Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 1
dagblað 3. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 — 69. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUiyitJLA 12, SljWI 83322. AUG.LVSINGAR OG AFGHEIDSLA,. ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022^ Vamarliðið segir hylkin skaöiaus en samt þurfti að sökkva þeim af öryggisás tæðum — Ráðuneytið kveðst myndu hafa gef ið leyfi til losunar miðaðviðútskýringar varnarliðsins Sjábls.4 Við upphaf fundarins í morgun: F.v. Karin Söder, Sviþjóð, K.B. Andersen, Danmörku, Einar Ágústsson, íslandi, Knut Frydenlund, Noregi, og Kristian Gestrin, Finnlandi. DB-mynd Hörður. Fundur norrænna utanríkisráðherra: „Ég hef aldrei búið svona fmt” sagði Kar- in Söder um svftuna Norðmenn leggja fram tillögu um eiturlyf jamál ,,Ég hef nú aldrei búið svona fínt og taldi því, að ég gæti alveg eins skipt um herbergi,“ sagði Karin Söder, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar í morgun er DB hitti hana að máli skömmu fyrir fund norrænna utanríkisráðherra sem haldinn er hér í Reykjavík. ,,Hins vegar komumst við að því í sendinefndinni að hægt er að nota annað herbergið í svít- unni til fundahalda og þvi ákvað ég að vera þar áfram.“ f'rú Söder sagði að helztu málin á fundinum „sem er í fyrsta skipti sem ég er með," yrðu staðan í alþjóðamálum, aðstoð við þróunarlöndin og þá sérstaklega með ríki Afríku í huga. Þá myndu þeir ráðherr- arnir ræða santan um fyrirhug- aðan framhaldsfund um mann- réttindamál sem halda á í Bel- grad innan nokkurra mánaða og sameiginlega afstöðu Norðurlandanna til þeirra mála. ,,Ég er þess fullviss að þessir fundir okkar eru gagn- legir, hér fara fram gagn- kvæmt skoðanaskipti og tekin er afstaða til sameiginlegra mála okkar á alþjóðavett- vangi," sagði frú Söder að lokum. „Þetta er venjulegur ráð- herrafundur en þessir fundir okkar eru haldnir tvisvar á ári," sagði Knut Frydenlund. utanríkisráðherra Noregs í stuttu viðtali við DB. „Við munum ræða afstöðuna til starfa okkar hjá Santeinuðu þjóðunum og auk þess afstöðu til alþjóðamála. Þá ntun og hafréttarmál bera á góma." Finnski utanríkisráðherr- ann, Gestrin, sagði að hann vildi ekki segja að þetta væru „venjulegir" fundir því þá gæti fólk kannski fengið þá hugmynd að þetta væri bara innantómt málæði. „Þvert á móti, hér fara fram skapandi umræður um sameiginleg vandamál og hér skapast þau kynni sem okkur eru nauðsyn- leg í því nána samstarfi sem Norðurlöndin eiga í,“ sagði finnski utanríkisráðherrann. ,,Á dagskránni eru alþjóða- mál. öryggismál Kvrópu, mál- efni ríkjanna í suðurhluta Afriku, hafréttarmál og aðild okkar að stofnunum Samein- uðu þjóðanna," sagði Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, i viðtali við Dagblaðið. ,,Svo má nefna hér tillögu Norð- manna um samræmda afstöðu okkar til eiturlyfjamála í Evrópu, bæði hvað varðar dreifingu og neyzlu.“ Einar sagði að enginn ágreiningur væri lengur meðal Norðurlandaþjóða um haf- réttarmál, allar þjóðirnar væru nú fylgjandi 200 mílna fiskveiðilögsögu. Einar var spurður að því í hvaða formi aðstoð okkar við þróunarlöndin og stjórnmála- hreyfingar þar væri og sagði hann. að það yrði meðal um- ræðuefna. „Hins vegar höfum við íslendingar yfirleitt haft það fyrir reglu að styðja þá sem eru við völd í þróunarríkj- ununt," sagði utanríkisráð- herrann. -HP/HH. ............... Margt er skrrtid í áfengislögunum Bjarni Einarsson, fyrrum bæjar- stjdri, leggur fram tillögur í bjórmálinu Sjá kjallaragrein ábls. 10-11 • Sérkröfur verzlunar- manna kosta lítið Sjábls.9 „Hortog Spassky vilja engin úrslit strax — þeim líkarsvo vel á íslandi” — sögðu m jafntefliðí „Þetta var lognið fyrir storminn á morgun/’sögðu aðrir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.