Alþýðublaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 26. nóvember 1981 137. -62. árg. Kvennaframboð í borgarstjórn? S.l. mánudagskvöld fjölmenntu konur á umræðufund að Hötel Borg til þess að ræða spuminguna um sjálfstæð kvennaframboð. Af hálfu þesshóps kvenna, sem þeg- ar hefur tekið ákvörðun um sjálf- stætt kvennaframboð við kom- andi borgarstjórnarkosningar, talaði Kristin Astgeirsdóttir, fyrrv. blaðamaður á Þjóðviljan- um. Hún sagði að aðstandendur kvennalistans hefðu þegar fundið miklar undirtektir við sjálfstætt kvennaf ram boð. Sjálfstætt kvennaframboð væri nauðsynlegt i mótmælaskyni við áhrifaleysi kvenna i islenzkum stjómmálum, hvort heldur væri i sveitarstjóm- armálum eða á Alþingi. Af hálfu stjórnmálaflokkanna tóku eftirtaldar konur til máls: Kiistin Guðmundsdóttir,formað- ur Alþýðuflokkskvenna, Sigrún Magnúsdóttir.fulltníi Framsókn- arkvenna, Svanhildur Björgvins-i dóttir, fulltrúi Sjálfstæðiskvenna. Björn Arnórsson um kröfugerð BSRB: Ekki hrifnir af Ólafslögum — menn ekki á þvi að taka skammtimasamningum Eiður spyr utanríkisráðherra um sovézku kafbátana: Varnarliðið vísar málinu til flotastiornar NATO i Norfolk A Iþýðublaðið skýrði frá þvi I gær, að á stúdentafundi á mánudagskvöld hcfði Eiður Guðnason alþm. sagzt hafa heimildir fyrir þvi, að sovézkir kafbátar, sem taldir eru búnir kjarnavopnum, héldu sig allan ársins hring ckki langt undan landi úti fyrir Austfjörðum. Starfsmaður öryggismála- nefndar rikisins staMesti í við- tali við Alþýðublaðið, að honum heföu borist upplýsingar eftir heimUdum i aðalstöðvum NATO i Briissel.og ennfremur eftir norskum heimildum, þessa efn- is. Þvi til viðbótar hafði Alþýðu- blaðið það eftir ónafngreindum heimiidamanni, sem sjálfur var viðstaddur upplýsingafund i aðalstöðvum NATO i Bríissel, að þar hefði norskur herforingi lýst þvi yfir að NATO hefði um skeið haft vitneskju um sovézka kafbáta, sem með reglulegum hætti væru staðsettir innan 200 milna lögsögu Islands úti fyrir Austfjörðum. Þessir kafbátar væru af annarri gerð en þeir „YANKEE”-kafbátar sovézkir, sem tíðast eru i förum fram og tii baka frá KOLA-svæðinu að austurströnd Bandarikjanna og fram h já islandi. Norski herfor- inginn hefði sýnt staðsetningu hinna sovézku kafbáta úti fyrir Austfjörðum á sjókorti. Talið var að þeir væru árásarkafbát- ar, ýmist af gerðinni „CHARLIE” eða „ECHO”, en það eru árásarkafbátar búnir stýrifiaugum meðkjamaoddum með markdrægni alltaö 250 sjó- milur. Enda þóttstarfsmaður örygg- ismálanefndar kannaöist við þessar fréttir, kom fram i svör- um utanrikisráðuneytisins, að það kannaðist ekki við slikar upplýsingar. Af þessu tilefni lagði Alþýðu- blaðið ákveðnar spurningar fyr- ir fulltrúa varnarliðsins á Keflavfkurfiugvelli. Spurt var hvort varnarliðið gæti staðfest þessar upplýsingar. Ef svo væri, hversu lengi NATO hefði haft umrædda vitneskju, hversu nálægt landi hefði sést til ferða þessara kafbáta og hvaða upp- lýsingar væru til um gerð þeirra og búnað. Blaðafulltrúi varnarliðsins kvað rannsókn þessa máls taka lengri ti ma en svo að hægt væri að svara samdægurs. Þegar Al- þýðublaðið þess vegna sneri sér aftur til fulltrúa varnarliðsins i gærkvöldi fékk það eftirfarandi svör: Spurningum hafði verið beint til f lotastjórnar NATO á Atlantshafi i Norfolk i Virgíniu. Svör hefðu hins vegar ekki bor- iztenn, enyrðu látin i téum leið og þau bærust. Þetta tæki óhjá- kvæmilega nokkurn tima þar sem leggja yrði málið fyrir sér- fræðinga