Þjóðviljinn - 11.09.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.09.1991, Blaðsíða 1
EES-hnúturinn herðist Sveitarstjórnarkosningarnar í Noregi á mánudag voru mikill sig- ur fyrir andstæðinga aðildar að Evrópubandalaginu og viðræð- unum um evrópskt efnahagssvæði. Þrátt fyrir það að ekki hafi verið um þingkosningar að ræða snérist kosningabaráttan fyrst og fremst um landsmál, þ.e. afstöðuna til Evrópuþróunarinnar og at- vinnuleysið. Sigur EB- andstæðinga var mikill um landið allt, en sér- staklega hlýtur stórsigur þeirra í sjávarútvegsbæjum að vekja at- hygli. Ekki er hægt að túlka úrslitin á annan hátt en þann að svig- rúm norsku stjórnarinnar í samningaviðræðunum um EES þrengist talsvert. Enn sem komið er er óljóst ingaúrslitin hafa áhrif á afstöðu hvort og með hvaða hætti kosn- Norðmanna í samningaviðræðun- um. Paul Chaffey þingmaður Sóp' alíska vinstri flokksins og fulltrui hans í utanríkismálanefnd Stór- þingsins sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að þrátt fyrir það að enn væri meirihluti kjósenda fylgj- andi EES- samningum yrði erfitt fyrir rikisstjómina að gefa meira eftir. Hann segir að sjávarútvegs- málin hafi verið hvað erfiðust og í ljósi kosningaúrslitanna verði nán- ast ómögulegt að koma meira til móts við Evrópubandalagið, þann- ig að þrýstingur EB á að Island gefi meira eftir kunni að aukast, ef menn þar á bæ ætla sér einhvem EES-samning á annað borð, sagði Chaffey. Paul Chaffey segir að til- mælum Svía um að Noregur og Is- land gangi lengra til móts við Evr- ópubandalagið í sjávarútvegsmál- um sé tekið fálega, og fáir eða eng- ir vilji hlusta á ráðleggingar frænda okkar í Svíþjóð í þessum málum. Þannig gæti andstaðan við EES- samning ftekar aukist ef eitthvað Verslunarmenn kynntu hugmyndir slnar um starfsgreinaskiptingu fyrir Vinnuveitendasambandinu I gærmorgun. Á næstunni er fyrirhugað að taka upp viðræður við eina starfsgreinina sem þá yrði prófsteinn á hvort þessar hugmyndir gangi upp. Mynd: Jim Smart. Mörg ljón í veginum I^gærmorgun áttu verslunarmenn viðræður við Vinnuveitendasam- bandið (VSÍ) þar sem kynntar voru hugmyndir um starfsgreina- skiptingu hjá verslunarmönnum. Pétur A. Maack, skrifstofustjóri hjá Verslunarmannaféiagi Reykjavíkur, segir að árangur fundarins hafi verið góður. Þórarinn V. Þórarinsson segir að hugmyndin sé góðra gjalda verð, en mörg ljón séu í veginum enn. Landssamband verslunar- inn hugmyndir um starfsgreina- manna, Verslunarmannafélag skiptingu innan félaganna. Pétur Reykjavfkur og Verslunarmannafé- sagði að VSI hafi verið mjög já- lag Suðumesja áttu viðræður við kvætt gagnvart því að að starfs- Vinnuveitendasambandið í gær- greinaskiptingu yrði komið á hjá morgun. Umræðuefhið á fundinum verslunarmönnum. snerist ekki um launakröfúr félag- - Við skýrðum fyrir þeim á anna, heldur var útgangspunktur- þessum fundi hvað við ættum ná- kvæmlega við með þessari skipt- ingu. I okkar augum eru þessi breyttu vinnubrögð sem við höfúm unnið að það sem koma skal í framtíðinni, sagði Pétur. Þórarinn sagði að Vinnuveit- endasambandið væri tilbúið til að ræða við verslunarmenn hvort