Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.07.1983, Blaðsíða 1
DJOÐVIIIINN Sj álfstieði.sflokkur- inn hefur í tíu ár ætlað að leggja Framkvæmdastofn- un niður. Nú hefur málið verið saltað í nefnd og Hánefs- staðafeðgar hlæja. julí 1983 þriðjudagur 158. tölublað 48. árgangur „Hægribylgjan“ í Evrópu er ekki ann- að en óskhyggja í borgaralegum blöðum. Nýi Ennisvegurinn er um 2.2 kflómetrar á lengd og liggur eins og sjá má í fjörunni fyrir neðan Olafsvíkurennið. Voru um 166.000 rúm- metrar af grjóti rifnir úr Enninu og í vegastæð- ið eru nú komnir um 185.000 rúmmetrar af fyllingarefnum. Þeir eru ekkert óhressir með fram- leiðsluna í Mjólkur- samlaginu á Húsa- vík. Þar eru gerðar sex tegundir af osti, - og auðvitað jóg- úrtin fræga sem orðin er vinsæl neysluvara á suðvesturhorninu. Við litum inn um daginn. Stefna ríkisstjórnarinnarað aukaviðskiptin við Sovétríkin Aukin viðskipti báðum hagkvæm sagði Halldór Asgrímsson sjávar- útvegsráðherra á blaðamannafundi „Ég tel að stefna ríkisstjórnarinnar sé sú að auka viðskiptin við Sovét- ríkin og bæta samskipti þjóðanna, enda hafa þessi viðskipti verið okk- ur hagstæð og mikilvæg“, sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra á blaðamannafundi með sovéska sjávarútvegsráðherranum sem haldinn var í Ráðherrabúst- aðnumsl. laugardag. Halldór Ásgrímsson var inntur álits á þessari skoðun málgagns utanrík- isráðherra og formanns Sjálf- stæðisflokksins, Morgunblaðsins, að takmarka bæri viðskiptin við Sovétríkin af öry ggisástæðum. „Morgunblaðið túlkar ekki sjón- armið ríkisstjórnarinnar“, sagði sjávarútvegsráðherra „og ég vil taka það skýrt fram að stefna ber að auknum viðskiptum íslands og Sovétríkjanna, enda hafa bæði rik- in hag af því.“ Þess má geta að Albert Guðmundsson núverandi fjár- málaráðherra lét af stuðningi við ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen m.a. vegna efnahagssamnings sem gerður var við Sovétríkin, og sá samningur var einnig ein af höf- uðástæðum fyrir því að Eggert Haukdal hætti að ljá stjórninni stuðning sinn samkvæmt bréfi er hann ritaði forsætisráðherra sl. haust. Fram kom að Kamentsev og Halldór ræddu, meðan á heimsókn sovéska sjávarútvegsráðherrans stóð, almennt um aukin samskipti fslands og Sovétríkjanna í sjávar- útvegsmálum og möguleika á auknum viðskiptum með sjávaraf- urðir, en engir samningar þar um voru gerðir, enda heyra viðskipta- mál undir Matthías Á. Matthíesen. -ekh Keflavíkurgangan: Undirbúning- ur að hefjast Undirbúningur er að fara af stað, sagði Emil Bóasson sem sæti á í framkvæmdanefnd Samtaka her- stöðvaandstæðinga í viðtali við Þjóðviljann í gær Undirbúningur undir Keflavík- urgönguna 6. ágúst er að hefjast af fullum krafti. Skrifstofan Frakka- stíg 12 sími 17956 verður opin meirog minna allan sólarhringinn. En þetta er semsagt allt á hraðri leið..., sagði Emil Bóasson her- ' stöðvaandstæðingur. -óg Á sunnudag var hátfð á Kirkju- bæjarklaustri í tiiefni af því að 200 ár eru nú liðin frá eldmessu sr. Jóns Steingrímssonar. Sig- urbjörn Einarsson biskup, sem er frá Efri-Steinsmýri í Meðal- landi, flutti ræðu í tótt gömlu kirkjunnar á Klaustri og minnt- ist þá m.a. sagna úr Skaftár- eldum sem hann heyrði