Þjóðviljinn - 11.04.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.04.1986, Blaðsíða 6
MINNING Alþýóubankinn hf. AÐALFUNDUR Aöalfundur Alþýöubankans hf. áriö 1986 verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, laugardaginn 19. apríl 1986 og hefst kl. 13.30. DAGSKRÁ: a) Venjuleg aöalfundarstörf í samræmi viö ákvæöi 18. greinar samþykkta bankans. b) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. c) Breytingar á samþykktum bankans vegna nýrra laga um viöskiptabanka. Aögöngumiöar aö fundinum og atkvæöaseölar veröa afhentir í aöalbankanum, Laugavegi 31, dagana 16., 17. og 18. apríl næstkomandi. f.h. bankaráðs Alþýðubankans hf. Benedikt Davíðsson, formaður Þórunn Valdimarsdóttir, ritari. FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALLIANCE FRANQAISE Seinni námskeiö vorannar hefjast mánudag 21. apríl. - 8 vikna námskeið - Kennt veröur á öllum stigum - Bókmenntaklúbbur (10 vikur) Innritun fer fram á Bókasafni Alliance Frangaise alla virka daga frá kl. 3-7 og hefst fimmtudag 10. apríl. Nánari upplýsingar í síma 23870. Veittur er 10% staögreiösluafsláttur og 15% staðgreiðsluafsláttur fyrir námsmenn. Ferðastyrkur til rithöfundar. Ráögert er aö af fjárveitingu til norræns sam- starfs í fjárlögum 1986 verði variö 40 þús. krónum til aö styrkja rithöfund til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 4-6, 101 Reykjavík, fyrir 10. maí nk. Umsóknum skal fylgja greinargerö um hvernig umsækjandi hyggst verja styrknum. Menntamálaráðuneytið, 9. apríl 1986. Friðrik Sigurbjömsson lögfrœðingur Friðriki Sigurbjörnssyni kynntist ég í 3. bekk Mennta- skólans í Reykjavík veturinn 1942-1943, en við höfðum þá nokkur ár haft spurnir hvor af öðrum. Friðrik hafði tafist í námi sakir veikinda í bernsku, og bar þeirra eilítil merki á sál og lík- ama, að ég hef talið. Lífsgleði og rósemi hafði hann meiri en flest- um er gefin. En á þessum æskuár- um okkar fannst mér hann oft vera síður þátttakandi en áhorf- andi (en á fremsta bekk). Á mál- fundum lét hann þó miícið til sín taka, en hann var heldur betur máli farinn en við sambekkingar hans og naut þá þess að hafa tvö eða þrjú ár umfram okkur. í sjött bekk hafði hann ásamt Ármanni Kristinssyni forgöngu um útgáfu Minninga úr Menntaskóla, þess vinsæla safnrits. Námið sóttist honum vel og lauk hann stú- dentsprófi með I. einkunn 1946, á aldarafmæli Menntaskólans. Meðan við vorum við háskóla- nám bar fundum okkar aðeins endrum og eins saman, en við gáfum okkur góðan tíma til að ræðast við. í Menntaskólanum höfðum við karpað mikið um stjórnmál, en í vinsemd, jafnvel bróðerni. Á skoðunum okkar var þó grundvallarmunur, sem hélst alla tíð. Friðrik var í 6lóð borin viðhorf kapitaliskra mótmæ- lenda: trú á því að atvinnuleg samkeppni verði samfélaginu til góðs, þegar til lengdar lætur, og að lokum hljóti menn yfirleitt umbun að verðleikum. I því karpi okkar galt ég þess að hafa ekki lesið rit Webers og Tawney. Friðrik Sigurbjörnsson lauk prófi í lögfræði 1953, en ég hygg, að náttúrufræði eða fagurfræði hefðu ekki legið síður við honum. Hann var lögreglustjóri í