Þjóðviljinn - 19.02.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.02.1986, Blaðsíða 1
Sementsverksmiðja ríkisins Stjómarlaunin tvöfölduð Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra hœkkar laun stjórnarmanna úr 50 í 126 þúsund. Njóta nú sömu kjara og kollegarnir í Járnblendiverksmiðjunni. Bílafríðindi aflögð Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra ákvað fyrir nokkru að árslaun stjórnarmanna í Sem- entsverksmiðju ríkisins skyldu hækka úr tæplega 50 þúsund krónum í 126 þúsund. Eftir þessa hækkun njóta stjórnarmennirnir svipaðra kjara og stjórnarmenn í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga hafa notið- Þarna er um að ræða laun fyrir síðasta ár, en árið 1984 fengu stjórnarmenn í Sementsverk- smiðjunni auk áðurnefndra 50 þúsunda greiddar tæplega 16 þús- und krónur í ferðakostnað. Hann hefur nú verið lagður af og verða stjórnarmenn því að greiða skatt af öllum greiðslum. Stjórnarfor- maður Ásgeir Pétursson bæjar- fógeti í Kópavogi fær 50% hærri laun en aðrir eða 189 þúsund eftir hækkunina. í bréfi til stjórnarmanna mun Albert hafa látið þess getið að hann sæi sér ekki fært að standa gegn því að þeir fengju sömu laun og stjórnarmenn í Járnblendi- verksmiðjunni, enda væru þessar verksmiðjur mjög sambærilegar. Starfsmenn Sementsverksmiðj- unnar hafa undanfarin ár barist fyrir því að fá sömu laun og kol- legar þeirra í Járnblendiverk- smiðjunni og hefur orðið nokkuð ágengt í því, en einhverju munar enn. Iðnaðarráðherra ætti þó ekki að verða skotaskuld úr því að stuðla að samræmi þarna á milli, enda eru þessar verksmiðj- ur mjög sambærilegar. í stjórn Járnblendiverksmiðj- unnar sitja Barði Friðriksson lög- fræðingur, Páll Bergþórsson veð- urfræðingur, Helgi G. Þórðarson verkfræðingur og Guðmundur Guðmundsson verkfræðingur auk tveggja Norðmanna og eins Japana. Stjórn Sementsverk- smiðjunnar skipa þeir Ásgeir Pétursson, Skúli Alexandersson alþingismaður, Friðjón Þórðar- son alþingismaður, Daníel Ágústínusson og Sigurjón Hann- esson. Njálsbúðarfundurinn Ráðheira víttur Jón Helgason landbúnaðarráðherra: Lít ekki á þetta sem vantraust. Reyndi að flýta kvótanum Jón Helgason landbúnaðarráð- herra fékk á sig samþykktar vítur á geysifjölmennum bænda- fundinum í Njálsbúð í fyrra- kvöld. Jón sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann liti ekki á þessa samþykkt fundarins sem vantraust á sig og störf sín. „Ég hef reynt að flýta þessu eins og hægt er en þessi vinna hlaut að taka verulegan tíma og Mývatn Ágæt silungs- veiði Mikil veðursœld. Fiskurinn ígóðu ásig- komulagi Silungsveiðin hér í Mývatni var mjög góð í janúar og flskurinn í mjög þokkalegu ásigkomulagi, sagði Arngrímur Geirsson for- maður Veiðifélags Mývatns í samtali við Þjóðviljann í gær, að- spurður um veiðiskap í vatninu. Mývatnsbændur og aðrir veiða silunginn nú undir 60 sentimetra þykkum ís, bæði í net og á færi. Veðursæld hefur verið með ein- dæmum undanfarna daga, sól- skin, hægviðri og vægt frost. Fisk- urinn er að sögn Jóns Aðalsteins- sonar bónda í Vindbelg nokkuð smár, en feitur. Flestir eru u.