Þjóðviljinn - 01.04.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.04.1960, Blaðsíða 1
Fóstudagur 1, apríl 1960 — 25. árgangur 77. tölublað Yfirmenn fengu fiskverdshœkkun en kjarasamningum var frestað Uppbóf sem nemur 8.4% greidd á tekjur ársins 1959 Kjaradeila yfirmanna á togurum og togaraeigenda hefur verið leyst á þann liátt að fiskverð hefur verið íært til samræmis við þaö sem hásetar höfðu áöur feng- iö en heildarsamningum um kjörin enn slegið á frest. Samkomulagið var undirritað seint á sjötta tímanum í gær- morgun. Hafði fundur sem sátta- semjararnir Torfi Hjartarson og Jónatan Hallvarðsson kölluðu saman þá staðið frá því klukk- an fimm síðdégis í fyrradag'. Verkfallinu sem hól'st á mið- vjkudagsnóttina var strax aflétt. Um 40 % hækkun a fikkverði Fiskverðið sem togaramenn fá aflaverðlaun, reiknuð eftir hei'ur verið niim lægrá en fiskverð til bátasjómanna, en í vetur var b'átaverð tekið uþp við útreikn- ing á aflaverðlaunum togarahá- seta. Nú var sams konar breyt- ing gerð hvað yfirmennina varð- ar. Hækkunin á fiskverðinu er um 40%. Hingað til hefur til dæm- is þorskverð á togurunum verið kr. 1,17 á kíló en verður nú kr. 1.66. Sú hækkun nemur 41.88%. Karfaverð hækkar úr kr. 1,01 í 1.40, eða sjö aurum hærra en bátaverðið. Sú hækkun nemur 38.61%. 250 tonna túr A'flavérðlaunin eru meginhlut- inn ai tekjum yfirmanna á tog- urunum, i'astakaúp þeirra er mjög lágt. Áhrifin af hækkuðu fiskverði eru því meiri á kjör þeirra en hásetanna. Sé túr þar sem 250 tonn af þorski aílast tekin sem dæmi, hækka aflaverðlaun skipstjóra úr 6580 krónum í 9336 eða um 2756'krónur. Aflaverðlaun fvrsta stýrimanns hækka úr 4380 krón- um í 6220 eða um 1840 krónur. Aflaverðlaun til allra yi'irmanna í svona túr hækka um 12.000 krónur. Samið var um að þegar. siglt er með aflann skuli verðlaun reiknast af öllu aflaverðmæti. þannig að hinn nýi 5% útflutp- ingsskattur rýrir þau ekki. .Útgerðarmenn féllust ennfrem- ur á að greiða vfirmönnum upp- bót á laun þeirra siðasta ár sem nemur 8,4%. Þar er um að ræða efndir á loforði frá -síðustu samn- íngsgerð um hækkun til sam- ræmis við það sem hásetar fengu. Greitt verður dagkaup þegar skip eru ekki við veiðar, svo sem að sækja sjómenn til Fær- eyja. Yfirmenn höfðu kraíizt hækk- unar á fastakaupi og trj'ggðra lágmarkslauna, ‘ en fulltrúar þeirra féllust á að fresta heild- arsamningum um kjörin um ó- ákveðin tíma. Eru því samning- ar lausir jafnt eftir sem áður þrátt fyrir samkomulagið sem gert var í fyrrinótt. Samkomulai um bannwsðkjarna- sprengingutA? Fulltrúar Breta og Banda- ríkjanna í viðræðunum :um stöðvun kjarnasprenginga féllust á fundi í gær á síðustu tillögur Sovétrikjanna í meginatriðurn. Fulltrúi Sovétríkjanna sagði eft- ir fundinn að hori'ur væru nú á bví að samkomulag myndi tak- ast innan mánaðar um stöðvun kj arn asprenginga. Skömmtun hætt Viðskiptamálaráðuneytið hef- ur tilkynnt að ríkisstjórnin hafi ákveðið að skömmtun á smjöri og' smjörlíki skuli afnumin frá og með deginum í ilag, 1. apríl. Verður allt smjör sömu teg- undar íramvegis selt á einu og sama verði og sömuleiðis srnjör- líki. (IIIIIMlllIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIlIIIIIIIIIItlfllC Visldiðlogar | Á mánudagsnóttina kvikn- E aði í einu af liinum miklu E vöruhúsum í Glasgow í E Skotlandi þar sem geymd- E ar eru útflutnihgsbirgðir af E viskí. Sprenging varð í hús- = inu og það hrundi yfir 20 = brunaliðsmenn sem komnir = voru á vettvang. Logandi = viskí rann um göturnar og 5 eldtungur teygðust hátt á = loft eins og sjá má á mynd- E inni. Þetta er annar viskí- — bruninn í Glasgow á fá- ~ um vikum. í þessum brun- E um fór til