Vísir - 28.07.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 28.07.1970, Blaðsíða 1
Þotuflug og sóldýrkun 60. árg. — Þriðjudagur 28. júlí 1970. — 168. tbl. • Sóldýrkendur í fjöldamörg- um görðum í Reykjavík, glenntu augun upp á gátt á laugardag og sunnudag, þegar Loftleiðaþotur renndu sér eftir himinblámanum inn yfir borg- ina. í tilbreytingarleysi sólbað- anna voru þessir rennilegu far- kostir sannarlega velkomnir gestir, enda þótt drunur afl- mikilla hreyflanna röskuðu rónni eitt augnablik. • Á fögrum dögum eins og að undanförnu, taka flugstjór- ar Loftleiða stefnuna örlítiö norðar en venjulega, þegar flog- ið er hingað frá Luxemborg. — Þetta er þjónusta við feröafólk- ið, það fær að sjá svolítið af landslaginu og rétt undir lend- inguna er flogið yfir Reykjavík. • Myndina tók Bjarnleifur af .............. .................. Loftleiðaþotu yfir austur- ; >: '......-v - v '■ : -- hverfum borgarinnar. JBP II Hollenzkri konu bjargað af 30 m dýpi í jökulsprungu Snæfellskir bændur bj'órguðu konunni i nótt, eftir að hún hafði verið 7 klukkustundir i sprungunni niðri „... og 30 metra niðri í jökulsprungunni lá kon- an á 3 m breiðri snjóbrú með snarbratt hengiflug sitt til hvorrar handar svo langt niður sem aug að eygði,“ sagði Krist- geir Kristinsson, bóndi á Felli í Breiðuvíkur- hreppi á Snæfellsnesi, sem í nótt seig niður á kaðli og bjargaði hol- lenzkri konu, sem hrap- að hafði niður í hyldýpis sprungu á Snæfellsjökli. Hollenzk hjón á ferðalagi á Snæfellsnesi höfðu farið í gær- dag ásamt 15 ára syni sínum frá hótelinu að Búðum og upp á Snæfellsjökul, sem hefur mik- ið aðdráttarafl á útlenzkt ferða- fólk. Hafði fólkið engan annan útbúnað en venjulegan, hlýleg- an fatnað, sólgleraugu og svo vettlinga, en enga broddaskó, stafi eða bönd — enda var þaö ekki vant jökla- eða fjallaferö- um. „Klukkan tíu f gærkvöldi kom sonurinn til okkar á bæ- inn,“ sagði Kristgeir bóndi á Felli, sem blaðamaður Vísis náði tali af í morgun. „Hann gat gert okkur skiljanlegt, að slys heföi orðið uppi á jöklin- um, og hann væri kominn til þess að sækja hjálp. Móöir hans hafði hrapað niður í sprungu, og hann var búinn að vera þrjár klukkustundir á leiðinni niður eftir hjálp“. Fell er næsti bær við jökulinn. „Við fórum héðan átta, 3 frá Hellnum, 3 frá Stapa og svo héðan af bænum, og lögðum af stað fljótlega upp úr kl. 10. Ferðin upp eftir gekk sæmilega, en þó lentum við í þoku á leið- inni. Kl. 2 í nótt komum við að sprungunni, sem var alveg uppi á hájöklinum, skammt vestan við Jökulþúfuna. Pað hefur sjálf sagt ekki verið gott að koma auga á hana, áður en hjarnið brotnaði undan konunni, en önn ur sprunga lá þama skammt frá, sem blasti við. Við vorum með bönd með okk ur og ég seig niður í sprunguna til konunnar, sem hafði stöðv- azt á 3 m breiðri snjó- og klaka brú um 30 metra niðri í sprung unni, og lá þar meidd og hrufl uð eftir falliö. Þetta var eina syllan þarna í sprungunni og hengiflugið á báðar hendur og svo djúpt niður, sem aug- að eygði. En neðan úr djúpinu heyrði maður beljandann í jökul vatninu. Það gekk