Þjóðviljinn - 01.12.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.12.1977, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 1. desember 1977 —42. árg. 269. tbl. Happdrætti Þjóðviljans: Dregiðll. Eins og sagt var frá i blaðinu i gær hefur verið ákveðið að fresta drætti i Þjóðviljahapp- drættinu til 11. þessa mánaðar. Gerið full skil hið bráðasta svo hægt sé að birta öll vinnings- númer fyrir jólin. Umboðslaun sem greidd eru í erlendum gjaldeyri: EKKERT EFTIRLIT og enginn aðili veit um hve háar upphæðir eru greiddar i umboðslaun til islenskra aðila 1 svari fjármálaráðherra á al- þingi i gær, við fyrirspurn frá Magnúsi Kjartanssyni, um um- boðslaun vin- og tóbaksinnflytj- enda, kemur fram, að engar upp- lýsingar eru tii um hve há sú upp- hæð er. En bent er á að eftirlit með slikum umboðslaunum sé i Gaseitrun í íshúsi Hafnarfjarðar: Fjögur flutt á slysavarðstofu gaseitrunin vegna bilunar i lyftara Kétt fyrir hádegi i gær, veikt- ust fjórar manneskjur, þrjár konurog einn karlmaður af gas- eitriin í Ishúsi llafnarfjarðar og var orsökin bilun i lyftara, sem notaður er við fiskmóttöku, bæði utan húss og innan. Þarna er ekki um rafmagnslyftara að ræða, eins og nota ber ef Iyftar- inn er eingöngu notaður inn- anhúss. Gas mun vera notað tii að gangsetja lyftarann, að þvi er lögreglan i Hafnarfirði tjáði Þjóðviljanum i gær, og mun ein- hver leki hafa átt sér stað, sem olii þvi að fólkið veiktist. Var þaö flutt á slysavarðstofuna i Reykjavik, en reyndist sem bet- ur fer ekki mjög veikt, en mun þó hafa kvartað um höfuðverk og ógleði. Aö sögn Sveins Guðbjartsson- ar heilbrigðisfulltrúa í Hafnar- firði verður málið rannsakaö nánar i dag. Sagði hann það þvi miður alltof aigengt að ekki væru notaðir rafmagnslyftarar þótt þeir væru notaðir innan- húss. Bensinlyftarar væru að visu ekki mikið notaðir, en aftur á móti væri nokkuð um að dísel- lyftarar væru notaðir inni hús- um og sagöi hann að heilbrigðis- eftirlitið væri sifelltað reyna að fá þessu breytt en gengi mis- jafnlega. — S.dór Jólafriðun þorsksins — og veiöar meö þorskfisknetum hádar leyfum á næsta ári Sjávarútvegsráðuneytið hefur bannað þorskveiðar frá 20. des- ember til 31. desember að báðum dögum meðtöldum. Útgerðaraðilar skuttogara geta þó stöðvað þorskveiðar skipa sinna i tólf daga i des. á öðrum tima, enda sé ráðuneytinu til- kynnt það fyrir 5. þ.m. Á stöðvunartimabilinu má þorsk- afli i hverri veiðiferð ekki fara fram úr 10% af heildarafla. Þá hefur ráðuneytið bannað veiðar með þorskfisksnetum án leyfis þess frá 1. janúar til 31. mai ’78. Nánari reglur um út- hlutun leyfa verða settar siðar. Allar veiðar með þorskfiska- netum verða bannaðar i lOdaga á vetrarvertið á næsta ári og verður auglýst með viku fyrir- vara hvenær bannið kemur til framkvæmda. —ekh Baráttan um fiski- r miðin vid Island Landarabb Björns Þorsteinssonar i Kaupmannahöfn Sjá 8, og 10. höndum gjaldeyrisyfirvalda. Við höfðum því igær samband við Sig- urð Jóhannesson yfirmann gjald- eyriseftirlitsins og spurðumst fyrir um þessi umboðslaun, sem ogönnur. Og svarið var á þá leiðað engin flokkun ætti sér stað á um- boðslaunum og að enginn vissi hve há upphæð væri greidd í um- boðslaun erlendis til fslenskra aðila. A blaðamannafundi með við- skiptaráðherra i fyrradag kom það fram, að allur seldur erlend- ur gjaldeyrir hér á landi frá 1. janúar til 1. nóvember 1977, næmi 88,1 miljarði króna. Þar af var seldur ferðamannagjaldeyrir, 5 miljarðar króna. Eftir standa þá 83 miljarðar sem farið hafa i við- skipti. En á þessum fundi kom einnig fram, að umboðslaun, greidd i er- lendum gjaldeyri, sem skilað hef- ur verið til islenskra banka, á sama tima nema 2,2 miljörðum króna. Þess má geta, að heimilt er að nota umboðslaun til að greiða fyrir vöru erlendis, en Framhald á bls. 14. ' ■ v - v—< • -i -V' S’f'-* . . > ^ ■■ v. '?