spillis viskí fyr- E ir á annað þúsund milljón- E ir króna. E IIIIIIIIIIIIIillillllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Hátekjumenn „spara" tugi þðsunda á tekjuskattsbreytingunni! Hótunin um árás á samviimuhieyfinguna fiamkvæmd Fundur var skyndilega kall- aður saman í sameinuðu þingi kl. 9 í gærkvöld, og þegar til íundar kom var eina tilefnið það að leggja á borð þingmanna frumvörp, stjórnarfrumvörp um Fiskurínn, hrauöiðl viðbit, kaííi, olía, henzín og sjúkrasamiag hækka i dag tekjuskatt, útsvör og Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga. Þetta skoplega flaustur getur ekki verið til annars en að reyna að draga athyglina frá hinum stórkostlegu verðhækkunum sem nú skella yfir vegna aðgerða rík- isstjórnarinnar. Enginn kostur er að lýsa frum- vörpunum nú, en Ijóst er að tekjuskattsbreyting'in er ekki fyrst og fremst gerð fvrir lág- Um þessi rnánaöamót dynur yfir menn ný skriða verð- liækkana sem eru afleiðing af viðreisnarlögum ríkis- stjórnarinnar. í gær voru tilkynntar verð- hækkanir á fjölda nauðsynja allt frá brauði til oliunnar sem menn hita með hús sín. Olían hækkar uin fjórðung, benzín uin þriðjung Einna mest er hækkunin á gasolíu og benzíni. Olíulítrinn hækkar úr 'kr 1,08 í kr. 1,35, þegar fimm aura heimsending- argjald er talið með. Hækkun- in nemur réttum fjórðungi. Benzínhækkunin er sú sem stafar af gengislækkuninni, áð- ur var kominn hækkun á benz- inskattinn. Hækkunin vegna gengislækkunarinnar nemur 64 aurum. Öll hækkunin á benz'íninu vegna viðreisnarinnar er þá orðin kr. 0,98 á lítra eða 32,4%. Brauð og kökur Franskbrauð og heilhveiti- brauð hækka um 30 aura stykkið upp í kr. 4,20. Vínar- brauð hækka um 10 aur. í 1,15 Kringlukílóið hækkar um 1,30 úr 11,50 í 12.80. Tvíbökukiló- ið hækkar um tvær krónur úr 17,20 í 19,20. Þessi hækk- un stafar bæði af söluskattin- um og gengislækkuninni. Búsafurðir hækka um þrjá af hundraði vegna söluskattsins, og auk þess hækkar smjör við það að skömmtun er felld nið- ur. Súpukjötskílóið hækkar upp í 18,90, skyr í 8,60, rjóini í 37,70 lítrinn, kartöflur 1. flokk- ur i 2,28 og rófur í 4,95. Gæðasmjör hækkar um 4,85 kílóið í 47,65 vegna söluskatts og við það að hætt er að skammta smjör og tekið upp jöfnunarverð. Sama máli gegn- ir um smjörlíki, það hækkar upp í 13,40 en var 8,30 fyrir gengislækkun. Þar er hækkun- in orðin 61.5%. Mjólk í hyrn- um hækkar um 20 aura í 3,55 lítrinn vegna gengislækkunar. Kíló af kaffi brenndu og möl- uðu er komið upp í 46 krónur. Það er önnur hækkunin á kaff- inu frá því gengið var lækkað, og er hækkunin orðin 12 'krón- ur eða rúmur þriðjungur. Kaffibætir hækkar einnig í 23 krónur k'ílóið. Fiskur hækkar rúmlega sem nemur söluskattinum. Hækkun- in er tíu aurar á kíló af slægð- um bolfiski, 20 á flökuðum, 45 aurar á saltfiski og 50 aurar á heilagfiski. Loks hækka Sjúkrasamlags- gjöld í dag um 10 krónur á mánuði, úr 32 ! 42. Verðhækkanir þessar fást i engu bættar sjálfkrafa, þvi að ríkisstjórnin hefur afnumið vísitöluuppbót, á kaup. launafólk. Þannig mun fjölskylda með tvö börn og 60 þús. kr. árstekjur að vísu sleppa við tekjuskatt að upphæð tæpar 1400 kr.. en jafnstór fjölskylda með 200 þús. kr. árstekjur -spar- ar sér hvorki meira né minna en 24 þús kr. í tekjuskatt eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar! Með breytingunni á- útsvars- lög'unum er m.a. ætlunin að framkvæma hótun ríkisstjórnar- innar um árás á samvinnuhreyf- inguna. Samkvæmt frumvarp- inu verða al'numin sérákvæði laga um skattlagningu samvinnu- félaga. Öll þrjú frumvörpin eru til umræðu á íundum þingdeildanna í dag'.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.