Þjóðviljinn - 13.04.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.04.1965, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 13. apríl 1365 — 30. árgaagur — 86. töíublað. Radíóboð til jarðar frá vitsmunaverum í geimnum? Sjá 12. síðu Ríkisstjómin leggur fram frumvörp um skatta og útsvör Opinber gjöld á nauðþurftatekjur hækki í krónutölu en gróBufélög sleppi áfrum -<s> Aðalfundur Hins íslenzka prentarafélags: Vinstri menn fengu i fyrsta sinn um árabii mann ístjórn Myndin er tekin á blaða- ☆ mannafundi í gær með sov- ☆ ézku listamönnunum sem hér ☆ dveljast nú í boði MIR og ☆ sjást á henni talið frá vinstri; ☆ Ivanof söngvari, Rjabínkína ☆ ballerína og Alexandrof kvik- ☆ myndastjóri. — Sjá viðtöl á ☆ 12. síðu. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) I í gær komu fram á Alþingi tvö frumvörp frá ríkisstjóm- inni um tekju- og eignaskatt annars vegar og um tekju- stofna sveitarfélaga þ.e. útsvörin hins vegar. Frumvörp- in hafa það í för með sér, að opinber gjöld hækka í krónutölu frá því sem var í fyrra, þó að einhver lækk- un kunni að vera hlutfallslega. I Við breytingarnar er miðað við breytingu á vinnutöxt- um verka-, sjó- og iðnaðarmanna að því er segir í at- hugasemdum ríkisstjómarinnar á tímabilinu 1963 til 1964 en á því tímabili hækkaði vísitala vöru og þjónustu um tæp 20%, og sé raunverulegri hækkun húsnæðisliðarins bætt við kemur í ljós að dýrtíðaraukningin er svipuð og sú hækkun frádráttar sem frumvörpin gera ráð fyrir. Aðalfundur Hins íslenzka ■>rentarafélags var haldinn sl. sunnudag og var þar lýst úr- Hörmulegt banaslys Hörmulegt banaslys varð í Ólafsvík sl. föstudag er vöru- bifreið var ekið aftur á bak yfir barnavagn með þeim af- leiðingum að barn á fyrsta ári sem í vagninum var lézt samstundis. Slys þetta varð skömmu fyrir hádegi. Hafði móðir bamsins farið í búð og skilið vagninn með barninu i eftir fyrir utan verzlunina sem er við þrönga götu. Á meðan konan var inni í búðinni var vörubíl ekið aftur á bak eftir götunni fram hjá búðinni og sá ökumaður ekki barnavagn- inn og varð einskis var fyrr en hann sá vagninn koma framundan bílnum eftir að hafa ekið yfir hann. Var barnið látið er héraðslæknir- inn kom á vettvang skömmu síðar. Barnið sem dó var ó- skírt en foreldrar þess voru hjónin Magnea Thomsen og Guðmundur Sveinsson vél- stjóri. slitum stjórnarkjörs er fram fór við allsherjaratkvæða- greiðslu í félaginu fyrr í vet- ur. Vinstri öflin í félaginu unnu mikinn sigur við stjóm- arkjörið, hlutu kjörinn mann í stjórn í fvrsta sinn í mörg ár, Stefán Ögmundsson er var kiörinn ritari. Stjómarkjör í HlP fer þannig fram að ekki exru viðhafðar hlut- fallskosningar heldur kosið um menn í einstök sæti stjómarinn- ar. Að þessu sinni var kosið í fjögur sæti í stjóminni. Formað- ur var endurkjörinn Pétur Stef- ánsson með 141 atkv., Sigurður Guðgeirsson hlaut 121. Ritari var kjörinn Stefán Ögmundsson 136, Jón Otti Jónsson hlaut 125, með- stjómandi var kjörinn Ragnar Magnússon með 131 atkvæði, Öl- afur Karlsson hlaut 118. Vara- fonnaður var kosinn Jón Kr. Ágústsson með 142 atkv., Óðinn Rögnvaldsson fékk 114. Af kosningaúrslitum þessum er augljóst að straumhvörf hafa orðið í Prentarafélaginu og fylgi vinstri aflanna innan þess stór- aukizt. Við alþýðusambandskosn- ingamar í haust hlaut listi vinstri manna rúm 90 atkvæði og er það hæsta atkvæðatala er hann hefur hlotið um árabil. Fyrir í stjórn félagsins voru Jón Már Þorvaldsson gjaldkeri, Pálmi Arason meðstjómandi og Guðrún Þórðardóttir formaður kvennadeildar. Helztu breytingar frá núgild- andi lögum um tekju- og eigna- skatt eru þessar skv. athuga- semdum ríkisstjómarinnar sjálfr- ar: Fjölskyldufrádráttur hækki um 23%, þrepin í tekjuskattsstigan- um breikki um 23% til 24% og hundraðstölur hvere þrepg lækki um 10%. Segir í athugasemdunum, að þessar tvær breytingar séu að verulegu leyti miðaðar við niður- stöður athugana Efnahagsstofn- unarinnar um áætlanir á breyt- ingum á vinnutöxtum verka-, sjó- og iðnaðarmanna frá árinu 1963 til 1964, og er talið að þær breytingar hafi numið 23% hækkun launa. Segir ríkisstjómin í athuga- semdunum að skattþegn með 23% tekjuaukningu milli ára greiði hlutfallslega 10% lægri tekjuskatt 1965 en hann gerði 1964. Loks er lagt til að fjölskyldu- frádráttur og skattstigaþrep vegna álagðs tekjuskatts 1966 og síðar, breytist samkvæmt skatt- vísitölu. Frádráttur einstaklings til tekjuskatts á því að verða 80 þús. kr., hjóna 112 þús. kr. og 16 þús. kr. fyrir hvert bam á fram- færi. Meginbreytingar á útsvarsstig- anum skv. frumvarpinu um tekjustofna sveitarfélaga eru: — Persónufrádráttur verði hækkað- ur um 30% éða úr 25 þús. kr. í 32,5 þús. kr. hjá einstaklingum, úr 35 þús. kr. í 45,5 þús. kr. hjá hjónum og úr kr. 5 þús. fyrir hvert bam i 6,5 þús. kr. 1 stað tveggja tekjuútsvars- þrepa, 20% og 30% komi þrjú þrep 10%, 20%, og 30%. 