ágætlega að koma á hana böndum, þótt varlega yrði að fara, því að ekki var treystandi á hvað snjóbrúin vaeri traust. Svo hilfðu þeir hana upp. Hún gat gengið sjá'lf niður jökulinn með því að vera studd og við komum um kl. 4 niður að jökulrótum, þar sem læknirinn beið okkar í bíl og gerði að sár- um hennar,“ sagði Kristgeir. Um kl. 5 í morgun kom ferða fólkið á hótelið að Búðum, þreytt eftir hrakningana. Ibúar á Stapa verða varir við mikinn áhuga erlendra ferða- manna á Snæfellsjökli og mikla löngun þeirra til þess að ganga á hann, en fæst þetta fólk hefur nokkurn búnað til slíkra ferða. —GP Bílstjóri sá reyk og vakti íbúann Leigubílstjóri sem var á ferð um Grjótagötu í nótt, varö var við reyk, sem lagði út úr húsi nr. 9. Flest fólk var í fasta svefni, en þetta var um kl. 5. Gerði hann slökkviliði viðvart en fór sjálfur inn í húsið og vakti upp mann, sem var sof- andi í herberginu, þar sem eldur inn lék laus. Var eldurinn f rúm dýnu mannsins, en slökkviliðið kom í tæka tíð til þess að ráða niðurlögum eldsins, áður en hann breiddist út eða ylli nokkr um skemmdum að ráði. Líklegt þótti, að kviknað hefði í dýnunni út frá logandi vindl- ingi, sem íbúinn hafði sofnað frá. —GP Unnið á vöktum við fiskmóttöku á Hásuvík . Bftir óvenju slæman júlímánuð, vegna gæftaleysis, fá færabátar frá Hú°'’vfk nú mjög góðan afla á Skjálfandaflóa. Frá því á föstudag hafa 50—67 tonn af færafiski bor- izt á land daglega. Vinna nú 100 manns við fiskvinnslu hjá Fiskiðju samlaginu á Húsavík á tveim vökt um. Tryggvj Finnsson hjá Fiskiðju- samlaginu sagði blaöinu frá þessu í morgun. Sagði hann menn vera með rúmt tonn af ffiski eftir færið. 1 gær hefði heildarafli handfærabát anna farið upp í 67 tonn. Unnið sé nú í Fiskiðjusamlaginu 16—18 tíma á sólarhring á tveim vökt- um. Stutt sé að sækja aíflann, sem sé þorskur. Þetta sé góður fiskur, vænni en oft áður. Geta bændur reitt fram tryggingu? Efri stíflan við Laxá. Jarðgöngin, sem fyrirhugað er að byrja á í ágúst, liggja frá gljúfurbarminum, sem er fjær á myndinni. (Ljósm. Þórunn). • Munnlegur málflutningur í lögbannsmálinu, sem þing- eyskir bændur hafa höfðað gegn stjórn Laxárvirkjunar, hefst I bæjarþingstofunni f Reykjavík kl. 2 í dag. Að öllum h'kindum verður í dag sett fram krafa um tryggingarfjár- hæð, sem stefnendur þurfa að leggja fram. Tryggingarfjárhæð þessi verður fyrirsjáanlega mjög há, þar sem pegar eru haffnar um fangsmiklar framkvæmdir við Laxá til undirbúnings hinni nýju virkjun, og er talið að upphæðin verði vart undir 100 milljónum. Aðeins lög- fræðingar aðila mæta í málinu í dag og er gert ráð fyrir stuttum málflutningi. Síðan verður nokk- urra daga hlé, svo að stefnendur geti gert sér grein fyrir, hvort þeir geti lagt fram tryggingarféð. — í blaðinu í dag er fyrri grein af tveimur um Laxármálið, rætt er við rafveitustjóra Akureyrar, Knút Otterstedt og ritara Laxárvirkjunar stjórnar, Steindór Steindórsson, skólameistara. í blaðinu á morgun er svo rætt við tvo andstæðinga framkvæmdanna við Laxá. — ÞS — Sjá bls. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.