Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 2
2) ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 8. maí 1960 Eyjólfur EygóEfsson _F-_3^2._apríl Í905.— _ D. 8. apríl 1960 Eyjólfur Eyjólfsson kom la- tækur piltur austan af iandi til Akureyrar, settist í Gagn- fraqðaskólann og lauk þaðan prófi. Las utan skóla ásamt bekkjarbræðrum sínum, tók síðan stúdentspróf við Mennta- skólann í Reykjavík. Að stúdentspróíi loknu hélt Eyjólfur aftur austur til móð- ur sinnar, stjúpíöður og sex yngri hálfsystkina sinna — og þar með var skólanámi lokið. Efni í bókmenntafræðing eða íræðimann á hvaða sviði öðru, er vera skyldi, settist við talna- dálka í Landsbankaútibúinu á Eskifirði — og þar með hafði fátæktin íslenzka brugðið fæti Lyjálfur Eyjólfsson fyrir einn efniiegan námsmann- inn, enn sem oft fyrr og síðar. Eftir nokkur ár þar eystra fltittist Eyjólfur til Reykjavík- ur og gerðist starfsmaður aðal- bankans þar. Var hann þar um margra ára skeið gjaldkeri í vixladeild. Á heimsstyrjaldarárunum síð- ari kemur Eyjólfur tii Vest- mannaeyja ásamt konu sinni, Steinunni Pálsdóttur og ungum syni þeirra hjóna. Tók hann þar við starfi kaupfélagsstjóra við Kaupfélag verkamanna. Var hann og brátt kjörinn í bæjar- stjórn af hálfu Sósíalistaílokks- ins. Ég kynntist EyjóJfi fyrst á ár- um hans í Eyjum, og vorum við þar samstarfsmenn. — Ekki þurfti langa viðkynningu til að sannfærast um, hvílikt prúð- menni Eyjólfur var í hvívetna, hógvær og háttvís, svo að af bar. Þekking hans á bókmennt- um, smekkvísi og glöggskyggni í þeim efnum, fór heldur ekki milli mála. — Já, Eyjólfur Eyj- ólfsson var hættulegur maður — hvað nætursvefninn snerti. Það var freistandi að vaka með _ & SKkPAUTGCRÐ RIKISINS Esja vcstur um land í hringferð 11. þ.m. Tekið á móti flutningi á mánudag til Patreksfjarðar, Bildudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, ísafjarðar, Sigulufjarðar, Dalvíkur, Akur- eyrar, Húsavíkur, Kópaskers, Ilrufarhafnar og Þórshafnar. Farseðlar seldir á þriðjudag. honum eina stund —• og aðra, og ræða við hann um bókar- mennt og annað í þeim dúr. Og svó átti Eyjólfur þennan bless- unarlega húmor, sem er balsam og krydd tilverunnar, hverjum átrúnaði betri. Heimili þeirra Steinunnar og Eyjólfs var mikið menningar- heimili, og þar ríkti sú gest- risni, sem aðeins verður til jafnað með Unuhúsi. Eftir Eyjadvölina gerðist Eyj- ólfur um skeið blaðamaður við Þjóðviljann, en síðan starfs- maður Loftleiða, fyrst hér heima en loks um sex ára bil fulltrúi þess félags í Osló. Áður .en þau Steinunn og Eyjólfur fluttust til Noregs, misstu þau einkason sinn, Konráð, mesta efnismanu, af slysförum, aðeins 17 ára að aldri. í>au hjónin eru hvorugt þess háttar manneskjur, sem bera hárm sinn'á torg, og hef- ur:,þeárm.iV;afalaust. hentað v.el dvöl í öðru landi, meðal ókunn- ugra. meðan nokkuð dróiúr gáp- asta ■: sviðanum eftir sonarmiss- inn. En þegar árunum fjölgaði erlendis, stóð hugurinn heim. — Og' útlegðinni var í þann veginn að ljúka. Eyjólfur var kominn heim í byrjun apríl, til þess að taka við skrifstofu- stjórastarli hjá Loftleiðum. Að morgni dags, föstudaginn 8. apríl, veiktist hann og var lát- inn að kvöldi sama dags. Eigin- konan var enn úti í Noregi og náði ekki að vera við dánar- beð hans. Kom hún heim dag- inn eftir. Það eru mörg ár, s’ðan þau Eyjólíur og Steinunn hurfu mér til annars lands. Það var því ánægjulegt að eiga með þeim eina kvöldstund á heimili okk- ar hjónanna um hátíðirnar í vetur, þegar þau voru hér í orlofi. Kímni Eyjólfs og and- ríki var sem fyrrum, framkom- an jafn hýrleg og prúðmannleg sem þá og brennandi áhugi hans í andanum hinn sámi. Ég veit að margur saknar vinar :í stað, þar sem Eyjólfur var, þótt þéir setji ekki sökn- uð sinn á prent — og ég bið Steinunni forláts á þessu litla og sundurlausa skrifi. Árni úr Eyjum. Harmleikur Kambans ,,f Skálholti" er sýnt við ágæta aðsókn um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Uppse!»t hefur verið á allar sýningar og leiknum liefur verið ‘tekið forkunnar vel. Næsta sýn- ing verður í kvöld,. — Myndin er af Kristbjörgu Kjeld og Er- lir.gi Gíslasyni í hlútverkuin sínum. Sextugur á morgun Gisli S. Mognússon Þeir, sem aldamót.aárið 1900 litu ljós þessa heims, fylla sjötta áratug ævi .