Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir UBK heldur sínustriki Breiðablik sigraði Reyni á Sand- gerðisveilinum, á föstudagskvöldið með tveimur mörkum gegn engu — skoraði eitt mark í hvorum hálfleik. Reynismenn, með hálfgert varalið, veittu Blikunum harða mótspyrnu og hefðu svo sem alveg eins getað nælt sér í annað stigið, ef hamingjan hefði verið þcim hliðholl. Blikarnir léku undan norðan strekkingi í fyrri hálfleik — sóttu að vísu meira en ekki var margar glufur að finna i Reynisvörninni. Aðeins tvívegis sluppu þeir í gegn en Jón Örvar, mark- vörður Reynis, bjargaði í fyrra sinnið með réttu úthlaupi, en í seinna skiptið kom hann ekki vörnum við þegar Sigurður Grétarsson, smeygði sér á milli varnarmanna og sendi knöttinn i netið, eftir fallega leikfléttu. Skömmu fyrir leikslok, var Sigurður aftur á ferð- inni — náði knettinum eftir að Jón Örvar hafði hikað við að grípa knöttinn — eða slá utan vítateigslínu — og þá var ekki að sökum að spyrja, hann sendi knöttinn í mannlaust markið. Reynismenn náðu mjög góðum leik- kafla í seinni hálfleik; voru lengst af i sókn en vörn UBK var traust og það sem slapp í gegn, varði Ólafur Hákonarsson með snarræði eins og skot frá Sigurði Guðnasyni sem hann lyfti yfir markið og kollspyrnu frá Jóni Jónssyni eftir hornspyrnu. Breiðabliks- menn áttu líka sín fceri. Vignir Baldurs- son komst einn inn fyrir vörn Reynis, en Júlíus Jónssyni miðverði tókst að koma fæti fyrir knöttinn á elleftu stundu, en þar voru að kljást beztu menn hvors liðs. -emm. 14ára—við heimsmetið Fjórtán ára stúlka, Mary Meagher, frá Kentucky í Bandaríkjunum, náði fráhærum árangri á sundmóti í Kali- forniu á laugardag. Synti 100 m flug- sund á 1:01.41 mín., sem er annar bezti tími, sem náðst hefur á vegalengdinni. Heimsmet Andreu Pollack, Austur— Þýzkalandi, er 1:00.52 mín. Önnur í sundinu varð Lisa Buese, USA, á 1:02.52 mín. Góður árangur náðist í mörgum greinum á mótinu. Ólympíumeistarinn Brian Goodell, USA, sigraði i 400 m skriðsuudi ? 1:58.91 mín. rétt á undan Djan Madruga, Brasilíu, sem synti á 3:59.67 mín. í 100 m baksundi sigraði Mark Kerry, Ástraliu, á 58.63 sek. eftir stórkostlega keppni við Clay Britt, USA, sem synti á 58.64 sek. Romulo Aranles, Brasilíu, varð þriðji á 58.70 sek. Það kom á óvart í keppninni hve Tracy Caulkins, USA, margfaldur heimsmethafi, stóð sig illa. Hún sigraði þó í einni grein, 200 m fjórsundi á 2:19.70 mín. — næstum sex sekúndum frá heimsmeti sínu. — í öðru sundi komst hún ekki í úrslit, 400 m skrið- suntli, þar sem Kim Linehan, USA, sigraði á 4:12.55 mín. í 100 m flug- sundi sigraði Jim Halliburton, USA, á 56.73 sek. rétt á undan Greg Jagen- burg, USA, sem synti á 58.63 sek. og Greg Porter, USA, 57.18 sek. A-Þjóðverjar unnuSovét Sergei I.itvinov náði í gær, á móti í Leipzig i Austur-Þýzkalandi, þriðja bezta heimsárangrinum i sleggjukasti frá upphafi, þegar hann kastaði 79.82 metra. Það var í landskeppni Austur- Þýzkalands og Sovétríkjanna. Austur- Þjóðverjar sigruðu með 196.5 stigum gegn 183.5 stigum. Þýzku karlmenn- irnir hlutu 18 stigum meir en keppi- nautar þeirra en hins vegar unnu sovézku valkyrjurnar stöllur sínar með fimm stiga mun. Marga kunna íþrótta- inenn vantaði hjá báðum þjóðum. Sovétríkin unnu Holland Sovétríkin sigruðu á sjöunda alþjóðamóti unglingalandsliða i