Þjóðviljinn - 01.09.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.09.1959, Blaðsíða 1
! Þriðjudagur 1. september 1959 — 24 árgangur — 186. tölublað. Féiagsfundur annal kvöid Nánar auglýst á morgun. Sósíalistafélag Reykjavíkur. Eiff ár er /íð/ð s/ðon Brefar hófu árás sirta á íslendinga 8-9.000 hermenn á 37 herskipum gegn 102 ísl. löggæzlumönnum 2000 hrvzkir hermenn a 10 herskipnm hafa á degi hverjum verndað 250 sjómenn á 13 togurum við veiðiþjófnað í íslenzkri landhelgi 1 dag er rétt ár liðið síðan Bretar hófu árás sína á íslendinga. Á þessum tíma hafa þeir sent á ís- landsmið samtals 37 herskip, tundurspilla og frei- gátur, og auk þess fjölmörg. stór birgðaskip. Þessi herskipafloti allur er að stærð ca. 66.400 tonn, og á honum hafa verið 8—9.000 hermenn. Verk- eini innrásarflotans hefur verið að vernda brezka veiðiþjófa — sem verið hafa 13 á dag að jafnaði — ívrir íslenzku varðskipunum sem alls eru að stærð IÍ.715 tonn og samtals með 102 manna áhöfn. Frá þessu skýrði Pétur Sig- urðsson, yfirmaður íslenzku land- helgisgæzlunnar, í viðtali við Þjóðviljann í gær, er hann gaf nokkurt yí'irlit um ótökin við brezka flotann á því óri sem lið- ið er síðan landhelgin var stækk- uð í 12 mílur. Engir reynt að brjóta nema Bretar Svo sem kunnugt er skipti í tvö horn með viðbrögð þeirra þjóða sem stundað hafa veiðar á f slandsmiðum, þegar við stækk- uðum landhelgina í 12 mílur. Allar þjóðir nema Bretar hafa virt nýju landhelgismörkin svo vel, að slíks eru engin dæmi áður. Allt þetta ár hefur íslenzka landhelgisgæzlan ekki fundið einn einasta togara — utan þeirra brezku — sem brotið hef- ur landhelgina eða gert sig lík- legan til þess. Meira að segja Belgir — sem einatt áður hafa verið nærgöngulir við landhelg- ina — hafa nú haldið sig víðs- 'fjarri, og íslenzkir togarar hafa sem kunnugt er varla sézt um- hverfis landið. Að þessu leyti hefur verið friðsamlegra hjá landhelgisgæzlunni en nokkurn tíma fyrr í sögu hennar. Ránssvæðin aðeins 3,5% landhelginnar Þótt Bretar hafi kostað óhemju lega miklu til‘árásar sinnar. hafa ránssvæði þeirra aðeins verið örlítið brot af íslenzku landhelg- inni. Stærð ránssvæðanna hefur verið 90 mílur á annan kant- inn og 8 milur á hinn kantinn, eða þau hafa að ilatarmáli verið sem næst 2.450 ferkílómetrar. Landhelgi íslands er hins vegar 68.533 ferkílómetrar að stærð, þannig að rán'ssvæðin hai'a efð Staðaldri numið um 3.5% af landhelginni. 96,5% landhelginn- ar hafa á síðasta ári verið al- gerlega laus við erlenda ágengni, og þarf ekki að lýsa því hversu mikil umskipti það eru fyrir bátaflotann. Enda hefur fiski- gengd víða aukizt til mikilla muna nú þegar. R&N 'I Lorge Destroyers y/s PQR i//s € G i R Fieet Destroyers v/s AlBERT Anti Submorine Frigotes 13 veiðiþjóíar á dag að jafnaði Alls hefur landhelgisgæzlan skráð kærur á 260—270 brezka togara á þessu tímabili, ýmsa þeirra margsinnis. Meðaltal veiðiþjófanna hefur verið 13 á dag á þessu ári. Um 30% brezka togaraflotans hefur aðeins farið eina veiðiferð inn fyrir íslenzka landhelgi en síðan gefizt upp og farið á önnur mið. Aðeins 4—5% brezka togaraflotans hefur að staðaldri stundað veiðiþjófnað við ísland allt árið og komið hingað ferð eftir ferð. Eru þetta fyrst og fremst gömul skip, hin nýju fara á önnur mið. Baggi á brezku útgerðinni y/S 0 ÐI N N Fleet 0iI Tankers