Alþýðublaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 1
**»<y Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur lætur nú hendur standa fram úr ermum, og ekki drógu þeir af sér smiðirnir, sem í gær byrjuðu að reisa hátíðarpallinn við Kalkofnsveginn neðan við Arnar- hólstúnið. OMENNSKA ,,Vegna ómennsku eða hugsunarleysis lins heilbrigða borgara" enda borgarferðir van- gefinna barna oft „með grát og gnístr- an tanna"... „En í stað bross fá þau f lökurgeyprur og klígjukenndan und- ansnúning í stað landartaks frá seim heilbrigðu, sem telja sig gott fólk, ef það gefur í góðgerðaskini 10 krónur eða gamla larfa, sem það getur AFTUR í S.H. Langstærstu útflutnings- aðilar Islenskra sjávaraf- urða eru Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeiid S.I.S. Varðandi freðfisk má heita, að þessir aðilar séu allsráðandi, ef frá er tal- inn útflutningur á frystri loðnu. Ekki alls fyrlr löngu stofnuðu 10 aðilar I sjávarútvegi meö sér Sölusamtök fiskiðjuver- anna. Nú er vitað, aö tvö þeirra, Sjöstjarnan hf. og Jökull hf. bæði i Keflavik, hafa gerst meðlimir i S.H. Hin nýju sölusamtök halda áfram starfsemi sinni, en eins og Alþýðu- blaðið hefur áður skýrt frá, hefur sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra til þessa synjað umsóknum þeirra um t.d. útflutning á freðfiski. Alþvfluflokkurinn vill náin samráð við launþegasamtökin Þingflokkur Alþýðu- flokksins hefur svarað málaleitan Geirs Hall- grimssonar á þann veg, að við erum fyrir okkar leyti reiðubúnir til að taka þátt I viðræðum ailra stjórnmálaflokka Alþingis um lausn efna- hagsvandans og myndun nýrrar rikisstjórnar”, sagði Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokks- ins, i viðtali við Alþýðu- blaðið I gær. Svarbréfi þingflokks Alþýðuflokksins lýkur svo: ,,Það skal þó tekið fram, að ákvörðunarvald um efnisatriði og form- legar viðræður eru I höndum flokksstjórnar Alþýðuflokksins, sem mun fjalla um málið, þegar frekara tilefni gefst tii. Að siðustu bendir þing- flokkurinn á nauðsyn þess, að við umræður um lausn efnahagsandans séu höfð náin samráð við launþegasamtökin”. Ekkert kjör á Al- þingi á fyrsta fundi Alþingi kemur saman i dag, en að loknum rann- sóknum á kjörbréfum og þegar nýir þingmenn hafa unnið sin heit verður þingfundi frestað til mánudags. Aldursforseti þingsins, Guðlaugur Gislason, mun stjórna fundinum. Það hefur komið fyrir nokkrum sinnum áður, að þing- flokkarnir hafi ekki verið reiðubúnir til að kjósa deildarforseta Alþingis á fyrsta fundi þess og hefur þingfundi þá jafnan verið frestað i einn eða nokkra daga meðan flokkarnir eru að koma sér niöur á skipan mála. ekki látið sjá sig í úti á götu, en hleypur svo til nágrannans og hrósar sér yfir góðmennsku sinni. Þessum börnum er komið fyrir á hæli svo þau ónáði ekki hina háttvirtu borg- ara, sem ég tel á margan hátt gott, því þá sleppa þau við að finna inn á alla mannvonskuna, sem svo allt of margir hafa mikið af." I Hornið mhverfis trassar ■. *.. íþróttir * 12-13 Tilraun Geirs dæmd til að mistakast - og hann ætti því að hætta strax, segir Ragnar Arnalds Gunnar Thoroddsen Vonast eftir samstöðu flokkanna um nefnda- og forsetakjör — Ég tel að stjórnar- myndunartilraun Geirs Hallgrimssonar sé dæmd til að mistakast og að hann ætti að hætta þeim tilraunum sinum, sagði Ragnar Arnalds, formað- ur Alþýðubandalagsins, I samtali við fréttamann