdóttir Jrá Búðardal, úíaíía Guðmundsdóttir frá Eeykjavík og Magnús Sigurjónsson, ættaður úr Búðardal. Fjórði maður- inn var frá Isafirði, en ekki hafði náðst til allra nán- ustu aðstandenda hans í gærkvöld og birtir Þjóð- viljínn því ekki nafn hans. Þcir sem björguðust voru Guðrún Árnadóttir, kona læknisins í Búðardal, Benedikt Gísláson frá Reykjavík, Magnús Halldórsson og flugrnaðurinn, Jóhannes Markússon. Flugvélin, sem var tveggja hreyfla Grummanflug- bátur, 8 farþega, var að taka sig upp frá Búðárdal, en þegar hún var komin'. í um 30 metra hæð hall- aðist hann á liliðiná og steyptist aftur í sjóinn og hvolfdi. Þeim fjórum, sem af komust, var bjargað á bát úr landi. Að sjálfsögðu fer frarn rannsókn á þessu slysi og mun flugvélaslcoðunarmaður ríkisins, Axel Krist- jánsson fara vestur í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.