Toulon í Frakklandi. Sovétríkin léku il úrslita við Holland í keppninni i gær og sigruðu 2-0. Nikonov skoraði bæði mörkin, þegar langt var liðið á leikinn. í keppninni um fimmta sæti sigraði Argcntína Kina 2-0. „Eg snerti aldrei knött- inn með höndinni” - sagði Þórður Karlsson. Umdeilt atvik íKeflavík, þegar ÍBK sigraði KA 2—1 f 1. deild Heppnissigur Kcflvíkinga yfir KA gærdag færði þeim bæði stigin og forustuna í I-deildinni, að minnsta kosti í bili, því ofmælt væri að segja að sigurinn hafi vcrið sannfærandi, þótt hann hafi kannski verið verðskuldaður þegar á heildina er litið. ÍBK hefur nú hlotið 9 stig i sex ieikjum, en Fram, ÍA og KR-ingar geta náð þeim i næsta leik. Undan norðan kaldanum, í glamp- andi sól, á sæmilega grónum gras- vellinum höfðu Kefivíkingar alger yfirráð gegn norðanmönnum fyrsta stundarfjórðunginn. Hver sóknarlotan af annarri, með hraða og krafti og oft góðu spili, gekk i áttina að KA- markinu. ,,Þetta verður burst,” varð mönnum að orði, og það kannski ekki að ófyrirsynju. ÍBK með stórsigur fjögur mörk úr seinasta leik en KA sömu tölu í tap. Skyndisókn norðanmanna þegar um þriðjungur var liðinn af leiknum, breytti spádómum manna heldur betur. Elmar Geirsson, geystist fram völlinn, hægra megin og sendi knöttinn i háum boga inn í vítateiginn. Bakvörður ÍBK, Óskar Færseth, reyndi að bægja hættunni frá með kollspyrnu, en mis- tókst. Knötturinn sveif til Gunnars Blöndal, sem umsvifalaust sendi hann i áf um 12 metra færi neðst i vinsta hornið, án þess að Þorsteinn Ólafsson, markvörður, kæmi vörnum við, 1 —0. Eftir markið er vart hægt að segja að heil brú hafi verið í leik ÍBK en KA- ingar fengu uppörvun að sama skapi og börðust eins og Ijón í von um að halda fengnum hlut, en Einar Ásbjörn Ólafs- son og þó sér í lagi Þórður Karlsson, sáu fyrir því að norðanmenn fóru tómhentir heim, hvað stigin áhrærði. Þegar um það bil hálftími var liðinn af leiknum, fengu heimamenn horn- spyrnu, sem Þórður tók. Knötturinn féll niður við marksúluna fjær þar sem Einar Ásbjörn kom og tókst með naumindum að teygja ristina í knöttinn og spyrna í markið af stuttu færi og jafna metin. Þarna var vörn KA illa á verði og lét Einar svo sannarlega komt aftan að sér. Norðanmenn voru nærri því að endurheimta forustuna rétt fyrir hlé þegar Elmar Geirsson, hraðlest norðanmanna, hljóp varnarmenn ÍBK af sér og leiðin átti að vera greið í markið en Elmar dokaði aðeins við, þegar í vítateiginn var komið og það gerði gæfumuninn — ÍBK-vörnin lokaði öllum sundum, svo að tækifær- ið rann út í sandinn. Gegn kaldanum voru Keflvíkingar öllu meira í sókn i seinni hálfleik, þótt sundurlaus væri. Á fyrstu mínútunum þrengdu þeir nokkuð að KA-markinu V-Þióðyerjar sterkir í landskeppni í Bremen Góður árangur náðist í landskeppni Vestur—Þýzkalands, Bretlands, Pól- lands og Sviss í frjáisum íþróttum í Bremen í V—Þýzkalandi í gær. Þjóð- verjar sigruðu í karlakeppninni — hlutu 232 stig, Pólverjar urðu í öðru sæti með 215.5 stig. Bretar þriðju með 153.5 stig og Sviss rak lestina með 108 stig. í kvennakeppninni sigraði Bret- land með 147 stigum. Vestur—Þýzka- land hlaut 140 stig, Pólland 135 stig og Sviss 64 stig. Pólska stúlkan Grazyna Rabsztyn var innan við heimsmetið í 100 m grindahlaupi. Hljóp á 12.39 sek. en vindur var aðeins of mikill svo tími hennar verður