Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Þriðjudagur 24. október 1989 178. tölublað 54. árgangur
ÞjóÖarbókhlaðan
Hagsmunum háskólans þjónað
Ölafur Ragnar Grímsson: Ekkert eitt hús veldur eins miklum tímamótum í húsnœðismálum háskólans.
Háskólaráð segir áform um að happdrœttisfé fari til Þjóðarbókhlöðu ógna sjálfstœði háskólans
Ee þarf ekki að láta neinn innan
haskólans segja mér hver eru
brýnustu verkefnin í húsnæðis-
málum háskóians. Þau bekki ég
vel af eigin raun eftir 20 ára starf
við Háskóla íslands, sagði Ólafur
Ragnar Grímsson, fjármálaráð-
herra, vegna mótmæla háskólar-
áðs Háskóla Islands gegn því að
gert er ráð fyrir því í fjárlagafr-
umvarpi að 60 milljónir af tekjum
Happdrættis háskólans fari til
byggingar Þjóðarbókhlððu. Ekki
hafi verið kvartað eins mikið
undan neinu einu atriði innan há-
skólans og skorti á viðunandi
húsnæði fyrir háskólabókasafn
og skorti á nútíma bóka-
safnsaðstöðu og lesaðstöðu fyrir
hundruð nemenda. Ólafur Ragn-
ar sagði að ekkert eitt hús myndi
valda eins miklum tímamótum í
húsnæðismálum háskólans og
Þjóðarbókhlaðan.
í ályktun sem háskólaráð hefur
sent frá sér er því andmælt ein-
dregið að fjárveitingarvaldið
hyggist ráðstafa sjálfsaflafé há-
skólans. Sérstaklega er því and-
mælt að 60 milljónir af tekjum
happdrættisins renni til fram-
kvæmda við Þjóðarbókhlöðu og
15 milljónir eigi að renna til
bóka- og tímaritakaupa háskóla-
bókasafns og 12,5 milljónir eigi
að fara til tækjakaupa stofnana
skólans sem hafi sjálfstæðan fjár-
hag. Þá er segir háskólaráð að
happdrættið hafi átt ómetanlegan
þátt í að tryggja sjálfstæði há-
skólans.
í samtali við Þjóðviljann sagði
Ólafur Ragnar að vinir hans í
háskólanum segðust vilja ákveða
í hvað peningarnir færu. Það
hefði verið ánægjulegt ef háskól-
aráð hefði haft frumkvæði og víð-
sýni til að skilja og ákveða að
hagsmunum háskólans væri best
þjónað með því að Þjóðarbók-
hlaðan kæmi sem fyrst til starfa.
Sér hefði skilist að háskólaráð
vildi frekar setja peningana í
húsnæði     tannlæknadeildar,
Tanngaró. „Ég spyr sjálfan mig
og aðra, hvort þjónar betur húsn-
æðismálum háskólans í heild, að
Þjóðarbókhlöðunni verði lokið
sem fyrst eða að Tanngarðinum á
Landsspítalalóðinni miði eitt-
hvað áfram," sagði Ólafur Ragn-
Þegar Þjóðarbókhlaðan hefur
verið tekin í gagnið munu að sögn
ráðherrans losna á bilinu 1-2.000
fermetrar í núverandi húsnæði
háskólans. Þjóðarbókhlaðan
muni því ekki eingöngu bæta að-
stöðu háskólabókasafns og nem-
enda til mikilla muna, heldur líka
losa um mikið af húsnæði fyrir
skólann. í Þjóðarbókhlöðu verði
fullkomnasta tenging við alþjóð-
lega gagnabanka og rannsóknar-
bókasöfn. Ólafur sagðist harma
að háskólaráð skyldi kjósa að
gera úr þessu deilumál og spurn-
ingu  um sjálfstæði háskólans.
Troðfullt í Utvatpshúsinu
Mikið fjölmenni var í Útvarpshúsinu á sunnudag við upphaf barnabókavikunnar. Þar ávarpaöi Vigdís
Finnbogadóttir forseti íslands landsmenn í beinni útsendingu og Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra opnaði sýningu á barnabókum í Útvarpshúsinu. Alla þessa viku munu svo skólar, bókasöfn og
fjölmiðlar reyna að vekja athygli barna á bókum. Þá verður einnig sérstakt málræktarátak í grunnskólum
í vikunni. Mynd: Jim Smart.
EFTA-EB
Kaflaskil í samningaviöræöum
SamstarfsnefndembœttismannaEFTAIEBskilaðiafséráföstudag. Jón Baldvin:
Bráðabirgðakönnunávalkostum, enstefntaðeiginlegum samningaviðrœðum á nœsta ári
Samstarfsnefnd     háttsettra
embættismanna EB og EFTA
skilaði siðastliðinn föstudag sam-
eiginlegu áliti um frekara sam-
starf aðila í átt að sameiginlegu
evrópsku efnahagssvæði. Nefnd-
in hóf störf í apríl síðastliðinn í
kjölfar Oslóary llrlýsingar forsæt-
isráðherra EFTA-ríkjanna, þar
sem kveðið var á um að stefnt
skyldi að samkomulagi
„óhindraðan flutning á
þjónustu og fjármagni og
atvinnu- og búseturétt fólks, með
það að markmiði að koma á eínu
samræmdu efnahagssvæði".
