Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 2
HVERNIG ENDAST LAUNIN? Elías Jón verkamaður Siðferðisvitund landans dofin „Pað er alveg vonlaust að láta þau endast, mér tekst það engan veginn, þó ég hafi bara fyrir sjálf- um mér að sjá. Launin fara um leið og maður fær útborgað, og svo verður mað- ur að þrauka út mánuðinn. Ég held að siðferðisvitund landans sé orðin dofin í þessu ástandi, fólk er búið að missa allan kraft til að gera eitthvað. En það verð- ur að gera eitthvað í þessu, kosn- ingar og losa okkur við þessa spilltu flokka, og koma á pers- ónukosningum, þessir flokkar láta allt stranda á formsatriðum". -sp Helga Magnúsdóttir húsmóðir Það hækkar allt nema launin „Þau endast ekki vel, en maður verður að láta þau endast, það þýðir víst ekkert annað, þannig að ástandið á mínum bæ er ansi bágborið. Það hækkar allt nema launin í þessu þjóðfélagi, og ég legg til að fella stjórnina, fólkið verður að kjósa nýja, sem myndi þá von- andi gera eitthvað. Það verður að stoppa verðlagið og koma á kauptryggingu því kauphækkanir eru étnar upp með vöruhækkun- um.“ —sp Kristján Matthíasson, námsmaður Meðan ekkert óvænt kemur uppá „Ég er í námi og vinn með skólanum að hluta til og konan vinnur líka en það er knappast að launin endast fyrir það enda er konan ekki nein hátekjumann- eskja. Það er ekki um annað að ræða en halda í sig og ef eitthvað óvænt kemur uppá þá verðum við að leita aðstoðar til að fleyta okk- ur áfram. FRÉTTIR Lífríki Er Mývatn orðið mengað? Þorgrímur Starri: Hef rökstuddan grun um að svosé Nú er eins gott að Jóhannes fari að mæta í vinnuna í bank- anum. Ég hef búið við bakka Mývatns í nær 50 ár og lifað af nytjum vatnsins, en nú er svo komið að ég hef rökstuddan grun um að það sé komin mengun í vatnið af mannavöldum, sagði Porgrímur Starri bóndi í Garði í viðtali við Þjóðviljann í gær. „Vitanlega hafa alltaf verið sveiflur í lífríki Mývatns, en nú hefur það hrunið þrisvar sinnum á rúmum áratug. Það gerðist síð- ast haustið 1982 og er ekki farið að rétta við enn. Það hefur til dæmis ekki kviknað mý við Mý- vatn í þrjú sumur! Mývatn bar óumdeilanlega þess merki síð- astliðið sumar að súrefnisskortur væri mikill í vatninu. Það sést til dæmis á hornsflamergðinni og of- boðslegri slýmyndun, en hornsflin þróast best í súrefnis- snauðu og menguðu vatni. Sil- ungurinn er til vitnis um þetta líka. Hann er horaður og fár og engin hrygning átti sér stað hjá honum á síðastliðnum vetri. Þetta veit ég glöggt þar sem ég bý á bakkanum þar sem mikill hluti hrygningarinnar hefur farið fram. Silungurinn hefur líka síð- astliðin tvö ár sótt í kaldavermsl- in, - en það hefur hann ekki gert áður. Endurnar við vatnið eiga líka í erfiðleikum, þannig að það Leiðrétting Meikingar vóduðiist Merkingar undir leiðara og þættinum „klippt og skorið“ víxl- uðust í Þjóðviljanum í gær. Þær áttu að vera þannig að undir leiðaranum átti að standa óg en undir klippinu m/óg. Þorgrímur Starri Björgvinsson. er allt lífríki við Mývatn sem á nú í baráttu vegna mengunar vatnsins. Á meðan standa þau vötn í blóma í nágrenni Mývatns sem ekki hafa aðstreymi frá því. Prennt sem veldur Ég held að það sé þrennt sem veldur þessari mengun. í fyrsta lagi er það Kísiliðjan á bakka vatnsins. í öðru lagi er það þétt- býlið og fólksfjöldinn sem fylgir bæði Kísiliðjunni og svo túrism- anum. Ég er ekki að fara fram á einhverja einangrun, en öllum átroðningi má ofgera. í þriðja lagi tel ég það háskalegt hvernig þeir stjórna vatnsboröinu gegn- um Laxárvirkjun. Allt þetta veld- ur því að mengun er nú komin í vatnið. Ég get ekki fallist á að hér sé um náttúrulega sveiflu að ræða. En þessa hluti þarf að rannsaka, það er skýlaus krafa. Það er auðvitað mjög alvarlegt mál ef Mývatn er orðið mengað, en það þarf kannski ekki að koma svo mjög á óvart. Þetta hefur verið að gerast meðal okkar nágranna- þjóða. Mývatn er viðkvæmt