#•»'' . Verður hafinn stórútflutningur á Hekluvikri? Rannsóknafélag um jarðefnavinnslu á Suðurlandi stofnað fyrir jólin: Þýskir aðilar eiga 48% Stórfelldur vikurútflutningur talinn koma til greina Stjórn Jarðefnaiðnaðar h.f. hef- ur náð samkomulagi við þýska aðila um stofnun rannsóknafélags til þess að flýta fullnaðarrann- sóknum á nýtingarmöguteikum ýmissa jarðefna á Suöurlandi.. Mun Jarðefnaiðnaður h.f. eiga 52% hlutafjárins en þýsku aðil- arnir 48%. Formlega verður Heyrðu mamma, þú hefur svo gott lag á börnum að ég er viss um að þú gætir fengið vinnu sem BARNAPtA. Kærleiksheimilid Ný myndasaga 1 dag byrjar Þjóðviljinn að birta myndir eftir hinn kunna bandariska teiknara Bil Keane. Kærleiksheimilið nefnum við þessa myndaseriu, en á frummál- inu heitir hún Family Circus. Og það standur vist heima að þegar börnin eru fjögur á heimilinu er fjölskyldulifið stundum eins og i fjölleikahúsi. Bil Keane á sjálfur fimm börn og býr ásamt þeim og eiginkonu sinni i Paradisardal i Arizona. Hann hefur það fyrir sið að fela aig bak við húsgögn, leik- föng, kaktusa og allt sem tiltækt er og fylgjast með athöfnum barna sinna. Og i Þjóðviljanum fáum við nú að fylgjast með Dútlu, Nonna, Benna og Trölla litla á Kærleiksheimilinu og öllu sem þar á gengur. gengið frá stofnun félagsins fyrir jól. Rikisstjórnin hefur fylgst með öllum undirbúningi að þessari félagsstofnum og heitið stuðningi við málið, og i janúar-febrúar n.k. vérður væntanlega leitað eftir auknu hlutafjármagni til þess að geta staðið undir kostnaðarsöm- um og seinvirkum rannsóknum. 1 Jarðefnaiðnaði h.f. eru sveitarfélög og einstaklingar á Suðurlandi. Félagið hefur þegar staðið fyrir rannsóknum sem benda til þess að hagkvæmt muni reynast að nýta viss jarðefni á Suðurlandi m.a. með stórfelldum útflutningi. Fyrsta áfanga rann- sóknanna er lokið og hafa Iðnþró- unarstofnun Islands og þýskar rannsóknastofnanir unnið að hon- um. Frekari athugun á jarðefn- um, markaðsmálum, flutnings- kostnaði á hráefnum og fram- leiðsluvörum og fleiri þáttum er þó talin nauðsynleg. Gert er ráð fyrir að næsta áfanga I rannsóknunum verði lok- ið i árslok 1978. Helstu verkefnin eru: 1. útflutningur vikurs af Mýr- dalssandi i miklum mæli. Verk- efnið nær til flutnings- og dreifingarathugana, markaðs- könnunar og hráefnarann- sókna. 2. Útflutningur vikurs af Heklu- svæði. Verkefnið nær til flutn- ingsathugana, markaðs- og hráefnisrannsókna. 3. Framleiðsla vikurvara til inn- lendra markaða og útflutnings, sem byggjast á nefndum rann- sóknum. Verkefnið nær til fhitninga og staðsetningarvals, framleiðslutækni og fram- leiðsluvals og markaðsathug- ana heima og erlendis. 4. Steinullarframleiösla. Verk- efnið nær til ákvörðunar um hagkvæmustu staðsetningu rafbrennslutækni, áætlun flutn- ingskostnaðar og markaðsat- hugana. 5. Vinnsla og útflutningur stuðla- bergs. Verkefnið nær til leitar að hentugum námum og flutn- ingsathugana. — e.k.h. BMHBHHn Málefni dagsins er kvenfrelsisbaráttan Munið baráttusamkomu stúdenta i Háskólabiói kl. 14 i dag. Létt dagskrá og kaffi i Félagsstofnun eftir samkomuna. Dansleikur i Sigtúni i kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.