Þjóðviljinn - 02.10.1965, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. október 1965 — ÞJÖÐVTLJXNN — SfBA ’J
Rósinkranz A. Ivarsson
Með Rósinkranz ívarssyni rr
hniginn í valinn einn af beztu
baráttumönnurn islenzkrar
verklýðsbreyfingar, — maður
sem heiii cyg ótrauður til
hinztu stundar hélt tryggð við
bá hugsjón sósialismans, sem
hann ungur tók að vinna fyr-
ir.
Rósinkranz varð snemma öt-
ull málsvarí sjómannastéttar-
innar, einkum í fyrstu og erf-
iðustu baráttu hennar, þegar
samtökin börðust .*yrir tilveru
sinni. Hann var Ó2 snemma
glöggskyggn á bser hættur, er
síðar vofðu yfir verklýðshreyf-
ingunnj vegna afsláttarstefnu
hægri foringjanna og bað var
oss, sem nngir hófum barátt-
una i vipstra armi Albýðu-
flokksins mikfl uppörfan að
eiga svo reynda menn sem hann
að samherja — og bað allt
lífið.
Rósinkranz var einn af
stofnendum Kommúnista-
flokksins og stóð framarlega i
allri beirri erfiðu en sigursælu
stéttarstyrjöld, er sá flokkur
leiddi á verstu kreppu- og
eymdartimum íslenzks verka-
lýðs.
Rósinkranz var einnig einn
af fulltrúum á siofnbingi Sósí-
alistaflokksins 19?8 og alla tið
sami góði, fórnfúsj félaeinn.
Og eigi aðeine bað. Þegar ég
minnist síðustu samfunda við
hann koma mér ætið orð
Hávamála í hug; „Glaður og
reifur skyli gumna hverr, unz
sinn bíður bana“. Svo var
Rósi, — öldungurinn, er hljóp
sfðasta spol æviskeiðsins til
bess að reyna að bjarga bág-
staddrí vem frá ban-a.
Flólckúr 'bfiin.' Sósíalistaflokk-
urinn, og íslenzk verklýðs-
hreyfing, kveður big i dag,
Rósi, og bakka bér allt bitt
ævistarf. Það er öðrum sem á
eftir koma til fyrirmynöar.
Minning bm lifir i beirri frels-
ishreyfingu verkalýðsins er þú
vannst alla þína ævi.
Einar Olgeirsson.
★
Þ^ð eru senn 50 ár síðan
fundum okkar Rósinkranz Á
fvarssonar har fyrst saman, en
bað gerðist með beim hætti
að við réðumst á sama skipið
til reknetaveiða, hér 1 Faxa-
flóa. Hann var þá hrautreynd-
ur siómaður, hafði undanfarm
ár siglf mefi Norðmönnum við
s'Idveiðar og hafði manna bezt
. vit á öllu er að beim veiði-
skap laut.
Fg var þá fákunnnndi ung-
lingur og naut því í ríkum
mælj leiðsagnar han® við störf.
in i m borð. Hann var hand-
fliótur, svo að af bar, og fram-
iWVarandi verkh trgsmn.
Þeszj fyrst'j kynni n.in sf
..Rósa“, efns og félagar hans
kölhrðu hann urð j til þess að
við fylgdumst að í skiprúrri
næsts 4 árin Á þeirr, tíma var
ée rr.eð honum sem „nóta-
bassa“ og í þvi starfi kom að-
r»’,ni hans og ú+sjónarsemi
vel fram Hann fór framúr-
skarandi vel rð síld og gerði
f=»rri „vatnsköst" en f1e=tir
aárir, sem ég hefi vgrið með
Fg hefi fáa skipsfélaga átt
sem Rcsa, hann var framúr-
skarandi ósérhlífínn og verk-
«n(ð.ir með ágætum I.undin
var létt,. sögumaðru- áeætur oe
sífellt upnfullur með smá-
hrekkjabrögð sern a'ílir
"kemmtu sér við, 'kki síð-
ur beir er fyrir urðu en hin-
ir Ég á margar skemmtilegar
minninsar frá samveru okfcar
og samstarfi.
Þegar fundam okkar bar
fyrst saman, var hann þegar
orði.an áhrifamaður í Sjó-
mannafélagi Reykjavikur, enda
ötull áróðursmaður íyrir verka-
lýðssamtökin, hvar sem hann
var staddur á s,jó eða landi.
Hann var í félagi sinu talinn
íóður raeðumaðM,•, skýr i hugs-
un og rökfaslur, enda hlustuðu
menn a hann hvort þeir vcru
sammála honum eða ekki.