Myntl sem sýnir flota þá sem átzt liafa við að staðaldri á Islamlsmiðum undanfarið ár. Þór er 700 tonn, fer 17 sjó- mílur og áhöfnin er 28 menn. Ægir er 500 tonn, fer 13 sjómílur og áhöfnin er 25 inenn. Albert er 200 tonn, fer 13 sjómílur og áhöfnin Þessar tölur sýna glöggt að brezkir togaraeigendur telja veiðiþjófnaðinn ekki gefa mik- ið í aðra hönd, enda hefur afli brezku togaranna yfirleitt orðið ákaflega rýr. Það sama kemur í ljós af því að veiðiskylda brezkra togara innan íslenzkrar Jand- helgi hefur verið lækkuð úr 3 sólarhringum, eins og hún var fyrst, niður i 1 sólarhring nú; veiðiþjófnaðurinn er baggi á brezku útgerðinni en ekki efna- hagslegur ávinningur. Fyrst eftir að landhelgin var stækkuð og Bretar hófu hinn skipulagsbundna veiðiþjófnað sinn voru nokkur brögð að því að brezkir togarar reyndu að stunda veiðiþjóínað utan hinna vernduðu svæða, vegna þess að þeir kynntust því fljótt að hóp- veiðar undir herskipavernd gáfu mjög lélega raun. íslenzku varð- skipin vöndu togarana fljótlega af þessu. og nú kemur varla fyr- ir að þetta sé reynt. Dýrustu veiðar sem sögur íara aí Eins og áður er sagt hefur meðalfjöldi brezkra togara innan landhelgi verið 13 á dag. Á hverjum togara eru 18—20 menn, þannig' að um 250 brezkir togara- sjómenn hafa að staðaldri verið inrian íslenzkrar landhelgi. Þessi hópur hefur að staðaldri verið undir vernd fimm skipa úr brezka herskipaflotanum, fjögurra herskipa og eins birgða- skips. En þegar sá hópur er á sjálí'um miðunum fást fimm önn- ur skip einnig við sama verkefn- ið og eru ýmist á leið af miðun- um eða á þau, þ^í oft verða Bretar að skipta um í flota sín- um. Þetta merkir að raunveru- er 15 menn. María Júlía er 140 tonn, í'er 12 sjómílur og áhöfnin er 12 menn. Sæbjörg er 100 tonn, fer 10 sjómílur og áliöfnin er 11 menn. Óð- inn er 75 tonn, fer 11 sjó- mílur og áhöfnin er 11 menn. lJre/.ki árásarllotinn á mið- unum liefur að meðaltali ver- ið linim skip. Einn stór 'tundurspillir, stærð 2.600 tonn, hraði 30 sjómílur, á- liöfn 280 menn. Einn minni tundurspillir, stærð 2.300 tonn, hraði 31 sjómíla, áhöfn 250 menn. Ein stór freigáta, stærð 1.950 tonn, liraði 26 sjómílur, áhöfn 200 menn. Ein minni freigáta, stærð 1.100 tonn, hraði 22 sjómílur áhöfn 110 menn. Eitt birgða- sltip, stærð 16.000 tonn, hraði 15 sjómílur áhöfn 50 menn. ( ( íslenzku varðskipin eni þannig samtals 1.715 tonn á stærð og áhafnir þeirra telja 102 menn. Bre/.ki árásarilot- inn, sem er á miðúnum hverjn sinni er 23.950 tonn og áhafn- ir herskipanna 890 mannS. Brezki herskipaflotmc á ís- landsmiðum er þannig að jafnaði 14 f ilt stærri en ís- lenzku Varðskipia og hrezku hermennirnir 8—9 sinnurft fleiri en íslenzku liiggSBzIu- mennirnir. Þrír tundurspillar vernduðu tólf veiðiþjófa í gær Brezka iloiamálaráðuneytið sendir út írétt vegna bátaæíingar hjá Þór!! Á miönætti í nótt var rétt ár liöiö síðan Bretar hófu arás sína á íslenzku landhelgina, og héldu Bretar daginn liátíölegan meö því aó hafa 12 togara í landhelgi undir vernd þriggja tundurspilla. Eitt ránssvæðið var út af Vest- aðrir séx togarar voru fyrir Framhald af 6. síðu fjörðum. Þar var tundurspill- irinn Dunkirk og í kringum hann sex brezkir togarar, en utan landhelgislínuna. Annað ránssvæði var út a£ Fi'amhald á 11. síðu. ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.