Þjóðviljinn - 16.07.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.07.1961, Blaðsíða 1
iNNMBLAÐINU; Forn ski.ld og fornar ástir. — Sjá opnu. Moskvubréf. — 4. síða. íþróttir. — 9. s'ða. ÞJOBVERJUM HLEYPT I LANDHELGINA Haiifr ©g Svíar þegar koniatii* ú sÉtsíasia — Ilík!®®tJóriiSia fer á liakviíl i Alþlngi ©g fiitaiiirikfsmálafiieffiftcl — IBaftaar kriiíia aé þing komi gaftiaafit Ríkisstjórnin hefur ákveðið upp á sitt eindæmi, án samráðs við utanrík- ‘ ismálanefnd eða Alþingi, að hleypa togaraflota Vestur-Þýzkalands inní ís- lenzka landhelgi. ,Þar með eru að byrja að koma í Ijós þær afleiðingar af undanhalds- j samningunum við Breta sem ríkisstjórninni var bent á í veíur en hún vildi þá ekki viðurkenna. Samningum við vestur- þýzk sþjórnarvöld um heim- ild handa þýzkum togurum til aö veiða í íslenzkri land- helgi er þegar lokið og koma til framkvæmda alveg á næstunni með erindaskipt- um milli ríkisstjórnanna. Danir vilja fá heimild til veiða í íslenzkri landhelgi og borizt hefur krafa frá Svíum um að landhelgin verði opnuð fyrir þeirra skipum. Má búast við að allar aðrar fiskveiðiþjóðir sem veiðar stunda á íslands- miöum sigli í kjölfarið. Frá samningunum við Vegtur- Þýzkaland skýrði Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra á fundi í utanríkismálaneínd í gær. Fékk nefndin að vita af þessu sem gerðum hlut. Eftir að vesturþýzka stjórnin krafðist sömu rétíinda til veiða í ís- lenzkri landheigi fyrir fiskiflota Vastur-Þýzkalands og’ Bretar fengu með samningum í vetur. ‘ voru teknir upp samningar í Bonn. Af í londsf hálfu tóku þátt í þeim sendiherrarnir Pétur. Thorsleinsson og ITans G. And- ersen og Davíð Glafsson íiski- má’artjóri. Gildir sama tíma Ríkisstjórnin ákvað að. verða við kröíu Vestur-Þjóðverja og Framhald á 10. síðu. Alþý(5ubla$i$ vissi um peningasendingu frá sovézku verkalýSsfélagi á undan Dagsbrún! Samband byggingarverka- manna í Sovétríkjunum hefur sent Dagsbrún rúma; hálfa milljón króna, 5000 j sterlingspund, sem stuðning vegna verkfallsins. Fé þetta ■ verður lagt í vinnudeilusjóð Dagsbrúnar. - Þjóðviljanum barst í gær svohljóðandi tilkynning frá Verkamannafélaginu Dags- brún: Verkamannafélaginu Dags- bvún barsi í gær, föstudag, skeyti frá sambandi bygginga- verkamanna í Sovétríkjunum þar sem það tilkynnir fjár- hagslegan stuðning til Dags- brúnar vegna verkfallsins. Er takið fram í skeytinu að að- stoð þessi verði send i gegnum Landsbankann. í morgun hafði Dagsbrún ekki fengið lilkynn- ingu frá Landsbankanum um þessa sendingu, en er fyri’r- sþurn var gerð til bankans kom í ljós að í gær höfðu honum borizt £ 5000 frá sam- bandi byggingaverkamanna í Sovétríkjunum til Dagsbrúnar. Stjórn Dagsbrúnar hefur á- kveðið að veita viðtöku þessari fjárupphæð og þakkar sovézk- um byggingarverkamönnum hina drengilegu aðstoð. Pening- ar þessir verða lagðir í Vinnu- deilusjóð Dagsbrúnar. Eins og lilkynningin ber með sér var Dagsbrún ókunn- ugt um fjárupphæðina og hvenær hennar væri von þiang- að til spurzt var fyrir í gær í Landsbankanum. Svo undar- lega bregður við að Alþýðu- blaðið var fróðara um komu fjárins og upphæðina en við- takandi, því í gær birti það stórfrétt á forsíðu um málið. Alþýðublaðið fær sem sagt vitneskju um peningasending- una samdægurs og hún kemur í bankann ,eftir einhverjum leynileiðum, löngu á undan við- takanda. Slikt er auðvitað hið herfilegasta brot á bankatrún- aði, því útilokað virðist að Al- þýðublaðið hafi haft sínar upp- lýsingar annarsstaðar að en úr Landsbankahum. Vegavinnuverkfoll hefst á morgun á farskipíloÞ Verkfall í allri vega- og brúarvinnu á Suðvesturlandi skellur á á morgun hafi samn- ingar ekki tekizt áður. Verk- fallssvæðið nær frá Mýrar- sýslu tili Rangárvallasýslu að báðum meðtöldum. Síðan Aiþýðusamband fs- lands boðaði vinnustöðvun fyr- ir hönd verkalýðsfélaganna á j svæðinu hafa viðræður um kjör vega- og brúarvinnu- manna legið niðri. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu voru góðar horfur á samkomu- lagi um kjarasamning milli ASf og Vegagerðarinnar þang- Framhald á 10. síðu. Farmeim hafa með yfirgnæf- andi meirihluta veitt stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur heimild til að hoða vinnustöðv- un á farskipafíotanum telji hún þess þörf í kjarasainningum sem í hönd fara.. Fnrmenn veittu stjórninni einnig í sömu allsherjarat- I kvæðagreiðslu fullt umboð til að ganga ftá samningum. | Stjórn Sjómannafélagsins hefur átt viðræður við far- skipafélög, bæði þau sem eru í Vinnuveitendasambandinu og Skipadeild SÍS. Varð að sam- , komulagi að vísa málinu til ' ríkissáttasemjara og hefur 1 að nú verið gert. Má búast við að samningaumleitanir hefjist einhvern næstu daga. SÍLDIN tók mömmu Meðan mæðurnar vinna við sölíun á sildarplönunum verða börnin að sjá um sig sjálf og hvert um annað. Stóra systir annast litla barnið í vagninum, en viss- ara er að halda sig sem næst mömmu þó að hún megi litið vera að siniva afkvæmum sinum !Íi daga sem mest er að gera. Tunnuhlaðinn i baksýn ber því vitni að p’anið er ekki langt undan. Myndin er tekin á Raufarhöfn. * Fióð hclde áfrem í Suður-Kóreu seúi 15/7 — Flóðiti í Suður Kóreu halda áfram eftir meira en hálfs rrþ.naðar sleitulausar rigningar sem nú eru þó horfur á að linni. Samtals er vitað meíS vissu að 252 menn hafi drukkn- að í flóðunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.