Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 23. apríl 1967. NÝ ÍSLENZK KVIKMYND: ÍSLENZKT SKART □ Þjóðviljinn hafði spurnir af því að nýlega væri lokið töku kvikmyndar um íslenzka skart- muni, og mun hún vera fyrsta kvikmyndin sem tekin er um þetta efni. Kvikmyndatökumaður- inn Ásgeir Long, sem stendur að gerð þessarar myndar, brást vel við því að segja lesendum Þjóðviljans nokkuð um mynd þessa, en Ásgeir er þegar kunnur fyrir fyrri kvikmyndir sínar or ljósmyndir. — Hver eru tildrög að því, að þú tókst þessa mynd? — Þótt það hljómi nú kannski undarlega, þá er það upphaf þess að ég hef gert þessa mynd, sem heitir íslcnzkt skart, að ég hafði gert kvik- mynd um einn þátt í íslenzku atvinnulífi. Það var myndin i Sjómannalif sem ég tók þegar ég var vélstjóri á togara og hef ég sýnt hana víða. Mér datt þá í hug að gera kvikmyndir um fleiri þætti úr atvinnulífinu, en eins og oft vill verða þegar unnið er að siíku af vanefnum verður að ieita á þau svið sem maður hefur einhver tengsl við í gegnum kunningsskap. Svo vildi til að einn góður kunningi minn, Valur Fannar, rekur gullsmíðaiverkstæði og er einnig áhugamaður um ljós- myndir og kvikmyndagerð. Varð það því úr að við hófumst handa að gera kvikmynd um íslenzka silfur- og gullsmíði. Þetta var fyrir u.þ.b. fimmtán áxum, og byrjaði ég að taka myndir á vinnustofu Vals. Svo lá þetta alveg niðri af ýmsum ástæðum, þar til í ársbyrjun í fyrra að ég tók til við þetta aftur. Frá fyrstu tíð I fyrstu var hugmyndin að kvikmyndin sýndi aðeins nútíma gullsmíði, en oft breytast allar áætlanir þegar maður fer að vinna að verkinu og kynnast viðfangsefninu betur. Við sáum fljótt að þetta efni var alltol tákmarkað til að gera úr því heila kvikmynd, svo að mér datt í hug að bera þetta undir Kristján Eldjárn þjóðminjavörð- Hann tók okkur vel og vísaði okkur á Þór Magnússon, forn- leifafræðing og starfsmann við Þjóðminjasafnið, sem er manna fróðastur um ' íslerizka silfur- smíði og er einmitt að vinna að því nú að gera skrá um alla þá menn sem stundað hafa gull- og silfursmíði. Hefur Þór orðið okkur mikil hjálparhella við gerð kvikmyndarinnar. Erindi okkar á Þjóðminja- safnið var í rauninni það að leita uppi verkfæri sem áður fyrri voru notuð við gullsmíð- ar, til að við gætum brugðið upp mynd af gömlu gullsmíða- verkstæði. En okkur varð fljótt ljóst hverja námu af fróðleik um íslenzka skart- gripi þar var að finna. Svo að niðurstaðan varð að lokum sú, að við höfum gert kvik- mynd um íslenzkt skart frá fyrstu tíð. Efnivið i þann hluta myndar- innar sem fjallar um fyrri tíð er óvíða annars staðar að Kristófer Pétursson, á Kúludalsá, á vinnustofu sinni. - JjJ: Beltisendi og sproti i gömlum stíl, loftverk. finna en i Þjóðminjasafninu, en þó eru nokkrir hlutir, sem sýndir eru í myndinni frá gömlum tíma, í eink&eign. Sáralítið er til af skartgrip- um frá allra elztu tíð, en elzti silfurgripurinn sem til er í safninu og álitið er að smíðað- ur sé hér heima er Þórshamar. en algengt var, einkum á ofan- verðri 10. öld, að menn bæru þetta táknmerki Þórs bæði sem skart- og vemdargrip. Einnig sýni ég beinagrind sem fannst í fornu kumli, voru skartgripir á beinagrindinni er hún fannst, felddálkur, sem notaður var til að halda saman yztu skikkju, og þriggja blaða brjóstnæla. Eru þetta elztu minjar um ís- lenzka skartgripi. Annars yrði of langt mál að fara að lýsa þeim gömlu skart- gripum sem sýndir eru í mynd- ini, enda er sjón sögu rikari þegar farið verður að sýna myndina. Kvenbúningurinn í mynd sem á að sýna ís- lenzkt skart hlýtur íslenzki kvenbúningurinn og allt' það skart sem honurri fylgir að skipa veigamikinn sess.' En ó- væntan vanda bair að höndum þegar kom að þeim þætti myndarinnar að sýna konur í hinum fomu íslenzku kvenbún- ingum sem til erú á safninu, því að konur á þéini tíma hafa verið svo smávaxnar, að jafn- vel stúlkur sem nú kaliast nett- vaxnar komast með engu móti í þá. Þjóðdansafélágið hljóp þá undir bagga og lánaði okk- ur búninga sem það hefur látið gera eftir fomri fyrirmynd. Að sjálfsögðu er sýnd hin nýrri gerð af kvenbúningum, en sem kunnugt er vár þessi íslenzki þjóðbúningur . sVo til óbreyttur öldum saman þar til svo var komið um miðja 19. öld að svo virtist sem hann ætlaði að hverfa með öllu- Konum þótti hann alltof viða- mikill til að klæðast í, þótt hann væri einungis viðhafnar- búningur. Þá var það fyrir til- stuðlan Sigurðar málara að