á ýmsum sviðum. Hins vegar var það skýrt tekið fram, að varnarliðið gæti ekki aö öðru jöfnu gefið opinberar upplýsing- ar um það, hversu nákvæmlega þaö fylgdist með ferðutnj. sovézkra kafbáta, án þess aðU\ Fundur bókagerðarmanna: , Lítið traust á forystu ASÍ i lok fundar bókagerðar- manna á þriðjudaginn varborin upp tillaga um að Félag bóka- gerðarmanna gengi i ASi og ætti með því samflot í komandi kjarabaráttu. Tillagan hlaut stuðning 22 félagsmanna af 398 sem voru á fundinum, en það er um 5.5% atkvæða. Alþýðublaðið leitaði álits Magnúsar E. Sigurðssonar for- manns bókagerðarmanna og Skafta Ólafssonar flutnings- manns tillögunnar. — Það eru deildar meiningar innan Félags bókagerðar- manna um það hvort við eigum að hafa samflot við ASI eða ekki sagði Magnús. Það er ákveðinn hópur sem vill samflot við Alþýðusambandið og telur að samkomulag okkar sé i' engu frábrugðið samkomulagi ASI. Við höfðum atkvæðagreiðslu um það sl. vetur hvort við ættum að fylgja ASl eða ekki og það var samþykkt með miklum meiri- hluta að vera þar fyrir utan. — Telur þú að tillagan hafi verið flutt til þess að lýsa van- trausti á þig og samninganefnd- ina fyrirað hafa ekki gertbetur en samflot við ASI hefðigefið af sér? — Siður en svo, enda samn- ingarokkar betri en hjá ASt. Ég tel aðþað hafi komið skýrt fram að félagar FB vilji ekki vera i samfloti með ASI þar sem það viðhefurröng vinnubrögð, rekur ranga stefnu og vegna þjónkun- ar þess við rikisvaldið. Það var ekki vegna þess að ég teldi ASt hafa staðið sig vel að ég flutti þessa tillögu, sagði Skafti Ólafsson, en miðað við það sem á undan var gengið finnst mér að FB hefði ekki átt að hætta strax fyrst við vorum byrjaðir. Ef menn fylgjast með því sem á undan hefur gengið þá er ljóst að allt okkar strögl leiddi til sömu niðurstöðu og samningar ASI. — Var tillagan borin fram til að lýsa vantrausti á stjórn bókagerðarmanna fyrir að hafa ekki staðið sig betur en samftot við ASI hefði gefið af sér? — Að vissu leyti má kannski segja það, en þess ber að gæta að óskadraumur viðsemjenda okkar er að launþegar séu sundraðir og að ýmis mál sem aldrei komatil umræðu hjá okk- ur er fjallaö um i sér nefndum hjá ASI. — Nú voru undirtektir frekar dræmar. — Já, og ég benti á að annað hvort væri það vegna þess að það væri baráttuhugur i mönn- um eða menn vildu ekki vera i ASI til þess að vera ekki i' ASI. Og það er ljóst að stjómin er styrkari eftir þessa atkvæða- greiðslu. Ég vona bara að stéttabar- áttan sé ekki fyrir bi með öllu þessu samkrulli. I gamla daga lögðu menn á sig löng verkföil tilað fá réttindi sem þykja sjálf- sögð i dag. Og fyrst við vorum aö þessu á eigin spýtur þá áttum við ekki að hætta fyrst við vor- um byrjaðir. — Helsta krafa BSRB er að bætt verði kaupmáttarskerðing opinberra starfsmanna sem orðið hefur frá þvi 1977, sem þýðir að laun hækki allt að 20%, sagði Björn Arnórsson hagfræð- ingur Bandalags starfsmanna rikis og bæja, þcgar hann var beðinn að skýra kröfugerð bandaiagsins, sem var lögð fram á mánudaginn. 