Alþýðublaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 1
.v~' V ■;Æfi • ’ia&' . ÍMmlM - ■ . FOSTUDAGUR 18. NOVEMBER 245. TBL. — 1977 — 58. ÁRG. Ritstjórn Alþýðubladsins er í Síðumúla 11 — Sími (91)81866 Jdn Helgason, forma&ur Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, hefur nú sagt sig úr Samtökum frjálslyndra og vinstri nianna og gengið 1 Alþýöufiokkinn. Af þessu til- efni ræddi blaöamaöur Alþýöublaösins viö Jón. „Okkur hafa borizt þær fréttir, Jón, aö þií hafir nú ný- lega gengiö i raöir Alþýöu- flokksins i heimabyggö þinni. Hvaö viltu segja um þaö?” „Þaö er rétt, aö ég lagöi fram formlega inntökubeiöni i Alþýöuflokkinn um liöna helgi.” ,,ÞU varst Samtakamaöur áöur?” „Já, aö visu er ég fyrir nokkru biiinn aö segja mig Ur þeim flokki og hefi um hriö unniö meö Alþýöuflokknum. Astæöan til aö ég ákvaö aö ganga i flokkinn er einfaldlega sú, aö mér þykir sem nýir straumar og mér hugstæöari leiki nú um Alþýöuflokkinn og ég vil leggja mitt liö til þess, aö koma þar viö sögu. Þetta er ekkert heljarstökk, þvi aö ég hef lengi veriö lýöræöissinn- aöur sósialisti. Kynni min af starfsemi verkalýðshreyfing- arinnar og þörfum hennar hafa staöfest aö það sem verkalýöshreyfinguna hefur lengi skort, er einmitt hinn pólitiski armur, sem verndar unna sigra á vettvangi stjórn- ar og löggjafa.” „Þú litur þá svo á, aö þaö hafi ekki verið gæfuspor, aö aöskilja hina fagiegu hreyfingu og hina pólitisku á sinum tima?” Framhald á bls. 10 , Björn Jónsson um haekkun álagningar: óþörf aðgerð og ámælisverð — Ef viö lítum á þaö kerfi sem viö islendingar búum við i sambandi við verðlagsmál og visitölu, er verið að færa milljarða króna frá aðalatvinnuveg- um þjóðarinnar til verzlun- arinnar, sagði Björn Jóns- son forseti Alþýðusam- bands islands i samtali við Alþýðublaðið í gær. Blaðið spurði hann álits á sam- þykkt Verðlagsnef ndar um 10% flata hækkun allrar álagningar, auk lagfær- inga til hækkunar á ein- staka þætti hennar. Frá þessu var skýrt í blaðinu í gær. — Astæöan fyrir andstööu okk- ar launþegafulltrúanna er sú, aö i fyrsta lagi teljum viö skorta allar sannanir fyrir þvi, aö verzlunin sé svo illa sett aö hún þurfi hærri álagningu. Breytingar hafa ekki oröiö svo miklar til hins verra, aö unnt sé aö gera ráö fyrir þessum bága hag, auk þess sem engin gögn hafa verið lögö fram, sem sanna aö hækkunar sé þörf. I ööru lagi teljum viö engar aö- stæöur vera til þess aö færa frá atvinnuvegum sem berjast i bökkum til verzlunarinnar. Til þess aö slik tilfærsla sé réttlæt- anleg, þarf að sanna aö ástand verzlunarinnar sé bágbornara en fiskiönaöarins og annarra at- vinnugreina. Hins vegar er ekk- ert sem bendir til þess aö svo sé. — Þannig aö þiö I raun rengiö þörf verzlunarinnar fyrir slika álagningarhækkun? — Já, hún hefur ekki verið sönnuö. Þvert á móti viröist hag- ur hennar vera betri en áöur, vegna aukins kaupmáttar al- mennings. Enda sjáum viö þaö á umsvifum verzlunarinnar i kringum okkur, aö hagurinn er betri en áður. A hinn bóginn er þvi ekki aö leyna, aö innan verzlunarinnar hefur skapazt ákveðiö misræmi milli álagningarþátta. Þetta er staöreynd, enda buöumst viö full- trúar launþega til að láta athuga hvar þyrfti aö lagfæra. Þaö vildu fulltrúar atvinnurekenda hins vegar ekki fallast á, heldur lögöu þeir allt kapp á aö fá fram flata allsherjarhækkun, þótt þeir um leiö viöurkenndu aö ekki væri þörf fyrir hana alls staöar. Og þaö er rétt að þaö komi fram hér, aö verðlagsstjóri taldi, aö þessi hækkun yröi ekki notuö alls staöar. Þannig er þessi aöferö, flöt heildarhækkun, mjög ámælisverö aö minu mati, þótt benda megi á ýmis atriði sem þarf aö lagfæra. -hm Rafiðnaðarbraut í Breiðholtinu: Nemendur vinna hjá meistara tvo daga í viku — launalaust Kemur f stað verkkennslu, segir skólameistari Mjög erfiðlega gengur vandséð sé hvernig skól- að fá f járveitingu til upp- byggingar námsaðstöðu í fjölbrautarskólum. Þannig hefur þvi nýlega verið lýst yfir af skóla- meistara Fjölbrautar- skóla Suðurnesja að inn eigi að geta starfað næsta