ekki staðfestur sem heimsmet. Hann er 9/100 betri en gild- andi heinv mc Mesta athyf'i ■ g®r á síðara degi keppninnai vuKti, þegar Aston Moore, Bretlandi, stökk 16.93 metra í þrí- stökki. Hafði gífurlega yfirburði en þrír aðrir keppendur stukku yfir 16 metra — Biskirpski, Póllandi, 16.34 m — Douglas Hendersen, V—Þýzka- landi, 16.15 metra og Hoffmann, Pól- landi, 16.01 m. David Johnson, Bret- landi, varð fimmti með 15.95 metra en sömu stökklengd var Klaus Kiibler, V—Þýzkalandi með. Svisslendingar hlutu ekki marga sigra í keppninni en frægasti hlaupari Sviss, Markus Ryffel, einn bezti hlaupari heims, vann þó öruggan sigur i 3000 m hlaupinu á 7:48.7 mín. Frank Zimmermann, V—Þýzkalandi, varð annar á 7:50.7 mín. Brezka blökkukonan Sonia Lanna- man sigraði hina frægu, pólsku hlaupa- konu Irena Szevinska í 200 m hlaupi. Hljóp á 23.00 sek. en Irena á 23.07 sek. í 200 m hlaupi sigraði Allan Wells, Bretlandi, á 20.56 sek. Marian Woronin, Póllandi, varð annar á 20.65 sek. Hins vegar sigraði Woronin í 100 m hlaupinu á 10.22 sek. Wells varð annar á 10.27 sek. og þeir voru langt á msm Glcnn Martindahl feltur Thordarsson Sigge Johar.scon Atvidaberg (2) Dster Ha.mstad (4) • Veckans lag har tagits ut av Aftonbladels repcrtrar Curt-Roland Hjulström Jan Kotschack. Ken Olofsson, Janne Svenssor., Slefan Thylrn, Larne Wallisson och Hans Akesson. , .* Siffrap inom qs^ntes anger hgr'm^nga oár^cr SPeldrert varif( mfct r Veckans( lr*n . — — —. .. . ----:— ------------’ . r— undan næstu hlaupurum. Werner Bastians, V—Þýzkaiandi, varð þriðji á 10.50 sek. Willi WUlbeck, V—Þýzkalandi, sigraði í 800 m hlaupi á hinum fræga tíma 1:46.0 min. Landi hans Hans Peter Ferner varð annar á 1:47.0 og Gary Cook, Bretlandi, þriðji, á 1:48.2 mín. Þjóðverjar unnu tvöfalda sigra í mörgum greinum. Hins vegar unnu Pólverjar tvöfalt í 3000 m hindrunar- hlaupi. Malinovski fyrstur á 8:22.7 mín. og Vesolovski annar á 8:27.0 mín. Árangur í kúluvarpi karla var ekki til að hrópa húrra fyrir. Ralf Reichen- bach, V—Þýzkalandi, sigraði og varpaði 19.40 metra. Komar, Póllandi, annar með 19.02 m og Egger, Sviss, þriðjimeð 18.76m. Það var lítið skárra í kringlunni. Volodok, Póllandi, sigraði og var hinn eini, sem kastaði yfir 60 metra — nánar tiltekið 60.26 m. Wagner, V—Þýzkalandi, varð annar með 59.76 m og landi hans Berlep þriðji með 58.18 m. í 1500 m hlaupinu sigraði Steve Ovett, Bretlandi, auðveldlega á 3:41.7 mín. eftir spretthlaup í lokin. Thomas Wessinghage, V—Þýzkalandi, varð annar á 3:42.4 mín. og Iandi hans Uwe Becker þriðji á 3:42.6 mín. í hástökki sigraði pólski ólympíumeistarinn Jacek Wszola, stökk 2.25 m. Thraenhart, V—Þýzkalandi, varð annar með 2.22 m. í 4x 100 m boðhlaupi sigraði Pói- land á 39.41 sek. eftir hörkukeppni við V—Þýzkaland 39.54 sek. og Sviss varð i þriðja sæti á 39.96 sek. Góðurtími Steve Ovett Evrópumeistarinn Steve Ovett sigraði auðveldlega í 1500 m hlaupi á móti i Nijmegen í Hollandi í gær. Hljóp á mjög góðum tíma 3:37.9 mín. keppnislaust að mestu. Ovett varð 15 metrum á undan næsta keppamla. og Rúnar Georgsson, sem ekki var á skotskónum þann daginn skaut himin- hátt yfir af markteig. Þar með fór for- görðum opnasta færið í seinni hálfleik. Þegar langt var liðið á leiktímann og eftir mikið miðjuþóf, hálfgerða þrá- skák, þar sem knötturinn gekk oftar mótherja