blaðsins i gær. — Mér sýnist það vera til þess eins að tefja tímann að hann haldi þessu áfram, sagði Ragnar ennfremur. Ragnar sagöi þingflokk Alþýðubandalagsins þeg- ar hafa tekið afstöðu til bréfs Geirs Hallgrims- sonar um að stjórn- amálaflokkarnir fyndu sameiginlega lausn á efnahagsvandanum: — Út af fyrir sig, sagði Ragnar, — er ekkert við það að athuga, að ræða við hvern sem er um efnahagsmálin og þann vanda, sem þar er viö að ptja en það má ekki lita á þá afstöðu okkar sem lið i stjórnarmynd- unartilraunum Geirs. Þá gat Ragnar þess, að Alþýðuflokkurinn hefði svarað bréfi Alþýðu- bandalagsins um viðræð- ur um myndun nýrrar vinstri stjórnar með þátt- töku Alþýðuflokksins, og kvað hann svar flokksins hafa verið fremur já- kvætt. — Þeir segjast vera reiðubúnir að ræða við okkur ,,um stöðuna i islenskum stjórnmál- um”, eins og það er orð- að, sagði Ragnar, — en gátu þess, að um kjara- málin þyrfti að ræða beint við fulltrúa verkalýös- hreyfingarinnar. Ég sé ekkert þvi til fyrirstöðu. að við ræðum um málefni verkalýðshreyfingarinn- ar við þá fulltrúa hennar sem eru innan vébandg Alþýðuflokksins. Samtökin ákveða sig í dag Það eru fleiri að þvi, sagði Magnús Torfi Ólafsson, menntamála- ráðherra, þegar frétta- maður Alþýðublaðsins náði tali af honum i gær og kvað Alþýðublaðs- menn velta fyrir sér hvort og hvernig SFV ætluðu að svara erindi Geirs Hallgrimssonar um sameiginlegt átak stjórnmálaflokkanna til að leysa efnahagsvand- ann. Sagði Magnús Torfi þá Karvel liklega taka afstöðu til þess i dag en vildi ekkert frekar segja um málið. Þá sagði Magnús „hvorugan” þeirra Karvels vera formann þeirra tveggja manna þingflokks á þingi, en liklega yrði fljótlega gengiö til atkvæða um það. Geir verður að fara að ákveða sig - segir Þórarinn Þórarinsson — Við gengum frá svari til Geirs Hallgrims- sonar i dag (gær) en ég tel ekki rétt aö skýra frá efni þess bréfs fyrr en við erum vissir um að hann hefur fengið það, svaraði Þórarinn Þórarinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, spurningu biaðamanns Alþýðublaðsins um hvort og hvernig þeir fram- sóknarmenn hyggðust bregðast við málaleitan Geirs Hallgrimssonar. Þórarinn sagði ekki vera hægt að segja, að stjórnarmyndunartilraun Geirs væri dæmt til að mistakast, þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefði fram að þessu engan flokk beðið að vera með sér i stjórn. — En ég tel aö Geir eigi að fá fljótt úr þvi skorið hvort einhver vill i stjórn með honum, sagði Þórarinn, — það má ekki draga þetta mikið lengur. — Ég tel æskilegt, að sem viðtækust sam- staða náist meðal allra stjórnmálaflokkanna um kjör nefnda, deilda- forseta og svo framveg- is, sagði Gunnar Thor- oddsen, formaöur þing- flokks Sjálfstæðis- flokksins, i gær, er fréttamaður blaðsins spuröi hann hvernig sjálfstæðismenn ætluðu að standa að atkvæða- greiðslum á þingfundi i dag. — Fundi verður frestað til mánudags og fyrr verður ekkert gert, sagði Gunnar Thorodd- sen. — A þessum fundi verða eingöngu athuguð kjörbréf þingmanna og þau afgreidd. Þá sagöist Gunnar vera þeirrar skoðunar, að stjórnarmyndunar- tilraun Geirs Hall- grimssonar væri ekki dæmd til að mistakast, eins og það hefur verið orðað, og þvi sagðist hann ekki sjá hvers vegna Geir ætti að hætta þeim tilraunum til að greiða leiðina fyr- ir nýja vinstri stjórn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.