skólaár. vegna fjársveltis. Þá hefur Alþýöublaöiö fregn- aö, aö I Fjölbrautarskólanum i Breiöholti sé ástandið slikt hjá nemum i rafiönaöarbraut, aö verkleg kennsluaöstaða sé ekki fyrir hendi I henni. Er þörfin leyst á þann hátt, aö nemend- urnir eru látnir vinna hjá meist- ara eins kennara sins tvo daga i viku, — kauplaust. Nemendur námsbrautar í rafiönaöarfræö- um eru 10, þannig aö meistarinn fær þarna 20 vinnudaga i viku frá skóianum. — Þetta horfir nú ekki svona viö frá okkar sjónarhóli, sagöi Guömundur Sveinsson skóia- meistari, þegar Alþýöublaöiö bar þetta mál undir hann i gær. — Viö erum aö reyna aö byggja upp kennsluaöstöðu i rafiönaöi hér I skólanum, og meöan hún er ekki fyrir hen,di hvaö verk- lega kennslu snertir, tel ég aö slik vinna komi i hennar staö. Framhald á bls. 10 Hundrað m2 íbúð á tæpar 5 millj. 1 gær afhenti byggingarsam- vinnufélagiö Smári h.f. á Akur- eyri, tuttugu og einnar ibúöar blokk, sem er annar hluti fyrsta áfanga af áætlun um verka- mannabústaöi á Akureyri. Þaö sem sérstaklega er merkilegt viö þessa byggingu, er þaö hversu ódýrt hefur tekizt aö byggja. Til dæmis er .fjögurra herbergja fbúö tilbuin aö fullu fyrir tæpar sjö milijónir króna. Alþýðublaðið haföi I þessu til- efni samband við Tryggva Páls- son, framkvæmdast jóra byggingasamvinnufélagsins Smára h.f. á Akureyri. Tryggvi sagöi aö tilboö bygg- -róttæk tillaga á Alþingi: Bandaríska herstöðin skal sprengd í loft upp! Sta f setninga r má lið. eða ..z-málið". ætlar að verða eitt af þeim málum sem þingmenn ætla að teygja hvað mest sín á milli. Flestir þingmanna ræða málið af þinglegum alvöruþunga og er gjarn- an mikið niðri fyrir. en aðrir reyna að hæða mál- ið og skemmta sér hið bezta. Síðan er rætt um zzzz og aftur zzz, en á meðan „logar glatt f Rómarborg". Svo sem kunnugt er, hafa 11 þingmenn úr fjórum flokkum lagt fram „sáttatillögu” I z- málinu, sem Sverrir Hermanns- son hefur mælt fyrir. Er þar lagt til, aö rituö veröi z i miömynd- arendingum oröa, fyrir upp- runalegt tannhljóö (d,t,ö,) + s i stofni, þar sem tannhljóöiö er falliö burt i skýrum framburöi, o.s.frv. Viö þessa tillögu hefur Magnús Kjartansson flutt breytingartillögu, þess efnis aö settar skuli fastar reglur um aö rita skuli samkvæmt uppruna og framburöi er tiökaöist fram á 13du öld. Skuli þingmenn vera brautryöjendur um þessar breytingar og menn geröir þing- rækir eftir 1980 ef þeir nota ekki samræmdan fram burö fornan innan þings og utan. Eftir þann tima skuli enginn fá aö bjóöa sig fram til þings nema hann stand- ist framburðarpróf aö mati hinna læröustu hljóöfræöinga. frá önnur tillaga Magnúsi. En ekki nóg meö þaö, þvi I gær lagði Magnús Kjartansson enn fram viðaukatillögu viö breytingartillögu sina og teymir hún máliö inn á áöur óþekktar slóöir. Viöaukatillagan er sögö sett fram aö undirlagi Friöriks Þóröarsonar málvisindamanns við Oslóarháskóla og hljóöar þanniö: „Þá skal og skáldum skyldugt Framhald á bls. 10 íngarsamvinnufélagsins heföi upphaflega verið áttatiu og fjórar og hálf milljón króna. A sama timabili hafi verktaka áætlunin veriö hundrað og tvær milljónir. Byggingarsamvinnufélaginu heföi tekizt, þrátt fyrir óðaverö-. bólgu og allt sem henni fylgdi, aö byggja þaö hagkvæmt, aö loka- tölur eru eitthvaö um eitt hundraö milljónir. Sagöi Tryggvi, aö byggingar- samvinnufélagiö hefði aö sjálf- sögöu tekiö full laun fyrir alla sina vinnu, en það sem geröi þetta svona ódýrt væri þaö, aö hvergi væri um óeölilegan hagnaö aö ræöa, eöa ónauðsynleg útgjöld. Byggingarsamvinnufélagiö væri verktaki aö öllu sem varöaöi bygginguna, nema eldhúsinnrétt- ingu, innihuröum, og fataskápum o.þ.h. og heföi þvi tekist aö halda. þessari áætlun gegnum allt verk- iö. Má nefna þaö sem annaö dæmi, aö kostnaöur viö hverja hundraö fermetra ibúð, er tæpar fimm milljónir. Sagöist Tryggvi ekki vita til þess aö byggt heföi veriö ódýrar á landi hér, og sagði félagiö hafa áhuga á aö halda þessum fram- kvæmdum áfram. — Viö erum engir galdramenn, Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.