Jón Baldvin Hannibaisson
utanríkisráðherra, sem nú gegnir
formennsku í ráðherraráði
EFTA, sagði í samtali við Þjóð-
um
vöru,
um
viljann í gær að hinum sameigin-
legu niðurstöðum samstarfs-
nefndar EB og EFTA yrði nú
skilað til ríkisstjórna og þjóð-
þinga EFTA-ríkjanna annars
vegar og framkvæmdastjórnar
EB hins vegar. Þá mun EFTA-
hluti nefndarinnar skila sérstakri
skýrslu til óformlegs ráðherra-
fundar EFTA-rfkjanna, sem
haldin verður í Genf
næstkomandi föstudag. Þar mun
fyrsta pólitíska umræðan um
niðurstöðurnar fara fram, þar
sem ráðherrar munu leggja mat á
niðurstöðurnar fyrir hönd sinnar
ríkísstjórnar. Hér heima mun
málið verða á dagskrá á ríkis-
stjórnarfundi og fundi utanríkis-
málanefndar um næstu helgi.
Jón Baldvin sagði að framhald
málsins yrði síðan væntanlega að
ríkisstjórnir EFTA-ríkjanna leiti
eftir formlegum samnings-
umboðum frá viðkomandi þjóð-
þingum fyrir fyrirhugaðan ráð-
herrafund EFTA og EB í París
19. desember næstkomandi.
Jón Baldvin sagði að verkefni
samstarfsnefndarinnar sem nú
hefði skilað af sér hefði f alist í því
að greina þau vandamál er stæðu
í vegi fyrir frekara samstarfi og
koma með tillögur um aðgerðir.
Niðurstaðan væri síðan umræð-
ugrundvöllur, sem að mati nefnd-
armanna dygði til þess að málið
haldi áfram. Hér væri um kafla-
skil í samstarfi EFTA og EB að
ræða. Jón Baldvin sagði jafn-
framt að skýrt væri tekið fram í
niðurstöðum samstarfsnefndar-
innar að um bráðabirgðakönnun
væri að ræða, þar sem grein væri
gerð fyrir þeim valkostum er til
greina koma, þar sem hvorugur
aðili hefur tekið á sig neinar
skuldbindingar. „Hins vegar hef-
ur það legið fyrir að ef og þegar
réttir aðilar hafa tekið sínar pólit-
ísku ákvarðanir, þá verði stefnt
að því að hefja eiginlegar samn-
ingaviðræður á næsta ári. Slík
ákvörðun sé í höndum ríkis-
stjórna og þjóðþinga EFTA-
landanna."
Jón Baldvin Hannibalsson
kemur heim frá Genf næstkom-
andi föstudag.
-ólg
Málið hefði ekkert með sjálfstæði
háskólans að gera. Sjálfstæði há-
skólans snérist um menningarlegt
og vísindalegt starf, sjálfstæða
hugsun og þekkingarsköpun, en
eklri húsnæðismál.
Ekkert eitt í starfsemi háskóla
er eins mikill grundvöllur að efn-
islegu sjálfstæði hans í vísindum,
umræðum og þekkingarsköpun
og fullkomið bókasafn eins og
Þjóðarbókhlaðan, að mati Olafs
Ragnars. Hún væri þess vegna
hornsteinn í sjálfstæði hans og
meira en innantóm orð.
-hmp

Ferðaskrifstofur
Riftunin
skiptir
engu
Pólaris riftir samningi um
kaup Samvinnuferða/
Landsýnar áferðaskrif-
stofunni. Helgijóhanns-
son: Þykjumst heppnir að
vera lausir við að eiga
samvinnu við menn með
viðskiptasiðferði ásvo
lágu plani
„Þessi riftun Pólaris á samn-
ingnum við Samvinnuferðir/
Landsýn er einhliða og við ætlum
ekki L-inusinni að kanna hvort
þetta er löglegt eða ekki. Ef við-
skiptasiðferði þessara manna er
ekki meira en þctta þykjumst við
heppnir að vera lausir við að eiga
samvinnu við þá," sagði Helgi Jó-
hannsson framkvæmdastjóri
Samvinnuferða/Landsýnar við
ÞjóðvUjann í gær.
Stjórn Pólaris tilkynnti
Samvinnuferðum/Landsýn í gær
að ekki yrði staðið við kaupsamn-
inginn frá því fyrir helgi, en hann
var undirritaður með fyrirvara
um samþykki stjórna fyrirtækj-
anna. Helgi segist hafa fullvissu
fyrir því að gengið hafi verið frá
samningi við Svavar Egilsson,
stærsta eiganda Veraldar, áður
en málið var tekið fyrir á
stjórnarfundi Pólaris.
„Þetta skiptir okkur engu máli.
Við vorum stærstir á markaðin-
um áður en til þessa kom, þannig
að við keyrum bara áfram með
okkar félögum og höldum áfram
að vakta það að Flugleiðir komist
ekki í einokunaraðstöðu á ferða-
skrifstofumarkaðinum," sagði
Helgi.
-Sáf
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12