Þjóðviljinn - 27.09.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.09.1967, Blaðsíða 1
 Vegna minningarathafnar um Jón Bjarnason ritstjóra verða skrifsto'fur, prentsmiðja og afgreiðsia Þjóðviljans lokaðar í dag kl. 2—5 síðdegis. ÞJ<>ÐVlOlNN. Steingrímur Aöalsteinsson. Sósía/ista- fé/agsfundur íkvö/d FIJNDUR Sósíalistafélags Rvíkur verður i Tjamargötu 20 í kvöld, miðvikudag, og hefst kl. 8.30. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Formaður félagsins, Stein- grimur Aðalsteinsson, hefur framsögu um efnahags- og at- vinnuástandiö og viðbrögð Sósíalistaflokksins. 3. önnur mál. FÉLAGAR fjölmennið! Mætið stundvíslega og sýnið félags- skírteini við innganginn. Stöðvun árása alger forsenda fyrir viðræðum Síða @ □ Fyrsti umræðufundur Alþýðubandalagsins í Reykja- vík á þessum vetri sem haldinn var í Lindarbæ á mánu- dagskvöld varð f jölsóttur og urðu þar f jörlegar og málefna- legar umræður um þau vandamál sem tengd eru stjórn- arsamstarfi sósíalískra flokka við borgaralega flokka og sósíaldemókrata. Fundarformið var mjög frjálls- legt: stuttar framsöguræður, fyr- irspurnir, athugasemdir, stuttar ræður — og sýndist l>etta form vænlegt til að fá sem flesta fundarmenn til þátttöku. Umræðum stjómaði Guð- mundur Magnússon. Fyrstur tal- aði Loftur Guttormsson og fjall- aði um úrelt og ný viðhorf í stjómlist verklýðsflokka í Vest- ur-Evrópu. Jóhann Páll Árnason rasddi um afdrif sósíalistaflokks Nennis á ftalíu í stjórnarsam- starfi við kaþólska, um afslátt hans á sósíalískum markmiðum og viðbrögð vinstri manna á ft- alíu við þeirri stefnu. Ragnar Arnallds rasddi um samstarf Sós- íalíska Alþýðuflokksins danska við sósíaldemókrata og þann á- greining flokkanna sem hefur komið í veg fyrir það að þeir tækju upp stjómarsamvinnu. Þá töluðu þeir Svavar Gestsson og Ólafur Einarsson um reynslu Sósíalistaflokksins og Alþýðu- bandalagsins í nýsköpunarstjóm- inni og vinstri stjóminni. Allmiklar umnaeður urðu sem fyrr segir, einkum um síðast- nefnda atriðið. Ólík viðhorf komu fram einkum að því er varðar mat á því, að í vinstri stjóm var ekki fylgt eftir kröf- um um brottför hersins, og hvort framgangur annarra mála hefði réttlætt umlburðarlyndi Alþýðu- bandallagsins i þvi' máli. Þá kom það álit og fram hjá ýmsum ræðumönnum í þessu sambandi, að þjóðfrelsismál hefðu jafnan skipað svo mikinn sess í afstöðu sósíalískrar hreyfingar á fslandi til annarra flokka, að það hefði orðið á kostnað mótunar fastrar stefnu að því er varðar breyt- ingar á sjálfri gerð þjóðfélagsins. Fyrirlhugaðir eru fleiri fundir með svipuðu sniði í vetur. Mikið var um að vera í Þverárrétt í Borgarfirði á suimudttginn var og dreif að mannfjöldi úr öll- um áttum. Var aðkomufólk áreiðanlega fleira en heimamenn og börn og unglingar í miklum meirihluta. Mesta aðdáun yngsta mannfólksins vakti yngsta kynslóð hrossakynsins og sést hér einn fulltrúi þeirra ásamt móður sinni. — Myndir úr réttunum ásamt frásögn eru svo á baksíðu. (Ljósm. Þjóðv. vh). Hörð gagnrýni Skólastjórafélags Sslands á stjórn fræðslu- og skólamák Menntastofnanir nær óstarf- hæfar vegna kennaraskorts □ Kennaraskorturinn í landinu var aðalmál fundar Skólastjórafélags íslands sl. laugardag og taldi fundurinn kennaraskortinn svo geigvænlegan, að við borð lægi að menntastofnanir landsins væru óstarfhæfar. Telja skóla- stjórar orsök kennaraskortsins léleg launakjör og vanmat á störfum þeirra sem vinna að fræðslu- og uppeldismálum og leggja áherzlu á nauðsyn þess að efla og treysta skóla- stofnanir landsins' í stað þess að veikja þær. Ályktun aðalfundar Skóla- stjórafélags íslands um kenn- araskortinn er svohljóðandi: „Aðalfundur Skólastjórafélags íslands, haldinn í Barnaskóla Garðahrepps, laugardaginn 23. sept. 1967, vekur athygli alþjóð- ar á hinum geigvænlega kenn- araskorti í landinu og telur, að vanmat á störfum þeirra, sem Vörubifreið valt í Kópavogi í gær vinna að fræðslu- og uppeldis- málum og léleg launakjör valdi þar mestu um. Bendir fundur- inn ráðamönnum þjóðarinnar á, llve mikla ábyrgð þeir taka á sig, gagnvart núlifandi og kom- andi kynslóðum, með því að lama svo