Dagblaðið - 21.04.1976, Síða 1

Dagblaðið - 21.04.1976, Síða 1
i i i 2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976 — 87. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. Loks barst svar um hraðbátana BANDARIKJAMENN NEITA „Nei, svarió er ekki jákvætt, að minnsta kostiekki eins og við hefðum viljað hafa það,” sagði Ölafur Jóhannesson dómsmála- K Skip af „Asheville”-gerð. Þau eru 225 tonn að stærð og ganga 40 sjómílur. ráðherra um svar Bandaríkja- manna við tilmælum íslendinga um, að þeir útveguðu íslenzku landhelgisgæzlunni hraðskreið skip af Ashville-gerð. „Þeir mega víst ekki sjá af bát- unum þessa stundina,” sagði Ólafur. Um það, hver yrði afstaða ríkisstjórnarinnar til þessarar neitunar, sagði Ölafur: „Maður verður víst að taka það trúanlegt, að mennirnir hafi ekki ráð á að lána okkur þetta.” Ólafur sagði, að svar Banda- ríkjamanna, sem borizt hefur eftir langa bið, hafi ekki komið formlega til sín frá utanríkisráðu- neytinu. Það var upphaflega dómsmála- ráðuneytið, sem óskaði eftir því við utanríkisráðuneytið, að þetta yrði athugað hjá bandarískum stjórnvöldum. —HH/HP VIÐBUNAÐUR GEGN SVÍNAINFLÚENSU Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin í Genf hefur skorað á heil- brigðisyfirvöld allra landa að búa sig undir hugsanlegan faraldur svínainnflúensu næsta vetur. í áskorun þessari er talið útilokað að hindra útbreiðslu þessarar veiki með bólusetningum einum saman, og þurfi því að beita öðrum tiltækum ráðum. „Norðurlöndin hafa ekki bol- magn til að framleiða nema mjög takmarkað magn af bóluefni í sumar,” sgði Margrét Guðnadóttir prófessor í viðtali við Dagblaðið. Kvað hún notkun þess fyrst og fremst miðast við veikt fólk og lasburða, sem ekki þolir þessa in- flúensu. Því næst verður að hugsa um gamalt fólk og ef til vil! til- tekna starfshópa, eftir því, sem magn bóluefnis hrekkur til. Margrét sagði, að lyfjaverk- smiðjur myndu nú fara á stað með framleiðslu bóluefnis, og hefði landlæknir þegar í undirbúningi öflun þess. Auk þess kvað hún nú vera að koma fram ný efni. sem gætu orðið til hjálpar, ef faraldur kæmi upp. Vegna þessa takmarkaða magns af bóluefni, sagði Margrét, að það væri hægara sagt en gert að bólusetja fjölmennar þjóðir í skyndingu, eins og t.d. forseti Bandaríkjanna hefði nýlega mælt fyrir um. „Hér verður í sumar unnið að því að mæta hugsanlegum faraldri með öllum tiltækum ráðum," sagði Margrét Guðna- dóttir. BS NYR BYGGÐARKJARNI NÁLÆGT HÚSAVÍK? Hreppsnefnd Re.vkjahrepps í S- Þingeyjarsýslu hefur samþykkt að neyta forkaupsréttar á um 100 hektara landi úr landi Skarða þar í hreppnum. Að sögn hreppstjórans, Atla Baldvinssonar á Hveravöllum. er ekki fullgengið frá kaupunúm enn, en hugmyndin er að reisa þarna jafnvel byggðarkjarna. Skipulag hans er þó ekki mótað enn. Bæjarleið er á milli Skarða og Laxamýrar og um tíu kílómetrar eru milli Skarða og Húsavíkur. Yrði hugsanleg byggð væntanlega reist austan Kísilgúrsvegarins svonefnda. Atli sagði að þörf væri fyrir svæði til íbúðarhúsabygginga í hreppnum, en ekki gat hann í fljótu bragði gizkað á hversu stór þessi kjarni vrði, það ylti á ýmsu svo sem hvort laxeldi þar í ná- grenninu yrði stóraukið á næst- unni eða ekki o.f-. —G.S. Rádizt á fslending á Kanaríeyjum Ráðizt var á islenzkan ferða- lang á Kanaríeyjum í fvrradag og hann svo hart leikinn, að hann liggur nú á sjúkrahúsi þar syðra. Eftir þvi, sem næst verður komizt, voru árásar- mennirnir Arabar eða heima- menn á Kanaríeyjum. Ekkj tókst að fá upplýsingar um áverka þá, sem maðurinn hlaut, en talið er að þeir séu talsverðir, enda þótt þeir séu ekki lífshættulegir. Sem fyrr er sagt var hann þó fluttur á sjúkrahús og liggur nú þar. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið telur áreiðanlegar, er maður þessi kaupmaður hér — Hggur sœrður á sjúkrahúsi ytra í Reykjavík, eigandi sportvöru- verzlunar. Er hann þarna á vegum íslenzkrar ferðaskrif- stofu með fjölskyldu sinni, og er talið, að þetta atvik hafi átt sér stað í Las Palmas. Ekki er ljóst með hverjum hætti átökin hófust. —B.S. Vorið getur ekki verið iangt undan — sumardagurinn fyrsti er a morgun. Morgnar eru orðnir bjartir og Iesbjart fram eftir kvöldum. Lífið er að vakna af drunga'vetrar. fiðringur færist um kroppinn og trillukarlar róa til fiskjar. Ef þetta er ekki merki um langþráð vor, þá megum við hundar heita. DB-mynd: BP. Án konu enginn maður — Sjú leikdóm Ólafs Jónssonar um Keramik — Bls. 9 Nýtt kjör- dœmi á Suðurnesjum — sjá bls. 9 íslendingarnir markhœstir hjá Dankersen — Sjá íþróttir í opnu Þorskastríðið kostar Breta yfir 800 millj. — Sjá baksiðu A

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.