þ.b. eitt pund að þyngd. Jón sagðist í gær hafa dregið yfir 40 bleikjur síðastliðna tvo daga og taldi það gott. Þeir sem vilja á dorg á Mývatni geta keypt veiðileyfi hjá Veiðifélaginu með kvóta, og leyfist þá að draga 15 fiska á dag. Dorgið hefur gengið vel undanfarið. „Þeir hafa orðið vel varir og margir fyllt kvótann sinn,“ sagði Arngrímur í gær. -gg þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til fjölmargra ábendinga þá er enn verið að benda á ýmislegt sem betur hefði mátt fara,“ sagði Jón aðspurður um hvers vegna svo lengi hafi dregist að senda bændum kvótann. „Það hefði verið æskilegt að þetta hefði komið fyrr fram, en bændum var það ljóst þegar í fyrrahaust að þeir þyrftu að draga eitthvað saman frá fyrra ári,“ sagði Jón. Hann sagðist ekki telja að hann stæði verr að vígi heima í héraði eftir þennan fund en áður. Umræður voru utan dagskrár á alþingi í gær. Veittust margir að ráðherranum, einkum þingmenn úr hópi Alþýðubandalags og Al- þýðuflokki, en einnig stjórnar- þingmenn úr báðum flokkum. Athygli vakti að Egill Jónsson bóndi og þingmaður Sjálfstæðis- flokks úr Austurlandskjördæmi varði gerðir ráðherrans. —Ig-/—v. Sjá bls. 3 Jón Helgason landbúnaðarráðherra á Alþingi í gær. Offramleiðsla mjólkur gæti orðið ráðherranum dýr. Ljósm. E.ÓI. ASÍ Ahersla á lágu Verkfallsboðun um nœstu helgi komist ekki skriður á viðrœður. Hugmyndir ASI: 8% kaupmátt til lœgstlaunuðu, aðrir haldi sama kaupmœtti og ’85 en kaupmáttur tryggður. Hugmyndir VSÍ: Sami kaupmáttur og ’85 fyrir alla Komist ekki vcrulegur skriður á samningaviðræður ASÍ og vinnuveitenda nú í þessari viku má fastlega búast við því að verkalýðsfélögin notfæri sér verkfallsheimild sína og boði vinnustöðvun um næstu helgi. Eru verkalýðsfélögin nú hvert af öðru með félagsfundi og er búist við að flest félögin verði komin með verkfallsheimildina seinni hluta vikunnar. Rétt fyrir miðnætti á mánu- dagskvöldið lagði ASÍ fram hug- myndir fyrir VSÍ og VMS. Þær hugmyndir ganga út á það að þeir sem hafa hæstu launin haldi sama kaupmætti og var árið 1985 en jafnframt komi verulegar hækk- anir til þeirra sem ekki hafa notið launaskriðs þannig að kaupmátt- ur þeirra hækki um 8% á árinu. Til að ná þessum kaupmætti og tryggja hann eiga að koma til enn frekari niðurfærsluaðgerðir af hálfu hins opinbera og er nú talað um að koma verðbólgunni í 7% í stað 9 prósenta. Þá stendur ASÍ fast á fyrri kröfum sínum um þræltrausta kaupmáttartrygg- ingu. Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði við Þjóðviljann í gær að vinnuveitendur hefðu svarað þessum hugmyndum sínum um hálf fimm leytið í gærmorgun. „Þeir veltu upp hugmyndum sem gera ráð fyrir því að kaupmáttur verði óbreyttur milli ára. Það sýnir að allavegana er viðræðu- vilji hjá þeim núna þó enn beri töluvert á milli efnisíega.“ Deiluaðilar hittust aftur í gær og var búist við fundi fram á nótt. Gærdagurinn fór mikið í um- ræður um hvernig væri hægt að tryggja kaupmátt, en með tilboði ríicisstjórnarinnar til BSRB opn- aðist umræðugrundvöllur um hana. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans eru vinnuveitendur nú fyrst til viðræðu um trygging- una, þó langt sé frá að menn séu sammála um hvernig slík trygging verði hugsuð. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.