Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 16
16 Jólablað Þjóðviljans 1979 Ingólfur Sveinsson: Haustljóð Sólin, rauð keila sekkur bak við svört fjöll, nóttin kemur gangandi eftir ströndinni með myrt Ijóð daglausra drauma sem hverfur í djúpið. Á hvítum hesti við ^treng árinnar bíður hamingjan, en líkvagn ekur dánu sumri með svarta blæju haustsins. Af greinum trjánna hrynja laufin eitt og eitt eins óg blóð i skaut jarðar. Kristján Hreinsmögur: Ljóðiö um prestinn og hippann Um himin sunnudagsins fjúka skýjaflókar, mót fárviðrinu berjast hippagrey og prestur, — þeir kunna báðir Faðirvorið orðrétt utanbókar þóekki haf i báðir þurft að læra það við lestur. Um f reðna jörð og snjóbreiður þeir vaða móti vindum, því veröldin er full af dapurlegum myndum. Þeir gætu sjálfsagt snúið við,fengið bylinn þá í bakið, en boðskapurinn segir þeim að berjast móti þessu.— Hippinn mætir snemma, til að þétta kirkjuþakið, og þörf in hvetur prestinn, til aðæfa fyrir messu. Þá minnir líka báða að í stefnuskránni standi: „Styðjið hver við annan og treystið þessu landi". Á rósarunna landsins eru þannig gerðir þyrnar, að þjóðfélagið stingur sig þó enginn finni til. Landið veitir mönnum þessum skjól við skrúðhúsdyrnar, þeir skríða inn í kirkjuna í leitað Ijósi og yl. Prestur karlinn æf ir sig en hippinn þéttir þakið. — — í þjónustu við söf nuðinn má aldrei missa takið. Lilja: Ég stóð við girðinguna ég stóð við girðinguna og talaði við hana og fannst endilega ég þekkti hana.. við erum skyldar hvað er landið að meðaltali hátt yfir sjávarmáli þrástagaðist konan og ég sagðist ekki vita það og fór inn með henni að fá kaffi því við vorum skyldar hún spurði hvort ég þekkti pál k ég sagði nei og hún spurði hvort ég þekkti tímóteus en ég gerði það ekki og ég þekkti ekki heldur halldór dóru siggu gunnu jón eða pétur hvaðer þetta manneskja þú veist bara ekki neitt og hún hló og bætti kaffi i bollann minn hvað sagðirðu aftur að væri meðalhæð yfir sjávarmáli ég veit það ekki sagði ég og hún sagði mér sögur af fólki sem ég þekkti ekki svo kvaddi ég hana þakkaði f yrir kaf f ið og gekk aftur út á götuna og þá áttaði ég mig á því að ég þekkti konuna allsekki neitt og við erum ekki vitundarögn skyldar Anton Helgi Jónsson: Armstrong á sjötta glasi Presturinn er piparsveinn, en hippinn skuldar skatta . — Skrýtnir þessir vankantar, en skemmtilegir samt. I stríðinu um tímann munu fórnarlömbin fatta, að f ósturjörðin heimtar alltaf stærri og stærri skammt. — Þeir skynja þannig báðir hvernig lífið líður hjá, en láta einsog ekkert sé, þykjast ekkert sjá. Þið vitið ekkert um tunglið en á það steig ég Kristófer Kólumbus Armstrong fyrstur siðaðra manna. Þeir tala um þetta veðurfar í góðlátlegu gríni, því gleðin er það eina sem bætir þennan heim. Þeir finna báðir brjóstbirtu frá mildu messuvíni. — Því meira sem þeir drekka, því betur líður þeim. Kátínan þar ríkir við hlátrasköll í hlýju7 en hláleg reynist túlkunin á boðorðunum tiu. Presturinn er fullur og staulast upp í stólinn, starir yfir söfnuðinn og þylur stutta bæn. ( „helgri" ræðu segir hann, að skaparinn sé skólinn, sem skynsemina kennir, að skynsemin sé væn. — — Og I jótara en guðlast er sumt sem prestur segir, söfnuðurinn gapir, hippinn þegir. — Það spilar stóra rullu í peninganna prjáli, hvort prestur flytur ræðu eða bítill. ( raun og veru skiptir það þó öllu meira máli, hve munurinn er hlægilega lítill, á prestinum sem lifibrauð af „helgri" ræðu hefur, og hippanum sem brosandi á fremsta bekknum sefur. Ég er hlekkurinn sem tengi mannkynið við himingeiminn sonurinn sem þjóð min dáir. Ferðin gekk vel en í lendingunni klikkaði eitthvað. i Þarna í endalausum tunglgrámanum grillti í mannverur: svertingjastelpu úr Harlem bónda frá Víetnam. Svæðið varð að ryðja áður en sjónvarpsvélarnar yrðu gangsettar og fáninn stolti reistur. Nei, þið vitið ekkert en ég hef stigið á tunglið. Fyrir mér urðu mannverur blessuð sé minning þeirra. Rætt við Einar Garibalda, höfund teikni- myndasögunnar Vinnumaðurinn og sœfólkið aö Einar Garibaldi: Les a&allega teiknimyndasögur og fræöibæk- ur. Teiknimyndasögur og teikningar eftir Einar Gari- balda Eiriksson hafa áður birst i Þjóðviljanum. Sagan sem við birtum nú er byggð á islenskri þjóðsögu og heitir „Vinnu- maðurinn og sæfólkið”. Við ræddum stuttlega við Einar Garibalda, og spurðum hann fyrst, hvar hann hefði lært að teikna. — Ég hef aldrei verið i neinum myndlistarskóla, en við lærum teikningu i skólánum. Ég er i 9. bekk i Austurbæjarskólanum, og viö getum valið um teikningu eða handavinnu, þannig aö ég hef teikningu sem valgrein. — Hvaö eru þaö margir teiknitimar á viku? — Tveir, en auk þess getum við alltaf farið þangað þegar viö viljum, svo að maður er eigin- lega alltaf þarna, alla dgga^ — Hver er teiknikennarinn þinn? — Jón E. Guðmundsson kenn- ir mér — og hann kenndi mér lika i 6. bekk, en i 7. og 8. bekk var ég hjá Hafsteini Austmann. — Hefurðu kannski hugsað þér að leggja stund á teikningu i framtiðinni? — Já, maður gerir þaö nú lik- lega, kannski auglýsinga- teikningu eöa eitthvað svoleiðis. — Lestu mikið af teikni- myndasögum? — Já, maður gerir það nú. Teiknimyndasögur og fræði- bækur er eiginlega það eina sem ég les. — Lestu mikið af þjóösögum? — Nei, eiginlega ekkert. Ég nota þær bara af þvi að þegar maður fer að semja sögur sjálf- ur verða þær alltaf svo asnaleg- ar — maður kann ekkert að semja. — Teiknaröu mikið? — Já, ég er alltaf að. — ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.