og sérlega óheppilegur vettvangur fyrir verksmiðju og þéttbýli. En satt best að segja eru afleiðing- arnar af þessari glópsku farnar að segja til sín fyrr en mig grunaði. Auðvitað hefði átt að skylda verksmiðjuna til þess að leggja fram fé til rannsókna á vatninu alveg frá upphafí. Og rannsóknir á vatninu verða að framkvæmast af hlutlausum aðilum, ekki eins og þetta er núna þegar verks- miðj an er með fingurna í þessu og fær að lesa sitt út úr rannsóknun- um. Mývatn er okkur alltof dýr- mætt til að við getum horft uppá það mengast og verða að engu“ sagði Starri í Garði að lokum. -pv Góð hugmynd Úttekt á rekstri Seðlabanka Geir Gunnarsson leggur til að Hagvangur geri nœst úttekt á rekstri bankans Igær lagði Geir Gunnarsson al- þingismaður fram þingsálykt- unartillögu um úttekt á rekstri Seðlabankans. Tillagan er svo- hljóðandi: „í framhaldi af undan- gengnum úttektum Hagvangs hf. á ýmsum stofnunum ríkisins ál- yktar Alþingi að skora á ríkis- stjórnina að fela Hagvangi hf. að gera hliðstæða úttekt á rekstri Seðlabanka Islands þar sem ítar- lega verði könnuð hagkvæmni í rekstri stofnunarinnar, m.a. að því er varðar mannahald, og húsnæði og gerðar tillögur til úr- bóta. í greinargerð segir: Að undanförnu hafa stjórn- völd gengist fyrir því að ráðgjaf- arfyrirtæki tækju rekstur ýmissa ríkisstofnana til sérstakrar athug- unar í því skyni að auka hag- kvæmni í rekstri þeirra. Þeir, sem hafa beitt sér fyrir þessum ráð- stöfunum, telja að þær hafi gefist vel í ýmsum tilvikum og borið ár- angur í hagræðingu í rekstri. Ein- hverra hluta vegna hefur þó ekki verið gripið til þessara aðgerða gagnvart þeirri stofnun sem hvað flestir meðal almennings draga í efa að gæti nægilegs aðhalds og sparnaðar í rekstri, þ.e. Seðla- bankanum, og leggur flutnings- maður til með þeirri þingsálykt- unartillögu sem hér er flutt að úr því verði bætt. Þar sem jafnan er mikilvægt þegar slík úttektarstörf eru unnin að forstöðumenn viðkomandi stofnunar, sem úttekt beinist að, beri fullt traust til þeirra sem ann- ast hana leggur flutningsmaður til að hún verði falin Hagvangi hf. með það í huga að æðsti maður Seðlabankans var formaður í þeirri nefnd sem valdi Hagvang hf. til þess að annast hina svoköll- uðu „hamingjurannsókn“ sem þekkt er meðal landsmanna. Fiskverkunarfólk Troðið á sjálfsögðum rétti GuðmundurJ.: Atvinnurekendur spila á kerfið. Þingiðfœr kveðjur til baka. Ég tel það mjög alvarlegt að alþingi skuli stöðva framgang þessa réttindamáls fyrir fiskverk- unarfólk, sagði Guðmundur J. Guðmundsson í samtali við Þjóð- viljann í gær þegar meirihluti í neðri deild hafði svæft frumvarp hans og fleiri um aukinn uppsagn- arfrest í fískiðnaði og launa- greiðslur í veikindum. „Þetta er hnefahögg í andlit fiskverkunarfólks, og það er nán- ast einsog alþingi sé að hrækja framaní það með þessari af- greiðslu,“ sagði Guðmundur. Guðmundur J.: hnefahögg. „Nú má segja fiskverkunarfólki upp með vikufyrirvara, hvort sem það hefur unnið í greininni í 3 mánuði eða 30 ár.“ „Atvinnurekendur eru farnir að spila á þetta kerfi. Það sést best á því að 70 prósent af at- vinnuleysisbótum eru til físk- verkafólks. Það er auðvitað til háborinnar skammar að troða svona á sjálfsögðum rétti fólks, sem skapar sjálfa undirstöðu þessarar þjóðar. Og þetta er gert á sama tíma og fólk flýr unnvörpum úr greininni sökum lélegra kjara og sífelldrar hættu á uppsögnum án svo að segja nokk- urs fyrirvara. Ég bendi á, að ekkert mál á Alþingi í vetur hefur fengið jafh margar áskoranir frá almenningi. Mér þykja það kaldar kveðjur, á sama tíma og allir vita að sökum örra mannaskipta í greininni, sem stafa af lélegum kjörum, þá minnka gæðin á framleiðslunni. Vill Alþingi ekki bæta framleiðs- luna í fiskvinnslunni? Ég er ansi hræddur um að Alþingi eigi sjálft eftir að fá kveðjur frá þessu fólki.“ -ÖS/m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.