1 kröfugerðinni er jafnframt gert ráð fyrir þvi’ að það verði aldurshækkanir i lægstu flokk- unum og aðrar starfsaldurs- hækkanir yfir linuna. Einnig er lögð rik áhersla á að fram- færsluvísitala verði ekki skert, en eins og komiðhefur fram þá hyggst rikisstjórnin taka i gildi svo kölluð skerðingarákvæði Ólafslaga um áramótin. — Við erum ekkert hrifnir af Ólafslögum, sagði Björn, og þar sem við höfum búió við hagstæð viðskiptakjör i nokkurn tima þá má búast við að þaö verði nokk- uð stór biti af okkur tekinn, ef skerðingarákvæðin ná fram að ganga. Þá er farið fram á að laugar- dagar verði felldirút úr orlofi og Verkakvennafélagið Framsókn: Samþykkti vítur á 20 manna samninga- nefnd ASÍ! Á f undi verkakvennafélagsins Framsóknar um siðustu helgi þar sem greidd voru atkvæði um kjarasam ninga ASl, kom fram tillaga um að fundurinn samþykkti vítur á 20 manna samninganefnd ASÍ, vegna þess hvernig fólk i bónusvinnu væri grátt leikið. Tillagan mun hafa verið borin fram i byrjun fundar, af Stellu Stefánsdóttur trúnaðarmanni i Bæjarútgerð Reykjavikur. Um 300 manns sóttu fundinn og þeg- ar allsherjaratkvæðagreiðslu var lokið fór nokkur hluti fund- armanna af fundi, en þá átti enn eftir að afgreiða viturnar. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins var inntak tillög- unnar það að 20 manna samn- inganefndin „versli ekki með bónusgreiðslur i komandi samningum”. Litlar umræður munu hafa spunnist um tillög- una en hún var samþykkt með handauppréttingu og liggja at- kvæðatölur ekki fyrir. Þó mun mestur hluti þeirra sem enn sátu fundinn hafa samþykkt vit- urnar. Þegar Alþýðublaðið reyndi að forvitnast nánar um þetta mál hjá skrifstofu Framsóknar, og fá i hendur önnur plögg sem samþykkt voru á fundinum, fengustþær upplýsingar að hætt hefði verið við að senda fjöl- miðlum gögn af fundinum. Var visað á Þórunni Valdimarsdótt- ur formann félagsins en ekki réyndist unnt að ná sambandi við hana i gær. krafist þess að lögin um lág- markshvild taki fullt gildi. — Við viljum að vinna, umfram lágmarkshvild, verði borguð i auknu orlofi en ekki i peningum. Það er ,i anda laganna en rikið hefur enn ekki getað fallist á þetta. Einnig er i kröfugerðinni gert ráð fyrir f jarvistarrétti foreldra af vinnustað vegna veikinda barna, og atriði varðandi skatta- og húsnæðismál. — Nú hafa flest allir launþeg- arsamið til skammstima og um 3.25% hækkun,- er raunhæf von um að BSRB náifram samningi um 20% launahækkun og það til eins árs? — Við höfum verið meðnefnd starfandi frá þvi siðasti samn- ingur var undirritaður, með tveimur fulltrúum frá hvorum aðila, til þess að gera launa- samanburð milli BSRB og sam- bærilegra starfa á almennum vinnumarkaði. Þó niðurstöður liggi ekki fyrir enn, þá teljum við vist að við höfum dregist aft- ur úr og það þarf að bæta upp. Þar með er ekki sagt að við bindum okkur við þessar leiðir, sem við leggjum fram. Aðalá- herslan er að kaupmátturinn verði bættur. Það kom einnig fram f skoðanakönnun á vegum BSRB að félagar vilja hækka kaupið. — Eigið þið von á að fá boð um einhverja félagsmála- pakka? — Við erum nú ekki búnir að fá svar frá ráðherra ennþá. Viö sendum honum kröfugerðina á mánudaginn og væntum ekki svars fyrr en á mánudaginn kemur. Ég vil þvi' ekkert segja um það. — Er BSRB reiðubúið að fara i verkfall? — Það er ekki nokkur leið að ræða þann möguleika nú, þar sem við vitum ekki hvernig ráð- herra mun bregðast við. Það er þó vonandi að okkur takist að semja áður en allt fer i óefni. — En nú má vænta þess að ykkur verði boðin sömu kjör og þeim sem búið er að semja við, hvernig verður þvi tekið? — Ég vil ekki tjá mig um samninga á þessu stigi. En mér heyrist á mönnum að þeir séu langt frá að taka sliku boði. - EGE Hallar undan fæti sjá leiðara bls. @ „Hagnadur” Seðlabankans sjá bls.(|) 0g 0 Þingmál Alþýðu- flokksins sjáopnu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.