Þjóðviljinn - 01.04.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.04.1954, Blaðsíða 1
VILJINN Fimmtiidagur 1. april 1S)54 — 19. árgangur — ~6. tölublað Samþykkt breytingatillagita sósíaiista við skatta- frumvarpið tryfgði alþýðufólki miklar hagsbætur Lágtekjumenn skattfr'iálsir - Hœkkun perrsónufrádráttar - Veruleg skattfriÓindi sjómanna - Sérsköttun giftra kvenna - NiÓurfelling 20% eftirgjafarinnar til auSfélaga MeÖ breytingartillögum þingmanna sósíalista viö skattafrumvarp ríkisstjórnariimar væri bætt úr því rang- læti að halda sköttum óbreyttum á einstaklingum meö lágar tekjur en gefa um leið öllum auöfélögum landsins 20 % lækkun á tekjuskatti, tekjuskattsviðaulca og stríös- gróðaskatti. Leggja sósíalistar til, aö séu skattskyldar tekjur ein- staklinga eða hjóna lægri en 20 þús. kr. greiöist enginn skattur. í breytingatillögunum eru mikilvæg ákvæöi um skattfríöindi sjómanna, hækkun persónufrádráttar og íleiri atriði til hagsbóta fyrir alþyóu. Lagt er til aö felld sé niöur 20% eftirgjöfin til auöfélaga landsins. Lágtekjumenn skattfrjálsir. Lúðvík Jósefsson, Gunnar Jó- hansson og Karl Guðjónsson flytja þær breytingartillögur við greinarnar um skattstigana að „ef skattskyldar tekjur eru undir 20 þús. kr. gxeiðist enginn skatt- ur“. Er tillagan bæði um breyt- ingu á skattgjaldi einstaklinga og skattgjaldi hjóna. llækkun persónufrádráttar Sömu þingmenn ieggja til að persónufrádrátturinn Juekki þannig, að hann verði 7500 kr. fyrir einstakling, 15 þús. kr. fyr- ir hjón (7500 kr. fyrir hvort), og 5000 kr. fyrir hvert barn. Þeir Lúðvík, Gunnar og Karl flytja ennfremur þá breyting- artillögu að frá skattskyldum tekjum megi draga „fæðiskostn- að verkafólks, sem vinmir utan heimiiissveitar“, og einnig að heimild giftrar konu, eða ein- stæðrar móður sem vinnur utan- heimilis, til að draga hluta af tekjum sinum frá skattskyldum tekjum, sé ekki bundin því skil- yrði að greidd sé heimilisaðstoð. Þá flytja Karl, Sigurður Guðnason og Gunnar þá tillögu að draga megi frá skattskyldum tekjum kaup verkafólks fyrir eft- ir-, nætur- og helgidagavinnu nema eins og greitt hefði verið fyrir dagvinnu. Verðlækkun í Sovétrikjunum Benzín lækkar nær um helminq Skýrt var frá því í útvarpi frá Moskva í gærkvöldi að í dag komi til framkvæmda verðlækkun á matvælum og öðrum neyzluvarningi í Sovét- ríkjunum. Mest er verðlækkunin á benzíni, 44,5%. Brauð lækkar um 5% og önnur matvæli, vefnaðarvara, fatnaður og búsáhöld um 5 til 20%. Verð á neyzluvarningi hef- ur verið lækkað í Sovétríkj- unum á hverju vori siðan 1947. Skattfríðindi sjómanna Lúðvík, Karl og Gunnar flytja þessa breytingartillögu um skatt- fríðindi sjómanna. „Við ákvörðun á skatt- skylduni tekjum íslenzkra sjó- manna á fiskiskipum skal telja Vu hluta þess kaups, sem þeir hafa aflað sem sjó menn á islenzku fiskiskipi, sem skattfrjálsan kauphluta. Atviimurekendur skulu við uppgjöf á atvinnutekjum tii skattayfirvalda tilgreina, hvort nokkur hluti tekna telst sjómannstekjur samkv. 1. málsgr.“ Sérsköttun giftra kvcnna Karl Guðjónsson flytur þessa breytingartillögu: Nær 6000 kr. nmnur á tillögu | Lúðvíks og stjórnariimar Samkvæmt frumvarpi rlkisstjórnarinnar mundi einhleypur sjómaður sem liefur 50 þús. kr. tekjur greiða ............ kr. 2220,00 Samkvæmt útsvarsreglum i Reykjavík s.l. ár mundi þessi mað'ur greiða....... kr. 5930,00 Stórorusta um Dien- bienphu < Franska herstjórnin í Indö Kína skýrði frá því i gær að í fyrrakvöld hefði lið sjálfstæðis- hreyfingarimiar Viet Minh lagt til atlögu gegn franska setulið- inu í virkisborginni Dienbienphu. Barizt var í alla fyrrinótt og allan gærdag og veitti ýmsum betur. Frakkar bjuggust við að orustan myndi ná hámarki í nótt. Fyrsll signr Smisloffs í gær lauk í Moskva sjöundu skákinni í keppni Botvinniks og Smisloffs um heimsmeistaratign- ina. Smisloff vann skákina og er það fyrsti sigur hans í keppn- inni. Hann liefur nú 2*4 vinn- ing en Botvimiik 4*4. Samtals kr. 8150,00 Ef þessi sjómaður, hefði notið skattlilunn- inda samkvæmt frumvarpi Lúðvíks Jóseps- sonar og útsvars að sa.ma hliuta, þá hefði hann greitt í skatt ....................... kr, 780,00 og í útsvar................................ kr. 1530,00 eða samtals kr. 2310,00 Lækkun alls kr. 5.840,00 eða sem jafngtldir 11,6% launahækkun. „Nú óskar gift kona, sem hef- ur sjálfstæðar atvinnutekjur, að telja fram sem sérstakor skatt- þegn, og skal það þá leyft og skattur hjónanna reiknaður sem tveggja einstaklinga. Persónu- frádráttur skylduómaga slíkra hjóna skiptist að jöfnu.“ Tillagan um að 20% skatta- eftirgjöfin til félaga sé felld nið- ur úr frumvarpinu er flutt af þeim Lúðvík, Gunnari og Karli. Verður fróðlegt að sjá afstöðu þingmanna til þessara gagn- merku tillagna þingmanna Sósíalistaflokksins. Atkvæðagreiðsla *um breyting- artillögurnar fer fram í dag. LANIEL JUIN Juin býður Laniel byrginn Hené Cpty, forseti Frakk- lands, kallaði rikisstjómina saman á skyndifund klukkan hálf tólf í nótt. Fundarefnið er yfirlýsing Juin raarskálks, foringja laudhers A-banda- lagsins í Mið-Evrópu, að hann sé andvígur fyrirhugnðum Vestur-Evrópuher. Laniel forseti hafði boðað Juin á fund sinn i gær til að standa íyrir máli sínu en. marskálkurinn mætti ekki. Bandaríkin aðili að Evrópubandalagi eða Sovétríkin að A-bandalaginu Sorétstjórnin tehur Vesinrreidin á orðinu Fjaörafok mikió varö í liöfuöborgum Vesturveldanna í gærkvöld þegar fregnaöist um efni orösendingar, sem Molotoff, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, haföi afhent sendiherrum Vesturveldanna í Moskva fyrr um daginn. Orösendingin veröur ekki birt í heild fyrr en í dag en lausafréttir herma að hún kollvarpi mótbárum stjórna Vesturveldanna gegn tillögunni um öryggisbandalag allra Evrópuríkja. Molotoff bar þessa tillögm fram á Berlinarfundi fjón-eld- anna í janúar og febrúar. Ekkert til fyrirstöðu. Að sög'ii talsrnanns franska uta nríkisráðune j-tisins segir sovétstjómin i orðsendingunni að það luifi komið í ljós í um- ræðimum á Berlmarfundinum að ekJært ætii að vera því til fyrirstöðu að Bamlarjkin verði iullgildur aðili að öryggis- bamlalagi allra Evrópuríkja. Á Berlínarfundinum lagöi Molotoff til að Bandaríkin seridu ásamt Kína áheyrnar- fulltrúa á fundi Evrópubanda- lagsins, ef stöfnáð yrði. Utan- ríkisráðherrar Vesturveldanna sögðu að þetta sýndi að til- gangur Molotoffs með tillög- mini væri að bola Baudaríkjun- um burt úr Evrópu svo að Sovétrikin gætu drottnað yfir aliri álfunni. Til að trygg.ja varnareðii bandalagsins. Flnnfremur var skvrt frá því í París að í orðsendingunni sé lýst yfir að sovétstjórnin sé fús tii að ræða við hluíaðfeíg- andi ríkisst.jórnir inngöugu Sov élTÍlcjanna í Atlanzhafsþanda- lagið. Þar með væri ti*yggt það varnarieðli bandalagsins sem Vesturveldin hafi alltaf haldið fram. Skilyrði fyrir þvi að sovét- stjórin ræði aðild að A-banda- lagi.nu er að sögn að hætt verði vi'ð að hervæða Vestur- Þýzkaland innan fyrirhugaðs Vestur-Evrópuhers. Velnissprengjan og stríðsliætta. Franska utanríkisráðuneytið segir að oi'ðsending sovét- stjórnarinnar sé löng og komi víða við. Þar sé meðal annars rætt um vetnissprengjuna og almenna afvopnun. Rætt er um þær skelfingar sem fylgja mj-ndu styrjöld ei.ns og nú er komið vopnabúnaði og áherzla lögð á. að stórveldin verði að vinna saman að því að tryggja frið. Allt koinst á tjá og tundur. Fréttaritarar í höfuðborgvmt Vesturveldanna segja að i utan ríkisráðuneytunum þar hafi allt komizt á tjá og tundur þegar or'ðsending sovétstjóm- arinnar barst. Menn hafi verið því algerlega óviðbúnir að sov- étstjórnin gengi svo langt til móts við sjónarmið Vestur- veldanna; Verðiækkunum fagnað með dansi Dansað var á götunum i Praha í fyrrakvöld vegna þess að áð- ur um daginn hafði rikisstjóm Tékkóslóvakiu tilkynnt verð- lækkun á ýmsum neyzluvarningi. Siroky forsætisráðherra sagði í útvarpsræðu að verðlækkunin væri framkvæmanleg vegna þess hve framleiðslan hefði aukizt. Kennarar og nemendur við æðri skóla í París gerðu vcrkfall í gær. Nemendumir fóru x kröfugöngu þúsundum saman til að krefjast hærri námsstyrkja og bættra starfs- skilyrða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.