menntastofnanir lands- ins að við borð liggur, að þær séu óstarfhæfar. Telur fundur- inn, að þeir fjármunir, sem sparast kunni í bili, á þenn- an hátt, muni fljótlega eyðast í auknum útgjöldum á öðrum sviðum m.a. í lélegri alþýðu- menntun, takmarkaðri æðri menntun, auknum afbrotum og aukinni löggæzlu o.s.frv. Fund- urinn leggur á það höfuðá- herzlu, að í stað þess að veikja skólastofnanir landsins, sé þjóð- inni nauðsynlegt að efla þær og treysta sem mest, eins og aðr- ar þjóðir eru sem óðast að gera. Fundurinn telur, að nægi- lega margir kennarar séu til í landinu fyrir nær öll fræðslu- stig. Vandamálið sé aðeins að fá þetta fólk til starfa í skól- um landsins. Leiðir til úrbóta í þessu alvarlegasta vandamáli þjóðarinnar eru m.a. að hækka stórlega laun kennara á öllum fræðslustigum, skapa sam- keppni um kennarastöður, gera auknar kröfur til kennaramennt- unar, sjá kennurum ^yrir hent- ugum og ódýrum íbúðuin og bæta aðbúð og slarfsskilyrði kennara i skóla- og mennta- stofnunum landsins. Samtímis þessum ráðstöfunum þarf að lpsaí skólana undan þeirri kvöð, að geta ekki sagt upp starfs- kröftum, sem af einhverjum á- stæðum válda ekki hinu þýð- ingarmikla og vandasama kenn- arastarfi. íslenzka þjóðin veitir, eins og vera ber, miklu fé til fræðslu- og skólamála, og á mannfund- um og í skálaræðum er sífellt á það minnt, að góð menntun og traust, sé bezta fjárfestingin, sem ein þjóð getur lagt í. En hvernig nýtast þessir fjármun- ir, þegar starfsfólk skóla- og menntastofnana, sem á að bera þær uppi og reka þær, er van- rækt og illa að því búið? Fund- urinn telur, að hin tíðu og ár- legu kennaraskipti hafi trufl- andi áhrif á allt skólastarf og miður góð áhrif á börn og ung- linga. íslenzka þjóðin þarf, hið allra fyrsta, að gera sér grein fyrir hinum margvíslegu vanda- málum, sem kennaraskorturinn í landinu veldur, og vinna markvisst og skipulega að því að finna lausn á honum. Fundurinn leggur á það höf- uðáherzlu, að þjóðinni * hafi aldrei verið meiri nauðsyn en nú, að kennarastéttin sé vel menntuð og geti óskipt helgað sig kennslu- og uppeldismálum. árið um kring, sífellt aukið þekkingu sína og notið eðlilegs sumarleyfis, i stað þess að eyða þvi í endalaust brauðstrit. Fundurinn skorar á bæjar- og sveitarfélög að hafa ávallt á boðstólum, hentugar og ódýrar íbúðir fyrir kennara, og bendir á, að það eitt út af fyrir sig, geti í rnörgum tilfellum ráðið bót á kennaraskortinum. Enn- fremur bendir fundurinn fræðsluyfirvöldum á þá stað- reynd, að snyrtilegur og vel við- haldinn skóli, búinn nauðsyn- legustu tækjum, áhöldúm og húsgögnum, laðar öðru fremur ungt fólk að kennarastarfinu og gerir sitt til þess að örva það til þess að setjast að í hinum dreifðu byggðum landsins.“ Önnur skóla- og menningar- mál voru rædd á fundinum og verða tillögur sem fyrir hon- um lágu sendar fræðsluyfirvöld- unum til athugunar, en m.a. var fjallað um 5 daga skólaviku, ráðningarskrifstofu kennara, námskeið, skólabókasöfn, sjón- varpið, handbækur, orlof kenn- ara, sérmenntaða lestrarkenn- ara, þrísetningu í skólum, drög að samræmingu á launakjörum skólastjóra, eflingu fræðslu- málaskrifstofunnar, breytingir á auglýsmgum um kennarastöður, fræðslu bama og unglinga í dreifbýlinu og skólabyggingar. Aðálstjóm félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa: Hans Jörgensen Rvík, form., Vilbergur Júlíusson Garðahr., ritari og Páll Guðmundsson Sel- tjarnarnesi gjaldkeri. — í vara- stjórn eiga sæti: Gunnar Guð- mundsson skólastjóri, Kópavogi og Óli Kr. Jónsson yfirkennari, Kópavogi. Um fimmleytiö i gær var átta tonna vörubill a« flytja hlass í Sundlaug Kópavogs, sem nú er unnið að, þegar bakki sprakk undan bílnum og liann seig ofan í gryfjuna, eins og myndin sýnir. Engin slys urðu og bíllinn icun ekki hafa skemmzt neitt sem lieitir. Var unnið ad því með tveimur kriinum í gærkvöld að ná hon- um upp. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Miðvikudagur 27. september 1967 — 32. árgangur — 216. tölublað. Ágætur umræðufundur Alþbl. um Aðild sósíalískra flokka að stjórnum > A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.