1 stað þess að nú eru Iögð 20% á fyrstu 40 þús. kr., og 30% á það sem eftir er, verði nú lögð 10% á fyrstu 20 þús. kr., 20%, á næstu 40 þús. kr. og 30% á það sem umfram er. Sjá rammann; Niðurstaða frumvarpanna, hér á síðunni. Niðurstaða frumvarpsins Meginniðurstaða stjórnar- frumvarpanna tveggja er sá, að áfram verður lagt á lág- tekjur til útsvars og verður álag á nauðþurftartekjur nú enn hærra í krónutölu en áð- ur. Þá felst ekki í frumvarp- inu nein viðleitni I þá átt að hrcyfa við skatt- og útsvars- stigum í hlutafélögum og gróðabralli, heldur skulu þess- ir aðilar vera að heita má útsvarsfrjálsir, en það hlýtur þó að vera frumskilyrði til þess að unnt sé að létta al- gjörlega opinberum gjöldum af nauðþurftartekjum að gróðareksturinn sé skattlagð- Fjögur lög sam- þykkt í gærdag Fjögur frumvörp voru í gaer samþykkt frá Alþingi og af- greidd sem lög til ríkisstjórnar- innar. í efri deild voru sam- þykkt frumvörpin um bxifjár- rækt og lífeyrissjóð hjúkxuriar- kvenna, en í neðri deild fnim- vörpin um landgræðslu og jarð- ræktarlög. Verður þeirra nánar getið í blaðinu síðar. Hundruð biðu bana, gífurlegt tjón varð í fárviðri í Bandaríkjunum Hver hvirfilvindurinn af öðrum gekk á sunnudag og aðfaranótt mánudags yfir miðvesturfylkin, heilir bæir lagðir í rúst CHICAGO 12/4 — Hundruð manna biðu bana, þúsundir slösuðust og heilir bæir voru lagðir í rúst þegar hver hvirf- ilvindurinn af öðrum gekk yfir miðvestur fylki Banda- ríkjanna, frá Iowa til Ohio aðfaranótt mánudagsins. Fárviðrið hófst þegar á sunnu- daginn, en hvirfilvindarnir geis- uðu áfram alla nóttina, allt fram á mánudagsmorgun og eyðilögðu allt sem fyrir varð. Þeir gerðu engin boð á undan sér og fólk hafði engan tíma til að búa sig undir komu þeirra. Þeir æddu yfir landið með ofsa- hraða og stóðu örstutt við á hverjum stað. Einn þeirra skall á einu úthverfi stálborgarinnar Toledo í Ohio. Það tók aðeins 30 sekúndur, en hann skildi eft- ir 30 lík, en 160 höfðu meiðzt og stórt svæði var í rústum. Verst í Indíana Landbúnaðarfylkið Indiana varð verst úti. Þar er vitað að 102 menn hafi beðið bana, en a.m.k. þúsund slasazt. Talið er að manntjónið muni reynast enn meira þegar öll kurl eru komin til grafar og er þegar gizkað á að 150 manns hafi farizt í Indianafylki einu. Allan daginn í dag voru að berast fréttir um hörmungar fólks í þeim héruðum sem fár- viðrið hafði geisað í. — Þeir aka burtu hverju bílhlassinu af öðru af særðu fólki, sagði lög- reglumaður í Indiana. — Allur bærinn er horfinn, var haft eft- ir manni f öðrum bæ f fylkinu. 1 bænum Elkhart í Indiana var fyrst sagt að 20 menn hefðu látið lífið, en óttazt var að manntjónið myndi reynast fer- falt meira þegar lokið hefði verið við að leita í húsarústun- um. I Ohio varð mest tjónið f Toledo. Átta menn létu lífið þegar vindurinn þeytti almenn- ingsvagni og öðrum bíl út af veginum. í suðurhluta Michigan fórust a.m.k. 23 menn. I bænum Grand Rapid reif vindurinn þök af húsum. Lögreglunni þar var sendur liðsauki til að koma í veg fyrir gripdeildir. 1 smábænum Dunlap í Indi- ana fundust 20 lík á tjaldstæði. Bærinn Conway í Arkansas var sem næst jafnaður við jörðu. Fimm fórust þar en hundrað særðust. Gífurlegt tjón Fárviðrið olli geysilegu tjóni á mannvirkjum og skiptir það hundruðum miljóna króna. Raf- taugar slitnuðu, víða komu upp eldar, stíflugarðar brotnuðu, símalínur rofnuðu og m.a. af þeim sökum er enn ekki vitað með vissu um tjónið. Veðurfræðingar segja að þetta séu verstu hvirfilvindar sem gengið hafa yfir Bandaríkin síðan 1953, 1925 biðu 689 menn bana en 2000 særðust í slíku fár- viðri í Missouri, Illinois og Indiana. Hesmilað verði að auglýsa verðið Frumvarpið um bann við tó- baksauglýsingum hefur nú sætt meðferð efri deilc’ar Alþingis og farið f gegnum fyrstu um- ræðu í neðri deild. I gær kom fram nefndarálit um málið þar sem lagt er til að heimilt verði að auglýsa verð á tóbaksvörum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.