Þó að ég viðurkenndi +ús.
lega yfirburði Rósa i öllu
verklegu og .íyti tiUagnar
hans með ánægju cg þakklæti.
var mér ekki eins ljúft að
fallast á skoðanir hans á bjóð-
málum og rey.ndi eítir megni
að standa jpp í hárin.i á hon-
um Þessar deilur okkar urðu
mér svo kærar og voru svo
þroskandi fynr mig að ég
hélt teim áfram löngu eftir
að hann var algerlega búinn
að sannfærq mig um rettmæti
skoðana sinna. Seinna urðum
við svo samstarfsme in i Sió-
mannafélaginu og var hana
ekki síður skemmtilegur sam-
herji en mótherji. Mér er það
ljóst að enginn einp maður
hefur átt meiri þátt í að móta
Iífsskoðun mína en Rósinkranz.
og nú þegar loiðir skilur,
þakka ég honum það ásamt
langri samfylgd ,bar sem hann
ávallt var veitandinn, en af
honum var Ijúft aft þiggja.
Björn Bjarnason.
★
Hann „Rósi“ er látinn og
finnst mér sem klipptur sé
burt lengsti þátturirm í lífi
minu, er ég sé á bak þessum
gamla og góða félaga . . .
Það var á hallanda sumri
árið 1916, að ég var staddur
á Torfunessbr.vggjunni á Akur-
eyri. Þar lá þá togarinn „fs-
lendingur" frá fteykjavík,
skipstjóri Kristinn Brynjólfs-
son frá Engey '(síðast bóndi
í Ráðagerði), hinn rnesti ágaet-
ismaður. Mér varð gengið út
í togarann. Tveir menn voru
um borð, Kristinn skipstjóri og
. Vestflrðingur, sem ég hafði
aldrei hitt fyrr, Rósinkranz Á.
ívarsson af Rauðasandi Ég
þáði hjá þeim tevatnskönnu
og undi mér hið bezta með
þeim. Enginn var stéttamjnur
í viðræðum þeirra, en annars
var þá mikið djúp milli tog-
araskipstjóra og háseta Svo
var þó ekki hiá Kristni. Rós-
inkranz var víðförull á þeirra
tíma mælikvarða, hafði siglt
með enskum og norskum og
verið búsettur í Noregi um
hríð. Sagði hann okkur frá
ýmsu, sem á dagana nafði
drifið, en frásagnargáfa hans
var mikil.
Ég hitti Rósinkranz nokkr-
um sinnum eftir að við vorum
komnir suður og lókst með
okkur vinátta, sem hélzt með-
an lifðum báðir. Hann
sótti fundi Jafnaðarmannafé-
lagsins, sem við höfðum stofn-
að, eitthvað 20 til 30 menn í
janúar 1917. Hann var þá orð-
inn áhrifamaður í Sjómanna-
félaginu. Við Ólafur Friðriks-
son hvöttum Rósa til þess að
gerast félagsmaður, en hann
hélt bvi fram ; fyrstu, að
þetta ætti að vera félag
„menntamanna“, sem aðhyllt-
ust sósíalisma og ættu aðrir að
hlýða á fræðslu lærðra manna.
Ekki leið þó á löngu þar til
hann breytti þessari skoðun
og gekk i félagið. Hann var
kosinn í stjórn þess 1922. Unn-
um við þar saman um langt
árabil við forystu Ólafs Frið-
rikssonar. — Haustið 1922
klofnaði félagið og gengu helztu
forinsja hægri arms Al-
þýðuflokksins úr félaginu,
meðal annarra þeir Jón Bald-
vinsson, Héðinn Valdimarsson
og frændi Rósinkranz, Sigur-
jón Á. Ólafsson, formaður Sjó-
mannaíélagsins. Rósinkranz
gerðist nú brátt helzti foringi
vinstrimanna í Alþýðuflokkn-
um. Hann sat Alþýðusambands-
bingin næstu árin, en þá var
flokkurinn og Alþýðusamband-
ið sama stofnunin. Voru
nokkrir okkar, sem ekki vor-
um í verkalýðsfélögum, kosnir
af jáfnaðarmannafélögunum á
landinu í fyrstu var Rósin-
kranz einn af fulltrúum Sjó-
mannafélagsins, en eítir að
völdin í félaginu koimust í
hendur manna, sem voru
hættir að stunda sjóinn. varð
Rósinkranz fulltrúi Jafnaðar-
mannafélagsins í Reykjavík.