^inn- ar á þessu ári. Einn í þpirra 'hóþi er Gísli Magnússon á Bjargi, Stokkseyri. Viðhorfið í þjóðlífsmálum okkar íslendinga, um síðustu aldamót var nokkuð annað en í dag ríkir, enda lífs'kjör þjóðarinnar, tækni og aðbún- aður vinnandi fólks með öðr- um og ólíkum hætti, því sem í dag er við að búa. Fátækt og þröngur kostur var þá hlutskifti margra alþýðu manna. Langur vinnudagur, lág laun og lélegur aðbúnaður við erfið og áhættusöm störf íslenzkray sjómannastéttar. Störf þeirra ára voru mörkuð þrotlausu erfiði, hvíldarlítils- strits þess fólks, sem við tæknivana framleiðslu vann langt úr hófi fram og bar úr ’býtum allsendis ófullnægj- andi l'ífeyri til sinna fjöl- skylduþarfa. í þeim harða skóla biturrar lífsreynslu og linnulítils þrældóms, fengu ýmsir forustukraftar íslenzftr. ar verkalýðshreyfingar upp- eldi sitt og mótun. Gísli Sæmundur Magnússon er fæddur í Smiðshúsum á . Stokkseyri 9. maí árið 1900, sornur hjónanna Magnúsar Þóðarsonar, Grímssonar frá Stokkseyri og Ingibjargar Gisladóttur frá Framnesi ’í Hraunshverfi, '^óréidra<£ 'GífJá;: bjuggu við sára fátækt, sem fleiri á-Stokkseyri í þá daga. Fékk Gísli þegar á barnsaldfi - að kynnast lífskjörum fátækt. arinnar og viðgerningi þjóðfé- lagsins til þeirra, sem erfið- Gísli Magnússon asta höfðu aðstöðuna til að afla sér gæða jarðlífsins. Fimmtán ára gamall fór hann til sjós á kútter Sig- r'íði. En á þeim árum var fyrsta sjómannaferð margra unglinga á skúturnar. Aðal- lífsstarf Gísla hefur verið sjómennskan, Hefur hann stundað sjóinn á öllum tegundum fiskibáta, allt frá togurum niður í árabáta, Er Gísli talinn sjómaður góður, enda prýddur aðalskostum ís- lenzkrar sjómannastéttar, drengskap. áræði og harð- fylgi. Gísli hefur um langt árabil verið bagaður á fæti og myndi margur maðurinn ekki hafa stundað sjórnennsku við hans aðstæður. En Gisli stúndar sjóinn með harðfylgi og karlmennsku og lætur hvergi á sjá þrátt fyrir sin 60 ár. Þótt aðalstarf Gisla hafi verið sjómennska, hefur hann við ýmis ömiuf störf fengizt um dap'ana, allskonar verka- mannavinnu í landi, búskap og fleira. Hefur Gísli jafnan verið eftirsóttur til vinnu, þvi suk dugnaðar síns er hann viðurkenndur trúmennsku- maður og vel verki farinn. Gísli er maður félagslyndur, samvinnuþvður og greiðvik- inn, hafa þessir kostir hans gert hann mjög vinsælan og ska^að honum traustan fé- lagshóp, sem metið hefur drenglund hans og mannkosti, er sýnt hafa sig í samskipt- um hans við samferðafólkið I ’ yof'nufn »lipns farsæla lífsstarf. Gísli er söag- og gleðimaður, sem hressilegt ér a.ð hitta á "gofe st’und. Lætur Gísla vel að miðla öðrum af lífsgleði sinni og vekja til' áhugít þá, sem hikandi eru og tvístíg- andi um afstöðu til mála.. Gísli var um langt áráhil virkur starfskraftur Ung- mennafélags Stokkseyrar á þess beztu sterfsárum Vann hann þar mikið starf I félagi við æskulýðskraft’a þorpsins á þeim árum, fyrir þessa merku félagsmálastarfsemi. ér á þeim árum átti mjög gifturík- . um árangri að fagna í starfi sínu. Allt frá fvrstu tið hefur Gísli verið sterkur og örugg- ur liðskraftur og málsvari verkalýðshrevfingarinnar, með örugga trú á sigur þesS' mál- staðar. er verkalýðssamtökin hafa barizt fyrir. Á Gísli að haki mikið starf í verkalýðs- og s.jómannafélaginu Bjarma og hefur notið þar verðugs trúnaðar. Er hann nú i stiórn ” félagsins í verkalýðsmálum er Gísli harður baráttumaður, en íhugar þó af fullri gaum- , gæfni málefni baráttuimiar og rasar þar hvergi um ráð fram. Hefur Gísli sýnt stéttvísi og félagsþroska þegar tii átaka hefur komið á þeim vettvangi Framhald á 4. síðu. A** "J KHflKIJ • / • Kastari sýndi Þórði landakort. „Þetta virðist nú vera flóknara, en það er í raun og veru. Fjölskylda mín á hér mikla landareign, en þar er öll starfsemi á eftir tímanitm. Þessvegna ætla ég að flytja heim nýjar vélar og hleypa nýju blóði í atvinnulífið. Þyrlan? Eg ætla að nota hana gegn skordýraplágunni. Hér sérðu alla pappíra og tollskjöl“. Já, pappirarnir ern í lagi, .... en þó getur Þórður ekki varizt grunsemdum.“ En hversvegna er skipið svona unda.rlega byggt ?“ „Bíddu aðeins“, sagði Kastari og brosti, þú gétur einnig fengið upplýsingar um það“. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.