Bolung- arvík í tíu ár, 1953-1963, en lagði síðan fyrir sig lögfræðistörf, blað- amennsku og þýðingar, og allnokkur ár var hann prófstjóri við Háskóla íslands. Sjálfsævi- sögu föður síns, Sigurbjörns Þorkelssonar, Himneskt er að lifa, I-IV, bjó Friðrik til prentun- ar. í hópi vina sinna og kunningja var Friðrik Sigurbjörnsson með afbrigðum vinsæll. Með þeim lifir minning hans. Haraldur Jóhannsson FRÁ LESENDUM GEFUM BLOM __ Verkalýðsrekendur Það á aðfœra T/Á verða að sýna íalþýðunafni r höfðingjalund fjármálaráðherra heldri mönnum, fögur blóm \ semhafavöld fyriraðstandavið ■LJ ogvirðinganjóta stóru loforðin fyrirað vera er hann sérgóðum flestum meiri samningamönnum í aurasafni afmikilli rausn og orðagjálfri, úr ríkissjóði liðtœkir vel ölmusur fyrir ílaunaráni, ótryggð veitir: vanmáttuga Lœkkar tolla valdníðslu beita, aflúxusbílum sœkjafé og hátekjuskatta, til sjúkra öreiga enheldur áfram ogsafnaísjóði verðhœkkun óbœttri sem að styrkja á öllu brauði til bílakaupa vegna hins nýja betri menn. virðisauka. Þegi þú lýöur og láttu þína útvöldu leiðtoga orðið hafa ánþessaðgera athugasemdir við þeirra orð ogþeirragerðir. Vilji þinn ogþarfir allar eru þeim kunnar en ekki þér, semaðhvorki sérð né hugsar, ogþvíaðhlýða heldri mönnum áttu auðmjúkur og undirgefinn hvaðsem hraklegur hluturþinn er. Jón Þorleifsson Greiningar- og ráðgjafarstöð 'mjíkisins Kjarvalshúsi, Sœbraut 1 Seltjarnarnesi Lausar stöður Óskaö er eftir 1. Starfsmanni í leikfangasafn í hálft starf. Uppeldisfræðileg menntun og reynsla í vinnu með fötluð börn áskilin. 2. Talkennara í hálft starf. Æskilegt er aö viö- komandi hafi reynslu í vinnu meö fatlaða. 2. Umsjónarmaður húsnæðis. Viökomandi þarf aö hafa yfirumsjón meö ræstingum og annast viöhald húsnæðis. Upplýsingar veitir forstööumaöur í síma 611180. Umsóknarfrestur til 20. apríl. Faðir okkar Andrés Eyjólfsson fyrrverandi bóndi og alþingismaður Síðumúla í Borgarfirði lést í sjúkrahúsinu á Akranesi þann 9. apríl. Þorbjörg Andrésdóttir Ingibjörg Andrésdóttir Eyjólfur Andrésson Magnús Andrésson Guðrún Andrésdóttir Háskólamenn til Kölnar fyrir 8.200! Stjórn Orlofssjóös starfsmanna í Bandalagi háskólamanna stendur fyrir þremur flugferöum (leiguflug) í sumar til KÖLNAR BROTTFÖR HEIMKOMA verð* sæti Börn yngri en 2 ára DAGUR tími DAGUR 8. júlí 15:00 24. júlí 8.200 850 24. júlí 15:00 7. ágúst 8.200 850 7. ágúst 15:00 24. ágúst 8.200 850 *) Flugvallarskattur er ekki innifalinn VERÐ: Hvert sæti: 8.200.- kr. Enginn barnaafsláttur er veittur en börn yngri en tveggja ára greiða aöeins tryggingu ca. kr. 850. PÖNTUN FARSEÐLA: Frestur til aö kauþa farseöla er til 29. apríl og skulu þeir greiöast á skrifstofu BHMR/BHM aö Lágmúla 7, 108 R. Ef menn póstsenda peninga skal þaö gert viku fyrr. Viö greiðslu fá menn afhenta tilvísun á farseöil sem veröur síðar afgreiddur á skrifstofunni. Bent skal á aö flugvall- arskattur skal greiddur um leiö og farseðill er afhentur. ANNAÐ: Á skrifstofu Arnarflugs er hægt aö semja um mjög hagkvæma bílaleigubíla og gistimöguleika. Stjórn Orlofssjóðs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.