Þjóðviljinn - 01.02.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.02.1975, Blaðsíða 1
DJOÐVHHNN Svartolía í togaraflotann Spar ar 1/2 milj arð á ári hverju Laugardagur 1. febrúar 1975 — 40. árg. 26. tbl. Stjúpmóðursneiðar ríkisstjórnarinnar Svona lief ur stjórnin klip- ið af þeim verst settu í greinargerö með frumvarpi þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Bjarnfriðar Leósdóttur um að tekju- trygging aldraðs fólks og öryrkja skuli jafnan hækka i samræmi við hækkun framfærsluvísitölu, — þá er birt tafla, sem Geir Gunnarsson alþingismaður tók saman fyrir þriðju umræðu f járlaga í desember, og sýnir taf lan hvaðhægtvar að kaupa af nokkrum algengum matvöru- tegundum fyrir ellilífeyri að viðbættri tekjutryggingu — annars vegar fyrir stjórnarskiptin þ.e. í ágúst, og hins vegar nú í desember: —(mánaðarellilífeyrir með tekjutryggingu). Þessi tafla litur svona út: i ágúst 1974 Rúgbrauð310stk. Franskbrauð 393 stk. Kartöf lur 1195 kg. Strásykur 125.9 kg. Kaff i 50.5 kg. í desember 1974. Rúgbrauð 278 stk. Franskbrauð356 stk. Kartöf lur 512 kg. Strásykur 77.6 kg. Kaff i 44.4 kg. AAjólk 807 lítrar. Skyr 354.9 kg. Súpukjöt 79.3 kg. Smjölíki 110.4 kg. Haf ramjöl 227.5 kg. Hveiti 251.8 kg. Smjör 77.1 kg. Mjólk 690 lítrar. Skyr 235.1 kg. Súpukjöt65 kg. Smjörlíki 110 kg. Haframjöl 186.1 kg. Hveiti 237.8 kg. Smjör 46.2 kg. Þeir sem minnstu hafa úr að spila í þjóðfélaginu eyða sem kunnugt er stærstum hluta tekna sinna í matvæli. Taflan hér að ofan sýnir Ijóslega, hvernig rikisstjórnin hefur með stjórnvaldsráðstöfunum klipið harkalega af matarskammti þeirra, sem verst eru settir. Þessi tafla er miðuð við aldrað fólk og öryrkja, sem njóta tekjutryggingar, en heildarmyncíin er nákvæmlega sú sama, þótt miðað væri við lágtekjufólk almennt. Sjá nánar forystugrein Þjóðviljans í dag: „A skorturinn að verða skömmtunarstjóri á ný". Svonefnd svartolíunefnd hélt í gær fund með út- gerðarmönnum togara og vélstjórum. Var þar skýrt frá rannsóknum sem gerð- ar hafa verið á því hvort ekki sé hægt að brenna svartoliu á tog.urunum í stað gasolíu eins og nú er, en gífurlegur sparnaður mundi hljótast af því. Eins og margsinnis hefur veriö skýrt frá hér i blaðinu hefur tog- arinn Narfi brennt svartoliu siðast liðin 2 ár, og i vélarskoðun, sein gerð var á honum nú i haust kom ekkert það fram sein bent gæti til þess, að i einhverju færi verr með vélarnar, að þær gangi fyrir svartoliu. Kostnaður við að breyta yfir i svartoliubrennslu er óverulegur miðað við sparnaðinn. Þá var svartoliubrennsla reynd i einum hinna svokölluðu japans- togara i sumar, og staðfesti sú reynd þá reynslu, sem fengist hafði á Narfa. Sem dæmi um þann sparnað, sem hljótast mundi af þvi að nota svartoliu i stað gasoliu, má nefna tölu eins og 8 miljon króna sparnað fyrir togara á ári eða 480 miljónir fyrir alla 60 togara landsmanna en slik upphæð hlýt- ur að vera hin álitlegasta fyrir „taprekna” togaraútgerð, og at- hyglisverð nú þegar verið er að semja um laun togarasjómanna. —úþ NOREGUR T ogveiðibann tekur gildi Á miðnætti í nótt tóku gildi lög um bann við tog- veiðum á vissum svæðum við norðurströnd Noregs. Samkomulag náðist nýlega um þetta togveiðibann milli Noregs og Bretlands, Vestur-Þýskalands og Frakklands. Áður höfðu norðmenn samið við sovét- menn og austur-þjóðverja. Togveiðibannið hefur þann tilgang að koma í veg fyrir að togarar skemmi veiðarfæri fyrir norskum linu- og netabátum á svæð- unum, en það hefur oft viljað brenna við í svart- asta skammdeginu. Gildir bannið einnig um norska togara, með einhverjum undantekningum þó. Samkvæint samningum land- anna fjögurra munu eftirlitsskip frá þeim öllum sjá um aö banninu veröi hlýtt en frakkar, bretar og vestur-þjóðverjar munu sjálfir dæma i málum þeirra skipa sinna sem brotleg gerast við bannið. Svæði þessi eru utan við tólf milna landhelgi norðmanna en Frh. á bls. 13. ASÍ og atvinnurekendur Vilja beina aðild að endurskoðun ó verðlagningu búvöru Föstudaginn 31. janúar var haldinn fjórði fundurinn milli 9 manna samninganefndar Alþýðu- sambands tslands annars vegar og fulltrúa Vinnuveitendasain- bands Islands og Vinnumálasam- Flugfreyjur reiðar yfir síendurtekinni líkamsleit Sjá baksíðu bands Samvinnufélaganna hins vegar. Gert er ráð fyrir þvi að á næsta fundi aðila, sem haldinn verður þriðjudaginn 4. febrúar, muni Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhags- stofnunarinnar gera grein fyrir stöðunni i efnahagsmálum. Starfsnefndir verða áfram aö störfuin milli funda. A fundinum urðu m.a. uinræður um verðlagsmál og i þvi sam- bandi varð samkomulag uin að óska eftir þvi við stjórnvöld, að báðir aðilar vinnumarkaöarins fái beina aðild að endurskoðun þeirri, sem fyrirhuguð mun á nú- gildandi skipan i verðlagningar- málum landbúnaðarvara. (Sameiginleg fréttatilkynning frá samningsaðilum). Það var örtröð viö póstkassarifu Skattstofunnar i gær. Sjá baksiðu S j ómannag j aldeyririnn: Reglurnar teknar til endurskoðunar Nú þegar kreppir að f gjald- cyrisniálunum er tekið til við að troða uppi götin sem verið hafa á kerfinu og hefur verið hert á eftir- liti um að öllum settum reglum i sambandi viö yfirfærslu sé hlýtt. Meðal þess sein nú er i athugun i sambandi við gjaldeyrisyfir- færslu eru reglurnar um yíir- færslu til farmanna eða sjómanna sem sigla til erlendra hafna. Siö- ustu 15 árin hafa farmenn getað fengið 59% af kaupi sinu i erlend- um gjaldeyri. Hluta af þessari upphæð fá sjóinennirnir hjá skip- stjóra en hluta hjá gjaldeyris- deildum bankanna. Engin á- kvörðun hefur enn verið tekin um að skerða þessa upphæð að sögn viðskiptamálaráðuneytisins, að- eins sagt að reglurnar væru i endurskoðun. Lengi gilti sú regla að farmenn Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.