Aldrei var bilbugur á honum.
Var hann j öllu frekar hvetj-
andi, en hitt.
Uppúr 1921 hófust harðar
deilur millj launþega og atr
vinnurekenda, einkum hér í
Reykjavík. Þá urðu átök í
kaupdeilum, er verkamenn eða
sjómenn fjarlaegðu verkfalls-
brjóta. Lögreglan var oft send
til þess að berja á verkamönn-
um. Bera sumir okkar ennþá
örkuml frá þeim árum. Hagur
launþega versnaði á þessum
árum, jáfnvel á þeim árum,
er útgerðarmenn græddu allt
að 30—40% á útfluttum salt-
fiski, sem þá var mesta út-
flutningsvara landsmanna. Tap
á sild máttj oft kenna gróða-
fíkn og fjárhættuspili síldar-
útflytjenda. Þá var barizt á
hafnarbakkanum í Reykjavik
út af 10 til 15 aura hækkunar-
kröfu verkamanna. Alltaf var
Rósinkranz þar í fylkingu, sem
harðast var barizt, vígreifur
og frór til stórræða. — Á
þessum árum var harm nær
daglegur feestur á heimili for-
eldra minna en þar var Tætt
og ráðift kvöld eftir kvöld
fram á rauða nótt — árum
saman. Hann var allra félaga
skemmtilegastur og margfróð-
ur var hann. Skorti hanr.
aldrei áheyrendur.
Rósinkranz var einn af
stofnendum Kommúnista-
flokks íslands árið 1930 og
Sósíalistaflokksins 1938. Var
hann j honum til æviloka,
samj góði félaginn þrátt fyr-
ir lélega heilsu um langt ára-
bil. Jafnhliða félagsstörfum
stundaði hann fiæðimennsku,
einkum ættfræði. Þá var hjnn
félagi í Góðtemplarareg'unni í
fjölda ára, enda aila tíð
strangur bindindismaður á
áfengi."
Nú er hann Rósi okkar all-
ur. Hans munum vér ávallt
minnast, hinir gömlu félagar
hans í verkalýðshreyfingunni,
sem eing hins bezta liðsmanns
og forystumanns. Ég bakka
honum, fyrir hönd fólks míns
og mín sjálfs, nærri hálfrar
aldar vináttu og góða sam-
fylgd.
Vertu sæll. Rósi minn
Hendrik Ottósson.
Ég átti von á þvi ag vinur
minp, RósÍPkraPZ ívarsson,
kæmi í bæinn vestan úr
heimahögum einhvern næstu
daga. Það var nefnilega kom-
inn sá tími er harm hefði get-
að átt það til að snarast inn
á vinnustað minn, broshýr,
reifur og útitekinn frá breið-
firzku sumri og sól. — Fyrir
skömmu hafði mér verið bor-
in kveðja frá honum vestan
frá Kirkjuhvammi A Rauða-
sandi, þar sem þessi hálfní-
ræði garpur hafði staðið á
teig úti og ur.nið að heyverk-
um með systkinum sínam, er
þarna reka búskap.
Ég hafði hlakkað til að sjá
hann, heyra um það nýjasta,
er rekið hefði á fjörur fræði-
mannsins: karmski sögolega
heimild að gömlum hús-gangi,
sögubrot aft vestan, rímþraut
eða þ.u.l. — Ég hafði jafnvel
búizt við því að við Rósi, sem
höfðum átt svo ótalmörg gam-
anmál saman um dagaoa, gæt-
um lesið saman síðustu próf-
örk af Rósar.'mum, sein nú eru
í prentun. Ég hafði sem sé
hlakkað til að sjá hann, og
mér íannst hann yera að
verða á eft.r áætlun, sem ekki
var honum líkt.
Jú. Rósj bjóst til suðurferð-
ar eins Qg að vanda, og æilaði
að st.íga á skipsfjöl þ. 27. f.m.
Fr. svo brá nú við, i fvrsta
sinni á lbngum ævifar'j þessa
sjóvíkings, að hann ko-n ekki
tíl skips a tiJsettum tima. Hér
gai ekki allt verið með felldu,
og sú varð raunin.