á milli en samherja, þá fékk Þórður Karlsson, sem átti sinn besta leik til þessa með ÍBK, — háa sendingu rétt utan vitateigs og tók nokkur skref og skaut þéttingsfast á markið. Knötturinn sveif í fallegum boga inn í hliðarnetið, rétt við góma Aðalsteins Jóhannssonar markvarðar, 2—1. „Hendi,” hrópuðu leikmenn KA og vildu fá dómarann Hreiðar Jónsson til að breyta úrskurði sínum en honum varð ekki haggað og hann benti á miðjupunktinn. ,,Ég snerti aldrei knöttinn með höndinni, „drap” hann með lærinu,” sagði Þórður Karlsson, aðspurður eftir leik um þetta umdeilda atvik. „Það hefði verið álíka ósanngjarnt að dæma markið af og dæma vitaspyrnu, eins og margir vildu, þegar ég féll inn í vítateig KA, eftir samhlaup við einn varnarmann norðanmanna.” En þrátt fyrir mótlætið létu KA- ingar engan bilbug á sér finna og sóttu loks fast að marki ÍBK og seinustu mínúturnar munaði minnstu að þeim tækist að skora jöfnunarmarkið en Þorsteinn Ólafsson kom í veg fyrir það með snjallri markvörzlu. Tæpast stóð þegar Ásbjörn Björnsson, var nýkominn í leikinn, skaut horku skoti af stuttu færi en Þorsteinn varði með naumindum — varð að grípa til allra sinnar snerpu. Mönnum, sem fylgzt hafa með ÍBK- liðinu í vor er val liðsins mikil ráðgáta. Eins og menn muna gekk liðinu illa að skora í fyrstu leikjunum, en Ron Smith, sem þjálfaði þá um sinn, tókst að stilla um liði sem skoraði allt að Ijórum mörkum i leik og gengi þess hefur verið gott síðan — engegnKAer kippt tveimur markahæstu mönnum út úr liðinu og reyndar hinum þriðja líka, sem á þó sínar orsakir. Enda kom í Ijós, að framlínan var með öllu bit- laus, lengstum í leiknum. Varla geta stjórnendur liðsins sig seka um slíka glópsku aftur og getur kannski varla þar sem Tom Tranter er væntanlegur innan skamms frá Englandi en hann mun annast þjálfun liðsins út leiktíma- bilið. Auk Þórðar Karlssonar þá áttu Guðjón Guðjónsson góðan leik þótt hann nýttist ekki eins oft áður sem sóknarbakvörður. Sama má segja um hinn bakvörðinn Óskar Færseth. Aðrir náðu sér ekki á strik, eins og t.d. Ólafur Júlíusson sem dró spilið mjög niður með óþarfa „dútli” með knöttinn. Liðið féll illa saman og mikið um mistök en skiptingin af mölinni á grasið kann að eiga sína sök á slökum leik. Einar Þórhallsson, Elmar Geirsson og Gunnar Blöndal voru burðarásar KA en Jóhann Jakobsson og Haraldur Haraldsson gáfu þeim lítið eftir. Liðið sýndi oft góða kafia þegar það hafði hrist af sér slenið í fyrri hálfleik og hefði með örlítilli heppni geta haldið jöfnu eða farið með bæði stigin norður. Dómari var Hreiðar Jónsson og dæmdi vel. -emm. TEITUR VALINNI „LXD VIKUNNAR” Sænska meistaraliðið Öster náði mjög góðum árangri i fyrri viku — sigraði Malmö FF í Málmey og síðan nágrannaliðið Kalmar á heimavelli. Úr- slit í báðum leikjunum 2—0 fyrir Öster. Teitur Þórðarson stóð sig mjög vel í þessum leikjum hjá Öster þótt hann skoraði ekki. Lagði hins vegar upp nokkur markanna með harðfylgi sinu og fiýti. Sænska blaðið Aftonbladet valdi Teit í „lið vikunnar" í Svíþjóð. Tveir úr liði Öster voru í liðinu — Teitur og bakvörðurinn Johnny Gustavsson. í gær mun hafa verið leikið í Allsvenskan en okkur tókst ekki að ná í Teit i síma í morgun. Til hliðar eru myndir af leik- mönnum vikunnar hjá Aftonbladet.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.