Dagblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 1
I Olíuslysið í Norðursjónum: ISLENDINGUR ER MEDAL KIRRA SEM ER SAKNAÐ Þrjátiu og þriggja ára gamall Akureyringur, Herbert Hansen, ketil- og plötusmiður, er meðal þeirra, sem saknað er af Alexander Kielland íbúðarpallinum í Norðursjó. Sigurður Hafstað sendi fulltr úi við íslenzka sendiráðið i Noregi staðfesti þetta í samtali við Dag- blaðið í gærkvöldi. Sigurður sagði, að enn væru fréttir af slysinu nokkuð óljósar og tölur yfir fjölda þeirra sem saknað er væru stöðugt að breytast. Síðustu tölur herma að 101 sé saknað, 89 hefur verið bjargað og 39 lik hafa fundizt. Sigurður sagði, að sendiráðinu hefði verið kunnugt um nokkurn fjölda íslendinga, sem hefðu unnið við olíuvinnsluna i Norðursjónum. Sendiráðið hefði hins vegar enga skrá yfir þá, og því væri ekki fullkomlega Ijóst ennþá hvort fleiri íslendingar kynnu að vera meðal þeirra, sem saknað er. Verið væri að kanna það. -GAJ. — sjá nánari f rásögn af slysinu f rá f réttamanni DB í Noregi á bls. 7 Kennaraháskólanemar hafa notað góða veðrið og lögðu stund á þýzkunámið í sólskmmu. DB-myndHörður. BresturíFélagiísl. stórkaupmanna: MÖRG GRÓIN FYRIRTÆKI SEGJA SIG ÚR FELAGINU Nokkur gróin og virt heildsölu- og innflutningsfyrirtæki hafa sagt sig úr Félagi íslenzkra stórkaupmanna sam- kvæmt óyggjandi heimildum DB. Að einhverju leyti mismunandi ástæður liggja til þessara úrsagna úr þessum hagsmunasamtökum stór- kaupmanna. Fullyrða má, að engin samtök, hvorki Ijós né leynd, hafa veriö um þessar úrsagnir. Fyrir þvi telur DB sig hafa fulla vissu. Meðal þeirra fyrirtækja sem úr- sagnir taka til má ncfna eftirlalin fyrirtæki: Kristján G. Gislason hf., Jón Jóhannesson & Co. sf., ísólf hf., Evrópuviöskipti hf., G. Þorsteinsson & Johnson hf., Kristinn Bergþórs- son, heildverzlun, Mjólkurfélag Reykjavikur, Pétur Pétursson, heild- verzlun, Sanitas hf. ,,Mál eins og samskipti við opin- berar stofnanir, toll, banka og fleira, þykir okkur ekki hafa af hálfu Félags íslenzkra stórkaupmanna verið rækt eins og við hefðum viljað,” sagði for- stjóri eins þeírra fyrirtækja, sem nýlcga hafa sagt sig úr FÍS. „Verkefnin vantar ekki," sagði annar, og bætti þvi við, að sum þeirra kæmu orðið beint í hlut Verzlunarráðs íslands að vinna við, en að minnkandi væri hlutur FfS að brýnum hagsmunamálum stórkaup- manna og fyrirtækja þeirra. „Okkar fyrirtæki er í rauninni framleiðslufyrirtæki á sviði iðnaðar. Við töldum ekki ástæðu til þess að eiga lengur aðild að Félagi islenzkra stórkaupmanna,” sagði enn einn forstjóri, sem DB hafði samband við vegna úrsagnar nokkurra gróinna fyrirtækja úr FÍS. -BS. ENN AUKAFUNDUR í RÍKISSTJÓRNINNI — engín niðurstaða komin um fiskverð og bensínhækkun Rikisstjórnin hélt aukafund i gær, þar sem enn náðist ekki niðurstaða um aðgerðir'í sjávarútvegsmálum til að auðvelda ákvörðun fiskverðs. Hefur þvi enn verið boðað til auka- fundar í ríkisstjórninni í dag. Skoðanir eru skiptar um þetta mál svo og um hækkun bensínverðsins, sem enn frestaðist i gær. Rætt er um, hvort leiðir finnist til þess að skatt- lagning á bensinið verði eitthvað minni en gert var ráð fyrir í ákvörðun verðlagsráðs um hækkun verðsins fyrir nokkrum dögum. Ríkisstjórnin fjallar einnig um lánsfjáráætlun, sem verður að fara aðsjá dagsins Ijós. -HH. AÐ EIGA FLUGSTÖÐ 0G EIGA HANA EKKI -sjába^u á

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.