Rósinkranz ívarsson hafði
lagt upp í aðra ferð, sem ekki
varð nú sleg:ð á frest. Daginn
áður, eða þann 26. f.m. ýarð
htnn bráðkvaddur heima að
Kirkjuhvammi. Rósi nafði
reikað um heimahagann þenn-
an dag og íundið kind, sem
fallið hafði skurð svo að
henni stóft lífshætta af. Þnð
var ólikt Rósa að horfg sljó-
um augum og aðgerðarlaus á
slikt, og hann hraðaði sér sem
mest hann mítti heim eftir
aðstoð til að bjarga lífi skepn-
unnar, en þessum hálfníræða
björgunarmanni varð áreynsl-
an svo mjög um megn. að
hann hné niður, er hann hafði
sagt það, sem þurfti, og var
þegar örendur. — Daaðdagi,
er sæmdj slikum vini manna
og dýra.
Rósinkrapz var fæddur að
Skógi á Rauðasandi 20. sept.
1880. Foreldrar hans voru
Rósa Benjamínsdóttir og ívar
Magnússon bóndi, ættuð af
Vestf jarðakjálkanum og úr
Breiðafirði. að því er ég bezt
veit. — Af fjórtán börnum
foreldra Rósa eru nú eftir á
lífi: ívar ívarsson bóndi að
Kirkjuhvammi og kaupfélags,-
stjóri, Halldóra Jóna og Berg-
þór ívarsson iðnverkamifiur i
Reykjavík, sem margir kann-
ast við.
Þegar Rósinkranz er 10 ára
gamall flytzt hann með foreldr-
um sínum afi Kirkjuhvammi í
sömu sveit, þar sem fjölskylda
hans hefur búið síðan. — Átj-
án ára fer hann að heiman til
Patreksfjarðar og mun bafa
unnið þar um skeið, en fer sið-
an að stunda sjó um tvítugs-
aldur. Síðan átti fvrir hooum
að liggja langt sjómannslíf á
flestum tegundum íiskiskipa,
hér við land og víðar. Hann er
enn á æskuskeiði þegar hann
fer af landi burt og stundar
þá árum saman sjómennsku
vifi strendur Noregs. Um skeið
mun hann einnig haía verið
sjc-maður á enskum togurúm.
Það var á hvers :nanns vit-
orði, sem spurnir hafði af
Rósa, að hann var afbragðs
liðsmaður á sjó, og mér hafa
tjáð skipstjórar, sem höfðu yf-
ir honu.n að segja, aft leitun
værj á öðrum eins liðsmanni,
hvað þá betri. — Án efa mun
hann hafa kynnt sér vel að-
ferðir Norðmanna við síldveið-
ar á þeim tíma, og hef ég
það fyrir satt, að hann sé einn
sá fyrsti, ef ekki allra íyrsti,
íslenzkur nótabassi hér við
land.
Hér eru ekki tök á að rekja
sjómannsferil Rósa, til þess
brestur mig þekkingu og auk
þess rúm í lítilli blaðagrein.
— En sagt er að hann hafi
ekíki með öllu látið af sjó-
mennsku fyrr en um sextugt.
En upp frá því stundaði hann
vinnu í landj á meðan kraftar
leyfðu. Hann dvaldist jafnan að
sumrj til hjá systkinum sin-
um vestur á Rauðasandi á
síðari árum, en í Reykjavík
á vetrum við þjóðlega *ræði-
mennsku, sem honum var í
blóð borin.
Rósinkranz kemur suemma
vift sögu f íslenzkri verkalýðs-
baráttu. Kom tvennt til; hann
er skilgetift bam pinnar þióð-
legu félagavakningar, sem
kend er við aldamótakynslóð
og ungmennafélög og svo hitt,
að úr utanlandsdvöl sinni kem-
ur hann færandi hendi, sterk-
lega mótaður af samtakabaráttu
stéttarfélaga sinna í nágranna-
löndunum. Gerist hann at-
hafnasamur í samtökum ís-
lenzkra sjómanna þegar á
fyrstu dögum þeirra. Hann er
maður, sem vinnur traust fé-
laga sinna, og honum eru faf-
in fjölmörg trúnaðarstörf.
Hann er í samninganefndum,
um árabil ritari í Sjómanna-
félagi Reykjavíkur og fulltrúi
þess á Alþýðusamhandsþing-
um. Hann hefur tileinkað sér
alþjóðahyggju hins byltingar-
sinnaða verkalýðs og kemur úr
utanför sinni róttækur sósíal-
isti. Hann er með fyrstu braut-
rj'ðjendum Alþýðuflokks og
Alþýðusambands og sat jafn-
an sambandsþing sem heiðurs-
gestur á efri árum. Hann var
maður heilbrigðrar framvindu,
er einn af hvatamönnum að
stofnun Kommúnistafl. Islands
og einn af stofnendum hans
haustið 1930. — Og þegaar ein-
ing tókst með vinstri Alþýðu-
flokksmönnum og kommúnist-
um, haustið 1938, er hann einn
af stofnendum Sameiningar-
flokks alþýðu — Sósíalista-
flokksin, og hefur veri« heið-
ursfélagi hans í fjöldamörg ár.