í æsku. Eins og sjá má af myndinni var bjartviðri en rok meðan á há- tíðinni stóð. Ljósm.: GFr. Sjá nánar á bls. 6. Þorskveiðibann í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt- inu segir að gefin hafi verið út reglugerð um bann við þorsk- veiðum og gildi það frá og með 24. júlí til og með 2. ágúst n.k.. Bannið tekur til allra veiða, annarra en tog veiða skipa er falla undir skrap- dagakerfið og línu- og handfæra- báta sem eru 12 rúmlestir eða minni. Að þorskveiðar eru bannaðar þýðir að hlutfall þorsks í heildar- afla hverrar veiðiferðar má ekki nema meiru en 15%. Sandbylur á Mýrdalssandi í norðanrokinu á sunnudag lok- uðust vegirnir um Uxahryggi og á Mýrdalssandi vegna sandroks. Sér- staklega var þetta bagalegt með Mýrdalssandinn vegna þess að margir, sem hugðust sækja kirkju- hátíðina á Klaustri vegna 200 ára afmælis eldmessunnar, urðu að hætta við eða brjótast við illan leik yfir sandinn. Við hátíðahöldin sungu allir kirkjukórar í V-Skaftafellssýslu, þ.á.m. kirkjukórinn í Vík í Mýrdal. Hann braust yfir sandinn í lang- ferðabíl og var hliðin á bflnum mökuð með smurolíu til að verja hana skemmdum. Þá fór lest bfla yfir saridinn en svo var myrkt að ekki sá til sólar þrátt fyrir heiðskírt veður og stundum sá vart fram fyrir bflana fyrir sandbyl. 'Biaðamaður Þjóðviljans fór yfir sandinn milli kl. 6 og 7 en þá var norðanáttin gengin nokkuð niður og færðin orðin sæmileg. -GFr Kjör námsmanna þola ekki skerðingu Gæti leitt tfl að fjöldi hætti náini Námsmenn vænta þess að í dag muni fjármálaráðherra gefa svör um þann niðurskurð á aðstoð til námsmanna sem hann hefur boðað. í einum fjölmiðlanna var nýlega hafl eftir ókunnum heimildarmanni úr ráðuneyti að námsmenn mættu vænta 25% kjaraskerðingar. Ekki er búist við að niðurskurðurinn verði af þessari stærðargráðu en þó verulegur. Lánasjóður íslenskra náms- manna áætlar mánaðarlega fram- færslu einstaklinga á íslandi kr. 11.265.-, og þar af fær námsmað- urinn 95% eða 10.702.-. Ef 25% skerðing næði fram að ganga hefði námsmaðurinn úr að spila kr. 8.027.-. í frétt frá stjómum Stúdenta- ráðs, Bandalags ísl. sérskóla- nema og Sambands íslenskra námsmanna erlendis segir að þessi upphæð nægi hvergi nærri til lífsframfæris og myndi leiða til þess að námsmenn yrðu aðhætta námi í stómm stíl. Með slíkri kjaraskerðingu væri jafnrétti til náms afnumið. „Við fögnum öll- um hugmyndum um að auka þær tekjur sem námsmenn mega hafa án þess að lán skerðist en viljum benda á að slík aukning á tekju- umreikningi leysir aðeins brot af þeim vanda sem kjaraskerðingar mundu skapa, vegna ójafnrar aðstöðu námsmanna til tekjuöfl- unar og erfiðrar stöðu á vinnu- markaði. Við mótmælum öllum áform- um um skerðingu á kjörum námsmanna. Við mótmælum slíku í nafni námsmanna sjálfra og fjölskyldna þeirra. Við teljum einnig að kjaraskerðing á náms- mönnum sé óhæf fyrir samfélagið í heild. Hætti mikill fjöldi náms- manna námi eykst til dæmis álagið á viðkvæman vinnumark- að og gæti slíkt leitt til atvinnu- leysis.“ Að endingu er áréttað í frétt- inni að námsaðstoðin sem veitt er sé í formi lána sem bundin séu lánskjaravísitölu frá upphafi. -ekh T ‘I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.