ein- hver vegur væri á að koma á fram- leiðslutengdum launakerfum í meiri mæli en gert væri í dag. - í löndunum í kringum okkur hafa menn verið að þróa svona kerfi á skrifstofúr og í þjónustu- greinamar. Þessar hugmyndir eru á margan hátt góðra gjalda verðar, en hins vegar verður ekki litið fram hjá því að mörg ljón eru í veginum, sagði Þórarinn. Aðspurður hvert næsta skref yrði í viðræðum við verslunar- menn, sagði Þórarinn að á næst- unni tæki VSI upp viðræður við eina af þeim starfsgreinum sem nefndar hafa verið. - Það verður eiginlega hægt að líta á þær viðræður sem prófstein á hvort starfsgreinaskiptingin sé möguleg eða ekki, sagði Þórarinn. -sþ sé að mati Chaffeys. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir ekki Hklegt að EB auki þrýsting á að íslend- ingar gefi meira eftir i sjávarút- vegsmálum vegna kosningaúrslit- anna í Noregi. Hins vegar sé norska ríkisstjómin í þröngri stöðu eins og hún hafi verið og það sé ljóst að hún muni bjóða minna í komandi EES-viðræðum en hún gerði í sumar, alveg burtséð ffá kosningunum á mánudag, segir Jón Baldvin. Utanríksiráðherra segir að líkumar á EES-samningi hafi út af fyrir sig ekki minnkað, slíkir samningar verði ef pólitísk forysta EB kemst að þeirri niðurstöðu að það þurfi á slíkum samningi að halda, annars verða engir samning- ar. Jón Baldvin bendir á að EB eigi erfitt með að gera fjölþjóðlega samninga, bandalagið hafi klúðrað EES- samningum og hafi nú líka klúðrað samningum við nýfijáls ríki austur Evrópu þó fögur vilyrði hafi verið gefin um samninga við þau ríki. Þessir samningar renni út í sandinn „með visan til sama sér- hagsmunapots sem virðist vera ær og kýr þessa bandalags, þ.e.a.s. út af smjeri og kjeti,“ sagði utanríkis- ráðherra. Kristín Einarsdóttir þingkona Kvennalistans og formaður Sam- taka gegn aðild íslands að EES tel- ur að kosningaúrslitin í Noregi geti haft mikil áhrif á gang EES- við- ræðnanna. Hún byggir það mat sitt á því að norska ríkisstjómin geti með engu móti boðið eins mikið í sjávarútvegsmálum og hún gerði fyrri í sumar og þar með geti við- ræðumar siglt í strand. Þá minnir Kristín á að Frans Andriessen, einn af framkvæmdastjómm Evrópu- bandalagsins, hafi í ræðu í sumar sagt að það tilboð sem Norðmenn hafi boðið í vor myndi ekki duga til að ná samningum um EES, þannig að nú hljóti sú staða að vera ennþá erfiðari. Gunnar Helgi Kristinsson lekt- qr í stjómmálaffæði við Háskóla íslands segir að ekki megi gera of mikið úr hugsanlegum áhrifum sveitarstjómarkosninganna á mánudag á EES-viðræðumar. Það er hins vegar einfalt reiknings- dæmi að ef Norðmenn gefa minna eftir og Evrópubandalagið heldur í sínar kröfúr þá eykst þrýstingur á okkur að gefa meira eftir, segir Gunnar Helgi. Hann segir að úr- slitin þurfi ekki að koma á óvart. Evrópumálin séu augljóslega um- deild mál í Noregi og þeir tveir flokkar sem lagst hafa gegn EES- viðræðunum taki eðlilega fylgi EES-andstæðinga innan hinna flokkanna. Ekk' er líklegt að þessi úrslit stefni viðræðunum f voða, en þau gera málið pólitiskt erfiðara að sögn Gunnars Helga. áþs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.