Það var no;kkru eftir 1920.
Ég var gestur i Reykjavík. ný-
lega orðinn virkur í samtök'Jm
verkalýðsins þegar ég kvnnt-
ist fyrst ýmsum framámönn-
um sjómannasamtaka höfuð-
staðarins. Einn þessara manna
var Rósinkranz Ivarsson. Hann
var vel á sig kominn að ytri
sýn: þéttvaxinn, kvikur í
hre.vfingum, glaðlegur og bar
höfuft hátt. Mér fannst þessi
maður hera með sér amsúg
og reisn hinnar byltmgjrsir.p-
uðu heimshreyfingar verka-
manna á þeirri tíð.
Geiglaus framkoma hans I
átökum vift verkfallsbrjóta og
hvítliða og viðmótsprýði
gæddu þennan ferluga mann
slíku aðdráttarafli meðal okk-
ar hinna ungu, að sjaldan
sást Rósi svo á ferð í landi
aft ekki væri hópur pngra
manna í fylgd með honum.
Hann var fyrirmynd ungra
manna að vaskleik og félags-
legum d.vggðum.
Síðan skipar þessi maður
veglegt rúm í endurminningum
mínum. jafnt frá rysjum stétta-
átaka kreppuáranna viða um
land sem og glöðum samfund-
um á góðri stund, — Ég sé
hann enn fyrir mér í Krossa-
nessverkfallinu koma með hóp
skipsfélaga sinna á verkfalls-
vakt eða á fundi, til að stoðla
að sigri fátækra landverka-
manna, sem þá eru aft stiga
fyrstu skrefin á leið samtak-
anna, ,gegn voldugum andstæð-
ingi, ég heyri hann snn taia
sannfærapdi orðum við þessa
umkomulausu einstaklinga um
reginmáttinn, sem í sjálfum
þeim býr sameinuðum. — Ég
gleym; aldrei því atviki i sjó-
mannabaráttunni miklu í Vest-
mannaeyjum 1932, þegar Rósi
bra sér um borft í Lýru um
leift og hún leysti landfestar
í Reykjavík með fullfermi af
vertíðarmönnum til Eyja, í ó-
þökk verkfallsmanna þar. En
þá nótt fengu vinsæld og
snilli þessa manns þvi áorkað,
að mannfjöldi þessi, sem and-
stæðíngamir töldu vist að
mundi gína vjft vinnunni og
brjóta verkfallið á bak aftur,
gekk fylktu liði upp í bæki-
stöðvar verkfallsmapna með
Rósinkranz í fararbroddi. —
Þetta var hvorkj fyrsta né síð-
asta nóttin á sjó eða landj sem
þessi maður fórnaði fyrir
hagsmuni vinnandi manna og
hugsjón sína, sósialismann.
Framhald á 9. síðu.
Þjóðviljinn þakkar honum
Rósinkranz ívarssyni þótti vænt um Þjóðviijann og
sýndi það í mörgu fyrr og síðar, lagði honum til efni og
styrkti hann með öðru móti. Nokkrum dögum fyrir and-
lát sitt átti hann 85 ára afmæli. Á slíkum viðhafnardög-
um vænta flestir sér gjafa og góðs af öðrum. Rósinkranz
sneri þessu við. Hann minntist. Þjoðviljans á þessu merk-
isafmæli sínu og sendi bláðinu sparisjóðsbók að gjöf,
og þessi orð, skrifuð með hinni sérkennilegu, auðþekktu
rithönd:
.,f dag sendi ég Þjóðviljanum til eignar bessa iitlu
bók.
Það' eru peningar sem nokkrir vinir mínir sendu
mér 20. september 1960“.
í bókinni var innstæða kr. 28.450,74.
Þjóðviljinn þakkar Rósinkranz ívarssyni þessa hinztu
gjöf og allar hinar sem áður voru komnar, þakkar ein-
lægnina og hreinlyndið, hugsjónatryggð og mannlund,
eiginleika sem entust honum til æviloka. Okkur sem
þekktum hann verður hann ætíð hugfólginn, minning
hans förlast ekki þó árin líði.
S-G.
4