Vísbending


Vísbending - 19.05.1995, Blaðsíða 4

Vísbending - 19.05.1995, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur S v a r t Lækkun R a u 11 Hækkun Fjármagnsmarkaður fráfyrratbl. Mý lánskjaravísitala 3.398 06.95 Verðtryggð bankalán 8,7% 11.05 Óverðtr. bankalán 11,2% 11.05 Lausafjárhlutfall b&s 12,97% 03.95 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 6,01% 16.05 Spariskírteini, kaup (5-ára) 5,85% 16.05 M3 (12 mán. breyting) -0,1% 03.95 Þingvísitala hlutabréfa 1084,6 16.05 Fyrir viku 1095,5 Fyrir ári 902 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 172,1 05.95 Verðbólga- 3 mán. -0,5% 04.95 -ár 1,3% 04.95 Framfvís.-spá 172,6 06.95 (Fors.: Gengi helst 173,0 07.95 innan ±2,25% marka) 173,7 08.95 Launavísitala 136,6 03.95 Árshækkun- 3 mán. 8,4% 03.95 -ár 3,4% 03.95 Kaupmáttur-3 mán. 1,4% 03.95 -ár 2,0% 03.95 Skortur á vinnuafli 0,2% 04.95 fyrir ári -0,5% Atvinnuleysi 6,4% 03.95 fyrir ári 6,2% Ríkisfjármál jan-mars 1995 jan-mars (milljarðar kr.) Nú 1994 Tekjuafgangur -5,0 -5,0 Lánsfjárþörf 9,5 12,1 Velta jan-feb skv. uppl. RSK. (milljarðar kr. og breyt. m/v sama tíma 1994) Velta 92.3 11,5% VSK samt. 7.01 0,7% Utanríkisviðskipti í jan-mars 1995 jmilljarðar kr. og breyt. m/v sama tima 1994) Utflutningur 29 7,3% Sjávarafurðir 20 -4,9% Iðnaðarvörur 5,7 25,6% Innflutningur 23 25,6% Bílar og vélsleðar 0,9 21,7% yélar til atv.rekstrar 1,8 51,6% Ýmsar vörur til bygginga 0,5 103% Vöruskiptajöfnuður 6,0 -30,7% Gjaldeyrismarkaður(sala) Bandaríkjadalur 65,24 16.05 fyrir viku 62,95 Sterlingspund 100,92 16.05 fyrir viku 100,18 Þýskt mark 45,94 16.05 fyrir viku 45,62 Japansktjen 0,749 16.05 fyrir viku 0,757 Hrávörumarkaðir Fiskverðsvísitala SDR 101,7 04.95 Mánaðarbreyting -1,1% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1722 15.05 Mán.breyt. -6,0% Kísiljárn(75%)(USD/tonn) 818 04.95 Mán.breyt. 10% Sink (USD/tonn) 1030 15.05 Mán.breyt. -2,0% Kvótamarkaður, 12. maí 1995 (Krónur/kg) Leiga Varanlegt Þorskur 98 458 fyrir mánuði 98 416 Ýsa 10 87 fyrir mánuð 10 87 Karfi 22 85 fyrir mánuði 20 85 Rækja 60 220 V fvrir mánuði 60 220 tryggt án þess að draga úr ábyrgð þeirra gagnvart lýðkjörnum stjórnvöldum. Til að hægt sé að veita ókjörnum embættismönnum slfkt sjálfstæði, þarf að vera valinn maður í hverju rúmi. Ráðningar embættismanna verða því að fara eftir verðleikum, en hvorki eftir flokkshollustu, frænddrægni né öðrum klíkuskap. Kjör embættismanna verða þá einnig að duga til þess að laða að hæfa menn til slíkra starfa. T. a. m. þurfa menn að þreyta mjög ströng próf til að vera tækir inn í japanska embættiskerfið. Aðeins tólfti hver umsækjandi stenzt þessi próf. I Kóreu og einnig á Taívan eru embættismenn iðulega sóttir í háskólana. Þannig m. a. hefur Kóreustjórn tekizt að reka spillingarorðið af embættiskerfinu þar, og þess var þörf, þar eð kóreskir embættismenn nutu lítillar virðingar meðal almennings langt fram yfir 1960. Með því að leggja svo mikla rækt við að ráða aðeins hina hæfustu menn til mikilvægra embættisstarfa hefur einnig tekizt að draga úr misferli og spillingu. Gallinn við að ráða óhæfa embættismenn til starfa er m. a. sá, að þá laðast í auknum mæli að slíkum störfum óheiðarlegir menn, sem setja það ekki fyrir sig, þótt þeirkunni ekkerttil þeirra verka, sem um er að ræða. V ið þetta minnkar áhugi hæfra og heiðarlegra manna á embættisstörfum í þágu ríkisins, virðing almennings fyrir embættiskerfinu rýrnar, og mannvalið þar heldur þá áfram að versna. Þennan vítahring verður að rjúfa. Austur-Asíuþjóðirnar hafa tekið á þessuin vanda með því m. a. að beita ströngum viðurlögum gegn spillingu. Embættismenn, sem verða uppvísir að spillingu, eru sviptir embætti og eftirlaunum. Þeir eru jafnframt óvelkomnir til starfa í einkafyrirtækjum. Auk þess starfa sjálfstæðar andspillingar- sveitir á vegum ríkisins líkt og skattalögregla. Allt þetta hefur fælt óheiðarlega menn frá því að sækjast eftir enibættum. Árangurinn er sá, að embættisspilling er nú miklu minni umfangs þarna austur frá en í flestum öðrum miðlungs- og lágtekjulöndum. Eftir stendur sty rk og samhent sveit hæfra og heiðarlegra embættismanna, sem eiga frumkvæði aðýmsum umbótum og styðja jafnframt umbótastarf stjórnvalda með ráðurn og dáð. Það eykur hagvöxtinn. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands r Aðrir sálmar Hættuspil bæjarfélaga Nýlega setti bæjarstjórn Akureyrar allt á annan endann meðþví að gefa í skyn að viðskipli Utgerðarfélags Akureyringa yrðu flutt frá Sölumiðstöð hrað- fry stihúsanna til Islenskra sjávarafurða hf. Ekki var talað um að SH stæði sig illa við sölumál né heldurvar vitað til þess að IS ætlaði að bjóðafyrirtækinu hærra verð eða betri þjónustu. Meginástæðan var sögð sú að IS gæti hugsað sér að flytja til Akureyrar. Skæðar tungur töldu að ástæðan gæti verið pólitískur skyldleiki meirihluta bæjarstjómar við ÍS, en því var neitað af báðum aðilum. Ölluin er í fersku minni niðurstaðadeilnanna. SH hélt sínum viðskiptum gegn loforði um aðbúa til 80 störf á Akureyri og fjárfesta í fýrirtækjuni nyrðra. Svo virtist, fljótt á litið, að bæjarstjómin hefði gætt hagsmuna bæjarins vel. Nú nýlega ákvað Fiskiðjusamlag Húsa- víkur að bjóða út 100 milljónir af nýju hlutafé. Húsavíkurbær, seinermeirihluta- eigandi, gekk til viðræðna við IS. Þeirri málaleitan var vel tekið og fyrirtækið bauðst til þess að tryggja kaup á 75% fjárins gegn áframhaldandi afurðasölu. Hins vegarbarst þátilboðfrá samkeppnis- aðilanum SH uin hlutabréfakaup á hærra gengi. Skemmst er frá að segja að bæjarstjómin hélt áfram viðræðum við ÍS, sem bættu tilboð sitt og hrepptu hnossið. Hér var slælega á málum haldið fyrir fyrirtækið og bæjarbúa því ekki var látið reyna á viðræður við fleiri en einn aðila. íbáðumtilvikunumkemur fram hættan af því að blanda saman stjórnmálum og viðskiptum. I áratugi hafa pólitísk afskipti af efnahagsmálum kostað landsmenn stórar fúlgur. íhlutun stjómvalda hefur þó minnkað mjög og ólti við erlendar fjárfestingar breyst í ásókn f útlent fjármagn. I umræðum á Akureyri sögðu þekktir menn í viðskiplalífi bæjarinshins vegar að koma yrði í veg fyrir þá ósvinnu að utanbœjarmenn eignuðust meirihluta í fyrirtækinu. Litið var framhjá því að ef Akureyrarbær seldi sinn hlut utanbœjannönnum þá kænii milljarður króna inn í bæjarfélagið, íbúum til hagsældar. Til lengri tíma er heppilegast fyrir heimamenn að bæjarfélög noti hvorki fjárkúgun, gerræði né mútur til þess að hafa áhrif á viðskipti fyrirtækja. Sá leikur l'ælir frá fyrirtæki, fjármagn og loks ^vinnuna sem hann á að vernda._____j Ritstjórn: Ásgeir Jónsson, ritstj. og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 600 eintök. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.