búningnum var breytt og hefur áreiðanlega orðið til þess að hinn tígulegi íslenzki kvenbún- ingur helzt enn við lýði, þótt margir sakni hins gamla. Og til skamms tíma hefur silfur- skart á þennan búning verið eitt meginviðfangsefni íslenzkra gullsmiða. Af gamla skólanum Þá var komið að þeim þætti myndarinnar að sýna gull- smíðaverkstæði með gamla sniðinu. Ætluðum við að fá lán- aða muni úr verkstæði Jóns Sigmundsson sem geymt er í kössum á Iðnminjasafni Reykja- víkur. Var ætlunin að stilla þessu upp og dubba einhvern upp í að leika gamlan gull- smið. Þór Magnússon safnvörð- ur benti okkur þá að að þetta væri óþarfa umstang, þvi að hann vissi af gömlum manni sem enn stundaði gullsmíðar að vísu með nútímaverkfærum, en geymir enn öll sín gömlu á- höld í verkstæði sínu sem er dæmigerð aldamótasilfursmiðja og hefur hann smíðað mörg verkfæranna sjálfur. Maður þessi er Kristófer Pétursson á Kúludalsá undir Akrafjalli. Kristófer er ættað- ur frá þeirri frægu Stóru-Borg í Víðidal, fæddur 1887 og er elzti starfandi gullsmiður á landinu. Hann hlaut ekki aðra kennslu um gullsmíðar en 3ja mánaða tilsögn hjá Jóni Leví gullsmið í Reykjavík árið 1907. Kristófer bjó lengst af á búi sínu á Stóru-Borg en alla tíð mun hugur hans hafa hneigzt meir að gullsmíðinni en bú- skapnum. En það mun svo með Ásgeir Long að vinna að klippingu á kvikmynd- Kristófer sem marga aðna lista- menn hér áður fyrr, að þeir hafa orðið að stelast til þess frá búskapnum að sinna köllun sinni. Sagði Kristófer mér að hann hefði aldrei þekkt í sund- ur rollurnar alla sína búskap- artíð, en nú í ellinni getur hann loks farið að helga sig áhugamáli sínu. Er ég mjög á- nægður með að hafa fengið tækifæri til að festa á filmu þennan síðasta gullsmið okkar af gamla skólanum. Nýi tíminn Þegar ég taldi nú töku mynd- arinnar að mestu lokið snéri ég mér til Björns Th. Bjöms- sonar listfræðings og bað hann semja texta við myndina. Þeg- ar Björn hafði kynnt sér það sem ég hafði tekið, benti hann mér á margt sem hann taldi vanta í myndina, ög kom méð góðar tillögur um aðra niður- röðun á efninu en ég hafði hugsað mér. Björn er sem kunnugt er mjög fróður um allt er lýtur að efni þessarar mynd- ar og hafa leiðbeiningar hans orðið mér til mikils gagns, auk þess sem það gefur myndinni að sjálfsögðu mikið gildi að hann semur texta við hana. hans þekkt á heimssýningunni í New York 1937, og höfðu menn þar raunar svo mikla á- gimd á þessum forkunnarfagra íslenzka smíðisgrip að honum var stolið þar á sýningunni, svo að Leifur varð að smíða hamn aftur, enda var það hæg- ara í þann tíð, þegar gullsmiðir smíðuðu eftir teikningu. Aðrir gullsmiðir sem sýndir eru við vinnu sína eru Ásdís Sveinsdóttir Thoroddsen nem- andi Leifs, en hún er eina ís- lenzka konan sem lært hefur gullsmíði, og Jóhannes Jóhann- esson, sem þykir einna frum- legastur íslenzkra gullsmiða í dag. Að lokum sagði Ásgeir Long að tvennt hefði verið erfiðast við gerð þessarar myndar. I fyrsta lagi er erfitt að forðast endurskin þegar teknar em myndir af silfrl og gulli, og í öðm lagi kemur uþp sama vandamálið og venjulega, þ.e. að velja og hafna og vafalaust hafa einhverjir merkisgripir orðið útundan í þessari mynd. Annars er myndinni alls ekki ætlað það hlutverk að vera tæmandi heimild um íslenzka skartgripi frá upphafi sögu okkar, heldur bregða upp sýn- ishomi af vinnubrögðum ís- Fyrir kvikmyndatökuna. Valur Fannar hagræðir ílcttunum á Rósu Arthúrsdóttur, sem klædd er íslenzka kvenbúningnum. Bætti ég m.a. inn í myndina fleiri þáttum um nýtízku gull- smíði og upphaf hennar hér á landi. En segja má að gullsmíði færist hér ekki í nýtízku horf fyrr en Baldvin Björnsson (fað- ir Bjöms Th.) kom hingað heim frá námi í Þýzkalandi en hann var fyrsti íslenzki gullsmiður- inn sem lærði iðn sína erlend- is og flutti nýja tím; nn í þess- ari listgrein til Islands. Einn lærisveinn Baldvins er Leifur Kaldal, sem líklega hef- ur orðið þekktastur íslenzkra gullsmiða, t.d. varð sveinssmíð lenzkra gullsmiða og af is- lenzku skarti fyrr og nú. ★ Þessi fyrsta íslenzka kvik- mynd um íslenzkt skart er að sjálfsögðu tekin í litum og verður sýningartími um 30 mínútur. Björn Th. Björnsson semur texta við myndina eins og áður segir og flytur hann með myndinni. Einnig mun Þorkell Sigurbjömsson tónskáld semja sérstaka tónlist með myndinni. Má því sjá að til Framhald á 10 síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.