Vísir

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinapríl 1969næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Vísir - 08.04.1969, Síða 4

Vísir - 08.04.1969, Síða 4
/ STJARNAN HALTRAÐI AF VELLI - EN ÍR-INGAR MARGEFLDUST! ' V; " . * -.v^ "M' IR vann KR með 27 stiga mun — leikur IR með jbv/ bezta sem sézt hefur hjá félagsliði hér Q Það er víst orðið langt síðan eins glæsilegur körfu- knattleikur hefur sézt hér á landi og sá leikur, sem ÍR- liðið sýndi á skírdag vestur á Seltjarnamesi, þegar lið- ið vann íslandsmeistaratign í úrslitaleiknum gegn KR. ÍR lék eins og meisturum ber að gera. KR virtist aldrei geta rönd við reist. ÍR hafði yfirburði á flestöllum svið- um leiksins og vann með meiri mun en nokkurn hafði 6rað fyrir. E. t. v. lögðu ÍR-ingar grunninn að sigri sínum í þessum hörku- spennandi leik þegar Birgir Jakobs- son var dæmdur úr leik langan tíma í þessum leik vegna meiðsla. Þetta kann að hljóma undar- lega, en engu var líkara en ÍR- liðið tvíefldist. Agnar Friðriksson margefldist, skoraði hvaö eftir ann- að úr löngum skotum af undraverðu öryggi. Staðan brevttist nú úr 18:17 fyrir KR í 29:18 fyrir ÍR og skor- aði Agnar 8 stiganna. I hálfleik var staðan 33:22 fyrir ÍR. Sá punktur leiksins, sem margir ÍR-inganna töldu þó hvað mikil- vægastan, var eftir 3 mín. ieik, þegar Agnar skoraði 35:28. Töldu þeir, að ef KR heföi náð t. d. 33:30 hefði sigur þeirra veriö í meiri hættu, en nú fylgdi stórkostlegur leikur ÍR næstu 3 mínúturnar með Þorstein Hallgrímsson í aðalhlut- verki. Sigmar skoraði fyrst, en síð- an Þorsteinn 6 stig í frábærum leik, staðan eftir 6 mín. leik var þá 43:29 fyrir ÍR. Vonleysið í leik KR var greini- legt, hittnin nákvæmlega engin og reyndar var greinilegt, að hverju stefndi. Þó bjuggust menn alltaf viö einhverju af KR, — sem ekki kom. iR-ingar fengu aflétt tauga- spennunni og oft var unun að sjá leik þeirra, einkum Þorsteins og Sigurðar Gíslasonar saman. Sig- urinn varð stór, einn sá stærsti í ■viðureignum liðanna um árabil, 68:41. Agnar Friðriksson með 23 stig var maður dagsins. I leiknum tveim Islandsmeistarar ÍR í körfuknattleik 1969 ásamt Einari Ölafssyni þjálfara. Nýtízku veitingahús — AUSTURVER — Háaleitisbraut 68 — Sendum — Sími 82455 Framleiðendur: Vefarinn hf. llltíma hf. Alafoss Teppi hf. Hagkvtem og góð Itiáúasia Knnfremur mclonteppi og önnur erlend teppi f úrvali Stiðurlamlshnuit 10 Síini 83570 kvöldum áður hafði hann verið lé- legur, nýkominn frá prófborði í Há- skólanum, en sannarlega bætti hann það upp, og Þorsteinn Hall- grímsson brást heldur ekki með al- hliða leik sínum í sókn og vörn og skoraði 13 stig. Athygli vakti Sig- urður Gíslason fyrir leik sinn svo og Sigmar Karlsson, en báðir skor- uðu 10 stig. Birgir Jakobsson var og mjög góður meðan hans naut við og Pétur Böðvarsson, einn sá lægsti í loftinu í körfuknattleikn- um sannaði aö margur er knár þótt hann sé smár. Standast honum fáir snúning í viðbragðsflýti, enda skoraði hann 8 stig. KR-liðið í heild var heldur fyrir neðan þaö, sem þaö er vant að vera, snerpa og dugnaður iR-ing- anna ásamt hittni þeirra keyrði KR-liðiö undir. Kolbeinn varð stiga- VELJUM ÍSLENZKT hæstur með 13 stig. Kristinn með 9 stig, Hjörtur 6 og Gunnar Gunn- arsson 5. Þannig lauk góðu keppnisári hjá ÍR, — aðeins einum leik tapaði liöiö, leiknum gegn KR fyrr í vik- unni, — en satt að segja var það gæfa fyrir bæði liðin, um 450 manns horfðu á leikinn á skírdag og færöu þvi góðar tekjur í heldur litla sjóði. — jbp- AGNAR - frábær hittni gegn KR LOKASTAÐAN — og sigurvegararnir / einstókum flokkum LOKASTAÐAN í 1. deild í körfu- knattleik varð þessi: ÍR 10 9 1 732:542 18 KR 10 9 1 711:533 18 Ármann 10 5 5 561:601 10 Þór 10 3 7 585:606 6 KFR 10 2 8 553:684 4 Is 10 2 8 483:659 4 Eftir er einn leikur, leikur stúd- enta og KFR um fallið í 2. deild. Fer hann fram um næstu helgi og þá fara einnig fram úrslit i 2. flokki milli KR og Ármanns og Skalla- gríms í Borgarnesi, en öll urðu lið- in jöfn að stigum. Árangur Borg- nesinga kemur á óvart, en körfu- knattleikur er mjög á uppleið þar. Unnu Skallagrimsmenn t. d. 3. fl., en 4. flokk vann KR og sömuleiðis 1. flokk. I 2. deild vann IKF sigur yfir Tindastóli frá Sauðárkróki með 57:41 í úrslitum og leika því ÍKF- menn í 1. deild næsta vetur. I mfl. kvenna og 2. fl. kvenna unnu Akur- eyrarstúlkur Þórs.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar: 79. Tölublað (08.04.1969)
https://timarit.is/issue/237039

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

79. Tölublað (08.04.1969)

Gongd: